Stofnandi Yoga Journal til Íslands

Judith Lasater er stofnandi Yoga Journal.
Judith Lasater er stofnandi Yoga Journal.

Judith Lasater, stofnandi Yoga Journal-tímaritsins, er á leið til Íslands og mun kenna á námskeiði hjá Ljósheimum. Sólbjört Guðmundsdóttir segir að jóga sé fyrir alla. 

Margir halda að þeir þurfi að vera ofur liðugir til að iðka jóga. Í Ljósheimum er það okkar sýn að jóga snúist ekki um hvað við getum í dag heldur hvert við stefnum. Hjá okkur er einstaklingsmiðuð kennsla, sem talar einmitt til þess að við gerum mismikið af því að við getum mismikið. Við mætum hverjum nemanda á þeim stað sem hann er staddur. Við bjóðum upp á hatha-jóga í anda BKS Iyengar, sem var annar af stærstu jógameisturum síðustu aldar. Þar er lögð áhersla á nákvæmni í stöðum og góða líkamsbeitingu,“ segir Sólbjört Guðmundsdóttir, stofnandi Ljósheima.

Hún segir að þau noti hjálpartæki eins og kubba, belti, stól og teppi til að komast í bestu útgáfu af stöðunum sem miðast við núverandi getu. „Iyengar var brautryðjandi í notkun hjálpartækja í jóga og notaði ýmsa hluti úr nærumhverfinu til að hjálpa nemendum í stöður. Eitt það sniðugasta var þegar honum datt í hug að festa bönd í króka á vegg til að veita stuðning. Þessi hugmynd þróaðist svo út í jógavegginn, sem gefur kost á ýmsum útfærslum á stöðum sem hefði verið erfiðara að ná án aðstoðar,“ segir hún.

Ljósheimar eru eina jógastöðin sem býður upp á „restorative“ jóga, en það er hluti af Iyengar-jógakerfinu þar sem áherslan er á slökun í ákveðnum stöðum. „Restorative jóga er frábrugðið öðru jóga að því leyti að þar eru ekki teygjur heldur er líkamanum komið fyrir í stöðu með stuðningi sem gerir honum kleift að losa um spennu sem myndast við endurtekna óheppilega beitingu, slæm hreyfimynstur og andlegt álag. Í restorative jóga eru alltaf tveir kennarar og hver nemandi fær því ríka athygli kennara og aðstoð við að ná djúpri slökun.“

Sólbjört segir að áherslan hjá þeim sé að bjóða fólki upp á iðkun þar sem fólk getur farið á sínum hraða.

„Það geta allir iðkað jóga í Ljósheimum.

Við erum svo lánsöm að vera í nánu sambandi við erlenda jógakennara sem lærðu sjálfir í áratugi hjá BKS Iyengar. Þekktust þeirra er líklega restorative-drottningin og stofnandi Yoga Journal-tímaritsins, Judith Lasater, en hún hefur gefið út fjölda bóka um jóga og er leiðandi í kennslu á restorative jóga um allan heim. Judith kemur einmitt til landsins í lok september og heldur þriggja daga námskeið í Ljósheimum. Það er gaman frá því að segja að með henni koma átta aðstoðarkennarar þannig að allir þátttakendur fá næga athygli.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál