5 algengar aukaverkanir pillunnar

Aukaverkanirnar eru mis alvarlegar og mis algengar.
Aukaverkanirnar eru mis alvarlegar og mis algengar. Pexels

Getnaðarvarnarpillan er ein algengasta getnaðarvörnin sem konur kjósa að nota. Hún er þó ekki laus við aukaverkanir þrátt fyrir að fjöldi kvenna um allan heim taki hana inn daglega.

Aukaverkanirnar eru misalvarlegar og misalgengar. Sú alvarlegasta er blóðtappi í fæti eða lungum, sem getur verið lífshættulegt. Blóðtappi er þó ekki mjög algeng aukaverkun en kemur fyrir hjá 3-9 af hverjum 10 þúsund sem taka pilluna á hverju ári.

Aðrar aukaverkanir eru minna alvarlegar en hvimleiðar samt sem áður, hér eru nokkrar aukaverkanir og ráð við þeim.

Ógleði

Ógleði er ein af þeim aukaverkunum sem er ekki lífshættuleg, en óþægileg. Ógleði hefur kannski ekki mikil áhrif á þann sem tekur pilluna en hún getur verið pirrandi til lengdar. Það er estrógenið í pillunni sem orsakar þessa aukaverkun. Gott ráð við ógleði af völdum pillunar er að taka hana rétt fyrir háttatímann. Ógleðin gerir yfirleitt vart við sig fyrstu tvo tímana eftir að hún er tekin inn. Í stað þess að byrja daginn á ógleði, sefur þú á meðan ógleðin gerir vart við sig.

Aum og viðkvæm brjóst

Þú gætir tekið eftir því að brjóstin verða viðkvæm og aum í fyrsta skipti sem þú byrjar á pillunni. Það er algeng aukaverkun, en  hún hverfur eftir nokkra mánuði. Ef þú heldur áfram að finna til í brjóstunum, hafðu samband við lækninn þinn og athugaðu hvort þú getir skipt um pillutegund. Það er einnig hægt að taka bólgueyðandi verkjalyf til að lina sársaukann fyrstu mánuðina.

Milliblæðingar

Milliblæðingar eiga það til að koma fyrir á meðan kona er á pillunni. Það getur verið misjafnt eftir pillutegundum hversu algeng þessi aukaverkun er. Talaðu við lækninn þinn ef þú vilt ekki lenda í milliblæðingum og skiptu um pillutegund eða um getnaðarvörn.

Leggangaþurrkur

Þegar inntaka á pillunni hefst verða breytingar á leggöngunum. Sumar konur upplifa þurrk á meðan aðrar konur framleiða meiri vökva. Ef það er eitthvaðsem  truflar þig dagsdaglega eða þegar þú stundar kynlíf ættir þú að hafa samband við lækninn þinn. Hægt er að fá krem við slíkum þurrki en einnig er hægt að prófa að skipta um pillutegund.

Minni kynhvöt

Rannsóknir hafa reyndar ekki sýnt beina fylgni milli pillunnar og minni kynhvatar, en fjöldi kvenna hefur greint frá því. Þú getur prófað að skipta um pillutegund ef þú finnur fyrir minni löngun í kynlíf.

Pexels
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál