4 ástæður fyrir píkufnyk

Píkan á ekki að lykta eins og ilmvatnsflaska en kannski …
Píkan á ekki að lykta eins og ilmvatnsflaska en kannski ekki heldur þannig að halda þurfi fyrir nefið. mbl.is/Getty Images

Ástæðan er ekki alltaf einföld fyrir því að meiri lykt berst frá klofsvæðinu en konur myndu almennt kjósa. Rétt er þó að taka fram að píkan ætti ekki að lykta eins og rósir en ef lyktin breytist eitthvað gæti eitt af eftirfarandi mögulega útskýrt píkufýluna eins og Prevention tók saman. 

Þvagleki

Það er munur á því hvort lyktin sé af einhverju sem er að koma út úr píkunni eða hvort þetta sé lyktin af kynfærunum. Oft getur minni háttar þvagleki verið ástæðan. 

Sviti

Það er eðlilegt að svitna í klofinu. Við þessu er gott að nota nærföt úr efnum sem anda betur og skipta strax um nærbuxur eftir æfingu. 

Gamall túrtappi

Það kann að hljóma undarlega en læknir vill meina að margar konur gleymi að taka úr sér túrtappa. Á þetta sérstaklega við þegar blæðingar eru að klárast og túrtappinn hefur verið settur upp til vonar og vara. 

Bakteríuflóran er í rugli

Algengasta ástæðan fyrir píkufýlu er ójafnvægi í bakteríuflórunni í leggöngunum. Þetta getur gerst hvenær sem er en þó aðallega eftir að konur klára blæðingar og eftir kynlíf þar sem sæði og blóð geta sett allt úr skorðum. 

Er píkan að gefa frá sér einhverja óvenjulega lykt?
Er píkan að gefa frá sér einhverja óvenjulega lykt? Getty images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál