3 skref til að setja heilsuna í forgang

Júlía Magnúsdóttir.
Júlía Magnúsdóttir. mbl.is/Haraldur Jónasson / Hari

„Líður þér eins og aldrei gefist tími til að hugsa um þig og að þú hangir aftast í forgangsröðinni? Finnst þér stundum eins og heilsan hangi á bláþræði? Glímir þú við streitu?Ef svo er, eru góðar líkur á því að þú sért að keyra þig út eða að heilsan sé nú þegar komin í þrot,“ segir Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi, sem rekur fyrirtækið Lifðu til fulls, í sínum nýjasta pistli á Smartlandi: 

Að keyra okkur út með yfirvinnu, streitu og svefnleysi og huga að öllu öðru en heilsunni er orðið algengara en nokkru sinni fyrr. Að keyra okkur út (eða „burnout“ eins og það er kallað á ensku) veldur oftar en ekki heilsubrestum og getur tekið langan tíma að vinna upp góða heilsu á ný. Margir enda á að þurfa að taka vinnuleyfi og getur það hreinlega endað í algjörri tilfinningalegri uppgjöf.

Við konur erum í sérstökum áhættuhópi, en rannsóknir hafa sýnt að konur eru mun næmari fyrir áhrifum streitu. Flestir sem eru á leið með að keyra sig út átta sig þó ekki á því fyrr en eftir á, þegar of seint er að fyrirbyggja afleiðingarnar.

Flestir sem keyra sig út vita upp á sig sökina, ef ekki er einfaldlega hægt að fá svarið með því að spyrja hvort viðkomandi telji sig setja heilsuna í forgang eða ekki.

Eftirfarandi eru einkenni þess að þú sért að keyra þig út:

 • síþreyta
 • lægri kynhvöt
 • slæm melting
 • þreyta
 • hárlos
 • óreglulegar blæðingar
 • svefnleysi
 • andlegt ójafnvægi
 • þunglyndi
 • þyngdaraukning
 • bakverkir
 • of hár blóðþrýstingur
 • liðverkir

Hafðu hvíld í forgangi. Að hvíla sig þýðir ekki aðeins svefn. Það er líka mikilvægt að taka sér frí frá tækjum, símanum og tölvunni, dreifa huganum með því að lesa bók eða fara í göngutúr. Hvíld getur líka þýtt það að sinna áhugamáli eða hitta vinkonu í kaffi!

Passaðu síðan upp á svefninn, forðastu að borða rétt fyrir svefn og takmarkaðu raftækjanotkun í nokkrar klukkustundir áður en þú ferð upp í rúm og reyndu eftir fremsta megni að fara að sofa á svipuðum tíma alla daga til að rugla ekki líkamsklukkuna. Rútína getur skapað innra jafnvægi fyrir líkamann og rannsóknir sýna að það geti dregið úr depurð.

Mataræði

Gott mataræði, sem hentar þér og í réttum hlutföllum, hefur gríðarleg áhrif á andlega og líkamlegu heilsu okkar. Morgunmaturinn sem þú borðar hefur tvímælalaust áhrif á það hvernig dagurinn þinn spilast út! Ef við erum svöng eða illa nærð/ur erum við líklegri til að hafa stuttan þráð, finna fyrir einbeitingarskorti og vanlíðan.

Álagstímabil og óregla í mataræði orsakar bólgur (e. innflammation) sem getur leitt af sér ýmsa heilsukvilla ef ekki er gripið til ráða. Fyrir þær konur sem koma til mín á námskeið eftir að hafa farið í gegnum gríðarleg streitutímabil eða „burnout“ er það fyrsta sem ég ráðlegg þeim að hefja milda og áhrifaríka hreinsun með mat. Þetta vekur upp alla líffærastarfsemi og þar á meðan brennsluna, slekkur á sykurlöngun og kemur allsherjarjafnvægi á líkamann. Þetta hjálpar einnig við að skapa góða rútínu og undirbýr líkamann fyrir lífsstílsbreytingu sem endist.

Hugarfar og skipulag

Að halda streitu í skefjum er gríðarlega mikilvægt þegar kemur að því að fyrirbyggja og vinna sig úr ofkeyrslu. Þar leikur hugarfar stórt hlutverk enda getur maður verið sjálfum sér verstur þegar kemur að streitu og lítil skref eins og 2 mín. öndunaræfingar eða þakklæti yfir daginn getur dregið verulega úr streitunni. Gott og einfalt skipulag á mataræði og hreyfingu munar einnig öllu þegar fyrstu skrefin eru tekin í að skapa rútínu sem hentar þér.

Taktu eftir því hvenær streita kemur helst upp hjá þér og settu þér áminningu (t.d. frá símanum) sem minnir þig á að taka 2 mín. í öndunaræfingar á þeim tíma.

Að finna nýtt jafnvægi

Lausnin sem hefur vænlegasta árangurinn til lengri tíma er að skapa þér nýtt jafnvægi á milli þess að sinna heilsunni og daglegum skyldum. Þá er mikilvægt að vinna ekki einungis úr mataræðinu heldur einnig hugarfari, streitulosun og hreyfingunni enda helst þetta allt í heldur.

Til að geta gefið af okkur er mikilvægt að sinna okkur sjálfum fyrst.

Lítil skref eru lykilatriði ef þú vilt ná að halda út breytingu, ekki að umturna öllu yfir nóttu! Á ókeypis fyrirlestrinum sem ég hélt í gær, deildi ég  „5 sannreyndum skrefum í því að auka orkuna, léttast náttúrulega (þá á ég við án töfrapillu eða svelti) og fylla líkamann vellíðan – í lífsstíl sem þú endist í!“

Vegna vinsælda verður fyrirlesturinn áfram í boði og hægt er að skrá sig ókeypis HÉR!  Ég mæli með að þú skráir þig sem fyrst enda síðast komust færri að en vildu.

Fáðu aðgang að ráðum og þeim nákvæmu skrefum sem hafa hjálpað hundruðum að aukinni orku, kjörþyngd og að líða 10 árum yngri!

Þeir sem mæta fá eins dags matseðil og hreinsunarpróf!

mbl.is

Birgitta mætti með nýja hundinn sinn

18:18 Það var margt um manninn á viðburði í verslun 66°Norður á Laugavegi á föstudaginn þar sem því var fagnað að sumarlína 66°Norður og danska kvenfatamerkisins Ganni er komin í sölu. Meira »

Lúðvík og Þóra selja höll við sjóinn

15:18 Lúðvík Bergvinsson og Þóra Gunnarsdóttir hafa sett falleg hús sem stendur við sjóinn á sölu. Fasteignamat hússins er rúmlega 121 milljón. Meira »

Starfsmenn Árvakurs kunna að djamma

11:28 Það voru allir á útopnu á árshátíð Árvakurs á Grand hóteli á laugardaginn var. Boðið var upp á framúrskarandi mat og skemmtiatriði. Eins og sjá má á myndunum leiddist engum. Meira »

Stolt að eignast þak yfir höfuðið

09:14 Vala Pálsdóttir, ráðgjafi og formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, keypti sína fyrstu íbúð 25 ára gömul. Hún segir að þessi íbúðarkaup hafi gert hana sjálfstæða og lagt grunn að framtíðinni. Meira »

Íbúðin var tekin í gegn á einfaldan hátt

Í gær, 21:00 Það er hægt að gera ótrúlega hluti með því að breyta um lit á eldhúsinnréttingu, taka niður skáp og skipta um parket eins og gert var í Vesturbænum. Meira »

Er sólarvörn krabbameinsvaldandi?

í gær Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér er hún spurð hvort sólarvörn sé krabbameinsvaldandi. Meira »

Varalitirnir sem draga úr hrukkum

í gær Þegar ég opnaði svartan og glansandi kassann birtust mér sex gulllituð varalitahulstur sem hver innihéldu tæran, bjartan lit. Pakkningarnar gáfu strax til kynna að þarna væri um að ræða varaliti sem væru stigi fyrir ofan hina hefðbundnu varalitaformúlu. Meira »

Að sýsla með aleigu fólks er vandasamt

í gær Hannes Steindórsson segir að starf fasteignasala sé nákvæmnisvinna og það skipti máli að fasteignasali sé góður í mannlegum samskiptum. Meira »

Konur á einhverfurófi greindar of seint

í gær „Konur á einhverfurófi eru sjaldan til umræðu og langar mig að vekja athygli á því. Þegar einhverfa er í umræðunni þá snýr hún yfirleitt að strákum og maður heyrir allt of sjaldan um stúlkur í þessu samhengi. Hugsanlega spilar arfleifð Hans Asperger inn í að hluta til en hann tengdi einhverfu eingöngu við karlmenn þegar einhverfa var að uppgötvast. Meira »

Hvernig safnar fólk fyrir íbúð?

í gær Það að eignast íbúð er stórmál og yfirleitt verður ekki af fyrstu fasteignakaupum nema fólk leggi mikið á sig og sé til í að sleppa öllum óþarfa. Meira »

Verst klæddu stjörnur vikunnar

í fyrradag Fataval stjarnanna á iHeart-verðlaununum í L.A. gekk misvel og hafa stjörnur á borð við Katy Perry og Heidi Klum átt betri daga. Meira »

Taktu sjálfspróf um hvort síminn sé að skemma

16.3. Ef þú ert búin/búinn að sitja í sófanum lengi og það er þetta lága suð endalaust yfir þér og síðan líturðu upp og sérð að þetta er barnið þitt, sem er að reyna að fá athygli frá þér síðasta klukkutímann. Þá er kominn tími til að leggja frá sér símann. Meira »

Svona skreytir Hrafnhildur fyrir ferminguna

16.3. Á hverju ári er eitthvert skraut vinsælla en annað. Liturinn „rose gold“ er sá litur sem margir eru að velja á þessu ári. Meðal annars Hrafnhildur Hafsteinsdóttir framkvæmdastjóri FKA sem segir að fermingarundirbúningurinn sé dásamlegur... Meira »

Myndirnar þurfa að vera góðar

16.3. Íslendingar þekkja Nadiu Katrínu Banine úr þáttunum Innlit/útlit sem sýndir voru á SkjáEinum. Þar heimsótti hún fólk og tók húsnæði í gegn. Meira »

Augnskuggarnir sem allir vilja eiga

16.3. Þegar tilkynnt var um endalok Naked-augnskuggapallettunnar voru margir sárir. Þessi tár hafa nú verið þerruð með glænýjum staðgengli hennar. Meira »

Fór óhefðbundna leið í einn besta háskóla í heimi

16.3. Það var langþráður draumur hjá Guðrúnu Svövu Kristinsdóttur að stunda nám við toppháskóla í Bandaríkjunum. Hún útskrifast með tvær meistaragráður í vor ef hún nær að fjármagna síðustu önnina. Meira »

Dagdreymir um kynlíf í sorginni

16.3. „Síðasta hálfa árið hefur mikið dunið á hjá okkur, ég missti skyndilega litlu systur mina og faðir minn veiktist alvarlega í kjölfarið. Í sorginni hef ég upplifað eitthvað sem ég gerði alls ekki ráð fyrir. Ég er með kynlíf á heilanum. Og ekki bara við manninn minn. Ég hef aldrei lent í þessu áður en ég dagdreymi endalaust um kynlíf við hina og þessa, jafnvel samstarfsmenn.“ Meira »

Louis Vuitton hættir með Jackson-línuna

15.3. Franska tískuhúsið Louis Vuitton hefur ákveðið að hætta framleiðslu á línu sem er innblásin af arfleið tónlistarmannsins Michael Jackson. Meira »

Eik Gísladóttir selur höllina

15.3. Eik Gísladóttir lífskúnstner og smekkmanneskja hefur sett sitt huggulega raðhús á sölu. Eik hefur nostrað við húsið eins og sést á myndunum. Meira »

Get ég legið í sólbaði allan daginn á Tene?

15.3. „Hvernig er það. Ég er á leið til Tenerife og þrái að liggja í sólinni frá morgni til kvölds. Hvernig er það, ef ég smyr á mig sólarvörn, get ég þá verið í sólinni allan daginn?“ Meira »

Geggjuð útsýnisíbúð við Grænuhlíð

15.3. Við Grænuhlíð í Reykjavík stendur ákaflega falleg 101 fm íbúð. Húsgögnum er fallega raðað upp í íbúðinni.   Meira »