Þarftu að fara í afvötnun?

Það þarf hugrekki til að breyta um lífstíl. Vanmáttur og ...
Það þarf hugrekki til að breyta um lífstíl. Vanmáttur og að sjá að maður er í óstjórn er vanalega fyrsta skrefið í átt að nýju lífi. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Þegar einn súkkulaðibiti kallar á þann næsta og þú hefur ekki stjórn á því sem þú borðar gæti lausnin fyrir þig verið að fara í afvötnun frá sykri og sterkju. MFM-miðstöðin gæti verið með lausnina fyrir þig. 

Esther Helga Guðmundsdóttir er mörgum kunn en hún hefur lagt sig fram um að ræða málefni er varða mat og samskipti fólks við mat af skynsemi og þekkingu. Esther rekur MFM – Matarfíknarmiðstöðina þar sem fólk getur sótt einstaklingsviðtöl og námskeið til að skilja betur hvað er í gangi ef það missir stjórn í áti og þyngd. Eins og fram hefur komið í viðtölum við hana þá nota sum okkar mat til að breyta líðan sinni. Hluti landsmanna er að reyna að koma sér í form en án árangurs. Hún vinnur eftir kerfi sem ber góðan árangur og hefur hjálpað fjölda fólks í að komast á rétta sporið þegar kemur að þyngd þess.

Nú býður hún upp á 30 daga afvötnun frá sykri og sterkju 1. september. Smartland vildi vita betur um slíka meðferð.

Hverjir þurfa að fara í afvötnun af þessum toga?

„Þeir gætu þurft að fara í afvötnun sem finna að þeir byrja að borða sætindi og/eða skyndibita og þá kallar það á meira. Viðkomandi missir stjórn á hvað mikið hann borðar,“ segir Esther og útskýrir áfram áskorunina sem viðkomandi stendur frammi fyrir.

„Vandinn lýsir sér í stjórnleysi í át- og þyngdarstjórnun. Súkkulaðið kallar og viðkomandi hlýðir kallinu þrátt fyrir einlægan vilja til að fá sér ekki meira.“

Hvað eru margir Íslendingar samkvæmt rannsóknum í ykkar markhóp?

„Samkvæmt könnunum á matarfíkn gætu um 30% íslensku þjóðarinnar átt við matarfíkn á einhverju stigi að stríða.“

Esther Helga Guðmundsdóttir er sérfræðingur í að aðstoða fólk með ...
Esther Helga Guðmundsdóttir er sérfræðingur í að aðstoða fólk með matarfíkn. Hún segir að allt að 30% landsmanna samkvæmt rannsóknum eigi við erfiðleika að stríða á þessu sviði. mbl.is/Kristinn

En hvernig veit ég hvort ég er matarfíkill eða ekki?

„Þú veist að þú gætir verið með matarfíkn ef þú borðar meira en þú ætlar þér. Ef þú ert að glíma við afleiðingar af átinu, eins og ofþyngd eða ýmiss konar heilsubrest. Eins veistu að ef þú heldur áfram að borða á ákveðinn hátt, þrátt fyrir einlægan vilja til að hætta því, þá er um að ræða einhverja óstjórn sem gæti breytt lífi þínu ef þú ert tilbúin/tilbúinn að skoða betur.“

Spurð um hvernig lífið er í bata frá matarfíkn segir Esther að sé gott líf. „Þú upplifir ákveðna frelsistilfinningu og innri frið.“

Að lokum segir Esther að við þurfum öll að skoða hvernig lífsgæði við viljum. „Er súkkulaðibiti sem kallar á annan, meira virði en heilbrigði og andlegur styrkur? Við getum átt stundarfró með neyslu á ýmsum efnum. En þegar við erum laus úr viðjum þeirra þá upplifum við raunverulega vellíðan og öðlumst tól til að takast á við lífið og tilveruna meðvitað og í núvitund,“ segir hún að lokum.

Þeir sem hafa áhuga á að skoða málið nánar geta fengið nánari upplýsingar hér.

mbl.is

Algeng og óþægileg kynlífsvandamál

17:00 Vill hún ekki leyfa þér að sleikja píkuna eða rennur limurinn alltaf út? Ekkert vandamál er of stórt eða flókið fyrir kynlífssérfræðinginn Tracey Cox. Meira »

Öll leynitrixin í bókinni fyrir karlana

14:00 „Það er nú bara þannig að við karlarnir erum jú orðnir mun meira metro en fyrir einhverjum árum og ég vil meina að okkar metro tími hafi samt sem áður farið að kikka inn fyrir u.þ.b. 20 árum eða þegar ég var á hátindi míns hárferils.“ Meira »

Svona hefur gardínutískan þróast

11:00 Guðrún Helga Theodórsdóttir fékk sitt fyrsta starf níu ára en hún hefur allar götur síðan unnið í fjölskyldufyrirtækinu Z-brautum og gluggatjöldum. Foreldrar hennar stofnuðu fyrirtækið eftir að faðir hennar hafði gengið í hús til þess að kynna gardínukappa. Meira »

„Ég var feit sem barn“

05:00 Radhi Devlukia Shetty átti erfitt með þyngdina þegar hún var ung stúlka. Sumir eru á því að ef Dalai Lama og Oprah Winfrey hefðu átt barn væri það hún. Meira »

Vertu í þínu pínasta pússi um páskana

Í gær, 23:59 Óþarfi er að kaupa nýjan fatnað fyrir páskahátíðina. Fylgihlutir geta verið það eina sem þarf til.   Meira »

Þetta ljúga konur um í kynlífi

í gær Fæstir eru 100 prósent heiðarlegir við bólfélaga sína. Konur ljúga ekki endilega til um kynferðislega ánægju.  Meira »

Arnar Gauti mætti á nýja staðinn í Mosó

í gær Blackbox opnaði nýjan stað í Mosfellsbæ og áður en staðurinn var formlega opnaður mættu Arnar Gauti, Ásgeir Kolbeins, Jóhannes Ásbjörnsson, Hulda Rós Hákonardóttir, Skúli á Subway og fleiri til að smakka. Meira »

Þetta er hollasta fitan sem þú getur borðað

í gær Krabbamein er algeng dánarorsök sem einkennist af stjórnlausum vexti fruma í líkamanum. Rannsóknir hafa sýnt að fólk í Miðjarðarhafslöndum er í hlutfallslega minni hættu á að fá krabbamein og sumir hafa getið sér þess til að ólífuolía hafi eitthvað með þetta að gera. Meira »

Klæddu þig upp á í kjól um páskana

í gær Ljósir rómantískir kjólar eru í tísku þessa páskana. Gulur er að sjálfsögðu vinsæll litur á þessum árstíma. En fleiri litir koma til greina. Meira »

Andlega erfitt að grisja og flytja

í gær Listakonan Anna Kristín Þorsteinsdóttir hefur enga tölu á því hversu oft hún hefur flutt um ævina en síðustu tíu árin hefur henni þó tekist að skjóta rótum á sama stað. Meira »

Hilmar hætti að drekka og fékk nýtt líf

19.4. Hilmar Sigurðsson sneri lífi sínu við eftir að hafa farið í meðferð í Hlaðgerðarkoti. Hann segir alkóhólismann vera sjálfhverfan sjúkdóm og ein besta leiðin til að sigrast á honum sé að hjálpa öðrum. Meira »

Ætlar að nýta páskana í að mála

19.4. Elsa Nielsen, grafískur hönnuður og eigandi Nielsen hönnunarstofu, býr á Seltjarnarnesi ásamt eiginmanni og þremur börnum.  Meira »

Maja heldur kolvetnalausa páska

19.4. Anna María Benediktsdóttir eða Maja eins og hún er vanalega kölluð skreytir fallega hjá sér fyrir páskana. Hér gefur hún nokkur góð ráð, meðal annars hvernig upplifa má góða sykurlausa páska. Meira »

Getur verið að tengdó sé spilafíkill?

19.4. Ég hef staðið manninn minn að því að vera lána föður sínum peninga og oftar en ekki skila þessir peningar sér ekki. Ég hef reynt að ræða þetta við hann og alltaf segist hann sammála mér og hann ætli að hætta þessu en svo næsta sem ég veit að þá er hann búinn að lána honum meira. Meira »

Thelma hannaði töfraheim fyrir fjölskyldu

19.4. Thelma Björk Friðriksdóttir innanhússarkitekt hannaði ákaflega heillandi heimili utan um fjögurra manna fjölskyldu.  Meira »

Geggjaður retró-stíll í 101

18.4. Við Framnesveg í Reykjavík stendur 103 fm raðhús sem byggt var 1922. Búið er að endurnýja húsið mikið og er stíllinn svolítið eins og að fólk gangi inn í tímavél. Meira »

Páska skraut á skandinavíska vísu

18.4. Skandinavísk hönnun er vinsæl víða. Páskaskraut á skandinavíska vísu er vinsælt um þessar mundir, sér í lagi á meðal þeirra sem aðhyllast minimalískan lífsstíl. Það er ódýrt og fallegt að setja saman það sem til er á heimilinu og skreyta þannig fyrir páskana. Meira »

Svona heldur þú heilsusamlega páska

18.4. Þegar fólk breytir um lífsstíl og mataræði á það stundum erfitt með að takast á við hátíðir eins og páskana, því þá vill það sogast inn í gamlar hefðir og vana. Meira »

Svona býrðu til „Power Spot“

18.4. Japanski tiltektarsnillingurinn Marie Kondo fer eins og stormur um heiminn með heimspeki sína sem fjallar í stuttu máli um að einfalda lífsstílinn og halda einungis í það sem veitir ánægju. Meira »

Kærastinn spilar rassinn úr buxunum

18.4. „Þannig er að kærastinn minn er að eyða nánast öllum peningunum sínum í alls konar veðmál á netinu. Hann segir að þetta séu alls konar íþróttaleikir en vill ekki sýna mér nákvæmlega hvað þetta er og kannski skiptir ekki máli. Aðaláhyggjurnar mínar eru að síðustu mánuði hef ég verið að borga alla reikninga þar sem hann er búinn að eyða sínum og hann afsakar þetta með hinu og þessu.“ Meira »

10 gul dress sem minna ekki á páskaunga

17.4. Tískulöggur hafa gefið grænt ljós á gult frá toppi til táar en það er þó hægara sagt en gert ef þú vilt ekki líta út eins og fugl ofan á páskaeggi. Meira »