3 skref til að setja heilsuna í forgang

Júlía Magnúsdóttir.
Júlía Magnúsdóttir. mbl.is/Haraldur Jónasson / Hari

„Líður þér eins og aldrei gefist tími til að hugsa um þig og að þú hangir aftast í forgangsröðinni? Finnst þér stundum eins og heilsan hangi á bláþræði? Glímir þú við streitu?Ef svo er, eru góðar líkur á því að þú sért að keyra þig út eða að heilsan sé nú þegar komin í þrot,“ segir Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi, sem rekur fyrirtækið Lifðu til fulls, í sínum nýjasta pistli á Smartlandi: 

Að keyra okkur út með yfirvinnu, streitu og svefnleysi og huga að öllu öðru en heilsunni er orðið algengara en nokkru sinni fyrr. Að keyra okkur út (eða „burnout“ eins og það er kallað á ensku) veldur oftar en ekki heilsubrestum og getur tekið langan tíma að vinna upp góða heilsu á ný. Margir enda á að þurfa að taka vinnuleyfi og getur það hreinlega endað í algjörri tilfinningalegri uppgjöf.

Við konur erum í sérstökum áhættuhópi, en rannsóknir hafa sýnt að konur eru mun næmari fyrir áhrifum streitu. Flestir sem eru á leið með að keyra sig út átta sig þó ekki á því fyrr en eftir á, þegar of seint er að fyrirbyggja afleiðingarnar.

Flestir sem keyra sig út vita upp á sig sökina, ef ekki er einfaldlega hægt að fá svarið með því að spyrja hvort viðkomandi telji sig setja heilsuna í forgang eða ekki.

Eftirfarandi eru einkenni þess að þú sért að keyra þig út:

 • síþreyta
 • lægri kynhvöt
 • slæm melting
 • þreyta
 • hárlos
 • óreglulegar blæðingar
 • svefnleysi
 • andlegt ójafnvægi
 • þunglyndi
 • þyngdaraukning
 • bakverkir
 • of hár blóðþrýstingur
 • liðverkir

Hafðu hvíld í forgangi. Að hvíla sig þýðir ekki aðeins svefn. Það er líka mikilvægt að taka sér frí frá tækjum, símanum og tölvunni, dreifa huganum með því að lesa bók eða fara í göngutúr. Hvíld getur líka þýtt það að sinna áhugamáli eða hitta vinkonu í kaffi!

Passaðu síðan upp á svefninn, forðastu að borða rétt fyrir svefn og takmarkaðu raftækjanotkun í nokkrar klukkustundir áður en þú ferð upp í rúm og reyndu eftir fremsta megni að fara að sofa á svipuðum tíma alla daga til að rugla ekki líkamsklukkuna. Rútína getur skapað innra jafnvægi fyrir líkamann og rannsóknir sýna að það geti dregið úr depurð.

Mataræði

Gott mataræði, sem hentar þér og í réttum hlutföllum, hefur gríðarleg áhrif á andlega og líkamlegu heilsu okkar. Morgunmaturinn sem þú borðar hefur tvímælalaust áhrif á það hvernig dagurinn þinn spilast út! Ef við erum svöng eða illa nærð/ur erum við líklegri til að hafa stuttan þráð, finna fyrir einbeitingarskorti og vanlíðan.

Álagstímabil og óregla í mataræði orsakar bólgur (e. innflammation) sem getur leitt af sér ýmsa heilsukvilla ef ekki er gripið til ráða. Fyrir þær konur sem koma til mín á námskeið eftir að hafa farið í gegnum gríðarleg streitutímabil eða „burnout“ er það fyrsta sem ég ráðlegg þeim að hefja milda og áhrifaríka hreinsun með mat. Þetta vekur upp alla líffærastarfsemi og þar á meðan brennsluna, slekkur á sykurlöngun og kemur allsherjarjafnvægi á líkamann. Þetta hjálpar einnig við að skapa góða rútínu og undirbýr líkamann fyrir lífsstílsbreytingu sem endist.

Hugarfar og skipulag

Að halda streitu í skefjum er gríðarlega mikilvægt þegar kemur að því að fyrirbyggja og vinna sig úr ofkeyrslu. Þar leikur hugarfar stórt hlutverk enda getur maður verið sjálfum sér verstur þegar kemur að streitu og lítil skref eins og 2 mín. öndunaræfingar eða þakklæti yfir daginn getur dregið verulega úr streitunni. Gott og einfalt skipulag á mataræði og hreyfingu munar einnig öllu þegar fyrstu skrefin eru tekin í að skapa rútínu sem hentar þér.

Taktu eftir því hvenær streita kemur helst upp hjá þér og settu þér áminningu (t.d. frá símanum) sem minnir þig á að taka 2 mín. í öndunaræfingar á þeim tíma.

Að finna nýtt jafnvægi

Lausnin sem hefur vænlegasta árangurinn til lengri tíma er að skapa þér nýtt jafnvægi á milli þess að sinna heilsunni og daglegum skyldum. Þá er mikilvægt að vinna ekki einungis úr mataræðinu heldur einnig hugarfari, streitulosun og hreyfingunni enda helst þetta allt í heldur.

Til að geta gefið af okkur er mikilvægt að sinna okkur sjálfum fyrst.

Lítil skref eru lykilatriði ef þú vilt ná að halda út breytingu, ekki að umturna öllu yfir nóttu! Á ókeypis fyrirlestrinum sem ég hélt í gær, deildi ég  „5 sannreyndum skrefum í því að auka orkuna, léttast náttúrulega (þá á ég við án töfrapillu eða svelti) og fylla líkamann vellíðan – í lífsstíl sem þú endist í!“

Vegna vinsælda verður fyrirlesturinn áfram í boði og hægt er að skrá sig ókeypis HÉR!  Ég mæli með að þú skráir þig sem fyrst enda síðast komust færri að en vildu.

Fáðu aðgang að ráðum og þeim nákvæmu skrefum sem hafa hjálpað hundruðum að aukinni orku, kjörþyngd og að líða 10 árum yngri!

Þeir sem mæta fá eins dags matseðil og hreinsunarpróf!

mbl.is

Lykillinn að 52 ára löngu hjónabandinu

15:00 Dolly Parton veit hvað er nauðsynlegt þegar kemur að góðu hjónabandi enda búinn að vera gift í rúmlega 52 ár.   Meira »

Frumsýningarveisla í Borgarleikhúsinu

13:00 Frumsýningargestir á Dísablóti Íslenska dansflokksins létu ekki rigninguna um helgina á sig fá og mættu spariklæddir í Borgarleikhúsið á laugardaginn. Dansflokkurinn frumsýndi tvö ný verk eftir íslensku danshöfundana Steinunni Ketilsdóttur og Ernu Ómarsdóttur. Meira »

Fullt út úr dyrum hjá Jóhönnu Vigdísi

10:11 Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir fagnaði útkomu bókar sinnar, Hvað er í matinn?, á Bergsson á föstudaginn.   Meira »

sFólk er alltaf jafnhrifið af klassískri hönnun

05:30 Íslendingar vilja fallega hluti sem endast og geta verið til prýði á heimilinu í mörg ár og áratugi  Meira »

Jakkinn hennar Díönu kominn í móð

Í gær, 21:59 Díana prinsessa klæddist gráum jakka úr ullarefni með svörtum efri kraga þegar hún mætti til að sinna góðgerðarmálum árið 1984. Jakkinn var tvíhnepptur og undir honum var hún í hvítri skyrtu og með svarta slaufu. Meira »

Hvaða smáforrit bjarga lífinu?

Í gær, 18:00 Flestir eru sammála um það að notkun snjallsíma getur aukið verulega áreiti í hinu daglega lífi og vilja sumir meina að síminn dreifi athyglinni frá því sem skiptir máli, þ.e. að vera í núinu og njóta stundarinnar. Meira »

Ekki nota jólgjöfina til að umbuna

í gær Stjórnendur eru ekki öfundsverðir af því hlutskipti að þurfa að velja hina fullkomnu jólagjöf fyrir heilan vinnustað. Ef gjöfin heppnast vel má reikna með að hún auki starfsánægju og komi starfsfólkinu í jólaskap, en mislukkist gjafavalið má eiga von á gremju og fýlu. Meira »

Felur þreytuna með rétta trixinu

í gær Breytt förðun Meghan hertogaynju á dögunm bendir til þess að hún sé að reyna fela þreytuna með réttu trixunum að sögn förðunarfræðings. Meira »

Viðskiptafræðingur skrifar um vændi

í gær „Ég hef oft velt því fyrir mér af hverju vændi er löglegt sumstaðar og hvort það sé betra að hafa hlutina uppi á yfirborðinu eins og hefur verið tíðrætt um hér heima. Vændi er löglegt í mörgum löndum eins og Hollandi, þar sem sagan mín gerist að hluta til, þrátt fyrir að yfir starfsgreininni ríki ákveðin skömm. Þó svo það sé „samþykkt“ að stunda vændi, þá lítur samfélagið samt niður á vændiskonur.“ Meira »

Hvað ætti að gefa mínimalistanum?

í gær Mínimalisma-byltingin barst til Íslands fyrir nokkrum misserum og margir sem leggja mikið á sig við að tæma heimilið af hvers kyns óþarfa. Meira »

Biggest Loser-þjálfari genginn út

í fyrradag Evert Víglundsson er formlega genginn út. Það gerðist fyrr í dag þegar hann kvæntist ástinni sinni, Þuríði Guðmundsdóttur.   Meira »

Heldur bara reisn í munnmökum

í fyrradag „En ég held ekki reisn í samförum án munnmaka. Hann helst ekki harður í meira en 40 sekúndur.“  Meira »

Lærðu að klassa þig upp

í fyrradag Peningar kaupa ekki stíl og alls ekki klassa en hvernig getur þú klassað þig upp án þess að fara yfir strikið?  Meira »

Knightley útskýrir umdeilda hattinn

17.11. Hver man ekki eftir pottlokinu sem Keira Knightley skartaði í Love Actually? Leikkonan var ekki með hattinn af því hann var svo flottur. Meira »

Heldur við tvöfalt eldri mann

17.11. „Ég á maka en samt hef ég verið að stunda kynlíf með manni sem er næstum tvöfalt eldri en ég, og ég finn ekki fyrir sektarkennd.“ Meira »

Svona lítur náttúrulegt hár Obama út

17.11. Michelle Obama er ekki með eins slétt hár og hún sést vanalega með. Í vikunni birtist mynd af frú Obama með   Meira »

„Fatnaður er strigi innra ástands“

17.11. Sunneva Ása Weisshappel er einn áhugaverðasti búningahönnuður samtímans. Hún fyrirlítur stefnu tískuheimsins en vill að tilvist hennar gefi konum kraft og hjálpi til við að víkka einlita heimsmyndina sem er að mestu sköpuð af valdakörlum að hennar mati. Meira »

Gjöf sem nýtist ekki er sóun

16.11. „Sem dæmi um óheppilegar jólagjafir mætti nefna það þegar fyrirtæki gefur 5.000 kr. gjafabréf í verslun þar sem ódýrasta varan kostar 15.000 kr. Það sama má segja um að gefa ferðatösku í jólagjöf til starfsfólks sem fer reglulega til útlanda og á að öllum líkindum slíka tösku.“ Meira »

Krónprinsessurnar í sínu fínasta pússi

16.11. Mette-Marit krónprinsessa Noregs og Mary krónprinsessa Danmerkur tóku fram sína fínustu kjóla þegar þær mættu í afmæli Karls Bretaprins. Meira »

Haldið ykkur: Weekday opnar á Íslandi

16.11. Fataverslunin Weekday mun opna í Smáralind vorið 2019. Verslunin er í eigu Hennes & Mauritz en nú þegar hafa þrjár H&M-búðir verið opnaðar á Íslandi, þar á meðal ein í Smáralind. Meira »

Sölvi Snær og fjölskylda selja á Nesinu

16.11. Sölvi Snær Magnússon listrænn stjórnandi NTC og Kristín Ásta Matthíasdóttir flugfreyja hafa sett sína fallegu hæð á sölu.   Meira »