Jógakennari Paltrow kennir Íslendingum

Gwyneth Paltrow og Baron Baptiste á góðri stundu.
Gwyneth Paltrow og Baron Baptiste á góðri stundu. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Baron Baptiste er heimsþekktur jógakennari sem hefur unnið meðal annars með Gwyneth Paltrow. Hann hefur gefið út fimm bækur og verið tilnefndur á „best sellers list“ hjá New York Times. Hann var staddur á Íslandi á dögunum að taka þátt í opnun nýrrar jógastöðvar Iceland Power Yoga. Húsið var fullt af jógum sem fylltu meðal annars nýja sal stöðvarinnar í hjarta Kópavogs. Baron Baptiste mætti eins og fyrr segir á staðinn og kenndi Íslendingum kraftmikinn, hvetjandi og bráðskemmtilegan tíma.

Baron Baptiste með flottum hópi fólks í Iceland Power Yoga.
Baron Baptiste með flottum hópi fólks í Iceland Power Yoga. Ljósmynd/Aðsend

Allur ágóði tímans rann til „Africa Yoga Project“ sem er staðsett í Nairobi, Kenya. Verkefnið veitir þeim sem koma frá fátækustu hverfum borgarinnar styrk og tækifæri til að læra jógakennarann og gera það að atvinnu sinni.

Stöðin opnar formlega 25. ágúst með tíma kl. 11 og er hægt að skrá sig á heimasíðunni

Inga Hrönn og María Dalberg eru eigendur nýrrar jógastöðvar í …
Inga Hrönn og María Dalberg eru eigendur nýrrar jógastöðvar í Kópavogi. Iceland Power Yoga. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál