Hefur aldrei verið í betra formi en núna

Dóri DNA, grínisti, rithöfundur og leikari hefur tekið stakkaskiptum á undanförnum árum þegar kemur að útliti og heilsu. Hann hefur prófað ýmislegt á undanförnum tveimur árum en segir að hreyfing sé undirstaða þess að honum líði vel. Hann ætlar að henda sér í nýjan kúr í haust og losa sig við átta kg til að verða sætur og „slim“ eins og hann segir sjálfur. Hann vill passa í tvenn jakkaföt sem hann á inni í fataskáp. 

Hvernig fórstu að því að grennast á sínum tíma? „Fyrir tveimur árum höfðum við konan mín ferðast í nokkur skipti til útlanda yfir sumarið og haft það aðeins of gott fyrir minn smekk. Mig langaði að refsa mér fyrir þetta tímabil og ákvað því að prófa ketó kúrinn. Ég gerði það í tvo og hálfan mánuð og þá byrjuðu hjólin að snúast hjá mér.“

Ketó virkaði greinilega fyrir Dóra DNA sem missti ein 14 kg á tveimur mánuðum. „Ketó virkar, það er ekki spurning, en fyrir minn smekk er kúrinn góður til að núllstilla líkamann og ná mér niður í ákveðna þyngd. Mér finnst hins vegar ekki ganga til lengdar að vera á sér kúr sem er svona strangur þegar þú vilt tilheyra í fimm manna fjölskyldu. Þess vegna hef ég verið að stunda tímabundnar föstur.“

Hvernig tímabundnar föstur virka best fyrir þig?

„Fyrir mig virkar best að vera á 18/6 föstunni. Þar sem ég borða ekkert í átján stundir á dag og borða síðan í sex stundir vanalega upp úr hádegi. Ég reyni að borða ekki eftir átta á kvöldin.“

Hreyfing skiptir miklu máli

Dóri DNA hefur mikla trú á hreyfingu bæði fyrir líkama og sál. „Ég hef verið duglegur í hnefaleikum að undanförnu, þar sem maður brennir mikilli orku. Ég stunda einnig æfingar og hlaup. Er byrjaður í kraftlyftingum sem ég hef verið að stunda í eitt ár núna. Ég hef verið að bæta á mig massa en ekki kílóum. Ég er kannski ekki sterkasti maðurinn á landinu, en ég tek 200 kg í hnébeygju og réttstöðulyftu og er bara ánægður með að ná því.“

Hvað getur þú sagt mér um Ketó? ,,Í ketó tekur þú út sykur og sterkju. Þú verður að borða mikið af fitu, annars færðu höfuðverk. Ég mæli með að fólk fari alveg í fráhald á sykri fyrstu dagana til að líkaminn byrji að „ketóa“. Þetta mataræði er fínt fyrir hlaupara og boxara en það vantar sprengikraftinn í mataræðinu fyrir kraftlyftingarnar.

Þú getur fitnað á ketó

Hvað ber að varast á þessu mataræði? ,,Þú verður að kynna þér mataræðið vel og mæli ég með „Reddit“ eða öðrum góðum síðum í slíkt. Þú getur alveg fitnað á ketó, ef þú telur ekki kaloríurnar og dettur í hnetusmjörið. Það er ótrúlega margt að varast en þetta mataræði hentaði mér vel. Það má borða osta, kjöt, egg og beikon og þetta er allt matur fyrir mann eins og mig. Eins verður þú að vera skynsamur þegar kemur að áfengi. Það passar ekki inn í ketó. Dóri útskýrir að diskurinn hans í ketó hafi samanstaðið af annarsvegar eggjum og beikoni sem er klassískur ketó matur og hins vegar nautakjöti, bernais-sósu og gúrku. „Mér finnst reyndar alveg galið þegar fólk er dottið í að reyna að baka sér eitthvað í ketó, þá er maður að daðra við eitthvað sem kúrinn ekki er. Hins vegar eru ótrúlega margir góðir í ketó og því margir sem vísa veginn og hægt er að lesa sér til um það.“

Kjötkúrinn í haust

Í haust ætlar Dóri að ráðast á það sem eftir er á bumbunni eins og hann útskýrir sjálfur. „Já, mig langar að tóna mig betur niður og láta glitta betur í þessa fallegu stóru vöðva sem ég er að byggja upp í kraftlyftingunum. Ég er ennþá alveg töluvert stór maður þó að ég sé við góða heilsu og líti mjög vel út. Mig langar að ráðast á það sem eftir er á bumbunni. En þessi kúr verður einskonar fegrunaraðgerð, þar sem ég ætla að taka einn mánuð í bara kjötát. Ég tek þá „carnivore“ kúrinn, en sleppi morgunmat og tek góða steik í hádeginu og á kvöldin. Það verður bara nóg af kjöti á diskinum mínum og svo einhver góð mæjonessósa. Síðan eftir kjötkúrinn ætla ég að taka föstu sem verður 20/4, þar sem ég fasta í 20 tíma og borða í fjóra tíma. Góður árangur af þessu verður að ég mun passa betur í tvenn glæsileg jakkaföt sem ég á inni í skáp og verð vonandi um 8 kg léttari að þyngd.“

Dóri er ánægður með sig eins og hann er. „En ég hef gaman af því að prófa mig áfram og reyna á mig. Eins gaman og ég hef af því að borða góðan mat líka.“

Vill ekki prumpa mikið

Hver er góður mælikvarði á rétt mataræði fyrir þig hverju sinni?

„Ég er með góða þumalfingursreglu og hún er sú að þegar ég prumpa mikið er ég ekki að borða rétt.“

Hvert er besta formið þitt til þessa?

„Ætli það sé ekki bara núna. Í fyrra tók ég þátt í maraþoninu og var léttari á mér og voða sætur. En í dag hef ég aldrei verið sterkari og myndi því segja að það væri mitt besta form til þessa.“

Kúnstin á bak við að líta vel út og að vera í góðu formi að mati Dóra er að hreyfa sig. „Enda geta góðir íþróttamenn borðar ótrúlegt magn af mat án þess að fitna. Mér finnst ég sofa betur og hvíla betur í mér ef ég er duglegur að æfa. Þá vakna ég hress og er alltaf í stuði.“

Svona ætti ekki að bjóða í brúðkaup

06:00 „Svo ef þú vilt mæta byrjaðu að spara núna!“ stendur á umdeildu boðskortinu. Fólki er bent á að taka sér tveggja vikna frí ef það ætlar sér að mæta í brúðkaupið. Meira »

Stjörnumerkin um kynlífsárið 2019

Í gær, 23:30 Hrútar ættu að taka meiri áhættu á árinu og meyjur eiga eftir að stunda mikið kynlíf árið 2019. Hvað segir stjörnumerkið um þig? Meira »

Konur í hárugum janúar

Í gær, 21:00 Konur víða um heim hafa birt myndir af líkamshárum sínum á Instagram undir myllumerkinu Januhairy, ætlast er til af samfélaginu að konur fjarlægi líkamshár sín. Meira »

Eitt heitasta merkið í bransanum í dag

Í gær, 19:00 Brock Collection er vörumerki sem vert er að fylgjast með. Stjörnur á borð við Alicia Vikander, Zoe Saldana og Emily Ratajkowski fá ekki nóg. Meira »

Ertu ljón, höfrungur, björn eða úlfur?

Í gær, 16:00 Hvernig er líkamsklukkan þín? Tilheyrir þú hópi ljóna, höfrunga, bjarna eða úlfa? Það hentar ekki öllum að mæta í vinnu klukkan níu og borða kvöldmat klukkan sex. Meira »

Eru áhrifavaldar komnir til að vera?

Í gær, 13:20 Andrea Guðmundsdóttir býr í Hong Kong þar sem hún rannsakar áhrifavalda. Hún trúir því að áhrifavaldar séu komnir til að vera og segir þá hafa upp á annað að bjóða en hefðbundnar auglýsingar. Meira »

Geislaði með kúlu í rauðu

Í gær, 10:00 Vel sást í myndarlega óléttukúlu hertogaynjunnar í þröngum fjólubláum kjól sem hún klæddist í heimsókninni en Meghan er sögð hafa ljóstrað því upp að hún ætti von á sér í apríl. Meira »

Breytti ljótu húsi í fallegt heimili

í gær Skapari Grey's Anatomy reif niður hæð og framhliðina á húsinu sínu og finnst húsið nú fallegt þótt það hafi verið ljótt og eitthvað rangt við það í upphafi. Meira »

Hvítt og ljóst átti rauða dregilinn

í fyrradag Leikkonurnar voru ekki þær einu sem mættu í þessu litaþema á Critics Choice-verðlaunin þar sem einnig mátti sjá karlmenn í hvítum og ljósum jakkafötum. Meira »

Landaði hlutverki í tannkremsauglýsingu

í fyrradag Ágústa Eva Erlendsdóttir er ekki bara að leika í risaseríum fyrir HBO. Hún lék á dögunum í tannkremsauglýsingum sem sýndar eru í bandarísku sjónvarpi um þessar mundir. Meira »

Ásgeir Kolbeins selur 300 fm einbýli

í fyrradag Ásgeir Kolbeinsson og Bryndís Hera Gísladóttir hafa sett sitt glæsilega einbýli á sölu í Breiðholtinu.   Meira »

Hildur er með bleikt Barbie-eldhús

í fyrradag Hildur Gunnlaugsdóttir arkitekt fylgir hjartanu þegar kemur að því að gera fallegt í kringum sig. Hún er með stóran blómavegg í stofunni og bleikt eldhús. Meira »

Trylltar fréttir fyrir COS-aðdáendur

í fyrradag Verslunin COS opnar á Íslandi. Mun verslunin opna á Hafnartorgi - í húsinu við hlið H&M.;  Meira »

Svefninn bjargaði heilsunni

í fyrradag Jamie Oliver fann fyrir mikilli depurð í aðeins of langan tíma. Þegar hann breytti svefnvenjum sínum lagaðist ansi margt.   Meira »

Kostir þess að sofa nakinn

13.1. Það að sofa í guðsgallanum hefur ekki einungis jákvæð áhrif á kynlífið. Það eru ófáir kostir þess að lofta aðeins um að neðan á nóttunni. Meira »

Yndislegur en með litla kynhvöt

13.1. „Við elskum hvort annað mjög mikið en stundum bara kynlíf einu sinni í mánuði eða svo. Hann segist bara hafa litla kynhvöt.“  Meira »

Hvers vegna þurfum við vítamín?

13.1. „Margir halda því fram að þeir fái öll næringarefni sem þeir þurfa úr fæðunni. Því miður er fæðan í dag almennt mjög rýr af næringarefnum, m.a. vegna margra ára notkunar á tilbúnum áburði sem hefur rýrt jarðveginn af steinefnum.“ Meira »

Jakob og Birna Rún skemmtu sér

13.1. Jakob Frímann Magnússon og Birna Rún Gísladóttir létu sig ekki vanta þegar sýningin Líffærin var opnuð í Ásmundarsal.   Meira »

Svona ætti ekki að innrétta í febrúar

13.1. Burt með stráin og nýja lampann með beru ljósaperunni. Sérfræðingar eru víst komnir með nóg af gylltum nýtískuhnífapörum.   Meira »

Svona hættir Robbie Williams að reykja

13.1. Robbie Williams segir ekki auðvelt að hætta að reykja en hann er byrjaður að líta til þess að róa hugann í nikótínfráhvörfunum. Meira »

Einfaldar leiðir í átt að meiri sjálfsást

12.1. Greinin fjallar um 45 lítil atriði sem hægt er að setja inn í lífið til að upplifa meiri vellíðan. Þetta eru atriði sem hafa áhrif á huga, líkama og sál. Meira »