Vonar að áskorunin verði upphafið að einhverju stærra

Sara mun gefa þátttakendum æfingaplan með einföldum 30 mínútna æfingum …
Sara mun gefa þátttakendum æfingaplan með einföldum 30 mínútna æfingum sem hægt er að gera hvar og hvenær sem er. Ljósmynd/Aðsend

Sara Barðdal er einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi sem heldur úti síðunni hiitfit.is. Dagana 17.- 26. ágúst ætlar Sara að halda 10 daga heilsuáskorun. Hún hefur haldið heilsuáskorun tvisvar sinnum áður við góðar undirtektir „Mörgum þykir mjög gaman að því að skora á sjálfan sig og prófa eitthvað nýtt, og mér finnst ótrúlega gaman að hvetja fólk til þess að taka heilsuna sína á næsta stig,“ segir Sara.

„Ég er svo lánsöm að geta unnið við það sem ég elska, að hjálpa konum að lifa heilbrigðara lífi, og mér finnst alveg nauðsynlegt að gefa eitthvað til baka með því að halda reglulega eitthvað sem allir geta nýtt sér ókeypis og hagnast af,“ segir Sara en hún hefur oft heyrt frá mörgum konum hvað það hljóti að vera erfitt að lifa heilbrigðum lífsstíl.

Hún segir margar konur rugla saman „fitness lífsstíl“ við „heilbrigðan lífsstíl“ en það er alls ekki það sama segir Sara. „Mér finnst einnig skilaboðin vera svo mikilvæg sem ég er að standa fyrir og er þetta mjög góð leið til þess að koma þeim áfram.“ Hún segir að fólk eigi það til að mikla hlutina fyrir sér, enda gangi boð, bönn og öfgar ekki upp fyrir flesta.

Sara Barðdal er ÍAK einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi frá Institute of …
Sara Barðdal er ÍAK einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi frá Institute of Integrative Nutrition. Ljósmynd/Aðsend

„Það er mín von að þetta verði upphafið af einhverju stærra hjá fólki, hvort sem það verði hjá mér eða ekki, að þetta veki fólk til umhugsunar um hvað heilsan sé mikilvæg og hvað við getum staðið okkur miklu betur í öllum hlutverkunum sem við erum í, hvort sem það sé í starfi, heimavið, sem móðir, maki, vinur eða í hverju sem er,“ segir Sara. Sara ætlar að fræða þátttakendur um af hverju flestir ná ekki markmiðum sínum. Þá leggur hún einföld verkefni fyrir þá sem kjósa að taka þátt og hjálpar fólki að setja sér markmið.

„Markmiðið er að sjálfsögðu alltaf að reyna að hafa jákvæð áhrif hjá fólki, hvetja það til þess að horfa með nýjum augum á heilbrigðan lífsstíl og breyta hugsun þeirra frá því að þetta sé eitthvað sem sé erfitt yfir í eitthvað sem þau njóta þess að gera,“ segir Sara.

Sara segir það skipta sig miklu máli að miðla þessum heilsuboðskap til sem flestra. Hún hefur fengið frábærar viðtökur frá fylgjendum sínum og vonast til að sjá enn þá fleiri taka þátt. Allir þátttakendur frá aðgang að snöggum heimaæfingum, hljóðkennslu um markmiðasetningu og skriflegt verkefni. Þá mun hún ásamt Local setja salatáskorun af stað sem felst í því að borða eitt salat á dag þessa tíu daga. Sara hefur sett saman salat hjá Local og munu þátttakendur fá 15 prósent afslátt af því.

Hægt er að skrá sig frítt í 10 daga heilsuáskorun á www.hiitfit.is/hiitfit-askorun/.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál