Bestu æfingarnar á blæðingum

Æfingar eins og piltates og jóga eru sagðar hafa jákvæð …
Æfingar eins og piltates og jóga eru sagðar hafa jákvæð áhrif á tíðahring kvenna. mbl.is/Thinkstockphotos

Það er ekkert sem margar konur vilja frekar þegar þær eru á blæðingum en að liggja undir sæng með kveikt á sjónvarpinu. Oft er hreyfing þó sögð hjálpa en það skiptir máli hvaða æfingar eru gerðar. Women's Health greinir frá rannsókn sem sýndi fram á að æfingar eins og jóga og pilates geti haft jákvæð áhrif á konur á blæðingum og jafnvel líka á tíðahringinn.

Ástæðan er meðal annars sú áhersla sem lögð er á öndun í æfingakerfunum. Stress getur alltaf haft slæm áhrif en stressuð kona er líkleg til að anda ekki niður í þindina eins og lögð er til dæmis áhersla á í jóga. Með því að anda djúpt í jóganu getur kona minnkað hormónaleg áhrif stress á blæðingar. 

Í jóga og pilates er lögð sérstök áhersla á að styrkja grindarbotninn. Er því haldið fram að með því að styrkja grindarbotnsvöðvana megi auka blóðflæðið og minnka til dæmis líkur á að það blæði gömlu brúnu blóði. Einnig getur það fengið konur til að slaka á grindarbotnsvöðvunum sem getur haft góð áhrif. 

Unnið er með allan líkamann í jóga- og pilatesæfingum sem er einnig sagt hafa góð áhrif á líkamann. Endorfínið og aukið blóðflæði til stórra vöðvahópa er til dæmis sagt minnka þreytu tengda blæðingum.

Stöður þar sem bakið er fett og mjaðmaopnun á sér stað eru sagðar sérstaklega góðar. Auk þess hefur það jákvæð áhrif á konur á blæðingum að fara í jógastellingar á við barnið, fetta bakið og búa til kryppu á fjórum fótum, rúlla niður hryggjarlið fyrir hryggjarlið og vinda upp á líkamann í sitjandi stöðu. 

Öndunin er sögð hafa góð áhrif.
Öndunin er sögð hafa góð áhrif. Ljósmynd/Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál