Heilu kynslóðirnar gætu þurrkast út

Í viðtalinu lýsir Wally P breyttum tíma þar sem hann ...
Í viðtalinu lýsir Wally P breyttum tíma þar sem hann lýsir yfir þeirri skoðun sinni að ef ekkert verður að gert þá munu heilu kynslóðirnar hverfa vegna ópíum faralds sem fer yfir Bandaríkin um þessar mundir. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Í Bandaríkjunum og víðar geisar ópíóðafaraldur sem mun hreinsa út heilu kynslóðirnar af ungu fólki ef ekkert verður að gert. Wally Paton er á leið til Íslands að kenna einfalda leið til að ná fólki úr fíkn, sem byggist á því að fara í gegnum 12 sporin á fjórum klukkustundum, líkt og upphafsmenn AA-samtakanna gerðu á fimmta áratug síðustu aldar. Batalíkur fíkla á þessum tíma voru á bilinu 50 - 70% að hans sögn. AA-samtökin í Bandaríkjunum gerðu rannsókn árið 2014 þar sem í ljós kom að batalíkur fíkla eru frá 14% upp í 22% eftir edrútíma. Úrtakið náði til AA-meðlima í Bandaríkjunum og Kanada.

Fjölmargir hafa fjallað um 12 sporin að undanförnu. Leikarinn Russell Brand er einn af þeim. Hann heldur því fram að flestir séu með fíkn; annaðhvort í áfengi, fíkniefni, tölvur, mat, ást eða samfélagsmiðla. Botnhegðun, sama gagnvart hvaða fíkn hún er ástunduð, lýsir sér vanalega í stjórnlausri sjálfskaðandi hegðun.

Wow. Number 1 on Amazon. (Link in profile) I mean it’s not Top Of The Pops but it’s a chart - get a program for your life for the price of a pack of fags. In fact 2 copies for the price of a pack of fags. Read one, use the other to light yer fags. #Addiction #MentalHealth #smoking #Recovery

A post shared by Russell Brand (@trewrussellbrand) on May 30, 2018 at 10:35am PDT

Paton ástundar sporin daglega og segist sjálfur vel tengdur alheimsorkunni.

„Ég hef verið í bata síðan árið 1988 og hef verið ötull í starfi mínu fyrir 12 spora samfélagið,“ segir hann. Paton hefur gefið út fjórar bækur sem hafa orðið mjög vinsælar. Frá árinu 1999 hefur hann haft umsjón með persónulegu gagnasafni dr. Bobs og Anne Smith í Akron, Ohio.  

Paton er upphafsmaður „Back to Basics“-fundanna, sem er endurgerð nýliðafunda frá árinu 1946. Yfir 700.000 manns hafa farið í gegnum sporin á þennan hátt.   

Heimsóknin til Íslands sú fyrsta

Paton er að koma í fyrsta sinn til landsins. Vinnustofur sem þessi hafa verið haldnar frá árinu 1995. „Ég hef varla tölu á hversu oft ég hef haldið slíkar vinnustofur. Ég hef fylgt yfir 100 þúsund manns á þennan hátt í gegnum sporin. Bill W. var aðalhöfundur AA-bókarinnar (The Big Book) en það var dr. Bob sem kenndi okkur hvernig við ættum að draga saman meginefni bókarinnar og nota það til að fara í gegnum sporin á þessum 3-4 klukkustundum. Það var með þessari skjótu leið sem þessi einstaki árangur náðist á sínum tíma.“

Markhópur vinnustofunnar eru þeir sem eru í bata frá fíkn eða þráhyggjuhegðun. „Þetta er fyrir þá sem eru að kljást við fíkn, fyrir þá sem eru aðstandendur fólks í fíkn, sérfræðinga á sviði fíknsjúkdóma sem vilja ná auknum árangri í starfi og fyrir þá sem hafa áhuga á að læra meira um bataferlið í gegnum 12 spora vinnu.“

Almenningur getur kynnst einfaldleika sporavinnu

Hvað getur almenningur lært af 12 spora kerfinu?

„Almenningur mun sjá á vinnustofunni hversu einfalt og aðgengilegt 12 spora kerfið er. Það verða miklar breytingar á fólki þegar það fer í gegnum sporin. Þessar breytingar verða sýnilegar á vinnustofunni.“

Ástæðu þess að Paton lagði þessa leið fyrir sig segir hann mega rekja til ársins 1989. „Í nóvember árið 1989 fór ég á fund sem byggðist á gömlu leiðinni í stofunni hjá dr. Bob og Anne Smith í Akron í Ohio. Á fundinum voru átta manns með fyrirlestur. Til að tala á fundinum þurftu frummælendur að eiga að baki 40 ára edrúmennsku.

Allir þeir sem töluðu höfðu haft dr. Bob sem sporaleiðbeinanda og höfðu tekið 12 sporin á einum degi. Þannig leiðbeindu þeir öðrum í gegnum sporin. Þetta vakti athygli mína. Ég ákvað að tileinka líf mitt því að rannsaka og miðla áfram þessari leið sem hafði virkað svona vel. Leiðirnar sem eru farnar í dag eru öðruvísi. Það hefur ýmislegt skolast til frá upphaflegu leiðinni.“

Boðberar út úr þessari vá fáir

Blaðamanni leikur forvitni á að vita hver tilgangur lífsins fyrir mann sem gefur allt sitt í bata annarra er að hans mati?

„Ég hef fundið tilgang lífsins byggðan á sex einföldum orðum sem komu frá dr. Bob: 

Treystu Guði

Taktu til 

Hjálpaðu öðrum

Á blaðsíðu 77 í AA-bókinni segir: Raunverulegur tilgangur okkar í þessu lífi er að ná að verða þannig að við getum þjónað Guði og fólkinu í kringum okkur.“

Paton nefnir sem dæmi ópíóðafaraldinn í Bandaríkjunum. „Ef ekkert verður að gert mun faraldurinn hreinsa í burtu heilu kynslóðirnar af ungu fólki í landinu. Þörfin er mikil og boðberar leiðarinnar út úr þessari vá eru fáir. Ég hef tekið mér stöðu og geri hvað ég get til að sporna gegn þessu. Faraldurinn má ekki vaxa og taka líf unga fólksins okkar.“

Hvað myndir þú segja við fíkil sem á erfitt með að ná bata?

„Það er setning sem ég heyri oft á fundum og ég trúi á. Hún hljóðar þannig að við erum eins veik og leyndarmál okkar eru mörg.“

Aðstandendur geta orðið hluti af batanum

Hvað með aðstandendur?

„Fíkn er fjölskyldusjúkdómur sem veldur miklu tjóni. Ég fullvissa aðstandendur um að 12 sporin veiti þeim lausn líka. Aðstandendur verða að vinna í sínum bata líka. C-in þrjú skipta máli fyrir aðstandendur. 

Þú ollir þessu ekki (You didn't cause it)

Þú getur ekki stjórnað þessu (You can't control it)

Þú getur ekki læknað þetta (You can't cure it)

Það er ekki aðstandendum að kenna þegar fíkill er flæktur í sjálfskaðandi hegðun. Þeir eru því aldrei orsakavaldar fíknarinnar. Eins hafa aðstandendur aldrei vald yfir sjálfskaðandi hegðun annarra. Fíkillinn hefur ekki einu sinni stjórn á sinni eigin hegðun, svo af hverju ætti sá sem stendur honum næst að halda að hann geti gert eitthvað sem fíkill getur ekki gert sjálfur. Þeir sem reyna að stjórna öðrum eru það sem sérfræðingar kalla meðvirkir. Slík hegðun felur m.a. í sér að setja velferð annarra framyfir sína eigin. 

Um leið og fíkill er kominn í fíkn getur hann ekki farið til baka. Það er til leið í bata en það er aldrei hægt að lækna fíkn. Aðstandendur verða að átta sig á þessu atriði og muna að þeir geta átt gott líf þótt náinn ættingi sé í fíkn. Sama hversu mikið við teljum að við getum gert til að aðstoða, þá getum við ekki læknað fíkn hjá öðrum. Hlutirnir þurfa ekki að fara á versta veg. Eins geta aðstandendur orðið hluti af bata fíkla. 

Þegar fjölskyldan samþykkir að fíkn sé ólæknandi sjúkdómur breytist viðhorfið. Í stað þess að reyna að bjarga deginum með því að bjarga fíklinum leyfir aðstandandinn sínum æðri mætti eða anda að leiða og veita. Útkoman verður þessi fallega innri ró, jafnvel í miðri óreiðu.“

Með sterka fyrirmynd

Hverjar eru þínar fyrirmyndir í lífinu?

„Til að geta skrifað bókina mína um „Back to Basics“ þurfti ég að taka viðtal við yfir 100 manns sem fengu bata sinn á fimmta áratug síðustu aldar og yfir 200 manns sem náðu bata á sjötta áratugnum. Í mínum huga er hver og einn af þessum aðilum hetja. Vegna þess að þeir gáfu bata sinn áfram til þeirra sem þurftu á því að halda. 

Ég ber sérstaka virðingu fyrir James H., sem veitti mér andlega leiðsögn á árunum 1996-2006. Hans edrúdagur var 12. desember 1934. Einum degi á eftir Bill W. og sex mánuðum áður en dr. Bob varð edrú. Hann sótti fundi með Bill W. á fjórða áratugnum og var viðstaddur þegar stóra AA-bókin var skrifuð. Hann kynntist upphaflega efninu sem fór seinna í bókina og hvernig prógrammið fór raunverulega fram í upphafi. 

James H. var níræður þegar ég hitti hann fyrst árið 1996. Við ferðuðumst saman í tíu ár áður en hann lést 2006, þá 100 ára. Hann hafði þá verið 71 ár í bata. Áhrif hans á mig voru svo mikil að ég skrifaði bók til honum til heiðurs: „How to Listen to God“. „Back to Basics“-bókin hefði aldrei orðið eins vinsæl og raun ber vitni án hans stuðnings.“

Hvað stendur upp úr tengt þinni vinnu?

„Sem hluti af upprunalegu bataleiðinni lærði ég að ástunda ellefta sporið eins og það var gert á fjórða og fimmta áratugnum. Með því að taka „rólega stund“ um morguninn þar sem ég hlusta á þá andlegu leiðsögn sem býr innra með mér og skrifa niður hjá mér það sem ég fæ til mín.“

Sagan af Kathy

„Eitt vetrarkvöld árið 2002, þegar ég var að koma af fundi, heyrði ég rödd innra með mér segja mér að hringja í Kathy. Ég var ekki viss hvaða Kathy þetta var. Ég fékk ekki beint svar við því. En eftir að ég hafði tekið mér stund datt mér í hug að hringja í Kathy sem bjó á þeim tíma í Ohio. Ég hafði aldrei hitt hana en ég hafði heyrt í henni í síma nokkrum mánuðum áður vegna frænda hennar, Moses Yoders, sem var fyrsti „amish“-maðurinn í AA-samtökunum. 

Klukkan var eitt að nóttu í Ohio á þessum tíma. Ég bað bænirnar og hringdi svo í hana. Kathy svaraði í símann og gargaði á mig reið og spurði mig hvernig ég vogaði mér að hringja í hana á þessum tíma. Ég sagði henni að mig langaði bara að heyra í henni hljóðið og segja hæ. Hún sagði mig meira fíflið að hringja á þessum tíma, hún væri búin að taka öryggið af byssunni sinni. Tilbúin að kveðja þennan heim. Ég áttaði mig skyndilega á því að hún ætlaði að svipta sig lífi. Það sem eftir lifði samtalsins dró ég mig í hlé og leyfði Guði að komast að. Til að gera langa sögu stutta þá hitti ég hana sex mánuðum síðar þegar ég var með vinnustofu í Ohio. Hún sat á fremsta bekk. Hún þakkaði mér fyrir að bjarga lífi sínu. Ég felldi gleðitár. Við vissum bæði að þarna var æðri máttur að verki, sá hinn sami og hafði leitt mig inn í stofuna hjá dr. Bob og Anne Smith í nóvember árið 1989.“

Paton segir að það sé ekkert eins spennandi og gefandi og að leiða fólk í gegnum sporin eins og upphafsmenn 12 spora samtakanna gerðu það. „Mörgum mannslífum hefur verið bjargað og ef Guð lofar mun alvaldur leyfa mér að leiða fleira fólk til betra lífs á komandi árum.“

Wally Paton heldur vinnustofu á Grand Hótel 14. og 15. ...
Wally Paton heldur vinnustofu á Grand Hótel 14. og 15. september. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Kúa-mynstur nýjasta tískan?

Í gær, 22:15 Samfélagsmiðlastjarnan Kylie Jenner spókaði sig á snekkju í glæsilegum sundbol með kúa-mynstri. Ætli kúa-mynstur verði í tísku í sumar? Meira »

Karl Lagerfeld fjarverandi í fyrsta skipti

Í gær, 19:00 Tilkynning kom frá tískuhúsinu eftir sýninguna um að listræni stjórnandinn hafi verið of þreyttur til að koma á sýninguna. Fyrir hans hönd mætti Virginie Viard, yfirmaður listrænnar deildar Chanel. Meira »

Guðrún Bergmann: Besta heilsuráð ársins

Í gær, 16:11 „Þótt margir vilji temja sér heilsusamlegan lífsstíl, vita þeir oft ekki hvar á að byrja, né hvaða tískutrendi þeir eiga að fylgja þegar kemur að mataræði. Mörgum finnst erfiðara að ákveða hvað skal borða en að fylla út skattaskýrsluna. Næringarfræðin getur stundum verið flókið mál, en ef þú vilt einfalda hlutina og gera valið sérlega einfalt.“ Meira »

Ljótustu gallabuxurnar í dag?

Í gær, 13:09 Fyrirsætan í umdeildum gallabuxum lítur út fyrir að hafa klætt sig í myrkri enda líta buxurnar út fyrir að vera á röngunni.   Meira »

Hví er símnotkun fyrir svefninn hættuleg?

Í gær, 10:00 Læknirinn Rangan Chatterjee segir að símanotkun fyrir háttinn sé mjög hættuleg því tæki sem gefi frá sér bláa birtu tempri hormónið melatónín. Meira »

Hannes og Halla keyptu hús í Fossvogi

Í gær, 05:00 Hannes Þór Halldórsson landsliðsmaður í fótbolta og Halla Jónsdóttir festu kaup á raðhúsi í Ljósalandi í Reykjavík.   Meira »

Pör sem eru líklegri til að skilja

í fyrradag Ákveðin vandamál hjálpa ekki þegar reyna fer á sambönd. Betra er að takast á við hlutina strax en að sópa þeim undir teppið. Meira »

Ofurparið selur sex herbergja útsýnisíbúð

í fyrradag Ofurparið Karitas María Lárusdóttir og Gylfi Einarsson hafa sett sína huggulegu 180 fm íbúð í Kópavogi á sölu.   Meira »

Getur fólk á ketó farið á þorrablót?

í fyrradag Er þorramatur hollur? Geta þeir sem eru á ketó gúffað í sig mat á þorrablótum? Gunnar Már Sigfússon, einkaþjálfari og höfundur bókarinnar Ketó hormónalausnin, segir að þeir sem eru á ketó geti fundið mat við sitt hæfi. Meira »

Íslensk fyrirsæta átti sviðið hjá Kenzo

í fyrradag Kristín Lilja Sigurðardóttir gekk tískupallinn fyrir franska tískuhúsið Kenzo ásamt ofurfyrirsætunni Winnie Harlow.   Meira »

Heimili Sölva er eins og leikvöllur

í fyrradag Sölvi Tryggvason á töluvert öðruvísi heimili en fólk almennt. Hann leggur mikið upp úr því að hann geti hreyft sig á heimilinu. Meira »

Hvað felst í norræna kúrnum?

í fyrradag Föstur, ketó, Miðjarðarhafsmataræðið, steinaldarmataræðið og hvað það nú heitir, listinn er endalaus. Norræna mataræðið komst í fréttir á síðasta ári og gott að kynna sér hvað felst í því nú þegar allir ætla að verða besta útgáfan af sjálfum sér. Meira »

Svona æfir frú Bieber

20.1. Hailey Baldwin sýndi hvernig hún æfir en það er víst ekki nóg fyrir fyrirsætur að vera háar og grannar þær þurfa líka að vera með vöðva. Meira »

Hvenær verður fólk fullorðið?

20.1. Fólk verður fullorðið 18 ára samkvæmt lögum en fæstum líður þó þannig, nema ef barn er í spilunum.   Meira »

Þunnar sokkabuxur aftur í móð

20.1. Ef marka má nýjustu herferð tískumerkisins Saint Laurent verða þunnar sokkabuxur í anda áttunda áratugarins vinsælar í sumar. Meira »

Er alltaf allt í drasli hjá þér?

20.1. Ertu búin/n að gefast upp á öllu draslinu og nærðu ekki utan um tiltektina? Ef svo er þá er þetta það sem vantar í líf þitt! Meira »

Mætir klukkan 04:30 í ræktina

20.1. Mel B ætlar að vera í góðu formi á tónleikum Kryddpíanna í sumar. Hún vaknar um miðja nótt til þess að mæta æfingu ef það er það sem þarf til. Meira »

Þór lærði tantra hjá jógamunkum

20.1. Þór Jóhannesson er einn vinsælasti jógakennarinn um þessar mundir. Hann er að fara af stað með námskeið í World Class á nýju ári þar sem hann kennir fólki að ná jafnvægi á hvolfi. Meira »

Ástæður þess að fólk hendir ekki drasli

19.1. Það er fátt vinsælla núna en að endurskipuleggja líf sitt eftir aðferðum Marie Kondo. Það getur þó reynst erfitt að einfalda lífið þegar heimilið er fullt af óþarfa hlutum sem enginn tímir að henda. Meira »

Karlmenn lýsa ótrúlegum fullnægingum

19.1. Einn maður fékk svo rosalega fullnægingu að hann var ófær um gang næstu 20 mínúturnar. Var kannski besta fullnægingin þín fyrir 20 árum? Meira »

Toppurinn sem tryllir allt

19.1. Gífurlegur aukinn áhugi á stuttum öðruvísi toppklippingum gefur í skyn að toppatískan verði í anda Berglind Festival í ár.   Meira »