Innst inni var ég að gefast upp á sjálfri mér

Hulda Bjarnadóttir kom sjálfri sér á óvart þegar hún fór ...
Hulda Bjarnadóttir kom sjálfri sér á óvart þegar hún fór í gegnum Landvættina. Kristinn Magnússon

Hulda Bjarnadóttir, útvarpskona í Magasíninu á K100, tók stóra ákvörðun þegar hún skráði sig í Landvættina. 

„Vinkonur mínar nefndu þessa hugmynd við mig fyrir tveimur árum en þá var þetta ekki raunhæft vegna aðgerða sem voru komnar á dagskrá. Þetta heillaði mig þó það mikið að hugmyndin fór aldrei alveg frá mér. Svo sá ég þær klára prógrammið og ákvað að drífa mig á kynningarfundinn fyrir 2017-2018 Landvætti. Þar hitti ég eina sem var orðin nokkuð ákveðin og hún vissi um aðra til viðbótar, þannig að við kvöddumst með þeim orðum að skoða þetta í fullri alvöru. Svo varð úr að við heyrðumst síðar um kvöldið og þá vorum við allar það spenntar að við sammæltumst um að stökkva í þetta ævintýri og styðja hvor aðra. En viti menn, þá var orðið uppselt! En Ferðafélagið hafði viðmið um 50 manns í hópnum, en svo var ákveðið að stækka í 80 manna hóp, sem betur fer. Þannig komst ég inn að lokum,“ segir Hulda, sem sér ekki eftir því eina mínútu að hafa skráð sig.

Hvernig hafði hreyfingarrútína þín verið fyrir þann tíma?

„Ég var alltaf mikið í íþróttum og þreifst í allri hreyfingu. En 2-3 árum eftir fæðingu seinna barnsins míns var ég mikið á ferðalögum vegna vinnu og var í námi þar að auki þannig að ég missti alveg dampinn. Þá fóru aukakílóin að hlaðast utan á mig og allt í einu voru liðin átta til tíu ár í slíkri óreglu, hvað hreyfingu varðar. Ég tók alla mögulega kúra í bænum og skorpur í ræktinni. Svo náði ég að draga manninn minn með mér í fjallaprógramm til að prufa eitthvað nýtt og til að gera eitthvað saman. Það varð úr að við löbbuðum á fjöll heilan vetur með Ferðafélaginu og toppuðum svo Hvannadalshnjúk með gönguhópnum sumarið 2010. Ég var að elska þessar göngur, en maðurinn minn nennti þeim ekki meira. Hann var meira til í að ganga um golfvelli, en það hefur alltaf verið sameiginlegt áhugamál okkar á sumrin og í kringum svipað leyti hafði ég hóað saman í kvennahóp sem spilaði saman tvisvar í viku og við héldum mótaröð yfir sumarið og lékum reglulega hringi saman,“ segir hún.

Hulda segir að á þessum tíma hafi hún fundið fyrir því hvað útivera var að gera henni gott. Eftir að hafa gengið á Hvannadalshnjúk setti hún sér það markmið að fara alltaf í eina langa fjallgöngu á hverju ári.

„Ég var svo heppin að á þeim tíma var mjög virkur gönguhópur í vinnunni og starfsmannafélagið niðurgreiddi alltaf eina góða ferð á ári, þannig að úr varð að við fórum Fimmvörðuhálsinn, Laugaveginn, Hornstrandir og svona fallegar leiðir sem kveiktu enn meira í mér.“

Áður en Hulda fór í Landvættina hafði hún verið dugleg að hreyfa sig yfir sumartímann en alltaf dottið út yfir vetrartímann.

„Ég var alltaf að leita mér að tímabundnum námskeiðum eða reyna að vera dugleg að mæta í ræktina. En svo liðu stundum vikur á milli æfinga og ég var orðin hundleið á úthalds- og markmiðaleysinu í sjálfri mér. Og vigtin var ekki að vinna með mér og mér leist ekkert orðið á þetta streð. Innst inni var ég að gefast upp á sjálfri mér,“ segir hún.

Svo komu upp aðstæður í lífi Huldu sem breyttu öllu, þegar hún ákvað að fara í brjóstnám vegna BRCA-gensins sem hún er með.

„Það kallaði á undirbúning og svo var ég í eitt og hálft ár í aðgerðum og í ferli í kringum það.“

Hún segist ekki hafa haft úthald og heilsu til þess að vera á fullu í ræktinni á meðan á því ferli stóð. Hana var engu að síður farið að þyrsta í breytingar og að komast í rútínu.

„Ég var því orðin mjög staðráðin í að vilja setja tíma í eitthvert stórt og gott markmið.“

Hulda segir það hafa verið stórt skref að fara í Landvættina og henni hafi fundist þetta plan mjög klikkað þegar hún sat á kynningarfundinum.

„Ég spurði sjálfa mig hvort ég væri að skjóta yfir markið og hvort ég væri aðeins að missa það! En mig langaði nógu mikið og ég vissi innst inni að með úthaldi, æfingum, stuðningi hópsins og hausnum á réttum stað gæti ég þetta. Ég hræðist eftirsjá í lífinu og því vissi ég innst inni að ég myndi sjá eftir því ef ég gerði ekki allavega heiðarlega tilraun. Ég uppfyllti líka einhver lágmarksviðmið í hreyfingu og því var í raun engin afsökun eftir til að hengja sig í. Af hverju ekki ef þú hefur heilsuna spurði ég mig líka,“ segir hún.

Getur þú lýst Landvætta-ferðalaginu?

„Í raun er þetta bara æfingaáætlun sem fólk byrjar að fylgja strax fyrir áramót. Svo færist sífellt meiri þungi í þann tíma sem maður þarf að vera tilbúinn að setja í þetta. Eins þarf að kaupa búnað og græjur, en það má líka vera sniðugur og kaupa vel með farinn en notaðan búnað. Ég keypti mér strax gott æfingaúr og þá fann ég strax hvað mér fannst aftur gaman að æfa markvisst.

Það er svo ákveðinn grunnur sem maður þarf að fjárfesta í ef maður á það ekki, svo sem fjallahjól, gönguskíði og sundgalli auk fatnaðar sem kannski hentar betur en það sem maður á í fataskápnum. En fullt af útivistarfatnaðinum nýttist og svo lít á ég þessi græjukaup sem fjárfestingu í aktívum og heilbrigðum lífsstíl.“

Fyrir hverja íþrótt eru haldnar sérstakar æfingahelgar. Hulda segir að þessar helgar standi upp úr þegar hún lítur til baka.

„Eftir þetta ferðalag eigum við öll minningar um til dæmis ferð á gönguskíðum inn í Landmannalaugar og til baka í brakandi blíðu, við hjólum í Krýsuvík ólíkar leiðir, við vorum saman á Grundarfirði að æfa vatnasund og hlaup á heimaslóðum Brynhildar Ólafs, en hún og Róbert Marshall eru ásamt Kjartani Long stillingarnar á bakvið þetta skipulag. Einnig var farin æfingaferð til Ísafjarðar á gönguskíðin og svo margt sem var ævintýralega skemmtilegt og ekki síðra en keppnisdagurinn sjálfur,“ segir hún.

Þegar Hulda er spurð að því hvað þetta ferðalag hafi haft í för með sér játar hún að henni finnist klikkað að hún hafi klárað þetta.

„Ég hlæ enn innra með mér þegar ég hugsa til langra æfinga í alls konar veðri. Maðurinn minn hristi stundum hausinn en ég vissi að ég yrði að gera þetta ef mér ætti að takast þetta. Ég varð að leggja ýmislegt á mig, eins og að drífa mig ein upp í fjall að æfa gönguskíðin eftir vinnu eða troða mér í sundgallann í skítakulda uppi við Hafravatn. Ég spurði mig oft að því fyrir hvern ég væri að gera þetta. Svona eftir á finnst mér ég geta gert svo margt og eftir því sem ég tek fleiri áskorunum í lífinu, því færri óttast ég. Ég fann líka æfingagleði á ný, sem er sannarlega ekki sjálfgefið. Mér fannst gaman að ræða græjur, æfingaáætlanir og matarundirbúning fyrir margra klukkustunda átök.“

Hulda kynntist sjálfri sér betur á þessu ferli og segir að það hafi komið henni á óvart hvað allir í kringum hana hafi verið tilbúnir að deila reynslu sinni og gefa heillaráð. „Í þessu prógrammi kemst enginn upp með að stúdera ekki hlutina til að allt gangi eftir. Svo var gaman að ferðast um landið og umgangast þetta léttbilaða og skemmtilega fólk sem var allt að stíga út fyrir þægindarammann.“

„Vikurnar voru mjög óreglulegar og maður þarf að vera tilbúin í tilfærslur allar vikurnar nánast. Því til dæmis ef það var snjór í fjallinu, þá varð að nýta það og annað vék á meðan. Þegar næsta keppni var fram undan voru þær æfingar settar í forgang og svo framvegis. Í grunninn byggir þetta í heildina á sundæfingu, hlaupa- og sundæfingum og styrktaræfingum. Svo varð að nýta helgarnar í löngu æfingarnar.

Í heildina var þetta þannig að ég fór að stunda lengri æfingar en ég hafði nokkru sinni stundað. Mér er til dæmis minnisstæð ein æfing þegar við fórum tvær vinkonur og æfingafélagar upp í Bláfjöll fyrir allar aldir til að ná fimm tíma æfingu fyrir vinnu. Við bara urðum að ná 35 kílómetra viðmiðinu í kroppinn til að hafa trú á okkur í Fossavatnsgöngunni, sem er samtals 50 kílómetrar, en tímatöku lýkur eftir fimm tíma við 35 kílómetra línuna.

Ég fór að synda samfleytt skrið í klukkustund og hlaupa samfleytt í tvær til tvær og hálfa klukkustund þegar fór að styttast í Jökulsárhlaupið. Jafnvel í fríi með fjölskyldunni varð ég að gjöra svo vel að koma mér á brettið og hlaupa samfleytt einn og hálfan tíma, sem er náttúrlega drepleiðinlegt. Þetta hljómar sjálfsagt galið, en innst inni hafði ég gaman af þessu öllu.“

Hvað var erfiðast?

„Fólk er fljótt að gleyma því erfiða! Í raun er bara hausinn á manni erfiðasti hlutinn, það er bara þar sem mesta baráttan fer fram! Það er nú oft sagt að golf sé aðallega spilað á 20 sentímetra velli, það er, á milli eyrnanna. Ætli það eigi ekki bara alls staðar við.

Ef ég dreg fram áskoranirnar þá var það kannski helst stressið yfir að komast ekki á skíðin til að æfa. Þannig að snjóleysið hér í höfuðborginni er þáttur sem þarf að vinna með og gat tekið aðeins á þolinmæðina. Fossavatnsgangan er löng og ströng, en við fengum svo gott veður að maður gat sko ekki kvartað og kveinað á slíkum degi.

Ég vissi hins vegar að hlaupið yrði erfiðasta þrautin mín og það reyndist rétt. Samt var ég ekki eins þjáð í því og ég hélt að ég yrði. Í raun leið mér allt í lagi þó ég færi hægt. Hjólin voru ekki beint erfið, en þar var ég í vosbúð í margar klukkustundir á hjólinu því allan tímann var hvasst og það rigndi á okkur. Sumir eiga erfiðast með sundið því þar getur ofsahræðsla allt í einu gripið mann, manni orðið kalt eða hreinlega fundið fyrir sjóveiki. Mér leið þannig lagað alveg vel í sundinu fyrir utan mikla þoku sem varð til þess að maður sá ekki alltaf baujurnar og var fljótur að tapa áttum fannst mér.“

Hvað kom á óvart?

„Að sigra sjálfan sig trekk í trekk er í raun það sem kemur mest á óvart. Þó að fólk setji sér markmið og vinni eftir ákveðinni áætlun þarf samt margt að falla fólki í hag. Veðrið, meiðsl, álag og annað. Ég er með frekar löskuð hné til dæmis eftir handboltann en með þéttri uppbyggingu kemur í ljós að þau urðu ekkert til vandræða. Þannig að það sem ég hélt að yrði vesenið varð það ekki, heldur kom bara eitthvað annað óvænt sem var tæklað hverju sinni.“

Myndir þú gera þetta aftur?

„Alla daga myndi ég gera þetta aftur. Þetta er ein besta áskorun sem ég manað sjálfa mig upp í að gera og ég eiginlega öfunda þá sem fara næst!

Hvað ætlar þú að gera næst?

„Ég er ekkert endilega viss um að ég hefði sama fókus ef ég tæki þetta aftur og því mun ég bara taka eina og eina keppni framvegis. Ég er að skoða svona þríþrautarblöndu og nokkur góð markmið eru að verða til með góðu fólki,“ segir hún.

„Flott taska er nauðsynleg og sólgleraugu“

05:30 „Að hafa góða heilsu til þess að geta notið lífsins alla daga með fjölskyldunni minni sem er frábær og góðum vinum. Ég er svo heppin að rækta líkama og sál og hafa gaman að. Ég hef frábæra aðstöðu til þess í World Class-stöðvunum.“ Meira »

Fegurðardrottningin lét sig ekki vanta

Í gær, 22:30 Anna Lára Orlowska fyrrverandi Ungfrú Íslands lét sig ekki vanta þegar ný lína frá Dr. Organic var kynnt á Kaffi Flóru í Laugardalnum. Um er að ræða nýja línu úr Cocoa Butter og í leiðinni var nýtt andlitskrem kynnt en það er með mikið af collageni í. Meira »

Linda Pé fór í loftbelg með dótturinni

Í gær, 20:00 Linda Pétursdóttir mælir með því að framkvæma hluti sem eru á „bucket“ listanum okkar. Eftir heilablóðfall gerir hún miklu meira af því að láta drauma rætast. Meira »

Græjan sem reddar á þér hárinu

Í gær, 17:00 Konur sem eyða miklum tíma í hárið á sér á hverjum morgni gleðjast yfir hverju tæki sem sparar tíma og gerir hárið betra. Þær sem eru vanar að slétta eða krulla á sér hárið eiga eftir að kunna að meta Inverse græjuna. Meira »

Endalausir möguleikar með einni pallettu

Í gær, 16:00 Nýjasta augnskuggapalletta Urban Decay nefnist Born To Run og fór hún eins og stormsveipur um förðunarheiminn en hún er loksins komin til Íslands. Meira »

Versalir Alberts og Bergþórs falir

Í gær, 13:03 Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson eiga örugglega merkilegustu íbúð Íslands. Að utan er húsið látlaust en þegar inn er komið er eins og þú sért kominn til Versala. Þvílíkur íburður og fegurð. Meira »

Hulda og Aðalsteinn í Módern selja höllina

Í gær, 12:00 Hulda Hrönn Finsen og Aðalsteinn Finsen, eigendur Módern, hafa sett sitt fallega hús í Garðabæ á sölu.   Meira »

Er konan að brjóta á maka sínum?

Í gær, 09:05 Gift kona segir að hún sé ekki búin að lofa konu kvænta mannsins sem hún er að reyna við neinu og skuldi henni því ekki neitt. Sama segir hún um kvænta manninn sem er að reyna við hana að hann sé ekki búinn að lofa manninum hennar neinu og þess vegna skuldi hann honum ekki neitt. Þau séu bara að brjóta á mökum sínum en ekki mökum hvors annars. Er þetta rétt? Meira »

7 ráð til að koma í veg fyrir hrotur

í fyrradag Ef þú vilt koma í veg fyrir skilnað eða að þér verði ekki boðið með í sumarbústaðarferð með vinunum er eins gott að reyna allt til þess að koma í veg fyrir hroturnar. Meira »

Tróð sér í kjólinn frá 1999

í fyrradag Sarah Michelle Geller getur huggað sig við það að passa enn í kjól sem hún klæddist á Emmy-verðlaunahátíðinni fyrir 19 árum. Meira »

Með IKEA-innréttingu á baðinu

í fyrradag Ert þú með eins innréttingu á baðinu og Julia Roberts? Leikkonan hefur sett yndislegt hús sem hún á í Kaliforníu á leigumarkað en húsið keypti hún í fyrra. Meira »

Mamma Meghan flottari?

í fyrradag Meghan mætti í nýrri blárri kápu með móður sína við hlið sér þegar útgáfu uppskriftarbókar sem hún gefur út var fagnað.   Meira »

Skvísupartý á Hilton

í fyrradag Allar flottustu skvísur landsins mættu á Hilton Nordica í gærkvöldi og kynntu sér spennandi förðunar- og snyrtivörur frá vörumerkjum BOX12. Meira »

Stórglæsilegar með ör eftir bólur

í fyrradag Margir skammast sín fyrir bólur og ör eftir þær en það er auðvitað algjör óþarfi enda kemur fegurðin innan frá.   Meira »

Ekkert kynlíf í þrjú ár en mjög ástfangin

í fyrradag Jacob og Charlotte hafa verið saman í fjögur ár en síðustu þrjú ár hafa þau ekki stundað kynlíf og kynlíf er ekki á dagskrá hjá þeim. Meira »

Hvaða náttgalli er bestur fyrir kynlífið?

19.9. Í hverju þú sef­ur eða sef­ur ekki get­ur haft áhrif á kyn­lífið sem þú stund­ar. Þessi náttgalli þarf ekki að kosta mikið.   Meira »

Bjarni vill gera húsaskipti næstu vikur

19.9. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, sem steig til hliðar á meðan málefni fyrirtækisins eru skoðuð, vill ólmur gera húsaskipti fram til 31. október 2018. Meira »

Á hraðferð í rauðri leðurkápu

19.9. Anna Wintour gefur grænt ljós á síðar leðurkápur en leðurjakkar eru ekki hennar tebolli. Það gustaði af henni á götum Lundúna á tískuvikunni þar í borg. Meira »

Hvaða reglur gilda um inneignarnótur?

19.9. „Þegar ég fór að skoða innleggsnótuna betur sá ég að hún rann út í lok sumars og peningurinn minn þar með glataður. Mega búðir setja svona frest á innleggsnótur? Er þetta ekki í rauninni minn peningur?“ Meira »

Þorbjörg Helga og Hallbjörn selja höllina

19.9. Hjónin Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Hallbjörn Karlsson hafa sett sitt fallega hús við Bjarmaland í Fossvogi á sölu.   Meira »

Rakel og Helgi Þorgils giftu sig

19.9. Rakel Halldórsdóttir og Helgi Þorgils Friðjónsson gengu í hjónaband í Hallgrímskirkju 25. ágúst.  Meira »