Er lifrin þreytt eftir sumarið?

Guðrún Bergmann.
Guðrún Bergmann. mbl.is/Árni Sæberg

„Eftir ferðalög sumarsins, grillveislur, hvítvínsglös og bjór sem oft fylgja bæjarhátíðum landsmanna, svo og skyndfæðið í vegasjoppunum er líklegt að lifrin sé orðin þreytt. Sé hún undir miklu álagi í langan tíma við að halda blóðinu í líkamanum hreinu, getur það leitt til annarra heilsufarsvandamála eins og ofnæmis, höfuðverkja og síþreytu.

Þá þarf hún á stuðningi og góðum bætiefnum að halda eins og til dæmis Silymarin frá NOW, sem er virka efnið í mjólkurþistli, en það efni stuðlar að endurnýjun frumna í lifrinni,“ segir Guðrún Bergmann í sínum nýjasta pistli á Smartlandi: 

Á hverri mínútu fara um það bil 6 bollar af blóði í gegnum lifrina, sem þýðir að hún á mjög annríkt. Það á einkum við ef hún er undir miklu álagi í hlutverki sínu, því listin yfir mikilvæga starfsemi hennar er langur og felur meðal annars í sér eftirfarandi:

  • Framleiðslu á galli, sem stuðlar að því að flytja úrgang og brjóta niður fitu í smáþörmunum meðan á meltingu stendur. 
  • Framleiðslu á ákveðnum prótínum fyrir blóðvökvann.
  • Framleiðslu á bindandi prótínum fyrir kynhormóna – en góð lifrarheilsa er nauðsynleg fyrir góða kynorku. Sé lifrin í einhverri hættu, sem leiði ti of mikillar framleiðslu á þessu prótíni, getur það dregið úr kynorkunni. 
  • Framleiðslu á kólesteróli og sérstökum prótínum til að stuðla að fituflutningi um líkamann. 
  • Halda jafnvægi á meltingu kolvetna – með því að umbreyta umfram glúkósa í glýkógenforða. 
  • Geyma A-, D- og mörg af B-vítamínunum, járn og kopar.
  • Umbreyta eitruðu ammoníaki í þvagefni (verður til við meltingu próteina og skilast út með þvagi).
  • Hreinsa lyf og önnur eitrandi efni úr blóðinu.
  • Hindra sýkingar með því að framleiða ónæmisvarnir og hreinsa bakteríur úr blóðinu. 

Einkenni lifrarsjúkdóma er erfitt að greina, þar sem það ekki eitthvað sérstakt einkenni sem bendir til að eitthvað sé að lifrinni, sama hversu alvarlegt það er. Síþreyta er samt eitt af þeim einkennum sem benda til vandamála í lifur.

Síþreyta tengist álagi á lifur

Síþreyta er ekki það sama og svefnhöfgi. Síþreyta einkennist af minnkandi getur til að beita sér – vegna skorts á líkamlegum og huglægum hvata. Síþeyta tengist oft því að fólki finnst það þreytt, leitt, veikburða eða pirrað. Hjá flestum birtist hún strax á morgnana, fljótlega eftir að farið er á fætur en sumir finna fyrir þessari síþreytu allan daginn.

Nokkrir þættir stuðla að síþreytu og má þar nefna skort á svefni og hvíld almennt, áfengis- og lyfjanotkun, streitu og þunglyndi, stöðuga verkir, skort á líkamsrækt, lélegt mataræði, vatnsskort, lélegt ónæmiskerfi og ákveðnar læknismeðferðir.

Lifrin er orkugjafi

Með því að skilja hvernig lifrin starfar, er auðveldara að skilja af hverju lifur undir álagi getur leitt til síþreytu. Eins og fram hefur komið umbreytir lifrin glúkósa í glýkógen til geymslu til síðari tíma. Þegar líkaminn þarf á orku á halda, umbreytist glýkógenið í glúkósa sem verður að orkugjafa.

Með því að framleiða, geyma og sjá líkamanum fyrir glúkósa, skiptir miklu máli að lifrin sé í lagi til að koma megi í veg fyrir síþreytu. Heilbrigð lifur sér líkamanum fyrir orku allan daginn, en veik lifur hefur minni getu til að framleiða glúkósa og minna rými til að geyma hann.

Svona styrkir þú lifrina

Til að styrkja lifrina eftir annasamt sumar er gott að taka inn bæti efni eins og silymarin frá NOW, en silymarin er heitið á virka efninu í mjólkurþistli. Rannsóknir hafa sýnt að það styrkir lifrarfrumurnar í að endurnýja sig og er því mikilvægt fyrir lifrina.

Andoxandi bætiefni eins og C-vítamín, E-vítamín og Beta-carotene eru líka sérlega góð og B-vítamín stuðlar meðal annars að niðurbroti alkóhóls. Besta formið af B-vítamíni er að mínu mati Ultra B-12 droparnir frá NOW, en í þeim er methylcobalamin formið af B-vítamíni. Steinefni eins og L-OptiZink fá NOW er einnig sérlega gott fyrir lifrina, svo og seleninum.

Í nokkrum verslunum eins og t.d. Nettó og Fjarðarkaupum eru vítamíndagar í september, þar sem kaupa má NOW-bætiefnin með 25% afslætti. Því er frábært að nýta sér afsláttartækifærið og styrkja lifrina með góðum bætiefnum.

Heimildir: www.liverdoctor.com og www.webmd.com 

mbl.is

Forsetafrúrnar flottar í tauinu

06:00 Brigitte Macron og Melania Trump hittust um síðustu helgi í sínu fínasta pússi. Sú franska var töff að vanda en frú Trump í öllu hefðbundnari klæðnaði. Meira »

Hversu oft á að stunda kynlíf?

Í gær, 23:59 Er ég að stunda nógu mikið kynlíf? Þetta er spurning sem fólk veltir fyrir sér hvort sem það er hamingjusamt eða ekki.   Meira »

Simbi framfleytti sér með glæpum

Í gær, 21:00 Sigmundur Geir Helgason, Simbi, væri líklega ekki á lífi í dag ef hann hefði ekki komist í meðferð í Hlaðgerðarkoti fyrir tæpu einu og hálfu ári. Hann framfleytti sér með glæpum um árabil. Meira »

Fóru í hjónabandsráðgjöf

Í gær, 18:00 Michelle Obama segir að hún og Barack Obama vinni í sambandi sínu og það sé eðlilegt að vilja fara frá maka sínum.   Meira »

Sagan hennar Sunnu Elvíru

Í gær, 13:45 Sunna Elvíra Þorkelsdóttir komst í fréttir í byrjun árs þegar hún féll á milli hæða á heimili sínu á Spáni 19. janúar. Hún lamaðist í slysinu og mun aldrei geta gengið aftur. Meira »

Gjörbreytti borðstofunni fyrir 40.000

Í gær, 12:27 Inga Rut Pétursdóttir fékk alveg nýja borðstofu fyrir 40.000 krónur. Hún málaði í litnum Djúpur sem er litur úr litakorti Sæju hjá Slippfélaginu. Meira »

83 milljóna útsýnisíbúð í Garðabæ

Í gær, 09:00 Við Löngulínu í Garðabæ stendur ákaflega falleg 138 fm íbúð á besta stað við sjóinn. Íbúðin er smekklega innréttuð.   Meira »

Komst yfir sjálfsvígshuganirnar

í gær Bill Lokey segir frá reynslu sinni þegar hann var við það að taka eigið líf. Hann segir að það sé hægt að komast yfir þá reynslu. Meira »

Vill líta út eins og lifandi kynlífsdúkka

í fyrradag Transkonan Ivana er búin að fara í 20 fegrunaraðgerðir til þess að líta út eins og lifandi kynlífsdúkka. Ivana sem er 26 ára er sögð hafa eytt um 87 þúsundum punda í aðgerðirnar eða rúmlega 13 milljónum íslenskra króna. Meira »

Einfaldar leiðir til að auka tekjurnar

í fyrradag „Margir eru í þeim sporum að geta ekki aukið tekjurnar á núverandi vinnustað. Þar geta legið ýmsar ástæður að baki. Ein gæti verið sú að fyrirtækið hefur ekki bolmagn til að greiða hærri laun en þú sættir þig við núverandi launakjör í von um að bráðum komi betri tíð,“ segir Edda. Meira »

Svona æfði Jenner fyrir sýningu Victoria's Secret

í fyrradag Ofurfyrirsætan Kendall Jenner segist hafa æft vel og passað mataræðið áður en hún steig á svið fyrir Victoria's Secret.   Meira »

Gilda íslensk hjúskaparlög erlendis?

í fyrradag Ég er með spurningu sem varðar riftun hjónabands sem stofnað er til í öðru landi. Getur einstaklingur sem stofnaði til hjúskapar í öðru landi rekið skilnaðarmál á Íslandi? Málsaðstæður eru þær að viðkomandi vill ljúka hjúskap en makinn í heimalandi ekki. Meira »

Ástarsorgin dró hana í Kópavog

í fyrradag Kamilla Einarsdóttir hefur skrifað sögur alla sína ævi en langaði ekki að gefa neitt út. Eftir að bókaútgáfa sýndi verkum hennar áhuga og bauðst til að gefa bók hennar út varð til bókin Kópavogskronika. Meira »

Sjö stig tilfinninga fólks í ástarsorg

12.11. Sorg er ekki það fyrsta sem einkennir tilfinningar fólks sem er nýhætt í sambandi. Afneitun og reiði kemur á undan.   Meira »

Afmælisstuð í hámarki hjá Spektra

11.11. Ráðgjafafyrirtækið Spektra ehf. hélt upp á 5 ára afmælið sitt á dögunum og af því tilefni bauð fyrirtækið í afmælispartí í húsakynnum sínum að Laugavegi 178. Meira »

Gerðu trúboðastellinguna betri

11.11. Trúboðastellingin þarf ekki að vera leiðinleg og ætti í rauninni að vera reglulega á matseðlinum en fólk ætti ef til vill að kunna að bragðbæta hana. Meira »

Ódýrir hlutir sem gjörbreyta baðherberginu

11.11. Þegar baðherbergið er fallegt er skemmtilegra að tannbursta sig og gera aðra hluti. Það þarf ekki að gera baðherbergið fokhelt og leggja marmara á það allt til þess að gera það fallegt. Meira »

Nýjasta tískan í naglalökkum

11.11. Í vetur er flott að vera með neglur sem eru svipaðar húðlit handanna. Neglur og varir eru þá ekki í sama lit. Þetta útlit minnir á sjöunda áratug síðustu aldar. Þegar hendurnar áttu að vera hreinlegar og fínar. Með þessu útliti ber meira á hringum og fylgihlutum. Meira »

Skemmtilega innréttað í Garðabæ

11.11. Við Bjarkarás í Garðabæ stendur 143 fm íbúð sem innréttuð er á heillandi hátt. Flauelshúsgögn, stór listaverk og grófur viður er áberandi. Meira »

Sagðist ekki passa í kjóla frá Beckham

11.11. Meghan hertogaynja er mjög meðvituð um kosti og galla líkama síns. Í gömlu viðtalið segist Meghan vera með of stuttan búk til þess að klæðast kjólum frá Victoriu Beckham. Meira »

Leiddist hræðilega 11 ára í Noregi

11.11. „Ég bjó í Noregi þegar ég var 11 ára eða í hálft ár í smábæ í Noregi þegar mamma mín var í námi. Hún var að læra textíl og ég þurfti að druslast með.“ Meira »