Vonar að áskorunin verði upphafið að einhverju stærra

Sara mun gefa þátttakendum æfingaplan með einföldum 30 mínútna æfingum ...
Sara mun gefa þátttakendum æfingaplan með einföldum 30 mínútna æfingum sem hægt er að gera hvar og hvenær sem er. Ljósmynd/Aðsend

Sara Barðdal er einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi sem heldur úti síðunni hiitfit.is. Dagana 17.- 26. ágúst ætlar Sara að halda 10 daga heilsuáskorun. Hún hefur haldið heilsuáskorun tvisvar sinnum áður við góðar undirtektir „Mörgum þykir mjög gaman að því að skora á sjálfan sig og prófa eitthvað nýtt, og mér finnst ótrúlega gaman að hvetja fólk til þess að taka heilsuna sína á næsta stig,“ segir Sara.

„Ég er svo lánsöm að geta unnið við það sem ég elska, að hjálpa konum að lifa heilbrigðara lífi, og mér finnst alveg nauðsynlegt að gefa eitthvað til baka með því að halda reglulega eitthvað sem allir geta nýtt sér ókeypis og hagnast af,“ segir Sara en hún hefur oft heyrt frá mörgum konum hvað það hljóti að vera erfitt að lifa heilbrigðum lífsstíl.

Hún segir margar konur rugla saman „fitness lífsstíl“ við „heilbrigðan lífsstíl“ en það er alls ekki það sama segir Sara. „Mér finnst einnig skilaboðin vera svo mikilvæg sem ég er að standa fyrir og er þetta mjög góð leið til þess að koma þeim áfram.“ Hún segir að fólk eigi það til að mikla hlutina fyrir sér, enda gangi boð, bönn og öfgar ekki upp fyrir flesta.

Sara Barðdal er ÍAK einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi frá Institute of ...
Sara Barðdal er ÍAK einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi frá Institute of Integrative Nutrition. Ljósmynd/Aðsend

„Það er mín von að þetta verði upphafið af einhverju stærra hjá fólki, hvort sem það verði hjá mér eða ekki, að þetta veki fólk til umhugsunar um hvað heilsan sé mikilvæg og hvað við getum staðið okkur miklu betur í öllum hlutverkunum sem við erum í, hvort sem það sé í starfi, heimavið, sem móðir, maki, vinur eða í hverju sem er,“ segir Sara. Sara ætlar að fræða þátttakendur um af hverju flestir ná ekki markmiðum sínum. Þá leggur hún einföld verkefni fyrir þá sem kjósa að taka þátt og hjálpar fólki að setja sér markmið.

„Markmiðið er að sjálfsögðu alltaf að reyna að hafa jákvæð áhrif hjá fólki, hvetja það til þess að horfa með nýjum augum á heilbrigðan lífsstíl og breyta hugsun þeirra frá því að þetta sé eitthvað sem sé erfitt yfir í eitthvað sem þau njóta þess að gera,“ segir Sara.

Sara segir það skipta sig miklu máli að miðla þessum heilsuboðskap til sem flestra. Hún hefur fengið frábærar viðtökur frá fylgjendum sínum og vonast til að sjá enn þá fleiri taka þátt. Allir þátttakendur frá aðgang að snöggum heimaæfingum, hljóðkennslu um markmiðasetningu og skriflegt verkefni. Þá mun hún ásamt Local setja salatáskorun af stað sem felst í því að borða eitt salat á dag þessa tíu daga. Sara hefur sett saman salat hjá Local og munu þátttakendur fá 15 prósent afslátt af því.

Hægt er að skrá sig frítt í 10 daga heilsuáskorun á www.hiitfit.is/hiitfit-askorun/.

mbl.is

Einbýlin sem kosta yfir 160 milljónir

19:19 Dýrustu einbýlishúsin á höfuðborgarsvæðinu eru bæði ný og gömul staðsett á Nesinu sem og í Kópavogi.   Meira »

Kristbjörg tárast yfir flutningunum til Katar

16:15 Kristbjörg Jónasdóttir einkaþjálfari og eiginkona Arons Einars Gunnarssonar er hræð yfir því að fjölskyldan sé að flytja frá Cardiff til Katar. Meira »

Svona færðu besta verðið fyrir eignina þína

13:00 Fasteignasalinn Páll Heiðar Pálsson segir að það skipti miklu máli að verðleggja sig ekki út af markaðnum og ákveðnir þættir þurfi að vera í lagi. Hann segir að það séu margir þættir sem hafi áhrif á söluverð fasteigna. Meira »

Hvort á ég að velja SPF 50 eða 30?

10:00 „Ég er að fara til Marokkó þar sem sólin er sterk. Er sólarvörn með SPF-þætti 50 betri en sólarvörn með SPF-þætti 30? Eða skiptir það engu máli?“ Meira »

Heilbrigðari án skorinna magavöðva

05:00 Skornir magavöðvar til marks um hamingju og heilbrigði. Þjálfarinn Marie Wold var aðallega svöng þegar hún fékk loksins „six-pack“. Meira »

Selma frumsýndi kærastann í kvöld

Í gær, 22:37 Selma Björnsdóttir er komin á fast en fyrr í kvöld frumsýndi hún kærastann á Instagram. Hann heitir Kolbeinn Tumi Daðason og er fréttastjóri á Vísi.is. Meira »

„Mamma er heltekin af útlitinu“

í gær Þannig er að ég á mömmu sem á erfitt með að sætta sig við aldurinn. Ég bý enn þá heima. Hún og pabbi eru nýskilin og mamma hefur brugðist við með endalausri líkamsrækt. Hún er heltekin af eigin líkamsþyngd, stelur fötunum mínum og snyrtivörunum og skiptir sér í tíma og ótíma af því hvernig ég lít út. Meira »

Frumsýning á Matthildi

í gær Söngleikurinn Matthildur var frumsýndur í Borgarleikhúsinu á laugardaginn og var mikil gleði í húsinu.   Meira »

Ragnar á Brandenburg selur glæsiíbúðina

í gær Ragnar Gunnarsson, einn af eigendum Brandenburg-auglýsingastofunnar, hefur sett íbúð sína við Grandaveg á sölu.   Meira »

Dreymir um kúrekastígvél fyrir vorið

í gær „Mig dreymir um kúrekastígvél og hélt svo innilega að ég myndi ekki segja þetta alveg strax, finnst svo stutt síðan að sú tíska var síðast en það sýnir að tískan fer hratt í hringi. Ég átti ein frá GS skóm á sínum tíma en seldi þau því miður á fatamarkaði fyrir ekki svo löngu.“ Meira »

Finnur til eftir samfarir - hvað er til ráða?

í gær „Ég er búin að vera i sambandi í 2 ár og mjög oft fengið sveppasýkingu/þvagfærasýkingu. Veit ekki alveg muninn, en hef fengið þetta svona 10-15 sinnum og oft slæmt degi eftir samfarir.“ Meira »

Veganvænir hárlitir sem endurlífga hárið

í gær Lilja Ósk Sigurðardóttir er hrifin af öllu sem er vegan og þess vegna varð hún að prófa ný hárskol frá Davines því þau eru ammóníaklaus. Meira »

Fetaði óvart í fótspor Sigmundar Davíðs

18.3. Þingkona í Bandaríkjunum tók upp á því á dögunum að mæta í ósamstæðum skóm í vinnuna. Hún er ekki eini stjórnmálamaðurinn sem hefur tekið upp á því. Meira »

Birgitta mætti með nýja hundinn sinn

18.3. Það var margt um manninn á viðburði í verslun 66°Norður á Laugavegi á föstudaginn þar sem því var fagnað að sumarlína 66°Norður og danska kvenfatamerkisins Ganni er komin í sölu. Meira »

Lúðvík og Þóra selja höll við sjóinn

18.3. Lúðvík Bergvinsson og Þóra Gunnarsdóttir hafa sett falleg hús sem stendur við sjóinn á sölu. Fasteignamat hússins er rúmlega 121 milljón. Meira »

Starfsmenn Árvakurs kunna að djamma

18.3. Það voru allir á útopnu á árshátíð Árvakurs á Grand hóteli á laugardaginn var. Boðið var upp á framúrskarandi mat og skemmtiatriði. Eins og sjá má á myndunum leiddist engum. Meira »

Stolt að eignast þak yfir höfuðið

18.3. Vala Pálsdóttir, ráðgjafi og formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, keypti sína fyrstu íbúð 25 ára gömul. Hún segir að þessi íbúðarkaup hafi gert hana sjálfstæða og lagt grunn að framtíðinni. Meira »

Íbúðin var tekin í gegn á einfaldan hátt

17.3. Það er hægt að gera ótrúlega hluti með því að breyta um lit á eldhúsinnréttingu, taka niður skáp og skipta um parket eins og gert var í Vesturbænum. Meira »

Er sólarvörn krabbameinsvaldandi?

17.3. Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér er hún spurð hvort sólarvörn sé krabbameinsvaldandi. Meira »

Varalitirnir sem draga úr hrukkum

17.3. Þegar ég opnaði svartan og glansandi kassann birtust mér sex gulllituð varalitahulstur sem hver innihéldu tæran, bjartan lit. Pakkningarnar gáfu strax til kynna að þarna væri um að ræða varaliti sem væru stigi fyrir ofan hina hefðbundnu varalitaformúlu. Meira »

Að sýsla með aleigu fólks er vandasamt

17.3. Hannes Steindórsson segir að starf fasteignasala sé nákvæmnisvinna og það skipti máli að fasteignasali sé góður í mannlegum samskiptum. Meira »