Hefur aldrei verið í betra formi en núna

Dóri DNA, grínisti, rithöfundur og leikari hefur tekið stakkaskiptum á undanförnum árum þegar kemur að útliti og heilsu. Hann hefur prófað ýmislegt á undanförnum tveimur árum en segir að hreyfing sé undirstaða þess að honum líði vel. Hann ætlar að henda sér í nýjan kúr í haust og losa sig við átta kg til að verða sætur og „slim“ eins og hann segir sjálfur. Hann vill passa í tvenn jakkaföt sem hann á inni í fataskáp. 

Hvernig fórstu að því að grennast á sínum tíma? „Fyrir tveimur árum höfðum við konan mín ferðast í nokkur skipti til útlanda yfir sumarið og haft það aðeins of gott fyrir minn smekk. Mig langaði að refsa mér fyrir þetta tímabil og ákvað því að prófa ketó kúrinn. Ég gerði það í tvo og hálfan mánuð og þá byrjuðu hjólin að snúast hjá mér.“

Ketó virkaði greinilega fyrir Dóra DNA sem missti ein 14 kg á tveimur mánuðum. „Ketó virkar, það er ekki spurning, en fyrir minn smekk er kúrinn góður til að núllstilla líkamann og ná mér niður í ákveðna þyngd. Mér finnst hins vegar ekki ganga til lengdar að vera á sér kúr sem er svona strangur þegar þú vilt tilheyra í fimm manna fjölskyldu. Þess vegna hef ég verið að stunda tímabundnar föstur.“

Hvernig tímabundnar föstur virka best fyrir þig?

„Fyrir mig virkar best að vera á 18/6 föstunni. Þar sem ég borða ekkert í átján stundir á dag og borða síðan í sex stundir vanalega upp úr hádegi. Ég reyni að borða ekki eftir átta á kvöldin.“

Hreyfing skiptir miklu máli

Dóri DNA hefur mikla trú á hreyfingu bæði fyrir líkama og sál. „Ég hef verið duglegur í hnefaleikum að undanförnu, þar sem maður brennir mikilli orku. Ég stunda einnig æfingar og hlaup. Er byrjaður í kraftlyftingum sem ég hef verið að stunda í eitt ár núna. Ég hef verið að bæta á mig massa en ekki kílóum. Ég er kannski ekki sterkasti maðurinn á landinu, en ég tek 200 kg í hnébeygju og réttstöðulyftu og er bara ánægður með að ná því.“

Hvað getur þú sagt mér um Ketó? ,,Í ketó tekur þú út sykur og sterkju. Þú verður að borða mikið af fitu, annars færðu höfuðverk. Ég mæli með að fólk fari alveg í fráhald á sykri fyrstu dagana til að líkaminn byrji að „ketóa“. Þetta mataræði er fínt fyrir hlaupara og boxara en það vantar sprengikraftinn í mataræðinu fyrir kraftlyftingarnar.

Þú getur fitnað á ketó

Hvað ber að varast á þessu mataræði? ,,Þú verður að kynna þér mataræðið vel og mæli ég með „Reddit“ eða öðrum góðum síðum í slíkt. Þú getur alveg fitnað á ketó, ef þú telur ekki kaloríurnar og dettur í hnetusmjörið. Það er ótrúlega margt að varast en þetta mataræði hentaði mér vel. Það má borða osta, kjöt, egg og beikon og þetta er allt matur fyrir mann eins og mig. Eins verður þú að vera skynsamur þegar kemur að áfengi. Það passar ekki inn í ketó. Dóri útskýrir að diskurinn hans í ketó hafi samanstaðið af annarsvegar eggjum og beikoni sem er klassískur ketó matur og hins vegar nautakjöti, bernais-sósu og gúrku. „Mér finnst reyndar alveg galið þegar fólk er dottið í að reyna að baka sér eitthvað í ketó, þá er maður að daðra við eitthvað sem kúrinn ekki er. Hins vegar eru ótrúlega margir góðir í ketó og því margir sem vísa veginn og hægt er að lesa sér til um það.“

Kjötkúrinn í haust

Í haust ætlar Dóri að ráðast á það sem eftir er á bumbunni eins og hann útskýrir sjálfur. „Já, mig langar að tóna mig betur niður og láta glitta betur í þessa fallegu stóru vöðva sem ég er að byggja upp í kraftlyftingunum. Ég er ennþá alveg töluvert stór maður þó að ég sé við góða heilsu og líti mjög vel út. Mig langar að ráðast á það sem eftir er á bumbunni. En þessi kúr verður einskonar fegrunaraðgerð, þar sem ég ætla að taka einn mánuð í bara kjötát. Ég tek þá „carnivore“ kúrinn, en sleppi morgunmat og tek góða steik í hádeginu og á kvöldin. Það verður bara nóg af kjöti á diskinum mínum og svo einhver góð mæjonessósa. Síðan eftir kjötkúrinn ætla ég að taka föstu sem verður 20/4, þar sem ég fasta í 20 tíma og borða í fjóra tíma. Góður árangur af þessu verður að ég mun passa betur í tvenn glæsileg jakkaföt sem ég á inni í skáp og verð vonandi um 8 kg léttari að þyngd.“

Dóri er ánægður með sig eins og hann er. „En ég hef gaman af því að prófa mig áfram og reyna á mig. Eins gaman og ég hef af því að borða góðan mat líka.“

Vill ekki prumpa mikið

Hver er góður mælikvarði á rétt mataræði fyrir þig hverju sinni?

„Ég er með góða þumalfingursreglu og hún er sú að þegar ég prumpa mikið er ég ekki að borða rétt.“

Hvert er besta formið þitt til þessa?

„Ætli það sé ekki bara núna. Í fyrra tók ég þátt í maraþoninu og var léttari á mér og voða sætur. En í dag hef ég aldrei verið sterkari og myndi því segja að það væri mitt besta form til þessa.“

Kúnstin á bak við að líta vel út og að vera í góðu formi að mati Dóra er að hreyfa sig. „Enda geta góðir íþróttamenn borðar ótrúlegt magn af mat án þess að fitna. Mér finnst ég sofa betur og hvíla betur í mér ef ég er duglegur að æfa. Þá vakna ég hress og er alltaf í stuði.“

Simbi framfleytti sér með glæpum

21:00 Sigmundur Geir Helgason, Simbi, væri líklega ekki á lífi í dag ef hann hefði ekki komist í meðferð í Hlaðgerðarkoti fyrir tæpu einu og hálfu ári. Hann framfleytti sér með glæpum um árabil. Meira »

Fóru í hjónabandsráðgjöf

18:00 Michelle Obama segir að hún og Barack Obama vinni í sambandi sínu og það sé eðlilegt að vilja fara frá maka sínum.   Meira »

Sagan hennar Sunnu Elvíru

13:45 Sunna Elvíra Þorkelsdóttir komst í fréttir í byrjun árs þegar hún féll á milli hæða á heimili sínu á Spáni 19. janúar. Hún lamaðist í slysinu og mun aldrei geta gengið aftur. Meira »

Gjörbreytti borðstofunni fyrir 40.000

12:27 Inga Rut Pétursdóttir fékk alveg nýja borðstofu fyrir 40.000 krónur. Hún málaði í litnum Djúpur sem er litur úr litakorti Sæju hjá Slippfélaginu. Meira »

83 milljóna útsýnisíbúð í Garðabæ

09:00 Við Löngulínu í Garðabæ stendur ákaflega falleg 138 fm íbúð á besta stað við sjóinn. Íbúðin er smekklega innréttuð.   Meira »

Komst yfir sjálfsvígshuganirnar

06:00 Bill Lokey segir frá reynslu sinni þegar hann var við það að taka eigið líf. Hann segir að það sé hægt að komast yfir þá reynslu. Meira »

Vill líta út eins og lifandi kynlífsdúkka

í gær Transkonan Ivana er búin að fara í 20 fegrunaraðgerðir til þess að líta út eins og lifandi kynlífsdúkka. Ivana sem er 26 ára er sögð hafa eytt um 87 þúsundum punda í aðgerðirnar eða rúmlega 13 milljónum íslenskra króna. Meira »

Einfaldar leiðir til að auka tekjurnar

í gær „Margir eru í þeim sporum að geta ekki aukið tekjurnar á núverandi vinnustað. Þar geta legið ýmsar ástæður að baki. Ein gæti verið sú að fyrirtækið hefur ekki bolmagn til að greiða hærri laun en þú sættir þig við núverandi launakjör í von um að bráðum komi betri tíð,“ segir Edda. Meira »

Svona æfði Jenner fyrir sýningu Victoria's Secret

í gær Ofurfyrirsætan Kendall Jenner segist hafa æft vel og passað mataræðið áður en hún steig á svið fyrir Victoria's Secret.   Meira »

Gilda íslensk hjúskaparlög erlendis?

í gær Ég er með spurningu sem varðar riftun hjónabands sem stofnað er til í öðru landi. Getur einstaklingur sem stofnaði til hjúskapar í öðru landi rekið skilnaðarmál á Íslandi? Málsaðstæður eru þær að viðkomandi vill ljúka hjúskap en makinn í heimalandi ekki. Meira »

Ástarsorgin dró hana í Kópavog

í gær Kamilla Einarsdóttir hefur skrifað sögur alla sína ævi en langaði ekki að gefa neitt út. Eftir að bókaútgáfa sýndi verkum hennar áhuga og bauðst til að gefa bók hennar út varð til bókin Kópavogskronika. Meira »

Sjö stig tilfinninga fólks í ástarsorg

í gær Sorg er ekki það fyrsta sem einkennir tilfinningar fólks sem er nýhætt í sambandi. Afneitun og reiði kemur á undan.   Meira »

Afmælisstuð í hámarki hjá Spektra

í fyrradag Ráðgjafafyrirtækið Spektra ehf. hélt upp á 5 ára afmælið sitt á dögunum og af því tilefni bauð fyrirtækið í afmælispartí í húsakynnum sínum að Laugavegi 178. Meira »

Gerðu trúboðastellinguna betri

11.11. Trúboðastellingin þarf ekki að vera leiðinleg og ætti í rauninni að vera reglulega á matseðlinum en fólk ætti ef til vill að kunna að bragðbæta hana. Meira »

Ódýrir hlutir sem gjörbreyta baðherberginu

11.11. Þegar baðherbergið er fallegt er skemmtilegra að tannbursta sig og gera aðra hluti. Það þarf ekki að gera baðherbergið fokhelt og leggja marmara á það allt til þess að gera það fallegt. Meira »

Nýjasta tískan í naglalökkum

11.11. Í vetur er flott að vera með neglur sem eru svipaðar húðlit handanna. Neglur og varir eru þá ekki í sama lit. Þetta útlit minnir á sjöunda áratug síðustu aldar. Þegar hendurnar áttu að vera hreinlegar og fínar. Með þessu útliti ber meira á hringum og fylgihlutum. Meira »

Skemmtilega innréttað í Garðabæ

11.11. Við Bjarkarás í Garðabæ stendur 143 fm íbúð sem innréttuð er á heillandi hátt. Flauelshúsgögn, stór listaverk og grófur viður er áberandi. Meira »

Sagðist ekki passa í kjóla frá Beckham

11.11. Meghan hertogaynja er mjög meðvituð um kosti og galla líkama síns. Í gömlu viðtalið segist Meghan vera með of stuttan búk til þess að klæðast kjólum frá Victoriu Beckham. Meira »

Leiddist hræðilega 11 ára í Noregi

11.11. „Ég bjó í Noregi þegar ég var 11 ára eða í hálft ár í smábæ í Noregi þegar mamma mín var í námi. Hún var að læra textíl og ég þurfti að druslast með.“ Meira »

Er þetta ástæðan fyrir aukakílóunum?

10.11. Fólk fitnar ekki bara af því það kaupir alltaf kvöldmat í lúgusjoppu. Það má einnig kenna hormónaójafnvægi um það að fólk bæti á sig þrátt fyrir að það hámi í sig ávexti og hamist í ræktinni. Meira »

Hversu margar konur fá fullnægingu?

10.11. Karlar fá mun oftar fullnægingu í kynlífi en gagnkynhneigðar konur. Samkynhneigðar konur stunda besta kynlífið ef fullnæging er markmiðið. Meira »