Þarftu að fara í afvötnun?

Það þarf hugrekki til að breyta um lífstíl. Vanmáttur og ...
Það þarf hugrekki til að breyta um lífstíl. Vanmáttur og að sjá að maður er í óstjórn er vanalega fyrsta skrefið í átt að nýju lífi. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Þegar einn súkkulaðibiti kallar á þann næsta og þú hefur ekki stjórn á því sem þú borðar gæti lausnin fyrir þig verið að fara í afvötnun frá sykri og sterkju. MFM-miðstöðin gæti verið með lausnina fyrir þig. 

Esther Helga Guðmundsdóttir er mörgum kunn en hún hefur lagt sig fram um að ræða málefni er varða mat og samskipti fólks við mat af skynsemi og þekkingu. Esther rekur MFM – Matarfíknarmiðstöðina þar sem fólk getur sótt einstaklingsviðtöl og námskeið til að skilja betur hvað er í gangi ef það missir stjórn í áti og þyngd. Eins og fram hefur komið í viðtölum við hana þá nota sum okkar mat til að breyta líðan sinni. Hluti landsmanna er að reyna að koma sér í form en án árangurs. Hún vinnur eftir kerfi sem ber góðan árangur og hefur hjálpað fjölda fólks í að komast á rétta sporið þegar kemur að þyngd þess.

Nú býður hún upp á 30 daga afvötnun frá sykri og sterkju 1. september. Smartland vildi vita betur um slíka meðferð.

Hverjir þurfa að fara í afvötnun af þessum toga?

„Þeir gætu þurft að fara í afvötnun sem finna að þeir byrja að borða sætindi og/eða skyndibita og þá kallar það á meira. Viðkomandi missir stjórn á hvað mikið hann borðar,“ segir Esther og útskýrir áfram áskorunina sem viðkomandi stendur frammi fyrir.

„Vandinn lýsir sér í stjórnleysi í át- og þyngdarstjórnun. Súkkulaðið kallar og viðkomandi hlýðir kallinu þrátt fyrir einlægan vilja til að fá sér ekki meira.“

Hvað eru margir Íslendingar samkvæmt rannsóknum í ykkar markhóp?

„Samkvæmt könnunum á matarfíkn gætu um 30% íslensku þjóðarinnar átt við matarfíkn á einhverju stigi að stríða.“

Esther Helga Guðmundsdóttir er sérfræðingur í að aðstoða fólk með ...
Esther Helga Guðmundsdóttir er sérfræðingur í að aðstoða fólk með matarfíkn. Hún segir að allt að 30% landsmanna samkvæmt rannsóknum eigi við erfiðleika að stríða á þessu sviði. mbl.is/Kristinn

En hvernig veit ég hvort ég er matarfíkill eða ekki?

„Þú veist að þú gætir verið með matarfíkn ef þú borðar meira en þú ætlar þér. Ef þú ert að glíma við afleiðingar af átinu, eins og ofþyngd eða ýmiss konar heilsubrest. Eins veistu að ef þú heldur áfram að borða á ákveðinn hátt, þrátt fyrir einlægan vilja til að hætta því, þá er um að ræða einhverja óstjórn sem gæti breytt lífi þínu ef þú ert tilbúin/tilbúinn að skoða betur.“

Spurð um hvernig lífið er í bata frá matarfíkn segir Esther að sé gott líf. „Þú upplifir ákveðna frelsistilfinningu og innri frið.“

Að lokum segir Esther að við þurfum öll að skoða hvernig lífsgæði við viljum. „Er súkkulaðibiti sem kallar á annan, meira virði en heilbrigði og andlegur styrkur? Við getum átt stundarfró með neyslu á ýmsum efnum. En þegar við erum laus úr viðjum þeirra þá upplifum við raunverulega vellíðan og öðlumst tól til að takast á við lífið og tilveruna meðvitað og í núvitund,“ segir hún að lokum.

Þeir sem hafa áhuga á að skoða málið nánar geta fengið nánari upplýsingar hér.

mbl.is

Hálfdán vakti í 42 tíma, hvað gerist?

05:00 Hálfdán Steinþórsson vakti í 42 klukkutíma til að athuga hvað myndi gerast í líkamanum. Hann sagði að honum liði svolítið eins og hann væri þunnur og var lengur að velja orð eftir alla vökuna. Meira »

Kúa-mynstur nýjasta tískan?

Í gær, 22:15 Samfélagsmiðlastjarnan Kylie Jenner spókaði sig á snekkju í glæsilegum sundbol með kúa-mynstri. Ætli kúa-mynstur verði í tísku í sumar? Meira »

Karl Lagerfeld fjarverandi í fyrsta skipti

Í gær, 19:00 Tilkynning kom frá tískuhúsinu eftir sýninguna um að listræni stjórnandinn hafi verið of þreyttur til að koma á sýninguna. Fyrir hans hönd mætti Virginie Viard, yfirmaður listrænnar deildar Chanel. Meira »

Guðrún Bergmann: Besta heilsuráð ársins

Í gær, 16:11 „Þótt margir vilji temja sér heilsusamlegan lífsstíl, vita þeir oft ekki hvar á að byrja, né hvaða tískutrendi þeir eiga að fylgja þegar kemur að mataræði. Mörgum finnst erfiðara að ákveða hvað skal borða en að fylla út skattaskýrsluna. Næringarfræðin getur stundum verið flókið mál, en ef þú vilt einfalda hlutina og gera valið sérlega einfalt.“ Meira »

Ljótustu gallabuxurnar í dag?

Í gær, 13:09 Fyrirsætan í umdeildum gallabuxum lítur út fyrir að hafa klætt sig í myrkri enda líta buxurnar út fyrir að vera á röngunni.   Meira »

Hví er símnotkun fyrir svefninn hættuleg?

Í gær, 10:00 Læknirinn Rangan Chatterjee segir að símanotkun fyrir háttinn sé mjög hættuleg því tæki sem gefi frá sér bláa birtu tempri hormónið melatónín. Meira »

Hannes og Halla keyptu hús í Fossvogi

í gær Hannes Þór Halldórsson landsliðsmaður í fótbolta og Halla Jónsdóttir festu kaup á raðhúsi í Ljósalandi í Reykjavík.   Meira »

Pör sem eru líklegri til að skilja

í fyrradag Ákveðin vandamál hjálpa ekki þegar reyna fer á sambönd. Betra er að takast á við hlutina strax en að sópa þeim undir teppið. Meira »

Ofurparið selur sex herbergja útsýnisíbúð

í fyrradag Ofurparið Karitas María Lárusdóttir og Gylfi Einarsson hafa sett sína huggulegu 180 fm íbúð í Kópavogi á sölu.   Meira »

Getur fólk á ketó farið á þorrablót?

í fyrradag Er þorramatur hollur? Geta þeir sem eru á ketó gúffað í sig mat á þorrablótum? Gunnar Már Sigfússon, einkaþjálfari og höfundur bókarinnar Ketó hormónalausnin, segir að þeir sem eru á ketó geti fundið mat við sitt hæfi. Meira »

Íslensk fyrirsæta átti sviðið hjá Kenzo

í fyrradag Kristín Lilja Sigurðardóttir gekk tískupallinn fyrir franska tískuhúsið Kenzo ásamt ofurfyrirsætunni Winnie Harlow.   Meira »

Heimili Sölva er eins og leikvöllur

í fyrradag Sölvi Tryggvason á töluvert öðruvísi heimili en fólk almennt. Hann leggur mikið upp úr því að hann geti hreyft sig á heimilinu. Meira »

Hvað felst í norræna kúrnum?

21.1. Föstur, ketó, Miðjarðarhafsmataræðið, steinaldarmataræðið og hvað það nú heitir, listinn er endalaus. Norræna mataræðið komst í fréttir á síðasta ári og gott að kynna sér hvað felst í því nú þegar allir ætla að verða besta útgáfan af sjálfum sér. Meira »

Svona æfir frú Bieber

20.1. Hailey Baldwin sýndi hvernig hún æfir en það er víst ekki nóg fyrir fyrirsætur að vera háar og grannar þær þurfa líka að vera með vöðva. Meira »

Hvenær verður fólk fullorðið?

20.1. Fólk verður fullorðið 18 ára samkvæmt lögum en fæstum líður þó þannig, nema ef barn er í spilunum.   Meira »

Þunnar sokkabuxur aftur í móð

20.1. Ef marka má nýjustu herferð tískumerkisins Saint Laurent verða þunnar sokkabuxur í anda áttunda áratugarins vinsælar í sumar. Meira »

Er alltaf allt í drasli hjá þér?

20.1. Ertu búin/n að gefast upp á öllu draslinu og nærðu ekki utan um tiltektina? Ef svo er þá er þetta það sem vantar í líf þitt! Meira »

Mætir klukkan 04:30 í ræktina

20.1. Mel B ætlar að vera í góðu formi á tónleikum Kryddpíanna í sumar. Hún vaknar um miðja nótt til þess að mæta æfingu ef það er það sem þarf til. Meira »

Þór lærði tantra hjá jógamunkum

20.1. Þór Jóhannesson er einn vinsælasti jógakennarinn um þessar mundir. Hann er að fara af stað með námskeið í World Class á nýju ári þar sem hann kennir fólki að ná jafnvægi á hvolfi. Meira »

Ástæður þess að fólk hendir ekki drasli

19.1. Það er fátt vinsælla núna en að endurskipuleggja líf sitt eftir aðferðum Marie Kondo. Það getur þó reynst erfitt að einfalda lífið þegar heimilið er fullt af óþarfa hlutum sem enginn tímir að henda. Meira »

Karlmenn lýsa ótrúlegum fullnægingum

19.1. Einn maður fékk svo rosalega fullnægingu að hann var ófær um gang næstu 20 mínúturnar. Var kannski besta fullnægingin þín fyrir 20 árum? Meira »