Veistu hvað breytist við tíðahvörf?

„Um þetta, svo og margt fleira, meðal annars hvað við ...
„Um þetta, svo og margt fleira, meðal annars hvað við getum gert til að tryggja lífsgæði okkar sem lengst, fjalla ég á kvöldnámskeiði 3. september,“ segir Guðrún Bergmann. mbl.is/Árni Sæberg

„Konur hætta ekki bara að hafa blæðingar og missa getuna til að eignast börn við tíðahvörf. Það er svo ótalmargt annað sem breytist þegar estrogen-framleiðslan minnkar. Sú minnkun hefur áhrif á aðra starfsemi líkamans, meðal annars á starfsemi heilans. Vísindamenn víða um heim hafa leitt að því líkum að við tíðahvörf byrji oft breytingar á heila, sem síðar meir geti leitt til Alzheimer’s-sjúkdómsins, en í dag eru helmingi fleiri konur sem greinast með hann en karlar,“ segir Guðrún Bergmann í sínum nýjasta pistli: 

TÍÐAHV0RF MARKA KAFLASKIL

Konur fara á mjög mismunandi hátt í gegnum það ferli í lífi sínu sem tengist tíðahvörfum. Í raun hefst það nokkru áður en blæðingar hætta alveg og svo tekur við tímabilið eftir að þær eru alveg hættar. Sumar konur svitna mikið og fá hitakóf við erfiðustu kringumstæður. Aðrar eiga erfitt með svefn. Enn aðrar verða þunglyndar og kvíðnar og loka sig jafnvel af og vilja sem minnst samskipti við aðra hafa.

Það er eðlilegt að tilfinningasveiflurnar séu miklar, því þótt mörgum konum leiðist hinn mánaðarlegi blæðingatími, er hann merki um frjósemi og möguleikann til að geta af sér afkvæmi. Við tíðahvörf endar það tímabil og á vissan hátt fylgir því ákveðin sorg, sem þarf að vinna með.

BÆTIEFNI OG FÆÐA GETA BREYTT MIKLU

Beingisnun er, auk framgreindra heilsufarsvandamála, eitt af þeim einkennum sem tengd hafa verið við tíðahvörf hjá konum. Konum er oft hættar við beinbrotum en körlum á efri árum, aðallega í kringum mjaðmir.

Sem betur fer er margt sem hægt er að gera til að takast á við þessi tímamót og sporna við því að þau hafi eyðileggjandi áhrif á heilsuna á komandi árum. Ýmsar fæðutegundir eins og bláber og engifer eru styrkjandi fyrir líkamann og heilaheilsuna. Það eru líka þó nokkuð mörg bætiefni eins og til dæmis Ultra B-12 og C-vítamín með Rosehips frá NOW, svo eitthvað sé nefnt.

Á námskeiðinu mun ég fara nánar í allar fæðutegundirnar, í hreyfinguna sem skiptir máli og fjalla um þau bætiefni sem styðja við aukin lífsgæði okkar kvenna á efri árum.

mbl.is

4 ástæður fyrir þurrki í svefnherberginu

21:30 Það getur haft þveröfug áhrif að leita nýrra leiða til þess að krydda kynlífið og gera það betra. Snjalltækjabann í svefnherberginu getur þó haft góð áhrif. Meira »

Fólkið sem tekur flesta veikindadaga

18:00 Margir hafa haldið sig við plöntufæði í janúar en ætli fleiri hafi hringt sig inn veika líka? Fólk sem aðhyllist vegan lífstílinn fór oftar til læknis samkvæmt breskri könnun. Meira »

Þessi andstyggilegi ótti við höfnun!

17:00 „Ég vissi ekki er ég tók að mér verkefni í vinnu sem voru oft meira krefjandi en ég átti að ráða við og að stoppa aldrei, væri óeðlileg hegðun. Er ekki að ýkja. Ég gat ekki verið kyrr og lagði mikið á lífið og sálina að ljúka verkefnum sem ég tók að mér í vinnu.“ Meira »

Lykillinn að elda heima og leyfa sér smá

15:00 Fimm auðveld ráð næringarfræðings gera fólki kleift að ná heilsumarkmiðum sínum án þess að fara í andlegt þrot.   Meira »

Milljarðamæringar eiga þetta sameiginlegt

14:00 Að kyssa peninga sagði einhver. Chris Hogan er þó með aðrar kenningar um það sem ríkt fólk gerir en hann rannsakaði tíu þúsund milljarðamæringa. Meira »

„Við megum ekki beita hana ofbeldi“

10:21 Jóna Hrönn Bolladóttir prestur kemur Öldu Karen til varnar á samfélagsmiðlum og bendir á að rangt sé að þagga hana, beita hana ofbeldi, taka hana niður eða horfa á hana með vanþóknun/vandlætingu af því að hún þekkir engar sálfræðilegar rannsóknir. Meira »

Svona ætti ekki að bjóða í brúðkaup

06:00 „Svo ef þú vilt mæta byrjaðu að spara núna!“ stendur á umdeildu boðskortinu. Fólki er bent á að taka sér tveggja vikna frí ef það ætlar sér að mæta í brúðkaupið. Meira »

Stjörnumerkin um kynlífsárið 2019

Í gær, 23:30 Hrútar ættu að taka meiri áhættu á árinu og meyjur eiga eftir að stunda mikið kynlíf árið 2019. Hvað segir stjörnumerkið um þig? Meira »

Konur í hárugum janúar

í gær Konur víða um heim hafa birt myndir af líkamshárum sínum á Instagram undir myllumerkinu Januhairy, ætlast er til af samfélaginu að konur fjarlægi líkamshár sín. Meira »

Eitt heitasta merkið í bransanum í dag

í gær Brock Collection er vörumerki sem vert er að fylgjast með. Stjörnur á borð við Alicia Vikander, Zoe Saldana og Emily Ratajkowski fá ekki nóg. Meira »

Ertu ljón, höfrungur, björn eða úlfur?

í gær Hvernig er líkamsklukkan þín? Tilheyrir þú hópi ljóna, höfrunga, bjarna eða úlfa? Það hentar ekki öllum að mæta í vinnu klukkan níu og borða kvöldmat klukkan sex. Meira »

Eru áhrifavaldar komnir til að vera?

í gær Andrea Guðmundsdóttir býr í Hong Kong þar sem hún rannsakar áhrifavalda. Hún trúir því að áhrifavaldar séu komnir til að vera og segir þá hafa upp á annað að bjóða en hefðbundnar auglýsingar. Meira »

Geislaði með kúlu í rauðu

í gær Vel sást í myndarlega óléttukúlu hertogaynjunnar í þröngum fjólubláum kjól sem hún klæddist í heimsókninni en Meghan er sögð hafa ljóstrað því upp að hún ætti von á sér í apríl. Meira »

Breytti ljótu húsi í fallegt heimili

í gær Skapari Grey's Anatomy reif niður hæð og framhliðina á húsinu sínu og finnst húsið nú fallegt þótt það hafi verið ljótt og eitthvað rangt við það í upphafi. Meira »

Hvítt og ljóst átti rauða dregilinn

í fyrradag Leikkonurnar voru ekki þær einu sem mættu í þessu litaþema á Critics Choice-verðlaunin þar sem einnig mátti sjá karlmenn í hvítum og ljósum jakkafötum. Meira »

Landaði hlutverki í tannkremsauglýsingu

14.1. Ágústa Eva Erlendsdóttir er ekki bara að leika í risaseríum fyrir HBO. Hún lék á dögunum í tannkremsauglýsingum sem sýndar eru í bandarísku sjónvarpi um þessar mundir. Meira »

Ásgeir Kolbeins selur 300 fm einbýli

14.1. Ásgeir Kolbeinsson og Bryndís Hera Gísladóttir hafa sett sitt glæsilega einbýli á sölu í Breiðholtinu.   Meira »

Hildur er með bleikt Barbie-eldhús

14.1. Hildur Gunnlaugsdóttir arkitekt fylgir hjartanu þegar kemur að því að gera fallegt í kringum sig. Hún er með stóran blómavegg í stofunni og bleikt eldhús. Meira »

Trylltar fréttir fyrir COS-aðdáendur

14.1. Verslunin COS opnar á Íslandi. Mun verslunin opna á Hafnartorgi - í húsinu við hlið H&M.;  Meira »

Svefninn bjargaði heilsunni

14.1. Jamie Oliver fann fyrir mikilli depurð í aðeins of langan tíma. Þegar hann breytti svefnvenjum sínum lagaðist ansi margt.   Meira »

Kostir þess að sofa nakinn

13.1. Það að sofa í guðsgallanum hefur ekki einungis jákvæð áhrif á kynlífið. Það eru ófáir kostir þess að lofta aðeins um að neðan á nóttunni. Meira »
Meira píla