Missir 2-4 kg í hvert skipti

Ingibjörg Þorvaldsdóttir setur kærleik í hvert einasta verkefni sitt á ...
Ingibjörg Þorvaldsdóttir setur kærleik í hvert einasta verkefni sitt á Pure Deli. mbl.is/Hari

Ingibjörg Þorvaldsdóttir er eigandi Pure Deli. Hún brennur fyrir að búa til heilbrigðan
og góðan mat og stuðla þannig að bættri vellíðan þeirra sem sækja til hennar matinn sinn.
Hún mælir með haustinu til að núllstilla sig. 

„Frábær fyrstu skref inn í haustið eru að taka þriggja daga, 72 klukkustunda, hreinsikúr. Við höfum verið að þróa þennan safakúr og notum einungis vandað hráefni. Uppistaðan er aðallega grænmeti. Hugsunin er að koma líkamanum á núllpunkt fyrir
haustið. Að bæta líðan okkar og minnka sykurþörfina.“

Djúsarnir frá Pure Deli eru unnir úr bestu fáanlegu hráefnum.
Djúsarnir frá Pure Deli eru unnir úr bestu fáanlegu hráefnum. mbl.is/aðsend

Ingibjörg mælir með að borða kvöldmáltíð með safakúrnum. „Hreinn fiskur og kjúklingur með miklu salati er kjörið í þessa þrjá daga á kvöldin. Þannig færðu fasta fæðu og finnur minna fyrir svengd. Í söfunum er mikið af próteini og trefjum. Hjá Pure Deli er hægt að kaupa safa fyrir þrjá daga í senn. Þú kemur til okkar og sækir alla safana í einu.“

Ingibjörg lýsir virkni safanna með eftirfarandi hætti. „Fyrsta daginn ertu að hreinsa lifrina og nýrun, á degi tvö ertu að losa vatn og bólgur úr líkamanum og á degi þrjú ertu að koma meltingunni af stað aftur.“

Skilar árangri

Ingibjörg er sjálf hálfnuð á djúskúrnum og segir að hún upplifi rosalega mikla orku öfugt við það sem hún upplifði áður en hún þróaði þessa djúsa sjálf. „Ástæðan er sú að
við notum lítið af ávöxtum. Ef ég upplifi óróa á kvöldin fæ ég mér kamillute. Ég finn að mér líður rosalega vel í maganum og sykurlöngunin hverfur hjá mér. Við höfum verið að þróa þessa djúsa í langan tíma. Það sem ég var að leitast eftir var að finna þessa tilfinningu að ég hafi nóg af orku og sé ekki svöng.“

Ingibjörg fer ekki á þennan kúr til að missa kíló, heldur meira að hreinsa líkamann. „Ég er samt alltaf að missa einhver 2-4 kg á þessum þremur dögum, en það er aldrei að alatriðið hjá mér.“

Bragðgóðir og seðjandi

„Djúsarnir eru mjög bragðgóðir og ég mæli með þessari aðferð á haustin og í janúar fyrir fólk. En auðvitað koma sumir einu sinni í mánuði og kaupa djúsana. Það fer bara eftir metnaði og viðhorfi fólks.“

Ingibjörg mælir með að fólk sleppi áfengi og kaffi í þessa þrjá daga en fólk finni sinn takt í þessu sem öðru. „Ég held það sé heilbrigt að horfa á djúsana sem viðbót en ekki refsingu. Ef þú þarft að borða með þeim þá er það allt í lagi. Þér er ekki að mistakast, þú ert bara að bæta inn hollustu með djúsunum. Þeir eru frábært innlegg.“

Verðlaunin risastór

Þegar mikið ójafnvægi skapast í kerfinu hjá henni segir hún að það kalli á meiri sykur. „Ef ég missi út svefn, verð þreytt og fleira í þeim dúrnum þá langar mig í sykur. Djúsarnir eru góðir orkugjafar og með þeim slekk ég á sykurlönguninni hjá mér.“


Að lokum segir hún: „Við eigum skilið að vera góð við okkur sjálf. Að brosa með hverjum djús er einnig góð andleg æfing og hjálpar rosalega. Verðlaunin fyrir að fara í svona
átak eru risastór. Þú færð löngun til að fara í meira heilsutengt, þig langar að fara út að hreyfa þig og finnur fyrir þeirri orku sem þú hefur verið að leita eftir með öðrum leiðum.“

mbl.is

500 manna djamm – allt á útopnu

20:00 Mikil gleði og hamingja var áberandi á árshátíð Origo á dögunum. Árshátíðin fór að sjálfsögðu fram í Origo-höllinni. Um 500 manns skemmtu sér konunglega á hátíðinni sem bauð upp á mikla litadýrð enda var latín carnival þema í gangi. Meira »

Hver eru hagstæðustu húsnæðislánin?

17:00 Á að velja óverðtryggt eða verðtryggt? Er lægra veðhlutfall að skila sér í hagstæðari kjörum? Íbúðalánasjóður mun halda fræðslufundi um flókinn heim fasteignalána. Meira »

Rut hannaði í fantaflott hús á Smáraflöt

13:00 Einn eftirsóttasti innanhússarkitekt landins, Rut Káradóttir, hannaði innréttingar í glæsihús við Smáraflöt í Garðabæ.   Meira »

Sonurinn búinn að steypa sér í skuldir

09:00 Drengurinn minn var alltaf glaður, félagslegur og tók virkan þátt í daglegu líf. Svo um 17-18 ára aldur fórum við að taka eftir breytingum á honum. Um þetta sama leyti byrjar hann að spila póker á netinu og fyrst til að byrja með sagði hann okkur frá þessu. Meira »

Svona forðastu stress og áhyggjur

05:00 Karitas Sveinsdóttir, innanhússhönnuður og eigandi HAF STORE og HAF STUDIO, segir bjarta liti vinsæla um þessar mundir. Hún segir alltaf í tísku að þiggja aðstoð fyrir fermingar og fólk ætti að sama skapi að forðast stress. Meira »

Náttúrulegar töfraolíur sem umbylta

Í gær, 23:47 Margar af þekktustu fyrirsætum heims nota RAAW by Trice-vörurnar. Flestir mæla með Bláu töfradropunum sem virka einstaklega vel á ójafna húð og bólur. Þeir sem eru gjarnir á að fá bólur sem og þeir sem eru með feita húð mæla sérstaklega vel með dropunum. Meira »

Misstum allt, en hann heldur áfram

í gær „Mig langar að forvitnast varðandi manninn minn, en í hruninu misstum við allt. Þá hafði hann verið að fjárfesta í alls konar verkefnum, hlutabréfum og gjaldeyri. Vandinn var sá þá að þetta var allt meira og minna fjármagnað með skuldum,“ segir íslensk kona. Meira »

Formaðurinn lét sérsauma á sig kjól

í gær Guðrún Hafsteinsdóttir fékk Selmu Ragnarsdóttur til að sérsauma á sig kjól fyrir árshóf SI í Hörpu. Voru þær strax sammála um að hafa kjólinn ekki svartan. Meira »

Endurbættri útgáfu af hrukkubana fagnað

í gær Dr. Björn Örvar, einn af stofendum Bioeffect, kynnti nýja tvennu fyrir fáum útvöldum í gær. Um er að ræða Bioeffect EGF+ 2A Daily duo sem eru húðdropar sem vinna saman. Meira »

Er bótox hættulegt?

í gær Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér svarar hún tveimur spurningum um fínar línur og bótox. Meira »

„Fyrrverandi vill hafa mig sem vin“

í gær Svo er önnur spurning: Þessi vinasvæði, er sanngjarnt eftir að hlutum hefur verið startað með rómantík að setja svo upp vinasamband til að velja úr öðrum hlutum? Að ég sitji svo einn heima á kvöldin og horfi á Netflix, þegar okkar stundum er lokið og hún að njóta þess sem ekki síst á að vera með í góðu sambandi með öðrum. Meira »

Heimilið er afar litríkt og heillandi

í fyrradag Borðstofa Selmu Blair er eins og kaffitería en innanhúshönnuður hennar sótti innblástur í gamlan heimavistarskóla sem leikkonan var í. Meira »

Einbýlin sem kosta yfir 160 milljónir

20.3. Dýrustu einbýlishúsin á höfuðborgarsvæðinu eru bæði ný og gömul, staðsett á Nesinu sem og í Kópavogi.   Meira »

Kristbjörg tárast yfir flutningunum til Katar

20.3. Kristbjörg Jónasdóttir, einkaþjálfari og eiginkona Arons Einars Gunnarssonar, er hrærð yfir því að fjölskyldan sé að flytja frá Cardiff til Katar. Meira »

Svona færðu besta verðið fyrir eignina þína

20.3. Fasteignasalinn Páll Heiðar Pálsson segir að það skipti miklu máli að verðleggja sig ekki út af markaðnum og ákveðnir þættir þurfi að vera í lagi. Hann segir að það séu margir þættir sem hafi áhrif á söluverð fasteigna. Meira »

Hvort á ég að velja SPF 50 eða 30?

20.3. „Ég er að fara til Marokkó þar sem sólin er sterk. Er sólarvörn með SPF-þætti 50 betri en sólarvörn með SPF-þætti 30? Eða skiptir það engu máli?“ Meira »

Heilbrigðari án skorinna magavöðva

20.3. Skornir magavöðvar til marks um hamingju og heilbrigði. Þjálfarinn Marie Wold var aðallega svöng þegar hún fékk loksins „six-pack“. Meira »

Selma frumsýndi kærastann í kvöld

19.3. Selma Björnsdóttir er komin á fast en fyrr í kvöld frumsýndi hún kærastann á Instagram. Hann heitir Kolbeinn Tumi Daðason og er fréttastjóri á Vísi.is. Meira »

„Mamma er heltekin af útlitinu“

19.3. Þannig er að ég á mömmu sem á erfitt með að sætta sig við aldurinn. Ég bý enn þá heima. Hún og pabbi eru nýskilin og mamma hefur brugðist við með endalausri líkamsrækt. Hún er heltekin af eigin líkamsþyngd, stelur fötunum mínum og snyrtivörunum og skiptir sér í tíma og ótíma af því hvernig ég lít út. Meira »

Frumsýning á Matthildi

19.3. Söngleikurinn Matthildur var frumsýndur í Borgarleikhúsinu á laugardaginn og var mikil gleði í húsinu.   Meira »

Ragnar á Brandenburg selur glæsiíbúðina

19.3. Ragnar Gunnarsson, einn af eigendum Brandenburg-auglýsingastofunnar, hefur sett íbúð sína við Grandaveg á sölu.   Meira »