Hugsum hægar í hita

Það er örugglega erfitt að hugsa á ströndinni.
Það er örugglega erfitt að hugsa á ströndinni. mbl/Pexels

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sem gerð var í Boston í Bandaríkjunum benda til þess að við hugsum hægar í hitabylgjum. Rannsóknin var gerð meðan á hitabylgju stóð þar vestanhafs. Þá voru bornir saman tveir hópar háskólanema, annar hópurinn bjó í húsi með loftkælingu og hinn hópurinn bjó í húsi án loftkælingar. 

Nemendurnir fengu einföld stærðfræðidæmi send í símann sinn tvisvar á dag. Hópurinn sem bjó í húsi án loftkælingar var að meðaltali lengur að svara og náði ekki jafnhárri einkunn fyrir dæmin og hópurinn sem bjó við loftkælingu. Hitinn hjá þeim sem voru með loftkælingu var 21 gráða að meðaltali en hitinn án loftkælingar fór upp í 26 gráður. 

Hitinn einn og sér er veldur þó ekki hægari hugsanagangi, heldur benda rannsakendur á að umhverfis- og líkamlegir þættir ráði. Loftræsting, meira vökvatap og öðruvísi svefnvenjur vegna hita geta einnig haft áhrif á hraða hugsana og hæfni til að leysa stærðfræðidæmi. 

Það er margt sem fylgir hitanum sem getur haft áhrif …
Það er margt sem fylgir hitanum sem getur haft áhrif á hæfni okkar að takast á við stærðfræðidæmi. mbl.is/Pexels
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál