Góð frí frá vinnu galdurinn að langlífi

Það er ekki nóg að fara í ræktina ef þú …
Það er ekki nóg að fara í ræktina ef þú ferð aldrei í almennileg frí. mbl.is/Thinkstockphotos

Lykillinn að langlífi er ekki endilega hreyfing og hollt mataræði en það kom í ljós á hjartasjúkdómaráðstefnu í München. Vísindamenn kynntu þar niðurstöður úr 40 ára langri rannsókn á 1.200 mönnum í viðskiptaheiminum sem áttu á hættu að veikjast af hjartasjúkdómum. 

Women's Health greinir frá því að á meðan helmingurinn fékk þau fyrirmæli að æfa, borða hollt, passa upp á þyngdina og hætta að reykja mátti hinn helmingurinn gera það sem hann vildi. Þvert á það sem margir hefðu ef til vill haldið voru mennirnir í fyrrnefndum hópi í meiri hættu á að deyja ungir. Líklegt er að ráðleggingarnar um hið heilbrigða líf hafi haft þveröfug áhrif á þátttakendurna og aukið stress. 

Það sem var kannski enn áhugaverðara en að þeir sem lifðu heilbrigðara lífi dóu yngri var að þeir sem tóku styttra frí frá vinnu eða minna en þrjár vikur á ári voru 37 prósent líklegri til þess að lifa styttra en hinir sem tóku sér lengri frí. 

„Í rannsókninni okkar unnu menn með styttri frí meira og sváfu minna en þeir sem tóku lengri frí,“ sagði Timo Strandberg, prófessor við Háskólann í Helsinki, og sagði meðal annars að fólk ætti ekki að halda að það gæti bætt upp fyrir mikla vinnu og fríleysi með því að lifa heilbrigðu lífi. 

Ef þú fórst ekki í sumarfrí í sumar er ekki of seint að skella sér upp í sveit eða hreinlega bóka flug út í heim þar sem enn skín sól. 

Allir hafa gott af því að skella sér í smá …
Allir hafa gott af því að skella sér í smá frí. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál