Frelsandi að elska líkama sinn

Erna segir samstaðan í Facebook-hópnum Jákvæð Líkamsímynd vera magnaða.
Erna segir samstaðan í Facebook-hópnum Jákvæð Líkamsímynd vera magnaða.

Áhrifavaldurinn Erna Kristín Stefánsdóttir stofnaði nýlega hinn ört stækkandi hóp Jákvæð líkamsímynd á Facebook. Hópurinn er opinn öllum kynjum á öllum aldri en Erna segir hópinn vera vettvang fyrir fólk til að deila reynslu sinni með öðrum hvað varðar neikvæða og eða jákvæða líkamsímynd. „Það er mikil hvatning inni í hópnum og fólk er að stíga langt út fyrir þægindarammann, sem er stórt skref fyrir marga og á sama tíma mjög hvetjandi fyrir aðra,“ segir Erna um hópinn. 

„Ég stofnaði þennan hóp vegna þess að ég vinn mikið með jákvæða líkamsímynd á samfélagsmiðlum, þar sem ég tala mikið frá minni reynslu. Það hefur hjálpað gríðarlega mörgum að leita inn á við og brjótast í gegnum erfiðar tilfinningar í garð líkama síns. Miðað við áhrifin á mínum miðlum út frá minni reynslu vildi ég því opna hóp þar sem fleiri sjónarmið fengju rými, því við erum öll svo ólík og dásamlega flókin á okkar eigin hátt, og því tel ég mikilvægt að allskonar upplifanir fái rými,“ segir Erna um það af hverju hún ákvað að stofna hópinn. 

Eins og líkaminn sé skapaður af tölvuforritum

„Samstaðan er alveg mögnuð í hópnum. Vandamálið er svo ríkjandi og hefur verið svo lengi, það hafa bara svo margir fengið nóg af óraunhæfum staðalímyndum. Við erum öll falleg á okkar eigin hátt, hvernig sem við erum, óháð stærð og hæð.“

Erna telur að það sé gríðarleg mikil þörf fyrir umræðu um jákvæða líkamsímynd. „Margar konur glíma við átröskunarsjúkdóma í dag og margar hafa eytt öllu sínu lífi í að rakka líkama sinn niður fyrir að passa ekki inn í þessa óraunhæfu fegurðarstaðla. Ungar stelpur hamast og hamast við að vera samþykktar og lífið snýst um að passa inn í þennan kassa. Líkamar kvenna hafa í gegnum aldirnar verið tískufyrirbæri og söluvara, og eru þessar staðalímyndir í raun það óraunhæfar að kvenlíkaminn er ekki lengur sköpun Guðs heldur sköpun tölvuforrita og Photoshop sem er mjög erfitt að keppa við.“ 

Erna deilir hinum ýmsu sjónarhornum af líkama sínum á samfélagsmiðlum.
Erna deilir hinum ýmsu sjónarhornum af líkama sínum á samfélagsmiðlum.

Þú vinnur mikið á Instagram, hvaða áhrif finnst þér Instagram hafa á líkamsímynd fólks?

„Margir Instagram-aðgangar eru mjög „triggerandi“ og ýta rosalega undir þessa óraunhæfu staðalímyndir og glansmynd sem er að mestu tilbúningur. Ég myndi segja að margir væru farnir að gera sér grein fyrir því að glimmerhúðaður Instagram-reikningur sýni ekki raunverulegt líf einstaklingsins þótt það sýni til dæmis stíl og áhugamál viðkomandi. Ég tók mig til og eyddi öllum slíkum reikningum út, eða þá þeim sem hafa ruglandi áhrif á mig og mitt hugarfar og bætti við hellingi af „body positivelf  love-reikningum. Það er mikil vitundarvakning á Instagram að mínu mati, sem er mjög nauðsynlegt.“

Frelsi að elska líkama sinn eins og hann er

Hefur þú til dæmis sjálf staðið þig að því að vera ekki ánægð með myndir, eyða þeim eða stilla þér upp á grennandi hátt?

„Já, svo sannarlega, hugur okkar vinnur á mjög óskiljanlegan hátt, það er undir okkur komið að hafa stjórn og vera samkvæm sjálfum okkur. Ég hef glímt við líkamsímyndunarröskun og átröskun frá því ég man eftir mér. Það er alls ekkert óeðlilegt við það að mínu mati að gleyma sér af og til og halda að maður verði að fara eftir þessum stöðlum. Samfélagið hefur kennt okkur það frá því við vorum börn og það er einmitt ástæðan fyrir þessu stóra vandamáli sem við stöndum frammi fyrir í dag og höfum gert síðustu aldir.“

Hvað er til umræðu í hópnum? 

„Umræðan snýr mikið að hvað felst í sjálfsást og jákvæðri líkamsímynd. Mismunandi skoðanir, flestallar jákvæðar og uppbyggjandi. Vilji flestra er að hvetja áfram og fræða með mismunandi sjónarhornum og reynslu sem er mjög mikilvægt. Ég sé strax að síðan er að skila sér og boðskapurinn er að hafa áhrif sem er frábært. Ég hef sett innlegg hvað ég tel vera sjálfsást en mín upplifun er sú að við erum öll bara að taka skrefið og átta okkur enn betur á vandamálinu sem er æðislegt.

Ég er að læra mjög mikið sjálf og er það einmitt vegna þess að mismunandi sjónarhorn fá rými til að blómstra. Ég til dæmis deildi fyrir og eftir mynd, ekki þessum hefðbundnu myndum, heldur á fyrri myndinni er ég illa haldin af átröskun og verulega veik andlega. Á seinni myndinni er ég í bata með magann minn, læri og allt tilheyrandi. Það er svo mikið frelsi að komast á þennan stað að byrja virða og elska líkama sinn hvernig sem hann lítur út hvenær sem er yfir ævina.“

„Líkaminn okkar breytist fram og aftur yfir ævina og því engin ástæða að bíða eftir því að líta út eins og samfélagið samþykkir okkur, heldur læra að elska okkur hér og nú. Byrja að einblína á allt það sem líkaminn getur gert fyrir okkur en ekki aðeins hvernig hann á að líta út til að þóknast óraunhæfum staðalímyndum.“ 

Linkur á Jákvæð Líkamsímynd á Facebook. 

View this post on Instagram

Just trying out new poses 👀 það sem hjálpar mèr rosalega mikið í Self-love ferðalaginu, er að gefa mèr tíma til þess að kynnast líkamanum mínum. Mynda mig í allskonar sjónarhornum þar til það hættir að vera erfitt og þar til ólík sjónarhorn líkamans hætta að triggera mig vegna þess að þau stemma ekki við staðalímyndir samfélagsins. Èg er svo þakklát fyrir að hafa líkama sem virkar, sem gefur mèr það að ganga í dagsins verk, faðma börnin mín, ferðast, liggja í fanginu á manninum mínum, teikna, mála veggina ( reyndar leiðinlegasta sem èg geri, but still ) svo margt sem èg er þakklàt fyrir. Þakklát fyrir breytinguna í samfèlaginu! Baby steps!! Hef óbiland trú á okkur, við munum fella þessar óraunhæfu staðalímyndir! Og allra síst er èg er þakklàt fyrir að hafa stjórn á átröskuninni sem heiltók lífið mitt gjörsamlega, tók frá mèr dýrmætan tíma þar sem èg hrærðist í ranghugmyndum og festist í átröskunarfangelsi þar sem èg bar enga virðingu fyrir líkamanum mínum, èg svelti hann, skaðaði og talaði niður til þar til èg var hætt að finna tilfinningar til líkama míns. Það var ekki fyrr en líkami minn bar og mótaði gullfallegu rauðrófuna mína sem èg áttaði mig á hversu undursamlega sköpuð við erum. Hversu heppin við erum að hafa líkama, því hvað værum við án líkama ? Við höfum einn. Lærum að elska hann, èg veit að það er óhugsandi fyrir marga, en èg veit að það er hægt, svo hold on! Èg hef óbilandi trú á ykkur ❤️💪🏻 #selflove #bodypositive #jákvæðlíkamsmynd #love #bodylove

A post shared by ᴱ ᴿ ᴺ ᵁ ᴸ ᴬ ᴺ ᴰ (@ernuland) on Sep 13, 2018 at 2:23pm PDT

mbl.is

„Fatnaður er strigi innra ástands“

05:30 Sunneva Ása Weisshappel er einn áhugaverðasti búningahönnuður samtímans. Hún fyrirlítur stefnu tískuheimsins en vill að tilvist hennar gefi konum kraft og hjálpi til við að víkka einlita heimsmyndina sem er að mestu sköpuð af valdakörlum að hennar mati. Meira »

Gjöf sem nýtist ekki er sóun

Í gær, 23:00 „Sem dæmi um óheppilegar jólagjafir mætti nefna það þegar fyrirtæki gefur 5.000 kr. gjafabréf í verslun þar sem ódýrasta varan kostar 15.000 kr. Það sama má segja um að gefa ferðatösku í jólagjöf til starfsfólks sem fer reglulega til útlanda og á að öllum líkindum slíka tösku.“ Meira »

Krónprinsessurnar í sínu fínasta pússi

Í gær, 19:00 Mette-Marit krónprinsessa Noregs og Mary krónprinsessa Danmerkur tóku fram sína fínustu kjóla þegar þær mættu í afmæli Karls Bretaprins. Meira »

Haldið ykkur: Weekday opnar á Íslandi

Í gær, 14:29 Fataverslunin Weekday mun opna í Smáralind vorið 2019. Verslunin er í eigu Hennes & Mauritz en nú þegar hafa þrjár H&M-búðir verið opnaðar á Íslandi, þar á meðal ein í Smáralind. Meira »

Sölvi Snær og fjölskylda selja á Nesinu

Í gær, 12:38 Sölvi Snær Magnússon listrænn stjórnandi NTC og Kristín Ásta Matthíasdóttir flugfreyja hafa sett sína fallegu hæð á sölu.   Meira »

Getur fólk í yfirvigt farið í fitusog?

Í gær, 10:00 „Ég er með mikil bakmeiðsl og er í yfirvigt. Mig langar að vita hvort hægt sé að fara í fitusog til að minnka magann?“  Meira »

Egill er fluttur eftir 37 ár í gamla húsinu

í gær Egill Ólafsson flutti nýlega í útsýnisíbúð við sjóinn eftir að hafa búið í sama húsinu í 37 ár. Í dag býr hann á þremur stöðum, í 101, í bát og í Svíþjóð. Meira »

5 mistök sem fólk sem vill léttast gerir

í fyrradag Ef markmiðið er að léttast er best að byrja á mataræðinu enda gerist lítið ef mataræðið er ekki í lagi, jafnvel þótt þú hamist í ræktinni. Meira »

Fáðu tónaða handleggi eins og Anna

í fyrradag Anna Eiríksdóttir er þekkt fyrir sína vel þjálfuðu og tónuðu handleggi. Hér sýnir hún hvernig hún fer að því að láta þá líta svona út. Meira »

Hildur Eir og Heimir skilin

í fyrradag Hildur Eir Bolladóttir prestur í Akureyrarkirkju og eiginmaður hennar, Heimir Haraldsson, eru skilin. Hún greinir frá því á Facebook-síðu sinni. Meira »

Útvaldar máluðu Omaggio-vasa

í fyrradag Nokkrar útvaldar smekkskonur mættu í Epal í Skeifunni og gerðu sína eigin útgáfu af einum vinsælasta vasa landsins, Omaggio-vasanum frá Kähler. Reyndi á listræna hæfileika kvennanna enda erfiðara að mála rendurnar frægu á vasana en fólk heldur. Meira »

Hátíðalína Chanel fær hjartað til að slá

í fyrradag Meira er meira að mati Chanel fyrir jólin en hátíðarlína franska tískuhússins í ár nefnist Le Libre Maximalisme de Chanel. Innblástur förðunarlínunnar er sóttur í stjörnumerki Gabrielle Chanel, ljónið, og einkennast litirnir af djúpum gylltum og málmkenndum tónum. Meira »

Fór úr sínu versta formi yfir í sitt besta

í fyrradag Díana Hrund segir líklegt að hún hefði verið löngu búin að gefast upp á lífsstílsbreytingu sinni ef hún hefði mælt árangurinn á vigtinni. Meira »

Fröken Fix hannaði eldhúsið

15.11. Sesselja Thorberg, innanhússhönnuður og eigandi Fröken Fix, hannaði eldhús fyrir fjölskyldu í Reykjavík. Hún segir að eldhúsið sé blanda af nokkrum þáttum. Meira »

10 atriði sem menn ljúga um á stefnumótum

14.11. Það er ekki sniðugt að ljúga um hjúskaparstöðu á stefnumótum en fjölmargir karlar eru sekir um þá lygi. Enn fleiri hafa þó logið til um fjölda rekkjunauta. Meira »

Á ég að stofna fyrirtæki eða ekki?

14.11. „Núna stend ég á krossgötum þar sem ég er að klára háskólanám í desember og hef lengi vel verið með þá flugu í hausnum að stofna fyrirtæki. Núna er flugan farin að fljúga hraðar þar sem við erum núna tveir úr náminu sem erum að hugsa um að stofna fyrirtæki saman, og hugmyndin því komin skrefinu lengra.“ Meira »

Sprautaði barnaolíu í varirnar

14.11. Barbie-fyrirsætan Kerry Miles er ekki hætt að fara í fegrunaraðgerðir þrátt fyrir að barnaolíu var sprautað í varir hennar.   Meira »

Ert þú með einkenni vinnustress?

14.11. „Fólk gengur um með vinnusíma þar sem tölvupósturinn dettur inn allan daginn. Með tilkomu snjallsímanna getur „netrúntur“ í símanum hreinlega orðið að áráttu eða fíkn. Margir hafa tilhneigingu til að „athuga“ í sífellu hvort eitthvað hafi gerst og áður en þeir vita af er vinnupósturinn orðinn fastur liður í netrúntinum, líka þegar heim er komið.“ Meira »

Komdu í veg fyrir að þykkna um jólin

14.11. „Við könnumst flest við að borða aðeins of mikið yfir jólahátíðina. Þetta einfalda ráð sem ég ætla að deila með þér í dag gæti verið lausnin til að fyrirbyggja ofát og sleppa þannig við aukakílóin og slenið sem því fylgir,“ segir Júlía. Meira »

Forsetafrúrnar flottar í tauinu

14.11. Brigitte Macron og Melania Trump hittust um síðustu helgi í sínu fínasta pússi. Sú franska var töff að vanda en frú Trump í öllu hefðbundnari klæðnaði. Meira »

Hversu oft á að stunda kynlíf?

13.11. Er ég að stunda nógu mikið kynlíf? Þetta er spurning sem fólk veltir fyrir sér hvort sem það er hamingjusamt eða ekki.   Meira »