Missir 2-4 kg í hvert skipti

Ingibjörg Þorvaldsdóttir setur kærleik í hvert einasta verkefni sitt á ...
Ingibjörg Þorvaldsdóttir setur kærleik í hvert einasta verkefni sitt á Pure Deli. mbl.is/Hari

Ingibjörg Þorvaldsdóttir er eigandi Pure Deli. Hún brennur fyrir að búa til heilbrigðan
og góðan mat og stuðla þannig að bættri vellíðan þeirra sem sækja til hennar matinn sinn.
Hún mælir með haustinu til að núllstilla sig. 

„Frábær fyrstu skref inn í haustið eru að taka þriggja daga, 72 klukkustunda, hreinsikúr. Við höfum verið að þróa þennan safakúr og notum einungis vandað hráefni. Uppistaðan er aðallega grænmeti. Hugsunin er að koma líkamanum á núllpunkt fyrir
haustið. Að bæta líðan okkar og minnka sykurþörfina.“

Djúsarnir frá Pure Deli eru unnir úr bestu fáanlegu hráefnum.
Djúsarnir frá Pure Deli eru unnir úr bestu fáanlegu hráefnum. mbl.is/aðsend

Ingibjörg mælir með að borða kvöldmáltíð með safakúrnum. „Hreinn fiskur og kjúklingur með miklu salati er kjörið í þessa þrjá daga á kvöldin. Þannig færðu fasta fæðu og finnur minna fyrir svengd. Í söfunum er mikið af próteini og trefjum. Hjá Pure Deli er hægt að kaupa safa fyrir þrjá daga í senn. Þú kemur til okkar og sækir alla safana í einu.“

Ingibjörg lýsir virkni safanna með eftirfarandi hætti. „Fyrsta daginn ertu að hreinsa lifrina og nýrun, á degi tvö ertu að losa vatn og bólgur úr líkamanum og á degi þrjú ertu að koma meltingunni af stað aftur.“

Skilar árangri

Ingibjörg er sjálf hálfnuð á djúskúrnum og segir að hún upplifi rosalega mikla orku öfugt við það sem hún upplifði áður en hún þróaði þessa djúsa sjálf. „Ástæðan er sú að
við notum lítið af ávöxtum. Ef ég upplifi óróa á kvöldin fæ ég mér kamillute. Ég finn að mér líður rosalega vel í maganum og sykurlöngunin hverfur hjá mér. Við höfum verið að þróa þessa djúsa í langan tíma. Það sem ég var að leitast eftir var að finna þessa tilfinningu að ég hafi nóg af orku og sé ekki svöng.“

Ingibjörg fer ekki á þennan kúr til að missa kíló, heldur meira að hreinsa líkamann. „Ég er samt alltaf að missa einhver 2-4 kg á þessum þremur dögum, en það er aldrei að alatriðið hjá mér.“

Bragðgóðir og seðjandi

„Djúsarnir eru mjög bragðgóðir og ég mæli með þessari aðferð á haustin og í janúar fyrir fólk. En auðvitað koma sumir einu sinni í mánuði og kaupa djúsana. Það fer bara eftir metnaði og viðhorfi fólks.“

Ingibjörg mælir með að fólk sleppi áfengi og kaffi í þessa þrjá daga en fólk finni sinn takt í þessu sem öðru. „Ég held það sé heilbrigt að horfa á djúsana sem viðbót en ekki refsingu. Ef þú þarft að borða með þeim þá er það allt í lagi. Þér er ekki að mistakast, þú ert bara að bæta inn hollustu með djúsunum. Þeir eru frábært innlegg.“

Verðlaunin risastór

Þegar mikið ójafnvægi skapast í kerfinu hjá henni segir hún að það kalli á meiri sykur. „Ef ég missi út svefn, verð þreytt og fleira í þeim dúrnum þá langar mig í sykur. Djúsarnir eru góðir orkugjafar og með þeim slekk ég á sykurlönguninni hjá mér.“


Að lokum segir hún: „Við eigum skilið að vera góð við okkur sjálf. Að brosa með hverjum djús er einnig góð andleg æfing og hjálpar rosalega. Verðlaunin fyrir að fara í svona
átak eru risastór. Þú færð löngun til að fara í meira heilsutengt, þig langar að fara út að hreyfa þig og finnur fyrir þeirri orku sem þú hefur verið að leita eftir með öðrum leiðum.“

mbl.is

Vinsælasti tíminn til framhjáhalds

Í gær, 22:00 Ertu viss um að þú vitir hvar maki þinn er klukkan kortér í sjö á föstudagskvöldum? Hann gæti verið að halda fram hjá.   Meira »

Segir ketó virka til lengri tíma litið

Í gær, 18:25 Klámstjarnan Jenna Jameson tekur ekki mark á fólki sem gagnrýnir ketó-mataræðið. Hún er búin að vera á ketó í sjö mánuði og segist aldrei hafa liðið betur. Meira »

Stjarna Lof mér að falla flytur

Í gær, 15:12 Kristín Þóra Haraldsdóttir leikkona, sem fór með eitt af aðalhlutverkið í Lof mér að falla, hefur sett sína fallegu 114 fm íbúð á sölu. Meira »

Meghan glitraði fyrir allan peninginn

Í gær, 11:37 Meghan hertogaynja geislaði í London í gær þegar hún og Harry Bretaprins mættu í sínu allra fínasta pússi á góðgerðarkvöld í leikhúsi. Meira »

Er þetta raunveruleg ást?

Í gær, 09:53 Munurinn á heilbrigðu sambandi versus óheilbrigðu sambandi er að sögn höfunda sá að í heilbrigðu sambandi sé reiði og óvinátta fjarverandi en vinátta og samstaða hinsvegar til staðar í ríkum mæli, en í óheilbrigðu sambandi er eilíf valdabarátta og næring fengin út úr ófriði en ekki friði og kærleika. Meira »

Kaupandi perlu Marie Antoinette setti heimsmet

Í gær, 06:00 Skart sem áður var í eigu Marie Antoinette var selt fyrir metupphæð. Seldist hengiskraut hennar á vel yfir fjóra milljarða.   Meira »

Kidman mætti í pallíettujólakjól

í fyrradag Stjörnurnar hituðu upp fyrir Óskarinn um helgina og hefðu kjólarnir sómað sér vel í næsta mánuði í jóla-og áramótaveislum.   Meira »

Kristborg og Kolbrún gera skilnaðarþætti

í fyrradag Kristborg Bóel Steindórsdóttir og Kolbrún Pálína Helgadóttir vinna nú að sjónvarpsþáttunum um skilnaði fólks.   Meira »

Lykillinn að 52 ára löngu hjónabandinu

í fyrradag Dolly Parton veit hvað er nauðsynlegt þegar kemur að góðu hjónabandi enda búinn að vera gift í rúmlega 52 ár.   Meira »

Frumsýningarveisla í Borgarleikhúsinu

í fyrradag Frumsýningargestir á Dísablóti Íslenska dansflokksins létu ekki rigninguna um helgina á sig fá og mættu spariklæddir í Borgarleikhúsið á laugardaginn. Dansflokkurinn frumsýndi tvö ný verk eftir íslensku danshöfundana Steinunni Ketilsdóttur og Ernu Ómarsdóttur. Meira »

Fullt út úr dyrum hjá Jóhönnu Vigdísi

í fyrradag Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir fagnaði útkomu bókar sinnar, Hvað er í matinn?, á Bergsson á föstudaginn.   Meira »

sFólk er alltaf jafnhrifið af klassískri hönnun

í fyrradag Íslendingar vilja fallega hluti sem endast og geta verið til prýði á heimilinu í mörg ár og áratugi  Meira »

Jakkinn hennar Díönu kominn í móð

18.11. Díana prinsessa klæddist gráum jakka úr ullarefni með svörtum efri kraga þegar hún mætti til að sinna góðgerðarmálum árið 1984. Jakkinn var tvíhnepptur og undir honum var hún í hvítri skyrtu og með svarta slaufu. Meira »

Hvaða smáforrit bjarga lífinu?

18.11. Flestir eru sammála um það að notkun snjallsíma getur aukið verulega áreiti í hinu daglega lífi og vilja sumir meina að síminn dreifi athyglinni frá því sem skiptir máli, þ.e. að vera í núinu og njóta stundarinnar. Meira »

Ekki nota jólgjöfina til að umbuna

18.11. Stjórnendur eru ekki öfundsverðir af því hlutskipti að þurfa að velja hina fullkomnu jólagjöf fyrir heilan vinnustað. Ef gjöfin heppnast vel má reikna með að hún auki starfsánægju og komi starfsfólkinu í jólaskap, en mislukkist gjafavalið má eiga von á gremju og fýlu. Meira »

Felur þreytuna með rétta trixinu

18.11. Breytt förðun Meghan hertogaynju á dögunm bendir til þess að hún sé að reyna fela þreytuna með réttu trixunum að sögn förðunarfræðings. Meira »

Viðskiptafræðingur skrifar um vændi

18.11. „Ég hef oft velt því fyrir mér af hverju vændi er löglegt sumstaðar og hvort það sé betra að hafa hlutina uppi á yfirborðinu eins og hefur verið tíðrætt um hér heima. Vændi er löglegt í mörgum löndum eins og Hollandi, þar sem sagan mín gerist að hluta til, þrátt fyrir að yfir starfsgreininni ríki ákveðin skömm. Þó svo það sé „samþykkt“ að stunda vændi, þá lítur samfélagið samt niður á vændiskonur.“ Meira »

Hvað ætti að gefa mínimalistanum?

18.11. Mínimalisma-byltingin barst til Íslands fyrir nokkrum misserum og margir sem leggja mikið á sig við að tæma heimilið af hvers kyns óþarfa. Meira »

Biggest Loser-þjálfari genginn út

17.11. Evert Víglundsson er formlega genginn út. Það gerðist fyrr í dag þegar hann kvæntist ástinni sinni, Þuríði Guðmundsdóttur.   Meira »

Heldur bara reisn í munnmökum

17.11. „En ég held ekki reisn í samförum án munnmaka. Hann helst ekki harður í meira en 40 sekúndur.“  Meira »

Lærðu að klassa þig upp

17.11. Peningar kaupa ekki stíl og alls ekki klassa en hvernig getur þú klassað þig upp án þess að fara yfir strikið?  Meira »