5 óvæntar fæðutegundir sem minnka bjúg

Viltu losna við bólgur og bjúg eftir sumarið?
Viltu losna við bólgur og bjúg eftir sumarið?

„Uppþemba og bjúgur er svo sannarlega ekki eitthvað sem maður vill finna fyrir dags daglega, en því miður er það ótrúlega algengt! Sérstaklega eftir sumarið eða frí. Bólgur og bjúgur geta haft aukaverkanir eins og þyngdaraukningu, síþreytu og króníska verki eða aukningu á verkjum. Það sem gæti þó komið á óvart er að bólgur og bjúgur eru talin einn helsti orsakavaldur margra sjúkdóma og kvilla eins og sykursýki, blóðþrýstingsvandamála og liðagigtar,“ segir Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi í sínum nýjasta pistli á Smartlandi: 

Hér eru 5 fæðutegundir sem draga úr bólgum og bjúg, þú gætir jafnvel átt eitthvað af þeim nú þegar til í ísskápnum!

Brokkólí

Flestir þekkja Brokkolí en það er í mismiklu uppáhaldi hjá fólki. Brokkólí hefur bara of marga kosti til að sleppa því. Það er ein besta uppspretta andoxunarefnisins súlfórafan sem hefur öflug bólgueyðandi áhrif. Brokkolí hefur gjarnan verið talin ofurfæða enda er það stútfullt af A-, C-, E- og K-vítamínum, B-vítamíni og fólinsýru.

Hægt er að frysta brokkólí og nota í búst eða drykki. Brokkolí má borða hrátt, gufusoðið, bætt út í salöt, núðlurétti eða súpur.

Ber

Það eru gleðifréttir að berin séu bólgueyðandi ekki satt? Sæt og ljúffeng og alls konar möguleikar í boði! Þar á meðal hindber, brómber, bláber og jarðarber. Íslensku berin eru alltaf dásamleg og um að gera að nýta sér þau á haustin. Ber innihalda andoxunarefni, C-vítamín, anthocyanin og glútaþíon sem öll hafa bólgueyðandi eiginleika.

Ber eru auðvitað góð ein og sér, út í búst eða morgunverðarskálina.

Hampfræ

Það eru ekki allir sem þekkja hampfræin, en þau eru þess virði að kynna sér því þau eru ótrúlega holl og mild á bragðið. Þau eru rík af próteini, omega 3, 6 og GLA (Gamma-Linolenic acid) sem er einstaklega bólgueyðandi og hefur góð áhrif á vöðva, liði og hitastig líkamans (því mjög gott fyrir konur með fyrirtíðaspennu eða þá sem glíma við gigt). GLA er einnig frábært fyrir þá sem glíma við of háan blóðþrýsting. Hampfræin eru talin geta bætt meltingu, dregið úr sykurlöngun og aukið orkuna.

Hampfræjunum má bæta út í búst, dreifa yfir salöt eða morgunmatinn. 

Lax er góður fyrir þig ef þú vilt minnka bólgur ...
Lax er góður fyrir þig ef þú vilt minnka bólgur í líkamanum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lax og hnetur

Holl fita er nauðsynleg og mjög mikilvægt að hafa jafnvægi á inntöku hennar. Við höfum gott aðgengi að góðum laxi og öðrum feitum fiski hér á Íslandi og um að gera að nýta okkur hann. Lax og hnetur eru sérlega ríkar af Omega-3 fitusýrum sem og próteinum sem hjálpa að draga úr bólgum og hafa góð áhrif á heilastarfsemi og meltingu! Laxinn er einnig mjög ríkur af B12 sem er nauðsynlegt fyrir orku.

Nú er góður tími til að skella laxi á grillið og nýta sér alla kostina sem hann býður upp á. Hnetur eru tilvalið snarl og halda blóðsykri í jafnvægi og sykurlöngun í skefjum.

Laukur og hvítlaukur

Matreiðsla væri frekar bragðlaus án þessara tveggja! Hvítlaukur hefur lengi verið þekktur fyrir að hafa góð áhrif á ónæmiskerfið og draga úr bólgum og bjúg. Laukurinn hefur hreinsandi eiginleika og inniheldur quercetin, öflugt andoxunarefni sem dregur úr bólgum og bólgumyndum.

Möguleikarnir eru endalausir þegar kemur að lauk og hvítlauk, enda henta þessar tvær fæðutegundir í nánast alla grænmetis- eða fiskrétti, hægt er að gera alls konar dásamlegar dressingar úr hvítlauk og bæta lauknum út í salöt.

Byrjaðu haustið með breyttum lífsstíl Ókeypis fyrirlestur 22. ágúst kl. 20:30.

Skráning er hafin hér!

mbl.is

Fór úr sínu versta formi yfir í sitt besta

10:03 Díana Hrund segir líklegt að hún hefði verið löngu búin að gefast upp á lífstílsbreytingu sinni ef hún hefði mælt árangurinn á vigtinni. Meira »

Fröken Fix hannaði eldhúsið

06:00 Sesselja Thorberg, innanhússhönnuður og eigandi Fröken Fix, hannaði eldhús fyrir fjölskyldu í Reykjavík. Hún segir að eldhúsið sé blanda af nokkrum þáttum. Meira »

10 atriði sem menn ljúga um á stefnumótum

Í gær, 21:00 Það er ekki sniðugt að ljúga um hjúskaparstöðu á stefnumótum en fjölmargir karlar eru sekir um þá lygi. Enn fleiri hafa þó logið til um fjölda rekkjunauta. Meira »

Á ég að stofna fyrirtæki eða ekki?

Í gær, 18:00 „Núna stend ég á krossgötum þar sem ég er að klára háskólanám í desember og hef lengi vel verið með þá flugu í hausnum að stofna fyrirtæki. Núna er flugan farin að fljúga hraðar þar sem við erum núna tveir úr náminu sem erum að hugsa um að stofna fyrirtæki saman, og hugmyndin því komin skrefinu lengra.“ Meira »

Sprautaði barnaolíu í varirnar

Í gær, 15:00 Barbie-fyrirsætan Kerry Miles er ekki hætt að fara í fegrunaraðgerðir þrátt fyrir að barnaolíu var sprautað í varir hennar.   Meira »

Ert þú með einkenni vinnustress?

í gær „Fólk gengur um með vinnusíma þar sem tölvupósturinn dettur inn allan daginn. Með tilkomu snjallsímanna getur „netrúntur“ í símanum hreinlega orðið að áráttu eða fíkn. Margir hafa tilhneigingu til að „athuga“ í sífellu hvort eitthvað hafi gerst og áður en þeir vita af er vinnupósturinn orðinn fastur liður í netrúntinum, líka þegar heim er komið.“ Meira »

Komdu í veg fyrir að þykkna um jólin

í gær „Við könnumst flest við að borða aðeins of mikið yfir jólahátíðina. Þetta einfalda ráð sem ég ætla að deila með þér í dag gæti verið lausnin til að fyrirbyggja ofát og sleppa þannig við aukakílóin og slenið sem því fylgir,“ segir Júlía. Meira »

Forsetafrúrnar flottar í tauinu

í gær Brigitte Macron og Melania Trump hittust um síðustu helgi í sínu fínasta pússi. Sú franska var töff að vanda en frú Trump í öllu hefðbundnari klæðnaði. Meira »

Hversu oft á að stunda kynlíf?

í fyrradag Er ég að stunda nógu mikið kynlíf? Þetta er spurning sem fólk veltir fyrir sér hvort sem það er hamingjusamt eða ekki.   Meira »

Simbi framfleytti sér með glæpum

í fyrradag Sigmundur Geir Helgason, Simbi, væri líklega ekki á lífi í dag ef hann hefði ekki komist í meðferð í Hlaðgerðarkoti fyrir tæpu einu og hálfu ári. Hann framfleytti sér með glæpum um árabil. Meira »

Fóru í hjónabandsráðgjöf

í fyrradag Michelle Obama segir að hún og Barack Obama vinni í sambandi sínu og það sé eðlilegt að vilja fara frá maka sínum.   Meira »

Sagan hennar Sunnu Elvíru

í fyrradag Sunna Elvíra Þorkelsdóttir komst í fréttir í byrjun árs þegar hún féll á milli hæða á heimili sínu á Spáni 19. janúar. Hún lamaðist í slysinu og mun aldrei geta gengið aftur. Meira »

Gjörbreytti borðstofunni fyrir 40.000

13.11. Inga Rut Pétursdóttir fékk alveg nýja borðstofu fyrir 40.000 krónur. Hún málaði í litnum Djúpur sem er litur úr litakorti Sæju hjá Slippfélaginu. Meira »

83 milljóna útsýnisíbúð í Garðabæ

13.11. Við Löngulínu í Garðabæ stendur ákaflega falleg 138 fm íbúð á besta stað við sjóinn. Íbúðin er smekklega innréttuð.   Meira »

Komst yfir sjálfsvígshuganirnar

13.11. Bill Lokey segir frá reynslu sinni þegar hann var við það að taka eigið líf. Hann segir að það sé hægt að komast yfir þá reynslu. Meira »

Vill líta út eins og lifandi kynlífsdúkka

12.11. Transkonan Ivana er búin að fara í 20 fegrunaraðgerðir til þess að líta út eins og lifandi kynlífsdúkka. Ivana sem er 26 ára er sögð hafa eytt um 87 þúsundum punda í aðgerðirnar eða rúmlega 13 milljónum íslenskra króna. Meira »

Einfaldar leiðir til að auka tekjurnar

12.11. „Margir eru í þeim sporum að geta ekki aukið tekjurnar á núverandi vinnustað. Þar geta legið ýmsar ástæður að baki. Ein gæti verið sú að fyrirtækið hefur ekki bolmagn til að greiða hærri laun en þú sættir þig við núverandi launakjör í von um að bráðum komi betri tíð,“ segir Edda. Meira »

Svona æfði Jenner fyrir sýningu Victoria's Secret

12.11. Ofurfyrirsætan Kendall Jenner segist hafa æft vel og passað mataræðið áður en hún steig á svið fyrir Victoria's Secret.   Meira »

Gilda íslensk hjúskaparlög erlendis?

12.11. Ég er með spurningu sem varðar riftun hjónabands sem stofnað er til í öðru landi. Getur einstaklingur sem stofnaði til hjúskapar í öðru landi rekið skilnaðarmál á Íslandi? Málsaðstæður eru þær að viðkomandi vill ljúka hjúskap en makinn í heimalandi ekki. Meira »

Ástarsorgin dró hana í Kópavog

12.11. Kamilla Einarsdóttir hefur skrifað sögur alla sína ævi en langaði ekki að gefa neitt út. Eftir að bókaútgáfa sýndi verkum hennar áhuga og bauðst til að gefa bók hennar út varð til bókin Kópavogskronika. Meira »

Sjö stig tilfinninga fólks í ástarsorg

12.11. Sorg er ekki það fyrsta sem einkennir tilfinningar fólks sem er nýhætt í sambandi. Afneitun og reiði kemur á undan.   Meira »