Kaffi ekki alltaf lausnin

Kaffi er ekki alltaf lausnin.
Kaffi er ekki alltaf lausnin. mbl.is/Thinkstockphotos

Það kann að hljóma eins og góð hugmynd eftir nokkra bjóra að fá sér bara einn kaffi og keyra svo heim. Staðreyndin er hins vegar sú að það virkar ekki og það er vísindalega sannað. 

Fram kemur í grein Independent um málið að þó svo fólki finnist það vera meira vakandi eftir að hafa drukkið koffíndrykk þá breyti það ekki áhrifum áfengisins á viðbrögð líkamans. Eina sem virkar þegar kemur að því að að láta renna af sér er því tími. 

Gerð var tilraun á fólki sem var undir áhrifum, eftir að hafa drukkið sterkan kaffibolla leið því eins og það væri meira vakandi en áður. Það féll þó á sama prófi og áður en það drakk kaffibollann. 

Fólk vaknar ekki alltaf edrú eftir langa vöku og stuttan svefn og er ýmislegt annað en kaffi sem getur hjálpað fólki að láta renna fyrr af sér. Þegar fólk vaknar ætti það til dæmis að borða næringarríkan mat þó að líkaminn þrái ekkert annað en hamborgara og franskar. Að drekka vatn hjálpar líka. 

Kaffi lagar ýmislegt en ekki áhrif áfengis.
Kaffi lagar ýmislegt en ekki áhrif áfengis. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál