Missti oft tökin á sumrin

Sara Barðdal hvetur fólk meðal annars til að hreyfa sig ...
Sara Barðdal hvetur fólk meðal annars til að hreyfa sig úti á sumrin.

„Sumarið var alltaf mikil áskorun fyrir mig hér áður fyrr, óhollar grillveislur, sumarpartý, hvítvín eftir vinnu á Austurvelli og ég veit ekki hvað. Allt virtist vinna á móti heilbrigðum lífsstíl um leið og sólin kom fram – eða það var að minnsta kosti mín hugsun og ég leyfði því að verða að mínum sannleika. Þegar sumarið var búið var ég dottin í sukk og hreyfingarleysi og sat oftar en ekki með auka fimm kíló á líkamanum, bjúg og mikið svekkelsi yfir því að hafa misst svona tökin,“ segir einkaþjálfarinn og heilsumarkþjálfarinn Sara Barðdal í pistli sínum:

Í dag hef ég breytt hugarfarinu gagnvart þessari yndislegu árstíð og er staðráðin í að njóta veðurblíðunar og sumarsins á annan hátt en áður, með útiveru, daglegri hreyfingu og með nærandi og ferska fæðu við höndina.

Það tók mig nokkur ár að átta mig á að lífstíllinn þinn fer ekki í sumarfrí, því þá ertu enn þá föst í landi megrunarkúra, átaka og „ég byrja á mánudaginn” hugarfari. Ég hvet þig til að vera með mér í að taka sumarið með krafti og setja heilsuna og hreyfinguna í forgang, og njóta þannig alls þess besta sem þessi árstíð hefur upp á að bjóða!

Mig langar því að deila með þér nokkrum hugmyndum um hvernig þú getur notið náttúrunnar, virkjað með þér fjölskylduna í heilbrigðum leik og hvernig þú getur hreyft þig meira án þess að taka heilu eða hálfu dagana í ræktinni frá fjölskyldusamveru og góða veðrinu í sumar!

1. Tökum eina snögga heimaæfingu!

HiiTFiT-æfing

Þessi er barnvæn, og ekki miklar líkur á að þú sparkir í höfuðið á neinum. Fullkomin að gera heima í stofunni í sumar eða úti í garði með fjölskyldunni! Passaðu bara upp á fyrstu æfinguna og að það gerist ekki það sem ég lenti í.  

Við keyrum hverja æfingu í 40 sekúndur og tökum svo 10 sek. í hvíld á milli æfinga!

 1. Öfugar burpees
 2. Súperman 2,0
 3. Hliðarlunges
 4. Hnébeygjuhopp með tappi í miðjunni
 5. Axlararmbeygjur

Þú getur ákveðið að keyra æfinguna alla einu sinni í gegn, tekið annan hring, þrjá hringi eða þess vegna fjóra! Myndband með æfingunum má sjá hér. 

2.  Nýtum fallegar gönguleiðir í náttúrunni!

Af hverju að puða á hlaupabretti fyrir framan sjónvarpsskjá þegar þú getur notið fallegu náttúrunnar handan við hornið? Þú getur tekið fjölskylduna með þér í lengri dagsferð en þú getur líka ákveðið að nota fjallshlíðina sem þitt hlaupabretti þegar þú hefur tíma til og við mælum sérstaklega með því að njóta kvöldsólarinnar og kyrrðarinnar í einhverri fjallshlíðinni.

Þá gæti verið sniðugt að ákveða að taka reglulega sömu leiðina, hafa ákveðinn stað sem viðmið, til dæmis einhvern stein, vörðu eða tré, sem þú gengur upp að hverju sinni og tekur tímann. Þannig geturðu fylgst með bætingu á tímanum eins og þú værir að gera ef þú reglulega myndir hlaupa sömu vegalengdina. Úlfarsfellið og Esjuhlíðin eru til dæmis frábærir staðir til að byrja á ef þú ert á höfuðborgarsvæðinu en annars geturðu fundið ótal skemmtilegar gönguleiðir út um allt land á síðunni gonguleidir.is.

3. Hreyfum okkur með börnunum

Það þarf ekki alltaf að vera annaðhvort eða! Það að hlaupa í skemmtilegan leik með börnunum okkar og gefa þetta litla extra í orkunni getur náð púlsinum vel upp og virkað sem æfing þess dags! Fyrir utan hvað það gefur litlum manneskjum ótrúlega gleði að fá stóran til að leika með! Finnum barnið innra með okkur og gefum því aðeins lausan tauminn!

Hugmyndir að góðri hreyfingu með krökkunum getur verið:

 • Trampólínhopp og skopp
 • Sund – farðu endilega með í rennibrautina!
 • Boltaleikir – hvaða boltaleikir sem er – svo lengi sem þú hleypur á eftir boltanum og ert ekki bara í marki!
 • Hjól – farið í hjólareiðatúr! Ákveðið að einhvern hluta leiðarinnar á að hjóla svakalega hratt og ekki stoppa fyrr en á fyrirframákveðnum áningarstað!
 • Útileikir – hvaða útileikir sem er! Manstu eftir einni krónu og skotbolta? Klassískur eltingarleikur ætti heldur ekki að láta púlsinn ósnertan!
Sara Barðdal.
Sara Barðdal.

4. Finnum litlu leiðirnar til þess að koma aukahreyfingu inn í daginn

 • Taktu stigann í staðinn fyrir lyftuna
 • Leggðu bílnum viljandi langt frá búðinni og labbaðu
 • Haltu á vörunum þínum í stað þess að nota kerru ef þú getur
 • Stattu upp á klukkutímafresti eða fáðu þér skrifborð sem þú getur hækkað og staðið við öðru hverju
 • Stilltu vekjaraklukkuna í símanum þínum til þess að minna þig á að standa upp reglulega og ná þér í vatn eða aðeins að teygja úr þér. 
 • Notaðu heyrnartól og taktu göngufundi og símtöl standandi eða gangandi
 • Minnkaðu sjónvarpsgláp á kvöldin og gerðu frekar teygjur eða hreyfðu þig. Ef þú vilt alls ekki missa af uppáhaldsþættinum geturðu jafnvel teygt aðeins á meðan.
 • Minnkaðu setuna yfir höfuð, þegar þú ert að bíða eftir tannlækni/lækni, afgreiðslu í banka, bílvélavirkjanum eða hverjum sem er, hugsaðu þá fyrst hvort þú þurfir að setjast niður svona rétt á meðan – „get ég mögulega staðið á meðan eða nýtt tímann og gengið aðeins um meðan ég bíð?“ Ef þú ert í mjög miklu stuði, gerðu þá kálfalyftur á staðnum og nokkrar hnébeygjur. Þú dreifir í leiðinni pottþétt örlítilli gleði til viðstaddra með uppátækinu 
5. Notum skrefamæli eða heilsuúr

Eignastu heilsuúr sem heldur tölu á skrefafjöldanum þínum yfir daginn og settu þér markmið um að ná að minnsta kosti 10.000 skrefum á dag (sem er viðmið WHO) eða að vera ákveðið virk á hverjum degi. Það getur verið ótrúlega hvetjandi að fylgjast með úrinu yfir daginn til þess að átta sig á því hversu virkur maður er á degi hverjum og hef ég heyrt margar sögur um kvöldhreyfingu sem varð að veruleika til þess að uppfylla skrefakvóta dagsins.

6. Skráðu þig á námskeiðið sem þig langar á

Þér verður að finnast hreyfingin þín skemmtileg, annars endist þú líklega ekki í henni til lengri tíma. Skráðu þig í dansnámskeiðið, boxnámskeiðið, crossfit, polefitness, hjólahópinn, gönguhópinn eða Valkyrjusamfélagið – hvað sem það er og þig langar til þess að gera – NÚNA er tíminn.

Ekki hugsa: „Ég byrja eftir sumarið.“ Besti tíminn til þess að byrja að sinna líkama og heilsu er NÚNA, ekki seinna. Þú átt skilið að líða vel í dag, vera orkumikil og finna fyrir líkamlegu hreysti og vellíðan, og það er eitthvað sem þú getur skapað á mjög stuttum tíma.

Settu þér markmið í sumar að halda hreyfingunni inni í þínu daglega lífi – það þarf hvorki að vera flókið eða taka mikinn tíma frá öðrum mikilvægum hlutum.

Heilsukveðja,

Sara Barðdal

ÍAK einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi

mbl.is

Eva Laufey segir frá fósturmissinum

11:50 Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir missti fóstur á dögunum. Hún segir að fólk eigi ekki bara að deila gleðistundum á samfélagsmiðlum heldur líka þegar fólk gengur í gegnum erfiðleika. Meira »

Sonja ehf. keypti af Ólafi Stef. og Kristínu

11:00 Ólafur Stefánsson og Kristín Soffía Þorsteinsdóttir settu einbýlishús sitt við Sjafnargötu í Reykjavík á sölu. Húsið seldist í sumar og er kaupandi Sonja ehf. Meira »

Fögnuðu ráðunum hennar Önnu ljósu

10:00 Bókin Fyrstu mánuðirnir – Ráðin hennar Önnu ljósu kom út á dögunum og af því tilefni var fagnað dátt í versluninni Systur & makar við Síðumúla. Höfundar bókarinnar eru hin landsþekkta ljósmóðir Anna Eðvaldsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir blaðamaður. Anna og Sylvía Rut kynntust þegar Anna var heimaljósmóðir Sylvíu Rutar. Meira »

4 ráð til þess að komast í æfingagír

09:07 Samhliða því að byrja að hreyfa sig aftur af krafti er gott að taka mataræðið föstum tökum. Hreinsaðu til í skápunum, forðastu sykur, skyndibita og unnar vörur. Borðaðu hreina fæðu, vel af ávöxtum og grænmeti. Meira »

Færri konur stunda kynlíf á morgnana

06:00 Í nýrri könnun sögðust 63 prósent kvenna ekki stunda kynlíf á morgnana. Aðeins 37 prósent karlmanna sögðust ekki stunda kynlíf á morgnana. Meira »

Kulnun – hvað er til ráða?

Í gær, 22:00 Hvað er það í okkar þjóðfélagi sem veldur því að fólk veikist vegna svokallaðrar kulnunar? Er það eðlilegt að sjúkrasjóðir séu að nálgast þolmörk vegna kulnunar starfsstétta eða stefni í þrot eins og sjúkrasjóður Kennarasambandsins? Meira »

5 óvæntar fæðutegundir sem minnka bjúg

Í gær, 18:00 Ertu uppblásin/n eftir sumarið og langar til að komast á rétt ról? Ef þú veist ekki hvað þú átt að gera skaltu halda áfram að lesa. Meira »

Kylie í fyrsta skipti á forsíðu Vogue

Í gær, 17:04 Raunveruleikaþáttastjarnan Kylie Jenner prýðir forsíðu ástralska Vogue í september. Kendall Jenner, systir hennar, tók viðtalið og spjalla þær um móðurhlutverkið og snyrtivöruheiminn. Meira »

Vertu eins og Laura Palmer í vetur

Í gær, 15:00 Studiolína H&M; er innblásin af sjónvarpsþáttunum Twin Peaks. Sjúk næntís-áhrif einkenna línuna.  Meira »

Ásgeir Kolbeins elskar bleikt súkkulaði

í gær Harpan var full af súkkulaðielskendum á dögunum þegar bleikt súkkulaði frá Nóa Síríus var kynnt. Ásgeir Kolbeins lét sig ekki vanta enda mikill smekkmaður. Meira »

Saga Garðars og Snorri orðin hjón

í gær Leikkonan Saga Garðarsdóttir og Snorri Helgason tónlistarmaður gengu í hjónaband á Suðureyri um helgina. Ilmur Kristjánsdóttir leikkona gaf þau saman. Meira »

Þarftu að fara í afvötnun?

í gær Þegar einn súkkulaðibiti kallar á þann næsta og þú hefur ekki stjórn á því sem þú borðar gæti lausnin fyrir þig verið að fara í afvötnun frá sykri og sterkju. MFM-miðstöðin gæti verið með lausnina fyrir þig. Meira »

„Crazy Rich“-kjólar í Hollywood

í fyrradag Frumsýning kvikmyndarinnar „Crazy Rich Asians“ var full af „Crazy Rich“-kjólum í Hollywood á dögunum. Kvikmyndin verður frumsýnd í Sambíó föstudaginn 24. ágúst næstkomandi og er beðið eftir henni með spenningi. Meira »

23 ráð til að hreyfa þig meira daglega

í fyrradag Það er ekki gott fyrir heilsuna að sitja löngum stundum. Til þess að vinna gegn kyrrsetunni er ráðið að finna leiðir til að hreyfa þig meira í gegnum daginn. Meira »

Það sem lætur hjartað þitt syngja

í fyrradag „Gerðu það sem lætur hjartað þitt syngja. Ekki starfa til að búa til pening. Starfaðu til að dreifa ást út í umhverfið. Finndu út hvað þú myndir gera ef þú ættir alla penininga í heiminum og starfaðu við það. Þú ert með svörin innra með þér.“ Meira »

Hvað einkennir fatnað sem klæðir mig?

í fyrradag Margar konur eru góðar í að finna sinn eigin stíl og varpa þannig inn í samfélagið skemmtilegum skilaboðum um hverjar þær eru og hvert þær eru að fara. Eftirfarandi atriði er gott að hafa í huga fyrir þær sem eru að byrja að móta stílinn. Meira »

Kærastan vill ekki tala um fortíðina

19.8. „Fyrir nokkrum vikum komst ég að því að hún hafði verið svolítið svöl í sínum samskiptum við hitt kynið því ég þekki einn sem hafði sent henni póst um kvöld í gegnum Tinder. Þau höfðu aldrei hitt hvort annað og hún svaraði honum að koma heim til hennar strax.“ Meira »

Jógakennari Paltrow kennir Íslendingum

19.8. Baron Baptiste er heimsþekktur jógakennari sem hefur unnið meðal annars með Gwyneth Paltrow. Hann hefur gefið út fimm bækur og verið tilnefndur á „best sellers list“ hjá New York Times. Hann var staddur á Íslandi á dögunum að taka þátt í opnun nýrrar jógastöðvar Iceland Power Yoga. Meira »

Vissir þú að það eru til 9 tegundir af húmor?

18.8. Ef þú spyrð fólk hverju það er að leita eftir þegar kemur að maka þá er líklegt að fólk setji góðan húmor ofarlega á listann sinn. En hver getur sagt að sérstök tegund af húmor sé betri en annar? Meira »

Vogue hættir að ráða fyrirsætur yngri en 18 ára

18.8. Tískutímaritið Vogue hefur gefið út að það ætli að hætta að ráða fyrirsætur sem eru yngri en 18 ára í myndatökur fyrir tímarit þeirra. Meira »

Hélt upp á 46 ára afmælið á ströndinni

18.8. Leikkonan Angie Harmon varð 46 ára í vikunni. Hún hélt upp á afmælið í sundfatnaði sem virðist vera það nýjasta á meðal hinna frægu í dag. Meira »