Hætti að drekka gos

Auður Albertsdóttir.
Auður Albertsdóttir.

Auður Albertsdóttir meistaranemi hefur lagt mikið af með því að hætta að drekka gos og borða tvær heitar máltíðir á dag. 

Þú tókst þig til og breyttir um lífsstíl. Hvað gerðirðu nákvæmlega til að fá betri heilsu?

„Ég byrjaði á því að hætta alveg að drekka gos, nokkuð sem ég hélt að ég gæti aldrei gert. En það tókst og fljótlega byrjaði ég að hreyfa mig annan hvern dag og meðfram því að minnka óhollustuna í mataræðinu. Þegar kemur að hreyfingu fann ég mig í lyftingum og göngum og um áramótin byrjaði ég að fara vikulega í ótrúlega skemmtilega spinning-tíma til Sigga Gunnars í World Class. Mæli með þeim,“ segir Auður.

Hvað varð til þess að þú hófst þessa vegferð?

„Mér fannst ég vera aðeins of þung á mér og nennti því ekki lengur.“

Hvert er besta heilsuráðið þitt?

„Að byrja rólega, taka til dæmis út einhvern einn hlut í mataræðinu til að byrja með. Í mínu tilviki var það gos en getur verið hvað sem er. Ég held að það sé miklu erfiðara og líklegra að maður gefist upp ef maður ætlar sér of mikið í upphafi.“

Hvað gerðirðu áður sem þú gerir ekki lengur?

„Alltaf að verðlauna mig með einhverju eins og til dæmis skyndibita eða nammi. Eitt sem breytti líka heilmiklu er þegar ég hætti að borða heitan mat tvisvar á dag. Þá náði ég verulegum árangri.“

Hvernig breyttist lífið við að taka þig í gegn?

„Mér líður betur bæði andlega og líkamlega. Ég er léttari á mér, sterkari og sef betur.“

Þurftirðu að umturna lífinu við þetta eða var þetta bara fínpússning?

„Ég þurfti alls ekki að umturna neinu, eina sem ég tók alveg úr mataræðinu er gos. Ég neita mér ekki um neitt sem mig langar í og hef aldrei farið á einhvern kúr. Ég geri alveg sömu hlutina nema það er aðeins skemmtilegra.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál