Svona heldur Pippa sér í formi á meðgöngunni

Pippa er langt gengin með sitt fyrsta barn.
Pippa er langt gengin með sitt fyrsta barn. AFP

Pippa Middleton, systir Katrínar hertogaynju, á von á sínu fyrsta barni með eiginmanni sínum James Matthews. Pippa, sem er þekkt fyrir að hreyfa sig mikið, deildi því nýlega í pistli sínum í Waitrose Weekend hvernig hún héldi sér í formi á meðgöngunni. 

Samkvæmt Hello segir Pippa í pistlinum að sér líði langt í frá eins og ballettdansara en hafi þó haldið áfram að einbeita sér að því að gera hreyfingar í ballettstíl með það að markmiði að viðhalda góðri líkamsstöðu nú þegar hún er komin á síðustu stig meðgöngunnar. 

Pippa Middleton og James Matthews í brúðkaupi Harry og Meghan …
Pippa Middleton og James Matthews í brúðkaupi Harry og Meghan í maí. AFP

Balletthreyfingarnar eru í anda þeirra æfinga sem ballettdansarar gera við stöngina í byrjun balletttíma. Ýmsar æfingar eru gerðar þar sem fólk reynir að einangra einstaka vöðvahópa fyrir sig og vonar Pippa að litlu hreyfingarnar gefi henni fallega tónaða vöðva. 

Pippa hefur áður greint frá því að hafa skipt út hlaupum fyrir sundferðir á meðgöngunni en hún segist ekki hafa þrútnað jafn mikið vegna þess. „Út frá persónulegri reynslu get ég full sjálfstrausts sagt að mér finnst það ánægjulegasta og mest gefandi æfingin síðan ég komst að því að ég ætti von á mér,“ sagði hún um sundið. „Það er huggandi að vita til þess að það er öruggt á meðgöngu og þú þarft ekki að aðlaga þig eða breyta of miklu.“

Pippa með óléttukúluna í júlí.
Pippa með óléttukúluna í júlí. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál