Ákvað að skipta um fyrirmyndir

María segir það mikilvægt að hlusta á líkamann og sinna ...
María segir það mikilvægt að hlusta á líkamann og sinna hans þörfum, það sé stór hluti af því að virða hann. Ljósmynd/Aðsend

María Hjarðar er nemi í mann- og sagnfræði við Háskóla Íslands. Hún vinnur á sambýli á vegum Reykjavíkurborgar.

María fór að velta líkamsvirðingu fyrir sér þegar hún var 18 ára. Hún hafði gengið í gegnum áföll og ákvað um sumarið að ná stjórn á eigin lífi. Hún ákvað að byrja á andlegu heilsunni en fyrir henni var eðlilegt að hata líkama sinn. Hún hafði aldrei velt því fyrir sér af hverju hún hataði líkama sinn eða sig sjálfa því hún var handviss um að henni ætti að líða þannig.

Þegar hún ákvað að breyta um hugarfar fann hún mikinn mun á því að skipta um fyrirmyndir. „Fyrst um sinn skoðaði ég mikið chubby-bunnies.tumblr.com sem er femínískur líkamsvirðingarvefur fyrir feitar konur. Þá fór ég að fylgja feitum fyrirsætum á Instagram í stað mjórra. En ég þurfti líka að læra að hætta að bera mig saman við aðrar konur og minna sjálfa mig á það reglulega að ég á skilið virðingu sama hvernig ég lít út, bæði frá sjálfri mér og öðrum.“

María segir það mikilvægt að hlusta á líkamann og sinna hans þörfum, það sé stór hluti af því að virða hann. „Ef hann er svangur gef ég honum næringu. Ef hann er þyrstur gef ég honum vatn. Ef mér líður illa með hann þegar ég lít í spegil minni ég mig á að sýna honum ást og virðingu. Ég segi ekkert við sjálfa mig sem ég myndi ekki segja við einhvern sem mér þykir vænt um.“

Hún segir vera mikilvægt að átta sig á því að maður á ekki minni virðingu skilið þó að maður sé feitur. „Sú sannfæring er sennilega mikilvægust þegar það kemur að því að takast svo á við fordóma samfélagsins sem gætu fylgt því að elska sjálfan sig skilyrðislaust.“ Hún telur það vera mikilvægt að virða líkama sinn vegna þess að það fylgir gríðarleg vanlíðan því að vera stöðugt óánægður með sjálfan sig. „Og það að hata líkamann sinn breytist í sjálfshatur og of harða sjálfsgagnrýni á öllum sviðum,“ segir María.

María gagnrýnir þau skilaboð sem samfélagið sendir þeim sem passa ...
María gagnrýnir þau skilaboð sem samfélagið sendir þeim sem passa ekki innan staðalímyndanna. Mynd/Ísold Halldórudóttir

Fær innblástur frá femínisma

María segist alltaf hafa verið þrjósk og helst ekki viljað gera það sem aðrir segja henni að gera, sérstaklega ef hún á ekki að hafa val um það. „Samfélagið sagði mér að vera óánægð með sjálfa mig of lengi, og það var virkilega frelsandi að leyfa sér bara að gagnrýna þessi skilaboð sem maður fær dag hvern. Ætli það sé ekki aðallega femínismi sem veitir mér innblásturinn fyrir að skammast mín ekki fyrir það eitt að vera ég eins og ég er.“

María gagnrýnir þau skilaboð sem samfélagið sendir þeim sem passa ekki innan staðalímyndanna. „Samfélagið sendir konu þau skilaboð að hún sé röng, og minna virði heldur en grannir, „réttir“ einstaklingar. Konu finnst hún aldrei standa sig nógu vel eða geta verið stolt af neinu sem hún gerir vegna þess að hún upplifir sig einskis virði hvort eð er vegna útlits síns. Ég skammaðist mín oft fyrir það eitt að vera til vegna þess að ég tók aðeins meira pláss en aðrir. Það er rosalega brenglaður og sársaukafullur hugsanaháttur sem ég er viss um að plagi margan feitan einstaklinginn,“ segir María.

mbl.is

Eva Laufey segir frá fósturmissinum

11:50 Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir missti fóstur á dögunum. Hún segir að fólk eigi ekki bara að deila gleðistundum á samfélagsmiðlum heldur líka þegar fólk gengur í gegnum erfiðleika. Meira »

Sonja ehf. keypti af Ólafi Stef. og Kristínu

11:00 Ólafur Stefánsson og Kristín Soffía Þorsteinsdóttir settu einbýlishús sitt við Sjafnargötu í Reykjavík á sölu. Húsið seldist í sumar og er kaupandi Sonja ehf. Meira »

Fögnuðu ráðunum hennar Önnu ljósu

10:00 Bókin Fyrstu mánuðirnir – Ráðin hennar Önnu ljósu kom út á dögunum og af því tilefni var fagnað dátt í versluninni Systur & makar við Síðumúla. Höfundar bókarinnar eru hin landsþekkta ljósmóðir Anna Eðvaldsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir blaðamaður. Anna og Sylvía Rut kynntust þegar Anna var heimaljósmóðir Sylvíu Rutar. Meira »

4 ráð til þess að komast í æfingagír

09:07 Samhliða því að byrja að hreyfa sig aftur af krafti er gott að taka mataræðið föstum tökum. Hreinsaðu til í skápunum, forðastu sykur, skyndibita og unnar vörur. Borðaðu hreina fæðu, vel af ávöxtum og grænmeti. Meira »

Færri konur stunda kynlíf á morgnana

06:00 Í nýrri könnun sögðust 63 prósent kvenna ekki stunda kynlíf á morgnana. Aðeins 37 prósent karlmanna sögðust ekki stunda kynlíf á morgnana. Meira »

Kulnun – hvað er til ráða?

Í gær, 22:00 Hvað er það í okkar þjóðfélagi sem veldur því að fólk veikist vegna svokallaðrar kulnunar? Er það eðlilegt að sjúkrasjóðir séu að nálgast þolmörk vegna kulnunar starfsstétta eða stefni í þrot eins og sjúkrasjóður Kennarasambandsins? Meira »

5 óvæntar fæðutegundir sem minnka bjúg

Í gær, 18:00 Ertu uppblásin/n eftir sumarið og langar til að komast á rétt ról? Ef þú veist ekki hvað þú átt að gera skaltu halda áfram að lesa. Meira »

Kylie í fyrsta skipti á forsíðu Vogue

Í gær, 17:04 Raunveruleikaþáttastjarnan Kylie Jenner prýðir forsíðu ástralska Vogue í september. Kendall Jenner, systir hennar, tók viðtalið og spjalla þær um móðurhlutverkið og snyrtivöruheiminn. Meira »

Vertu eins og Laura Palmer í vetur

Í gær, 15:00 Studiolína H&M; er innblásin af sjónvarpsþáttunum Twin Peaks. Sjúk næntís-áhrif einkenna línuna.  Meira »

Ásgeir Kolbeins elskar bleikt súkkulaði

í gær Harpan var full af súkkulaðielskendum á dögunum þegar bleikt súkkulaði frá Nóa Síríus var kynnt. Ásgeir Kolbeins lét sig ekki vanta enda mikill smekkmaður. Meira »

Saga Garðars og Snorri orðin hjón

í gær Leikkonan Saga Garðarsdóttir og Snorri Helgason tónlistarmaður gengu í hjónaband á Suðureyri um helgina. Ilmur Kristjánsdóttir leikkona gaf þau saman. Meira »

Þarftu að fara í afvötnun?

í gær Þegar einn súkkulaðibiti kallar á þann næsta og þú hefur ekki stjórn á því sem þú borðar gæti lausnin fyrir þig verið að fara í afvötnun frá sykri og sterkju. MFM-miðstöðin gæti verið með lausnina fyrir þig. Meira »

„Crazy Rich“-kjólar í Hollywood

í fyrradag Frumsýning kvikmyndarinnar „Crazy Rich Asians“ var full af „Crazy Rich“-kjólum í Hollywood á dögunum. Kvikmyndin verður frumsýnd í Sambíó föstudaginn 24. ágúst næstkomandi og er beðið eftir henni með spenningi. Meira »

23 ráð til að hreyfa þig meira daglega

í fyrradag Það er ekki gott fyrir heilsuna að sitja löngum stundum. Til þess að vinna gegn kyrrsetunni er ráðið að finna leiðir til að hreyfa þig meira í gegnum daginn. Meira »

Það sem lætur hjartað þitt syngja

í fyrradag „Gerðu það sem lætur hjartað þitt syngja. Ekki starfa til að búa til pening. Starfaðu til að dreifa ást út í umhverfið. Finndu út hvað þú myndir gera ef þú ættir alla penininga í heiminum og starfaðu við það. Þú ert með svörin innra með þér.“ Meira »

Hvað einkennir fatnað sem klæðir mig?

í fyrradag Margar konur eru góðar í að finna sinn eigin stíl og varpa þannig inn í samfélagið skemmtilegum skilaboðum um hverjar þær eru og hvert þær eru að fara. Eftirfarandi atriði er gott að hafa í huga fyrir þær sem eru að byrja að móta stílinn. Meira »

Kærastan vill ekki tala um fortíðina

19.8. „Fyrir nokkrum vikum komst ég að því að hún hafði verið svolítið svöl í sínum samskiptum við hitt kynið því ég þekki einn sem hafði sent henni póst um kvöld í gegnum Tinder. Þau höfðu aldrei hitt hvort annað og hún svaraði honum að koma heim til hennar strax.“ Meira »

Jógakennari Paltrow kennir Íslendingum

19.8. Baron Baptiste er heimsþekktur jógakennari sem hefur unnið meðal annars með Gwyneth Paltrow. Hann hefur gefið út fimm bækur og verið tilnefndur á „best sellers list“ hjá New York Times. Hann var staddur á Íslandi á dögunum að taka þátt í opnun nýrrar jógastöðvar Iceland Power Yoga. Meira »

Vissir þú að það eru til 9 tegundir af húmor?

18.8. Ef þú spyrð fólk hverju það er að leita eftir þegar kemur að maka þá er líklegt að fólk setji góðan húmor ofarlega á listann sinn. En hver getur sagt að sérstök tegund af húmor sé betri en annar? Meira »

Vogue hættir að ráða fyrirsætur yngri en 18 ára

18.8. Tískutímaritið Vogue hefur gefið út að það ætli að hætta að ráða fyrirsætur sem eru yngri en 18 ára í myndatökur fyrir tímarit þeirra. Meira »

Hélt upp á 46 ára afmælið á ströndinni

18.8. Leikkonan Angie Harmon varð 46 ára í vikunni. Hún hélt upp á afmælið í sundfatnaði sem virðist vera það nýjasta á meðal hinna frægu í dag. Meira »