Ballett fer aldrei úr tísku

Lára segir ballett gefa mjög góðan grunn.
Lára segir ballett gefa mjög góðan grunn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lára Stefánsdóttir lætur til sín taka og kennir pilates í eigin rekstri og hot barre fit-tíma í Hreyfingu. Hún byggir á grunni sínum sem klassískur dansari og segir að ef þú hafir ekki tíma fyrir heilsuna í dag þá hafi heilsan ekki tíma fyrir þig á morgun. 

Lára dansari hefur komið víða við enda ferðast mikið á ferli sínum sem dansari, danshöfundur og kennari. Hún stundaði listdansnám bæði hérlendis og erlendis til margra ára og varð ung atvinnudansari við Íslenska dansflokkinn sem hún léði krafta sína í yfir 20 ár.

Ballett gefur góðan grunn

Árið 2003 fékk Lára diplómu í klassísku pilatesi frá virtu pilatesstúdíói í Den Haag í Hollandi. Í framhaldinu hefur hún tekið ýmis pilatesnámskeið og önnur námskeið sem tengjast líkama, hug og sál. Þá lauk Lára mastersnámi í danssmíði frá Middlesex University í London árið 2007.

Hún segir ballettnám gefa góðan grunn. „Bæði fyrir annað nám og ólík störf því að til að ná árangri í ballett er mikilvægt að rækta með sér eiginleika eins og einbeitingu, aga og þolinmæði. Ballettinn er að mínu mati erfiðasta æfingaformið en hann hefur mjög ákveðið form og línur sem þarf að fylgja til að ná settu marki í hreyfingunum. Fyrir utan að auka styrk og teygjanleika líkamans hefur hann yfirbragð fágunar, þokka og fegurðar sem gaman er að njóta á allan hátt. Þeir sem hafa stundað ballett að einhverju ráði taka þá þekkingu með sér inn í alla hreyfingu síðar á lífsleiðinni.“

Lára Stefánsdóttir með Leu Carolínu ballerínu í einkatíma.
Lára Stefánsdóttir með Leu Carolínu ballerínu í einkatíma. mbl.is/Kristinn Magnússon

Pilates styrkir miðjuna

Hvað er pilatesæfingakerfi og hvað hefur það gefið þér sem kennara og iðkanda?

„Pilatesæfingakerfið skilar árangri. Pilates er bæði skynsamlegt og skemmtilegt æfingakerfi þar sem gæði og nákvæmi eru höfð í fyrirrúmi. Æfingarnar gefa þér aukinn styrk og teygjanleika. Hver æfing er endurtekin að vissu þolmarki og áhersla lögð á að hún sé gerð í réttu samhengi. Átakið er alltaf innan frá og út og krefst einbeitingar. Á vissan hátt tengist pilateskerfið ballettinum hvað varðar einbeitingu, aga og þolinmæði því æfingarnar eru gerðar innan frá og út, þ.e.a.s. hugur og líkami vinna alltaf saman. Þótt það sé enginn hasar í þessu er þetta í raun rosalega skemmtilegt æfingakerfi. Þú ert alltaf að uppgötva eitthvað nýtt í sömu æfingunni og má segja að þú sért í ákveðinni rannsóknarvinnu með hug og líkama í pilatestíma. Síðan ferðu með þessa vinnu út í lífið eftir tímann.

Betra kynlíf með Pilates

„Dancing longer, staying stronger“ er bók um pilates. Titillinn lýsir því hvað pilates getur gert fyrir dansarann. Bæði námið og regluleg ástundun hefur breytt sýn minni á hreyfingu og á líf mitt sem dansara. Æfingarnar eru góð forvörn gegn meiðslum í dansi, íþróttum og hversdagslegum athöfnum í lífi og starfi. Meðvitundin um sterka miðju innan frá og út er málið og styður við svo margt.

Miðjan er þvílíkt orkubú fyrir okkur og þetta orkubú er kallað „powerhouse“ í pilates.

Sterkt og öflugt „powerhouse“ eru vel þjálfaðir djúpvöðvar kviðarins, mjaðmir, rass, læri og herðablöðin eða vængirnir okkar.

Góð tenging við miðjuna getur stuðlað að betra sjálfstrausti. Það er með hreyfinguna eins og aðra hluti í lífinu; það er ekki nóg að hafa þekkinguna heldur þarf að koma þekkingunni í framkvæmd og finna þannig fyrst árangurinn í raun á sjálfum sér. Það verður sem sagt að gera æfingarnar til að koma „powerhouse“ í gang.

Þar fyrir utan þá styrkja æfingarnar grindarbotnsvöðvana til muna sem leiðir t.a.m. til betra kynlífs.

Pilates sjálfur sagði að ástand hryggjarins segði meira til um aldur okkar en aldurstalan,“ segir Lára og bætir við: „Jósef Pilates ( d. 1967) eyddi yfir 50 árum ævi sinnar í að vinna að sérstöku æfingakerfi til að hjálpa fólki að öðlast andlegt og líkamlegt jafnvægi. Fólk á öllum aldri, úti um allan heim, hefur gert pilates að sínu aðalæfingakerfi.“

Hot barre fit-tímarnir

Lára kennir einnig hot barre fit í Hreyfingu. Hvað getur hún sagt okkur um það æfingaform?

„Ég byggi hot barre fit-tímana í Hreyfingu á ballett-stangaræfingum og pilates. Ég fylgist vel með í tímunum að allir læri að beita líkama sínum á réttan hátt.“

Hvernig lifir þú lífinu til að efla líkama og sál?

„Mér finnst gott í upphafi dags að minna mig á hver ég er og að mitt besta í dag er alveg nóg. Ég vinn markvisst að því að láta stress ekki ná tökum á mér, því streita er án efa einn af mest heilsuspillandi þáttum nútímans. Mér finnst gott að minna mig á að við erum öll hluti af stóru samhengi, alheimsorkunni. Allt er orka og við í þróaðri menningarsamfélögum getum svo sannarlega valið í hvaða orku við viljum dvelja eða lifa við, þ.e. í neikvæðri eða jákvæðri orku. Ég stunda alltaf holla og góða hreyfingu, borða eins hollt og unnt er, tek góðar olíur og vítamín inn og iðka ýmsa aðra hluti sem veita mér ánægju og efla andann. Ég gæti talið upp margt en að taka þátt í skapandi verkefnum hefur verið ein af mínum ástríðum í gegnum tíðina. Ég tel að það sé mjög nauðsynlegt að efla andann jafnt sem líkama og hug.“

Ballettinn er að mati Láru erfiðasta æfingaformið en hann hefur ...
Ballettinn er að mati Láru erfiðasta æfingaformið en hann hefur mjög ákveðið form og línur sem þarf að fylgja til að ná settu marki í hreyfingunum að hennar mati. mbl.is/Kristinn Magnússon

Finndu þína eigin rödd

Áttu ráð til þeirra sem langar að vera besta útgáfan af sér í þessu lífi?

„Það eru allir listamenn einstakir og sérstakir á sinn hátt. Ég tel mikilvægt að skapa sitt eigið líf í stað þess að gera eins og aðrir vilja, það gerir okkur einstök og þannig verðum við besta útgáfan af okkur.

Fyrirmyndir eru af hinu góða en samanburður er aldrei af hinu góða. Eins er mikilvægt að gera ekki öðrum til geðs og láta lífið snúast um að uppfylla væntingar annarra. Þinn hugur, þitt hjarta veit hvað er rétt fyrir þig. Auglýsingar, sjónvarp og netið gefa skakka mynd að mínu mati. Inni í okkur öllum er kjarni sem við getum fundið sem segir hvað við erum sköpuð til að gera, sem er okkar innlegg í að gera heiminn að betri stað. Japanska ljóðskáldið Ryohan segir svo fallega: „If you want to find the meaning, stop chasing after so many things.““

Lára segir að hún standi frammi fyrir sínum eigin tilfinningum: „Ekki flýja tilfinningar þínar, stattu frammi fyrir þeim og skoðaðu þær. Við þurfum að hafa þolinmæði til að takast á við þær þangað til við verðum sátt. Ef þörfin kallar er hægt að byrja á nýjum reit hvenær sem er og búa til nýtt listaverk með þér í aðalhlutverki.“

Lára er meðvituð um að við lifum á tímum þar sem hraðinn og breytingarnar hafa aldrei verið meiri. Möguleikarnir á að komast áfram virðast endalausir en tilhugsunin um það veldur oft of miklu stressi og það tekur frá okkur friðinn til að tengjast innri kjarna og vera besta útgáfan af okkur sjálfum.

Lára Stefánsdóttir með Ara Jónssyni, sem er ungur hæfileikaríkur ballettdansari.
Lára Stefánsdóttir með Ara Jónssyni, sem er ungur hæfileikaríkur ballettdansari. mbl.is/Kristinn Magnússon

Rétt jákvæð orka

„Ef við erum besta útgáfan af okkur sjálfum þá leiðumst við líka inn í réttu jákvæðu orkuna hvað varðar fólk, athafnir og atburðarás. Þú munt finna orkuna sem hentar þér og er einmitt fyrir þig.“

Hvernig er þitt mataræði?

„Minn matur er frekar einfaldur og næringarmikill. Ég elska olíur, hvort sem er til inntöku eða til að bera á sig. Mér finnst mikilvægt að næra allt, hvort sem það er innvortis eða útvortis, þ.e. heila, húð, hár, bein, vöðva og önnur líffæri. Ég borða í raun flestan mat en hef það að leiðarljósi að allt er gott í hófi, þ.e. mér finnst smá sykur, hveiti og salt í góðu lagi. Fiskur, trefja- og prótínríkur matur er í uppáhaldi.

Ég reyni að hafa jafnvægi á þessu með kolvetnin, prótínin, fituna o.s.frv. Annars er matur ekki áhugamál hjá mér og ég hugsa voðalega lítið um mat yfirhöfuð. Finnst gaman að borða góðan mat en hef engar nautnir á því sviði.“

Hvað skiptir þig mestu máli í lífinu?

„Að vera besta útgáfan af sjálfri mér með því að vera listamaður í eigin lífi. Að gera það sem ég elska, gera það sem ég er góð í, gera það vel sem mér er borgað fyrir, gera það sem ég held að heimurinn þarfnist. Að vera í gleði og hafa kærleiksríkt opið hjarta. Rækta garðinn minn og hlúa að honum. Vera opin með tilfinningar því þær eru ekki til að skammast sín fyrir heldur til að lifa með og dvelja í, hvort sem þær eru súrar eða sætar.“

Lára er kennari af lífi og sál.
Lára er kennari af lífi og sál. mbl.is/Kristinn Magnússon
Að vera listamenn í eigin lífi, er mikilvægt að mati ...
Að vera listamenn í eigin lífi, er mikilvægt að mati Láru. mbl.is/Kristinn Magnússon
Lea Carolína er ótrúlega hæfileikarík þrátt fyrir ungan aldur.
Lea Carolína er ótrúlega hæfileikarík þrátt fyrir ungan aldur. Kristinn Magnússon
Það er gaman að dansa ballett.
Það er gaman að dansa ballett. mbl.is/Kristinn Magnússon
Sterk miðja skiptir máli í ballett.
Sterk miðja skiptir máli í ballett. mbl.is/Kristinn Magnússon
Falleg líkamsstaða skiptir máli í ballett.
Falleg líkamsstaða skiptir máli í ballett. mbl.is/Kristinn Magnússon
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Öll leynitrixin í bókinni fyrir karlana

14:00 „Það er nú bara þannig að við karlarnir erum jú orðnir mun meira metro en fyrir einhverjum árum og ég vil meina að okkar metro tími hafi samt sem áður farið að kikka inn fyrir u.þ.b. 20 árum eða þegar ég var á hátindi míns hárferils.“ Meira »

Svona hefur gardínutískan þróast

11:00 Guðrún Helga Theodórsdóttir fékk sitt fyrsta starf níu ára en hún hefur allar götur síðan unnið í fjölskyldufyrirtækinu Z-brautum og gluggatjöldum. Foreldrar hennar stofnuðu fyrirtækið eftir að faðir hennar hafði gengið í hús til þess að kynna gardínukappa. Meira »

„Ég var feit sem barn“

05:00 Radhi Devlukia Shetty átti erfitt með þyngdina þegar hún var ung stúlka. Sumir eru á því að ef Dalai Lama og Oprah Winfrey hefðu átt barn væri það hún. Meira »

Vertu í þínu pínasta pússi um páskana

Í gær, 23:59 Óþarfi er að kaupa nýjan fatnað fyrir páskahátíðina. Fylgihlutir geta verið það eina sem þarf til.   Meira »

Þetta ljúga konur um í kynlífi

Í gær, 18:00 Fæstir eru 100 prósent heiðarlegir við bólfélaga sína. Konur ljúga ekki endilega til um kynferðislega ánægju.  Meira »

Arnar Gauti mætti á nýja staðinn í Mosó

í gær Blackbox opnaði nýjan stað í Mosfellsbæ og áður en staðurinn var formlega opnaður mættu Arnar Gauti, Ásgeir Kolbeins, Jóhannes Ásbjörnsson, Hulda Rós Hákonardóttir, Skúli á Subway og fleiri til að smakka. Meira »

Þetta er hollasta fitan sem þú getur borðað

í gær Krabbamein er algeng dánarorsök sem einkennist af stjórnlausum vexti fruma í líkamanum. Rannsóknir hafa sýnt að fólk í Miðjarðarhafslöndum er í hlutfallslega minni hættu á að fá krabbamein og sumir hafa getið sér þess til að ólífuolía hafi eitthvað með þetta að gera. Meira »

Klæddu þig upp á í kjól um páskana

í gær Ljósir rómantískir kjólar eru í tísku þessa páskana. Gulur er að sjálfsögðu vinsæll litur á þessum árstíma. En fleiri litir koma til greina. Meira »

Andlega erfitt að grisja og flytja

í gær Listakonan Anna Kristín Þorsteinsdóttir hefur enga tölu á því hversu oft hún hefur flutt um ævina en síðustu tíu árin hefur henni þó tekist að skjóta rótum á sama stað. Meira »

Hilmar hætti að drekka og fékk nýtt líf

í fyrradag Hilmar Sigurðsson sneri lífi sínu við eftir að hafa farið í meðferð í Hlaðgerðarkoti. Hann segir alkóhólismann vera sjálfhverfan sjúkdóm og ein besta leiðin til að sigrast á honum sé að hjálpa öðrum. Meira »

Ætlar að nýta páskana í að mála

í fyrradag Elsa Nielsen, grafískur hönnuður og eigandi Nielsen hönnunarstofu, býr á Seltjarnarnesi ásamt eiginmanni og þremur börnum.  Meira »

Maja heldur kolvetnalausa páska

19.4. Anna María Benediktsdóttir eða Maja eins og hún er vanalega kölluð skreytir fallega hjá sér fyrir páskana. Hér gefur hún nokkur góð ráð, meðal annars hvernig upplifa má góða sykurlausa páska. Meira »

Getur verið að tengdó sé spilafíkill?

19.4. Ég hef staðið manninn minn að því að vera lána föður sínum peninga og oftar en ekki skila þessir peningar sér ekki. Ég hef reynt að ræða þetta við hann og alltaf segist hann sammála mér og hann ætli að hætta þessu en svo næsta sem ég veit að þá er hann búinn að lána honum meira. Meira »

Thelma hannaði töfraheim fyrir fjölskyldu

19.4. Thelma Björk Friðriksdóttir innanhússarkitekt hannaði ákaflega heillandi heimili utan um fjögurra manna fjölskyldu.  Meira »

Geggjaður retró-stíll í 101

18.4. Við Framnesveg í Reykjavík stendur 103 fm raðhús sem byggt var 1922. Búið er að endurnýja húsið mikið og er stíllinn svolítið eins og að fólk gangi inn í tímavél. Meira »

Páska skraut á skandinavíska vísu

18.4. Skandinavísk hönnun er vinsæl víða. Páskaskraut á skandinavíska vísu er vinsælt um þessar mundir, sér í lagi á meðal þeirra sem aðhyllast minimalískan lífsstíl. Það er ódýrt og fallegt að setja saman það sem til er á heimilinu og skreyta þannig fyrir páskana. Meira »

Svona heldur þú heilsusamlega páska

18.4. Þegar fólk breytir um lífsstíl og mataræði á það stundum erfitt með að takast á við hátíðir eins og páskana, því þá vill það sogast inn í gamlar hefðir og vana. Meira »

Svona býrðu til „Power Spot“

18.4. Japanski tiltektarsnillingurinn Marie Kondo fer eins og stormur um heiminn með heimspeki sína sem fjallar í stuttu máli um að einfalda lífsstílinn og halda einungis í það sem veitir ánægju. Meira »

Kærastinn spilar rassinn úr buxunum

18.4. „Þannig er að kærastinn minn er að eyða nánast öllum peningunum sínum í alls konar veðmál á netinu. Hann segir að þetta séu alls konar íþróttaleikir en vill ekki sýna mér nákvæmlega hvað þetta er og kannski skiptir ekki máli. Aðaláhyggjurnar mínar eru að síðustu mánuði hef ég verið að borga alla reikninga þar sem hann er búinn að eyða sínum og hann afsakar þetta með hinu og þessu.“ Meira »

10 gul dress sem minna ekki á páskaunga

17.4. Tískulöggur hafa gefið grænt ljós á gult frá toppi til táar en það er þó hægara sagt en gert ef þú vilt ekki líta út eins og fugl ofan á páskaeggi. Meira »

Fór á svakalegan megrunarkúr

17.4. „Ég er svöng,“ segir Beyoncé í nýrri heimildarmynd þar sem hún segist hafa hætt að borða brauð, sykur, kolvetni, mjólkurvörur, fisk og kjöt til þess að komast í form eftir barnsburð. Meira »