Missir 2-4 kg í hvert skipti

Ingibjörg Þorvaldsdóttir setur kærleik í hvert einasta verkefni sitt á ...
Ingibjörg Þorvaldsdóttir setur kærleik í hvert einasta verkefni sitt á Pure Deli. mbl.is/Hari

Ingibjörg Þorvaldsdóttir er eigandi Pure Deli. Hún brennur fyrir að búa til heilbrigðan
og góðan mat og stuðla þannig að bættri vellíðan þeirra sem sækja til hennar matinn sinn.
Hún mælir með haustinu til að núllstilla sig. 

„Frábær fyrstu skref inn í haustið eru að taka þriggja daga, 72 klukkustunda, hreinsikúr. Við höfum verið að þróa þennan safakúr og notum einungis vandað hráefni. Uppistaðan er aðallega grænmeti. Hugsunin er að koma líkamanum á núllpunkt fyrir
haustið. Að bæta líðan okkar og minnka sykurþörfina.“

Djúsarnir frá Pure Deli eru unnir úr bestu fáanlegu hráefnum.
Djúsarnir frá Pure Deli eru unnir úr bestu fáanlegu hráefnum. mbl.is/aðsend

Ingibjörg mælir með að borða kvöldmáltíð með safakúrnum. „Hreinn fiskur og kjúklingur með miklu salati er kjörið í þessa þrjá daga á kvöldin. Þannig færðu fasta fæðu og finnur minna fyrir svengd. Í söfunum er mikið af próteini og trefjum. Hjá Pure Deli er hægt að kaupa safa fyrir þrjá daga í senn. Þú kemur til okkar og sækir alla safana í einu.“

Ingibjörg lýsir virkni safanna með eftirfarandi hætti. „Fyrsta daginn ertu að hreinsa lifrina og nýrun, á degi tvö ertu að losa vatn og bólgur úr líkamanum og á degi þrjú ertu að koma meltingunni af stað aftur.“

Skilar árangri

Ingibjörg er sjálf hálfnuð á djúskúrnum og segir að hún upplifi rosalega mikla orku öfugt við það sem hún upplifði áður en hún þróaði þessa djúsa sjálf. „Ástæðan er sú að
við notum lítið af ávöxtum. Ef ég upplifi óróa á kvöldin fæ ég mér kamillute. Ég finn að mér líður rosalega vel í maganum og sykurlöngunin hverfur hjá mér. Við höfum verið að þróa þessa djúsa í langan tíma. Það sem ég var að leitast eftir var að finna þessa tilfinningu að ég hafi nóg af orku og sé ekki svöng.“

Ingibjörg fer ekki á þennan kúr til að missa kíló, heldur meira að hreinsa líkamann. „Ég er samt alltaf að missa einhver 2-4 kg á þessum þremur dögum, en það er aldrei að alatriðið hjá mér.“

Bragðgóðir og seðjandi

„Djúsarnir eru mjög bragðgóðir og ég mæli með þessari aðferð á haustin og í janúar fyrir fólk. En auðvitað koma sumir einu sinni í mánuði og kaupa djúsana. Það fer bara eftir metnaði og viðhorfi fólks.“

Ingibjörg mælir með að fólk sleppi áfengi og kaffi í þessa þrjá daga en fólk finni sinn takt í þessu sem öðru. „Ég held það sé heilbrigt að horfa á djúsana sem viðbót en ekki refsingu. Ef þú þarft að borða með þeim þá er það allt í lagi. Þér er ekki að mistakast, þú ert bara að bæta inn hollustu með djúsunum. Þeir eru frábært innlegg.“

Verðlaunin risastór

Þegar mikið ójafnvægi skapast í kerfinu hjá henni segir hún að það kalli á meiri sykur. „Ef ég missi út svefn, verð þreytt og fleira í þeim dúrnum þá langar mig í sykur. Djúsarnir eru góðir orkugjafar og með þeim slekk ég á sykurlönguninni hjá mér.“


Að lokum segir hún: „Við eigum skilið að vera góð við okkur sjálf. Að brosa með hverjum djús er einnig góð andleg æfing og hjálpar rosalega. Verðlaunin fyrir að fara í svona
átak eru risastór. Þú færð löngun til að fara í meira heilsutengt, þig langar að fara út að hreyfa þig og finnur fyrir þeirri orku sem þú hefur verið að leita eftir með öðrum leiðum.“

mbl.is

Hvaða náttgalli er bestur fyrir kynlífið?

Í gær, 21:00 Í hverju þú sef­ur eða sef­ur ekki get­ur haft áhrif á kyn­lífið sem þú stund­ar. Þessi náttgalli þarf ekki að kosta mikið.   Meira »

Bjarni vill gera húsaskipti næstu vikur

Í gær, 16:50 Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, sem steig til hliðar á meðan málefni fyrirtækisins eru skoðuð, vill ólmur gera húsaskipti fram til 31. október 2018. Meira »

Á hraðferð í rauðri leðurkápu

Í gær, 15:30 Anna Wintour gefur grænt ljós á síðar leðurkápur en leðurjakkar eru ekki hennar tebolli. Það gustaði af henni á götum Lundúna á tískuvikunni þar í borg. Meira »

Hvaða reglur gilda um inneignarnótur?

Í gær, 12:30 „Þegar ég fór að skoða innleggsnótuna betur sá ég að hún rann út í lok sumars og peningurinn minn þar með glataður. Mega búðir setja svona frest á innleggsnótur? Er þetta ekki í rauninni minn peningur?“ Meira »

Þorbjörg Helga og Hallbjörn selja höllina

Í gær, 09:30 Hjónin Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Hallbjörn Karlsson hafa sett sitt fallega hús við Bjarmaland í Fossvogi á sölu.   Meira »

Rakel og Helgi Þorgils giftu sig

Í gær, 06:00 Rakel Halldórsdóttir og Helgi Þorgils Friðjónsson gengu í hjónaband í Hallgrímskirkju 25. ágúst.  Meira »

Með IKEA-innréttingu á baðinu

Í gær, 05:39 Ert þú með eins innréttingu á baðinu og Julia Roberts? Leikkonan hefur sett yndislegt hús sem hún í Kaliforníu á leigumarkað en húsið keypti hún í fyrra. Meira »

Best klæddu stjörnurnar á Emmy

í fyrradag Hvítt og fjaðrir voru áberandi á Emmy-verðlaunahátíðinni. Spænska leikkonan Penelope Cruz var með þetta tvennt á hreinu í hvítum Chanel-kjól með fjöðrum. Meira »

Skúli aldrei verið flottari fimmtugur

í fyrradag Skúli Mogensen fagnar 50 ára afmæli í dag, 18. september. Smartland lítur hér yfir farinn veg og svo virðist sem Skúli eldist eins og gott rauðvín. Meira »

Fyrstu íslensku snyrtivörurnar í Sephora

í fyrradag Snyrtivörukeðjan Sephora er feykivinsæl um allan heim en nú voru þær fréttir að berast að íslenska húðvörumerkið BIOEFFECT væri nú komið í sölu í versluninni. Meira »

Gísli og Selma mættu með synina

í fyrradag Leikarinn Gísli Örn Garðarsson mætti með son sinn á Ronju ræningjadóttur og Selma Björnsdóttir mætti með son sinn. Selma leikstýrir sýningunni en dætur þeirra beggja fara með hlutverk í leikritinu. Meira »

Hvernig leita ég að sjálfri mér?

í fyrradag „Það sem gerist þegar við erum uppfull af streitu þá hættum við að sofa vel, við gleymum hlátrinum okkar og leikgleði og við hættum að lokum að vera félagslega tengd. En þetta eru einmitt þeir þættir sem við þurfum að passa upp á ef við ætlum að ná aðlögun að erfiðum eða nýjum aðstæðum nú eða koma okkur út úr kulnun ýmiss konar.“ Meira »

Allt á útopnu í peysupartýi

í fyrradag Fjölmennt var í Listasafni Reykjavíkur á laugardaginn þegar Peysupartýið var haldið með pompi og prakt. Partýið var liður í Útmeða-átaki Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins þar sem markmiðið er að fá ungt fólk til að tjá sig um erfiða líðan og leita sér hjálpar hjá fagfólki ef á þarf að halda. Meira »

„Ég er hrædd við að stunda kynlíf“

17.9. „Mig langar hræðilega mikið að vera í alvarlegu sambandi, eða einhvers konar sambandi, en ég er hrædd við að stunda kynlíf. Ég hef gert það nokkrum sinnum, en snertingar og leikir stressa mig, sérstaklega með ókunnugum.“ Meira »

Selja draumahúsið við Hafravatn

17.9. Fólkið á bak við Happie Furniture, þau Haf­steinn Helgi Hall­dórs­son og Guðrún Agla Eg­ils­dótt­ir, hafa sett glæsilegt einbýlishús sitt við Hafravatn á sölu. Meira »

Boxar og sippar til að vera í toppformi

17.9. Gigi Hadid vekur athygli víða fyrir að vera í frábæru formi. Womens Health tímaritið fór yfir hvað fyrirsætan gerir til að halda sér í formi. Meira »

Fögnuðu húsnæði og hakkarakeppninni

17.9. Tölvuöryggisfyrirtækið Syndis bauð í innflutningspartí á dögunum í tilefni af því að fyrirtækið flutti í Katrínartún 4. Á sama tíma veitti fyrirtækið verðlaun í IceCFT hakkarakeppninni. Meira »

Páll Rafnar selur íbúðina við Garðastræti

17.9. Páll Rafnar Þorsteinsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, hefur sett sína huggulegu íbúð á sölu. Meira »

Það sem franskar konur gera aldrei

17.9. Franskar konur hafa orð á sér fyrir að gera hlutina rétt þegar kemur að tískunni. Það eru nokkrir hlutir sem þær klikka aldrei á. Meira »

Morgundrátturinn gerir þig betri í vinnunni

17.9. Kynlíf virðist oft vera svarið við öllum vandamálum. Kynlíf á morgnana er frábært ráð ef þú átt erfitt með að vakna. Það gæti líka hjálpað ef þú átt í erfiðleikum í vinnunni. Meira »

Allir geta lært nýja hluti

16.9. Erla Aradóttir hefur starfað sem kennari í yfir 40 ár. Hún stofnaði árið 1993 skólann Enska fyrir alla og leggur metnað sinn í að færa landsmönnum þá þekkingu sem þeir vilja öðlast á enskri tungu. Meira »