Missir 2-4 kg í hvert skipti

Ingibjörg Þorvaldsdóttir setur kærleik í hvert einasta verkefni sitt á …
Ingibjörg Þorvaldsdóttir setur kærleik í hvert einasta verkefni sitt á Pure Deli. mbl.is/Hari

Ingibjörg Þorvaldsdóttir er eigandi Pure Deli. Hún brennur fyrir að búa til heilbrigðan
og góðan mat og stuðla þannig að bættri vellíðan þeirra sem sækja til hennar matinn sinn.
Hún mælir með haustinu til að núllstilla sig. 

„Frábær fyrstu skref inn í haustið eru að taka þriggja daga, 72 klukkustunda, hreinsikúr. Við höfum verið að þróa þennan safakúr og notum einungis vandað hráefni. Uppistaðan er aðallega grænmeti. Hugsunin er að koma líkamanum á núllpunkt fyrir
haustið. Að bæta líðan okkar og minnka sykurþörfina.“

Djúsarnir frá Pure Deli eru unnir úr bestu fáanlegu hráefnum.
Djúsarnir frá Pure Deli eru unnir úr bestu fáanlegu hráefnum. mbl.is/aðsend

Ingibjörg mælir með að borða kvöldmáltíð með safakúrnum. „Hreinn fiskur og kjúklingur með miklu salati er kjörið í þessa þrjá daga á kvöldin. Þannig færðu fasta fæðu og finnur minna fyrir svengd. Í söfunum er mikið af próteini og trefjum. Hjá Pure Deli er hægt að kaupa safa fyrir þrjá daga í senn. Þú kemur til okkar og sækir alla safana í einu.“

Ingibjörg lýsir virkni safanna með eftirfarandi hætti. „Fyrsta daginn ertu að hreinsa lifrina og nýrun, á degi tvö ertu að losa vatn og bólgur úr líkamanum og á degi þrjú ertu að koma meltingunni af stað aftur.“

Skilar árangri

Ingibjörg er sjálf hálfnuð á djúskúrnum og segir að hún upplifi rosalega mikla orku öfugt við það sem hún upplifði áður en hún þróaði þessa djúsa sjálf. „Ástæðan er sú að
við notum lítið af ávöxtum. Ef ég upplifi óróa á kvöldin fæ ég mér kamillute. Ég finn að mér líður rosalega vel í maganum og sykurlöngunin hverfur hjá mér. Við höfum verið að þróa þessa djúsa í langan tíma. Það sem ég var að leitast eftir var að finna þessa tilfinningu að ég hafi nóg af orku og sé ekki svöng.“

Ingibjörg fer ekki á þennan kúr til að missa kíló, heldur meira að hreinsa líkamann. „Ég er samt alltaf að missa einhver 2-4 kg á þessum þremur dögum, en það er aldrei að alatriðið hjá mér.“

Bragðgóðir og seðjandi

„Djúsarnir eru mjög bragðgóðir og ég mæli með þessari aðferð á haustin og í janúar fyrir fólk. En auðvitað koma sumir einu sinni í mánuði og kaupa djúsana. Það fer bara eftir metnaði og viðhorfi fólks.“

Ingibjörg mælir með að fólk sleppi áfengi og kaffi í þessa þrjá daga en fólk finni sinn takt í þessu sem öðru. „Ég held það sé heilbrigt að horfa á djúsana sem viðbót en ekki refsingu. Ef þú þarft að borða með þeim þá er það allt í lagi. Þér er ekki að mistakast, þú ert bara að bæta inn hollustu með djúsunum. Þeir eru frábært innlegg.“

Verðlaunin risastór

Þegar mikið ójafnvægi skapast í kerfinu hjá henni segir hún að það kalli á meiri sykur. „Ef ég missi út svefn, verð þreytt og fleira í þeim dúrnum þá langar mig í sykur. Djúsarnir eru góðir orkugjafar og með þeim slekk ég á sykurlönguninni hjá mér.“


Að lokum segir hún: „Við eigum skilið að vera góð við okkur sjálf. Að brosa með hverjum djús er einnig góð andleg æfing og hjálpar rosalega. Verðlaunin fyrir að fara í svona
átak eru risastór. Þú færð löngun til að fara í meira heilsutengt, þig langar að fara út að hreyfa þig og finnur fyrir þeirri orku sem þú hefur verið að leita eftir með öðrum leiðum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál