Ég átti alltaf í baráttu við aukakílóin

Sindri Aron Viktorsson læknir.
Sindri Aron Viktorsson læknir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sindri Aron Viktorsson læknir hefur náð ótrúlegum árangri með heilsuna og ræðir við blaðamann um leiðina sem virkaði fyrir hann, lífið og ástina.

Sindri er um þessar mundir í sérnámi í skurðlækningum við Dartmouth spítala í New Hampsire, Bandaríkjunum. Sindri er giftur Hönnu Kristínu Skaftadóttur. Lífið leikur við þau hjónin í Bandaríkjunum. En þannig hafa hlutirnir ekki alltaf verið fyrir Sindra.

Sindri er í góðu formi, bæði andlega og líkamlega. Hann er meðvitaður um mikilvægi mataræðis á heilsuna en ef maður skoðar myndir af honum frá því í æsku þá hefur hann tekið miklum breytingum heilsufarslega í gegnum árin. „Ég átti alltaf í baráttu við aukakílóin, í raun frá því ég var barn. Ég hafði prófað allskonar matarkúra, en slíkt hafði aldrei gengið í lengri tíma. Eftir því sem tíminn leið varð ég sífellt örvæntingarfyllri. Þegar ég var 25 ára gamall þá vó ég 150 kg. Það hafði mikil áhrif á líf mitt; bæði líkamlega og andlega,“ segir Sindri og útskýrir hvernig er að vita nákvæmlega hvað þarf að gera en geta ekki farið eftir því.

„Svo kom að því einn daginn þegar ég var á Facebook, að ég rakst á grein sem vinur minn deildi um matarfíkn. Ég las yfir greinina og tengdi á allan hátt við það sem var skrifað þar. Þetta var í fyrsta skiptið sem ég var tilbúinn að horfa á vandamál mitt út frá því að þetta væri fíkn og ég væri stjórnlaus gagnvart mat og kolvetnum.

Þegar ég lít til baka þá myndi ég skilgreina þessa andlegu vakningu sem fyrsta skref mitt í áttina að bata,“ segir Sindri og heldur áfram. „Fúsleiki er sérstakur og erfitt að útskýra hann. Málið er að ég hafði áður lesið sömu grein en þá var ég greinilega ekki eins örvæntingafullur sem gerði það að verkum að inntak greinarinnar náði ekki til mín.“

Þegar maður upplifir sig óæðri öðrum

Hvernig er að vera 150 kg ungur maður? „Maður upplifir sig alltaf óæðri öðrum. Ég var mjög meðvitaður um að ég var feitur. Ég vissi betur, enda í læknisfræðinámi, svo ég hafði þekkinguna á uppistöðu þess að vera heilbrigður en gat ekki beitt því á mitt mataræði eðli málsins samkvæmt. Eins var erfitt að finna föt sem pössuðu. Ég var á þessum tíma bæði hávaxinn og feitur. Þannig að falleg föt í minni stærð voru einfaldlega ekki til í hefðbundnum verslunum. Það voru ekki margir í kringum mig á sama stað og ég, en ég fékk mikinn stuðning og get staðfest að það var ekki markvisst verið að gera lítið úr mér innan læknastéttarinnar. Þó ég verði að viðurkenna að ég hafi upplifað slíkt þegar ég var að vaxa úr grasi í skóla og íþróttum.“

Sindri Aron Viktorsson og Hanna Kristín Skaftadóttir eru glæsileg saman.
Sindri Aron Viktorsson og Hanna Kristín Skaftadóttir eru glæsileg saman.

Ég hnýt um þá staðreynd að þú hafir lesið um matarfíkn á Facebook. Myndir þú segja að það væri ekki mikil þekking á matarfíkn innan læknastéttarinnar?

„Það er lítil umræða um matarfíkn innan læknavísindanna, sem er sorglegt því þetta er eitt stærsta heilbrigðisvandamál komandi áratuga út frá sjónarhóli fíknar. Við lærum ítarlega um efnaskipti og áhrif offitu á heilsu og mikilvægi mataræðis í því samhengi, en þegar fólk nær ekki að halda sig við það sem það planar og á í óheilbrigðu sambandi við mat þá kemur sú fræðilega þekking þér ekki langt.“

Efla þarf þekkingu á matarfíkn

Hvað finnst þér þá um hjáveituaðgerðirnar sem eru gerðar hér reglulega? Er það ekki svipað og að minnka magann á alkóhólistum svo þeir drekki minna?

„Ég er ekki sérfræðingur á því sviði, en veit að það er vel valið inn í þessar aðgerðir. Ég tel hins vegar mikilvægt að læknar og fagfólk sem starfar á þessu sviði sé með góða þekkingu á matarfíkn og þegar þeir eru að meðhöndla einstaklinga í verulegri ofþyngd að þeir velti því upp hvort það geti verið orsökin, og stingi þá upp á viðeigandi úrræðum.“

Talaði fyrst við ráðgjafa

Hvað gerðir þú í þínum bata?

„Ég fór fyrst í viðtal til ráðgjafa á þessu sviði, síðan fór ég inn í 12 spora samtök sem takast á við matarfíkn. Í þeim samtökum vigtum við þrjár máltíðar á dag. Við borðum ekki sykur eða sterkju. Ég missti 60 kg á 10 mánuðum og hef verið í samtökunum í 4 ár núna. Í þrjú ár hef ég verið í sömu þyngd; sem er mín kjörþyngd.“

Er þetta erfitt?

„Nei alls ekki. Þetta er orðið að vana. Í fyrstu var erfitt að sleppa tökunum á þeirri fæðu sem ég var fíkinn í, en það er ekki erfitt lengur. Ég vil aldrei fara til baka á þann stað sem ég var á. Ég verð að vera í fráhaldi. Ég hef ekki val í þessum efnum frekar en alkóhólisti getur ekki leyft sér einn drykk á mánuði.“

mbl.is/Kristinn Magnússon

Þakklátastur fyrir heilsuna

Ég heyri mikið þakklæti í orðum þínum. Hvað ertu þakklátastur fyrir?

„Ég er þakklátur fyrir heilsu mína í dag og það að fá að vera skýrari í huganum gagnvart öllu því sem ég tek mér fyrir hendur. Ég er ekki lengur með stöðugar hugsanir um mat eða hvað ég ætla að borða eða borðaði. Í dag get ég einbeitt mér að því að vera betur til staðar fyrir mig og þar af leiðandi alla aðra í kringum mig.“

Hvað viltu segja við þá sem eru að lesa viðtalið og eiga í óheilbrigðu sambandi við mat eða eru of þungir og ná ekki að stjórna þyngd sinni?

„Skilaboð mín til þeirra er að fyrsta skrefið er alltaf að viðurkenna vandann. Það verður að koma innan frá okkur og viss örvænting þarf að vera til staðar. Eins og ég sagði áður þá hafði ég lesið efni um matarfíkn áður, en á þeim tímapunkti var ég bara ekki tilbúinn að horfast í augu við að vera fíkinn í mat. Maður gerir þetta ekki af hálfum hug eða fyrir aðra. Ég þarf að vilja raunverulega lausn og vera tilbúinn að sætta mig við að allt sem ég hef gert áður hefur ekki virkað. Sú auðmýkt gerir okkur tilbúin til að leita aðstoðar til þeirra sem hafa verið á slíkum stað sjálfir og náð árangri með 12 spora-leiðinni eins og ég valdi í mínu tilviki.“

Miklu andlegu fargi af manni létt

Sindri segir að þegar hann var kominn inn í kerfið sem virkaði fyrir hann þá hafi miklu andlegu fargi af honum létt þó hann væri ekki búinn að missa eitt einasta kíló sjálfur. Þá varð hugurinn strax léttari, bara við það að vita að til væri lausn.

Hvað hefur komið á óvart varðandi matarfíkn að þínu mati eftir að þú hefur kynnst henni betur?

„Matarfíkn og hömlulaust ofát er í eðli sínu óheilbrigt samband við mat. Í mínu tilfelli kom það fram í offitu. Í dag snýst dagleg iðkun mín í bata ekki lengur um kíló, enda á ég ekki í óheilbrigðu sambandi lengur við mat. Ég plana það sem ég ætla að borða daginn áður. Borða þrjár máltíðir á dag og spái síðan ekki meira í mat. Það eru engar sögur að fara af stað í huganum mínum þegar ég borða og ég borða ekki lengur yfir tilfinningar. Það er ótrúlegt frelsi frá þeirri upplifun að vera alltaf að spá í hvað maður ætlar að borða næst, hvenær maður geti verið næst einn til að borða. Ég planaði meira að segja að borða svo mikið að ég þurfti að kasta upp. Í dag er svengdin aldrei svo sár. Blóðsykurinn minn er stöðugur allan daginn og ég er ekki sársvangur seinnipart dagsins. Ég er ekki lengur með skapsveiflurnar sem fylgdi því að vera virkur í fíkninni.“

Að borða yfir tilfinningar

Hvernig lýsir þú því að borða yfir tilfinningar?

„Hér áður þá borðaði maður ef maður var stressaður, til að slaka á og svo framvegis. Í dag kann ég að túlka tilfinningarnar mínar. Ég skil af hverju þær eru að koma og fleira í þeim dúr. Ég „tækla“ þær á heilbrigðan hátt. Matur, sér í lagi sykur, framkallar breytt hugarástand. Þú getur fengið ánægju út úr mat ef þú ert með fíkn í mat. Matur og sykur örvar dópamín-framleiðslu í heilanum líkt og flestar aðrar fíknir gera. Með matarplaninu sem ég er á þá framleiðir líkaminn sykrur úr grænmeti og öðru hollu fæði.“

Sindri talar um „kolvetniskóma“ og fráhvörf í þessu samhengi. „Einföld kolvetni eins og sykur hafa í för með sér líkamleg einkenni þegar maður hættir að neyta þeirra. Við getum upplifað slen, kolvetnaflensu sem er mjög mismunandi á milli einstaklinga. Þú getur upplifað þig þreyttan eða orkulausan eins og þú sért að verða veikur. Líkaminn er þá ekki að halda uppi orkunni eins og hann gerir vanalega með því að fá orkuna í gegnum kolvetni. Heilinn keyrir á glúkósa. Ef þú ert vanur að fá glúkósa úr einföldum sykrum þá er líkaminn fljótur að skjóta þeirri orku inn í líkamann. Ef þú hins vegar sleppir kolvetni og sterkju, þá þarf líkaminn að hagræða og fá orkuna sína í gegnum grænmeti, prótein og fitu. Þeir efnaskiptaferlar sem fara í gang taka vanalega 4-7 daga. Þannig að eftir að þú ert kominn í gegnum þessa daga þá helst blóðsykurinn þinn jafnari og þér líður betur heldur en í hinu ástandandinu þegar blóðsykurinn er meira að skoppa upp og niður.“

Þegar þú verður besta útgáfan af þér

Að lokum langar Sindra að benda fólki á leiðir til að ná bata. ,,Heyrðu í félaga sem hefur farið inn í 12 spora kerfi tengt matarfíkn og fáðu hann til að fara með þér á fund. Eins eru til sérfræðingar þar sem þú getur farið í viðtöl, sem dæmi Matarfíknimiðstöðin svo eitthvað sé nefnt. Lausnin er til staðar. Þegar sá sem er í fíkn er tilbúinn í betra líf,“ segir Sindri og bendir jafnframt á heimasíður gsa.is, mfm.is og oa.is fyrir þá sem vilja kynna sér málið betur.

Fólk er alltaf jafnhrifið af klassískri hönnun

05:30 Íslendingar vilja fallega hluti sem endast og geta verið til prýði á heimilinu í mörg ár og áratugi  Meira »

Jakkinn hennar Díönu kominn í móð

Í gær, 21:59 Díana prinsessa klæddist gráum jakka úr ullarefni með svörtum efri kraga þegar hún mætti til að sinna góðgerðarmálum árið 1984. Jakkinn var tvíhnepptur og undir honum var hún í hvítri skyrtu og með svarta slaufu. Meira »

Hvaða smáforrit bjarga lífinu?

Í gær, 18:00 Flestir eru sammála um það að notkun snjallsíma getur aukið verulega áreiti í hinu daglega lífi og vilja sumir meina að síminn dreifi athyglinni frá því sem skiptir máli, þ.e. að vera í núinu og njóta stundarinnar. Meira »

Ekki nota jólgjöfina til að umbuna

Í gær, 15:00 Stjórnendur eru ekki öfundsverðir af því hlutskipti að þurfa að velja hina fullkomnu jólagjöf fyrir heilan vinnustað. Ef gjöfin heppnast vel má reikna með að hún auki starfsánægju og komi starfsfólkinu í jólaskap, en mislukkist gjafavalið má eiga von á gremju og fýlu. Meira »

Felur þreytuna með rétta trixinu

Í gær, 12:00 Breytt förðun Meghan hertogaynju á dögunm bendir til þess að hún sé að reyna fela þreytuna með réttu trixunum að sögn förðunarfræðings. Meira »

Viðskiptafræðingur skrifar um vændi

Í gær, 09:00 „Ég hef oft velt því fyrir mér af hverju vændi er löglegt sumstaðar og hvort það sé betra að hafa hlutina uppi á yfirborðinu eins og hefur verið tíðrætt um hér heima. Vændi er löglegt í mörgum löndum eins og Hollandi, þar sem sagan mín gerist að hluta til, þrátt fyrir að yfir starfsgreininni ríki ákveðin skömm. Þó svo það sé „samþykkt“ að stunda vændi, þá lítur samfélagið samt niður á vændiskonur.“ Meira »

Hvað ætti að gefa mínimalistanum?

í gær Mínimalisma-byltingin barst til Íslands fyrir nokkrum misserum og margir sem leggja mikið á sig við að tæma heimilið af hvers kyns óþarfa. Meira »

Biggest Loser-þjálfari genginn út

í fyrradag Evert Víglundsson er formlega genginn út. Það gerðist fyrr í dag þegar hann kvæntist ástinni sinni, Þuríði Guðmundsdóttur.   Meira »

Heldur bara reisn í munnmökum

í fyrradag „En ég held ekki reisn í samförum án munnmaka. Hann helst ekki harður í meira en 40 sekúndur.“  Meira »

Lærðu að klassa þig upp

í fyrradag Peningar kaupa ekki stíl og alls ekki klassa en hvernig getur þú klassað þig upp án þess að fara yfir strikið?  Meira »

Knightley útskýrir umdeilda hattinn

í fyrradag Hver man ekki eftir pottlokinu sem Keira Knightley skartaði í Love Actually? Leikkonan var ekki með hattinn af því hann var svo flottur. Meira »

Heldur við tvöfalt eldri mann

í fyrradag „Ég á maka en samt hef ég verið að stunda kynlíf með manni sem er næstum tvöfalt eldri en ég, og ég finn ekki fyrir sektarkennd.“ Meira »

Svona lítur náttúrulegt hár Obama út

í fyrradag Michelle Obama er ekki með eins slétt hár og hún sést vanalega með. Í vikunni birtist mynd af frú Obama með   Meira »

„Fatnaður er strigi innra ástands“

17.11. Sunneva Ása Weisshappel er einn áhugaverðasti búningahönnuður samtímans. Hún fyrirlítur stefnu tískuheimsins en vill að tilvist hennar gefi konum kraft og hjálpi til við að víkka einlita heimsmyndina sem er að mestu sköpuð af valdakörlum að hennar mati. Meira »

Gjöf sem nýtist ekki er sóun

16.11. „Sem dæmi um óheppilegar jólagjafir mætti nefna það þegar fyrirtæki gefur 5.000 kr. gjafabréf í verslun þar sem ódýrasta varan kostar 15.000 kr. Það sama má segja um að gefa ferðatösku í jólagjöf til starfsfólks sem fer reglulega til útlanda og á að öllum líkindum slíka tösku.“ Meira »

Krónprinsessurnar í sínu fínasta pússi

16.11. Mette-Marit krónprinsessa Noregs og Mary krónprinsessa Danmerkur tóku fram sína fínustu kjóla þegar þær mættu í afmæli Karls Bretaprins. Meira »

Haldið ykkur: Weekday opnar á Íslandi

16.11. Fataverslunin Weekday mun opna í Smáralind vorið 2019. Verslunin er í eigu Hennes & Mauritz en nú þegar hafa þrjár H&M-búðir verið opnaðar á Íslandi, þar á meðal ein í Smáralind. Meira »

Sölvi Snær og fjölskylda selja á Nesinu

16.11. Sölvi Snær Magnússon listrænn stjórnandi NTC og Kristín Ásta Matthíasdóttir flugfreyja hafa sett sína fallegu hæð á sölu.   Meira »

Getur fólk í yfirvigt farið í fitusog?

16.11. „Ég er með mikil bakmeiðsl og er í yfirvigt. Mig langar að vita hvort hægt sé að fara í fitusog til að minnka magann?“  Meira »

Egill er fluttur eftir 37 ár í gamla húsinu

16.11. Egill Ólafsson flutti nýlega í útsýnisíbúð við sjóinn eftir að hafa búið í sama húsinu í 37 ár. Í dag býr hann á þremur stöðum, í 101, í bát og í Svíþjóð. Meira »

5 mistök sem fólk sem vill léttast gerir

15.11. Ef markmiðið er að léttast er best að byrja á mataræðinu enda gerist lítið ef mataræðið er ekki í lagi, jafnvel þótt þú hamist í ræktinni. Meira »