Ákvað að skipta um fyrirmyndir

María segir það mikilvægt að hlusta á líkamann og sinna ...
María segir það mikilvægt að hlusta á líkamann og sinna hans þörfum, það sé stór hluti af því að virða hann. Ljósmynd/Aðsend

María Hjarðar er nemi í mann- og sagnfræði við Háskóla Íslands. Hún vinnur á sambýli á vegum Reykjavíkurborgar.

María fór að velta líkamsvirðingu fyrir sér þegar hún var 18 ára. Hún hafði gengið í gegnum áföll og ákvað um sumarið að ná stjórn á eigin lífi. Hún ákvað að byrja á andlegu heilsunni en fyrir henni var eðlilegt að hata líkama sinn. Hún hafði aldrei velt því fyrir sér af hverju hún hataði líkama sinn eða sig sjálfa því hún var handviss um að henni ætti að líða þannig.

Þegar hún ákvað að breyta um hugarfar fann hún mikinn mun á því að skipta um fyrirmyndir. „Fyrst um sinn skoðaði ég mikið chubby-bunnies.tumblr.com sem er femínískur líkamsvirðingarvefur fyrir feitar konur. Þá fór ég að fylgja feitum fyrirsætum á Instagram í stað mjórra. En ég þurfti líka að læra að hætta að bera mig saman við aðrar konur og minna sjálfa mig á það reglulega að ég á skilið virðingu sama hvernig ég lít út, bæði frá sjálfri mér og öðrum.“

María segir það mikilvægt að hlusta á líkamann og sinna hans þörfum, það sé stór hluti af því að virða hann. „Ef hann er svangur gef ég honum næringu. Ef hann er þyrstur gef ég honum vatn. Ef mér líður illa með hann þegar ég lít í spegil minni ég mig á að sýna honum ást og virðingu. Ég segi ekkert við sjálfa mig sem ég myndi ekki segja við einhvern sem mér þykir vænt um.“

Hún segir vera mikilvægt að átta sig á því að maður á ekki minni virðingu skilið þó að maður sé feitur. „Sú sannfæring er sennilega mikilvægust þegar það kemur að því að takast svo á við fordóma samfélagsins sem gætu fylgt því að elska sjálfan sig skilyrðislaust.“ Hún telur það vera mikilvægt að virða líkama sinn vegna þess að það fylgir gríðarleg vanlíðan því að vera stöðugt óánægður með sjálfan sig. „Og það að hata líkamann sinn breytist í sjálfshatur og of harða sjálfsgagnrýni á öllum sviðum,“ segir María.

María gagnrýnir þau skilaboð sem samfélagið sendir þeim sem passa ...
María gagnrýnir þau skilaboð sem samfélagið sendir þeim sem passa ekki innan staðalímyndanna. Mynd/Ísold Halldórudóttir

Fær innblástur frá femínisma

María segist alltaf hafa verið þrjósk og helst ekki viljað gera það sem aðrir segja henni að gera, sérstaklega ef hún á ekki að hafa val um það. „Samfélagið sagði mér að vera óánægð með sjálfa mig of lengi, og það var virkilega frelsandi að leyfa sér bara að gagnrýna þessi skilaboð sem maður fær dag hvern. Ætli það sé ekki aðallega femínismi sem veitir mér innblásturinn fyrir að skammast mín ekki fyrir það eitt að vera ég eins og ég er.“

María gagnrýnir þau skilaboð sem samfélagið sendir þeim sem passa ekki innan staðalímyndanna. „Samfélagið sendir konu þau skilaboð að hún sé röng, og minna virði heldur en grannir, „réttir“ einstaklingar. Konu finnst hún aldrei standa sig nógu vel eða geta verið stolt af neinu sem hún gerir vegna þess að hún upplifir sig einskis virði hvort eð er vegna útlits síns. Ég skammaðist mín oft fyrir það eitt að vera til vegna þess að ég tók aðeins meira pláss en aðrir. Það er rosalega brenglaður og sársaukafullur hugsanaháttur sem ég er viss um að plagi margan feitan einstaklinginn,“ segir María.

mbl.is

Linda Pé fór í loftbelg með dótturinni

20:00 Linda Pétursdóttir mælir með því að framkvæma hluti sem eru á „bucket“ listanum okkar. Eftir heilablóðfall gerir hún miklu meira af því að láta drauma rætast. Meira »

Græjan sem reddar á þér hárinu

17:00 Konur sem eyða miklum tíma í hárið á sér á hverjum morgni gleðjast yfir hverju tæki sem sparar tíma og gerir hárið betra. Þær sem eru vanar að slétta eða krulla á sér hárið eiga eftir að kunna að meta Inverse græjuna. Meira »

Endalausir möguleikar með einni pallettu

16:00 Nýjasta augnskuggapalletta Urban Decay nefnist Born To Run og fór hún eins og stormsveipur um förðunarheiminn en hún er loksins komin til Íslands. Meira »

Versalir Alberts og Bergþórs falir

13:03 Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson eiga örugglega merkilegustu íbúð Íslands. Að utan er húsið látlaust en þegar inn er komið er eins og þú sért kominn til Versala. Þvílíkur íburður og fegurð. Meira »

Hulda og Aðalsteinn í Módern selja höllina

12:00 Hulda Hrönn Finsen og Aðalsteinn Finsen, eigendur Módern, hafa sett sitt fallega hús í Garðabæ á sölu.   Meira »

Er konan að brjóta á maka sínum?

09:05 Gift kona segir að hún sé ekki búin að lofa konu kvænta mannsins sem hún er að reyna við neinu og skuldi henni því ekki neitt. Sama segir hún um kvænta manninn sem er að reyna við hana að hann sé ekki búinn að lofa manninum hennar neinu og þess vegna skuldi hann honum ekki neitt. Þau séu bara að brjóta á mökum sínum en ekki mökum hvors annars. Er þetta rétt? Meira »

7 ráð til að koma í veg fyrir hrotur

Í gær, 23:59 Ef þú vilt koma í veg fyrir skilnað eða að þér verði ekki boðið með í sumarbústaðarferð með vinunum er eins gott að reyna allt til þess að koma í veg fyrir hroturnar. Meira »

Tróð sér í kjólinn frá 1999

í gær Sarah Michelle Geller getur huggað sig við það að passa enn í kjól sem hún klæddist á Emmy-verðlaunahátíðinni fyrir 19 árum. Meira »

Með IKEA-innréttingu á baðinu

í gær Ert þú með eins innréttingu á baðinu og Julia Roberts? Leikkonan hefur sett yndislegt hús sem hún á í Kaliforníu á leigumarkað en húsið keypti hún í fyrra. Meira »

Mamma Meghan flottari?

í gær Meghan mætti í nýrri blárri kápu með móður sína við hlið sér þegar útgáfu uppskriftarbókar sem hún gefur út var fagnað.   Meira »

Skvísupartý á Hilton

í gær Allar flottustu skvísur landsins mættu á Hilton Nordica í gærkvöldi og kynntu sér spennandi förðunar- og snyrtivörur frá vörumerkjum BOX12. Meira »

Stórglæsilegar með ör eftir bólur

í gær Margir skammast sín fyrir bólur og ör eftir þær en það er auðvitað algjör óþarfi enda kemur fegurðin innan frá.   Meira »

Ekkert kynlíf í þrjú ár en mjög ástfangin

í gær Jacob og Charlotte hafa verið saman í fjögur ár en síðustu þrjú ár hafa þau ekki stundað kynlíf og kynlíf er ekki á dagskrá hjá þeim. Meira »

Hvaða náttgalli er bestur fyrir kynlífið?

19.9. Í hverju þú sef­ur eða sef­ur ekki get­ur haft áhrif á kyn­lífið sem þú stund­ar. Þessi náttgalli þarf ekki að kosta mikið.   Meira »

Bjarni vill gera húsaskipti næstu vikur

19.9. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, sem steig til hliðar á meðan málefni fyrirtækisins eru skoðuð, vill ólmur gera húsaskipti fram til 31. október 2018. Meira »

Á hraðferð í rauðri leðurkápu

19.9. Anna Wintour gefur grænt ljós á síðar leðurkápur en leðurjakkar eru ekki hennar tebolli. Það gustaði af henni á götum Lundúna á tískuvikunni þar í borg. Meira »

Hvaða reglur gilda um inneignarnótur?

19.9. „Þegar ég fór að skoða innleggsnótuna betur sá ég að hún rann út í lok sumars og peningurinn minn þar með glataður. Mega búðir setja svona frest á innleggsnótur? Er þetta ekki í rauninni minn peningur?“ Meira »

Þorbjörg Helga og Hallbjörn selja höllina

19.9. Hjónin Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Hallbjörn Karlsson hafa sett sitt fallega hús við Bjarmaland í Fossvogi á sölu.   Meira »

Rakel og Helgi Þorgils giftu sig

19.9. Rakel Halldórsdóttir og Helgi Þorgils Friðjónsson gengu í hjónaband í Hallgrímskirkju 25. ágúst.  Meira »

Best klæddu stjörnurnar á Emmy

18.9. Hvítt og fjaðrir voru áberandi á Emmy-verðlaunahátíðinni. Spænska leikkonan Penelope Cruz var með þetta tvennt á hreinu í hvítum Chanel-kjól með fjöðrum. Meira »

Skúli aldrei verið flottari fimmtugur

18.9. Skúli Mogensen fagnar 50 ára afmæli í dag, 18. september. Smartland lítur hér yfir farinn veg og svo virðist sem Skúli eldist eins og gott rauðvín. Meira »