Fór til Noregs eftir hrun en kennir nú jóga

Bríet Birgisdóttir starfaði í 10 ár á gjörgæslu í Noregi ...
Bríet Birgisdóttir starfaði í 10 ár á gjörgæslu í Noregi og á Íslandi. mbl.is/Valgarður Gíslason

Bríet Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur sérhæfir sig í námskeiðum í jóga og svefni hjá Heilsu og Spa. Reynsla hennar spannar allt frá gjörgæsludeild spítalanna yfir í lýðheilsuverkefni í samstarfi við norska hamingjusérfræðinga. Hér er skyggnst á bakvið tjöldin hjá þessari áhugaverðu konu. 

Bríet er með meistaragráðu í lýðheilsu. Jóga hefur hinsvegar orðið mikilvægur hluti af lífi hennar undanfarin ár. Bríet er margt til lista lagt og brennur fyrir því sem bætir heilsu og eykur lífshamingju fólks.

Forvarnir mikilvægar

Hún starfaði í 10 ár á gjörgæslu í Noregi og Íslandi. „Á gjörgæslu dvelja sjúklingar sem margir hverjir eru með lífið á bláþræði. Það var oft erfitt að sjá ungt og frískt fólk örkumlast eða deyja vegna slysa eða sjúkdóma, sérstaklega þegar maður veit að í mörgum tilfellum hefði verið hægt að koma í veg fyrir áföllin, segir Bríet og heldur áfram. „Þetta starf varð kveikjan að framhaldsnámi mínu í lýðheilsu. Það eru ótal úrræði bæði sem einstaklingar og samfélagið geta nýtt sér til þess að sporna við ótímabærum sjúkdómum og slysum. Sumir eiga auðvelt með að tileinka sér það sem eflir og bætir lífsgæðin á meðan að aðrir þurfa smá hjálp til að halda sér réttu megin við línuna.“

Bríet hefur búið samtals 13 ár í Noregi, en flutti heim haustið 2017. Síðustu árin í Noregi starfaði hún sem „Frisklivskoordinator“ sem mætti þýða sem heilsu- og forvarnafulltrúi.

„Norðmenn eru komnir langt á veg með frábært forvarnastarf sem hefur hjálpað mjög mörgum á vegferð sinni að bættri heilsu,“ segir Bríet. Starfsemin á „Frisklivssentral“ eða Heilsueflingarstöð er mjög margþætt og endurspeglar samfélagið sem nýtir sér aðstöðuna. „Starfsemin spannar allt frá hlaupahópum og námskeiðum um mataræði til svefnnámskeiða.“

Lærði jóga hjá YogaWorks

„Í kjölfar kreppunnar 2009 fluttum við fjölskyldan til Noregs á nýjan leik eftir að hafa búið á Íslandi í 6 ár. Það var fyrir okkur eins og marga aðra erfiður tími sem reyndi mjög á andlegu hliðina. Ég hafði alltaf verið dugleg að hreyfa mig, hljóp mörg hálfmaraþon og styttri hlaup. En það var ekki fyrr en ég byrjaði í jóga að ég áttaði mig á hversu öflug bæði andlegu og líkamlegu áhrifn af jóga væru.

Ég var svo lánsöm að hitta fyrir tilviljun á kennara sem hafði jógakennararéttindi frá YogaWorks, hans tímar voru mun betri en hjá öðrum kennurum að mínu mati og mér leið alltaf vel í líkamanum þegar tímanum lauk. Þegar ég svo ákvað að ná mér í jógakennara-menntun var það bara YogaWorks sem kom til greina.“

Bríet segir jógað hafa alltaf tekið meira og meira pláss í hennar lífi. „Í byrjun ætlaði ég bara að nota kennararéttindin til þess að kenna á „Frisklivssentralen“ en áður en ég vissi af var ég komin af stað með mína eigin litlu jógastöð í Noregi, komin með 500 tíma af kennsluréttindum auk réttinda til að kenna meðgöngujóga. Ég varði meiri og meiri tíma í að kenna jóga, læra jóga og fór á ótal vinnustofur og jóganámskeið. Maður verður aldrei útlærður í jóga, ég verð alltaf nemandi í jóga,“ segir hún.

Bríet hefur aldrei verið í betra formi en einmitt núna.
Bríet hefur aldrei verið í betra formi en einmitt núna. mbl.is/Valgarður Gíslason

Jógað gefur mest tilbaka

Bríet hefur ákveðið að setja krafta sína í það sem gefur henni mest til baka í lífinu. Hún samtvinnar þessari vinnu verkefni sem á uppruna í Noregi og tengist hamingju.

Í Noregi fékk Bríet styrk til að koma af stað námskeiði um hamingju. „Hugmyndin kom upp vegna þess að mig langaði að hanna námskeið sem væri upplyftandi og ekki miðað að einhverjum sjúkdómi. Mig langaði að bjóða fólki til þess að vinna með bjargráð í stað þess að tala um vandamálin sem það var að glíma við. Ég nýtti mér verkefni sem er upprunnið í Englandi og kallast „Five ways of wellbeing“ og er byggt á fjölda rannsókna um lífshamingju.

Í sínu allra besta formi

Þetta hamingjunámskeið tók svo stóran vaxtarkipp þegar ég hafði samband við „Rådet for psykisk helse“, samtök í Noregi sem sérhæfa sig í rannsóknum og útgáfu á efni sem tengist andlegri heilsu. Þeim leist vel á Hamingjunámskeiðið sem var í samræmi við önnur verkefni þeirra og vildu setja allt í gang til þess að koma þessu námskeiði til sem flestra í Noregi. Þannig fengum við til liðs við okkur fremstu sérfræðinga á sviði hamingjurannsókna og jákvæðrar sálfræði. Stefnt er að því að hefja formlega hamingjunámskeiðin í byrjun árs 2019.

Hamingjujógað er byggt á þessum námskeiðum þar sem ég flétta inn í jóganámskeiðin því sem sýnt hefur verið fram á að gefi okkur aukna lífshamingju.“

Bríet er 47 ára og í sínu allra besta formi. Hún segir andlegt sem og líkamlegt form sitt í jafnvægi. „Jóga sameinar huga og líkama, þar finn ég róna og hamingjuna. Streita og stanslaus eltingaleikur við ytra umhverfi okkar er lykillinn að ójafnvægi á líkama og sál.“

Svefnnámskeið vinsæl

Námskeiðin sem Bríet heldur eru vinsæl. Hún mun nú bjóða upp á meðgöngujóga, svefnnámskeið sem og hamingjujóga í vetur.

Hvað getur þú sagt mér um svefnnámskeiðið?

„Ég nýti mér reynslu mína af svefnnámskeiðum sem ég hélt í Noregi en bæti við góðum og áhrifaríkum jógastöðum sem þykja góðar fyrir svefninn. Svefnleysi er vandamál fyrir mjög marga en fræðsla og upplýsingar um hvað eykur gæði svefnsins hefur hjálpað mörgum til þess að ná tökum á góðum svefni. Þannig mun ég byggja námskeiðin upp á fræðslu og góðum jógaæfingum sem styðja við góðan svefn. Margir eru stressaðir yfir því að sofa ekki nóg, en það er mjög misjafnt hversu mikinn svefn hver og einn þarf. Af þessum ástæðum notum við sem dæmi svefndagbók til að rýna í svefnmynstur hvers og eins,“ segir hún að lokum.

Bríet nýtir sér reynsluna af svefnnámskeiðum sem hún hélt í ...
Bríet nýtir sér reynsluna af svefnnámskeiðum sem hún hélt í Noregi, en bæti við góðum og áhrifaríkum jógastöðum sem þykja góðar fyrir svefninn. ValgardurGislason,Valgarður Gíslason
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Veganvænir hárlitir sem endurlífga hárið

05:00 Lilja Ósk Sigurðardóttir er hrifin af öllu sem er vegan og þess vegna varð hún að prófa ný hárskol frá Davines því þau eru ammóníaklaus. Meira »

Finnur til eftir samfarir - hvað er til ráða?

05:00 „Ég er búin að vera i sambandi í 2 ár og mjög oft fengið sveppasýkingu/þvagfærasýkingu. Veit ekki alveg muninn, en hef fengið þetta svona 10-15 sinnum og oft slæmt degi eftir samfarir.“ Meira »

Fetaði óvart í fótspor Sigmundar Davíðs

Í gær, 21:30 Þingkona í Bandaríkjunum tók upp á því á dögunum að mæta í ósamstæðum skóm í vinnuna. Hún er ekki eini stjórnmálamaðurinn sem hefur tekið upp á því. Meira »

Birgitta mætti með nýja hundinn sinn

Í gær, 18:18 Það var margt um manninn á viðburði í verslun 66°Norður á Laugavegi á föstudaginn þar sem því var fagnað að sumarlína 66°Norður og danska kvenfatamerkisins Ganni er komin í sölu. Meira »

Lúðvík og Þóra selja höll við sjóinn

Í gær, 15:18 Lúðvík Bergvinsson og Þóra Gunnarsdóttir hafa sett falleg hús sem stendur við sjóinn á sölu. Fasteignamat hússins er rúmlega 121 milljón. Meira »

Starfsmenn Árvakurs kunna að djamma

Í gær, 11:28 Það voru allir á útopnu á árshátíð Árvakurs á Grand hóteli á laugardaginn var. Boðið var upp á framúrskarandi mat og skemmtiatriði. Eins og sjá má á myndunum leiddist engum. Meira »

Stolt að eignast þak yfir höfuðið

Í gær, 09:14 Vala Pálsdóttir, ráðgjafi og formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, keypti sína fyrstu íbúð 25 ára gömul. Hún segir að þessi íbúðarkaup hafi gert hana sjálfstæða og lagt grunn að framtíðinni. Meira »

Íbúðin var tekin í gegn á einfaldan hátt

í fyrradag Það er hægt að gera ótrúlega hluti með því að breyta um lit á eldhúsinnréttingu, taka niður skáp og skipta um parket eins og gert var í Vesturbænum. Meira »

Er sólarvörn krabbameinsvaldandi?

í fyrradag Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér er hún spurð hvort sólarvörn sé krabbameinsvaldandi. Meira »

Varalitirnir sem draga úr hrukkum

í fyrradag Þegar ég opnaði svartan og glansandi kassann birtust mér sex gulllituð varalitahulstur sem hver innihéldu tæran, bjartan lit. Pakkningarnar gáfu strax til kynna að þarna væri um að ræða varaliti sem væru stigi fyrir ofan hina hefðbundnu varalitaformúlu. Meira »

Að sýsla með aleigu fólks er vandasamt

í fyrradag Hannes Steindórsson segir að starf fasteignasala sé nákvæmnisvinna og það skipti máli að fasteignasali sé góður í mannlegum samskiptum. Meira »

Konur á einhverfurófi greindar of seint

í fyrradag „Konur á einhverfurófi eru sjaldan til umræðu og langar mig að vekja athygli á því. Þegar einhverfa er í umræðunni þá snýr hún yfirleitt að strákum og maður heyrir allt of sjaldan um stúlkur í þessu samhengi. Hugsanlega spilar arfleifð Hans Asperger inn í að hluta til en hann tengdi einhverfu eingöngu við karlmenn þegar einhverfa var að uppgötvast. Meira »

Hvernig safnar fólk fyrir íbúð?

17.3. Það að eignast íbúð er stórmál og yfirleitt verður ekki af fyrstu fasteignakaupum nema fólk leggi mikið á sig og sé til í að sleppa öllum óþarfa. Meira »

Verst klæddu stjörnur vikunnar

16.3. Fataval stjarnanna á iHeart-verðlaununum í L.A. gekk misvel og hafa stjörnur á borð við Katy Perry og Heidi Klum átt betri daga. Meira »

Taktu sjálfspróf um hvort síminn sé að skemma

16.3. Ef þú ert búin/búinn að sitja í sófanum lengi og það er þetta lága suð endalaust yfir þér og síðan líturðu upp og sérð að þetta er barnið þitt, sem er að reyna að fá athygli frá þér síðasta klukkutímann. Þá er kominn tími til að leggja frá sér símann. Meira »

Svona skreytir Hrafnhildur fyrir ferminguna

16.3. Á hverju ári er eitthvert skraut vinsælla en annað. Liturinn „rose gold“ er sá litur sem margir eru að velja á þessu ári. Meðal annars Hrafnhildur Hafsteinsdóttir framkvæmdastjóri FKA sem segir að fermingarundirbúningurinn sé dásamlegur... Meira »

Myndirnar þurfa að vera góðar

16.3. Íslendingar þekkja Nadiu Katrínu Banine úr þáttunum Innlit/útlit sem sýndir voru á SkjáEinum. Þar heimsótti hún fólk og tók húsnæði í gegn. Meira »

Augnskuggarnir sem allir vilja eiga

16.3. Þegar tilkynnt var um endalok Naked-augnskuggapallettunnar voru margir sárir. Þessi tár hafa nú verið þerruð með glænýjum staðgengli hennar. Meira »

Fór óhefðbundna leið í einn besta háskóla í heimi

16.3. Það var langþráður draumur hjá Guðrúnu Svövu Kristinsdóttur að stunda nám við toppháskóla í Bandaríkjunum. Hún útskrifast með tvær meistaragráður í vor ef hún nær að fjármagna síðustu önnina. Meira »

Dagdreymir um kynlíf í sorginni

16.3. „Síðasta hálfa árið hefur mikið dunið á hjá okkur, ég missti skyndilega litlu systur mina og faðir minn veiktist alvarlega í kjölfarið. Í sorginni hef ég upplifað eitthvað sem ég gerði alls ekki ráð fyrir. Ég er með kynlíf á heilanum. Og ekki bara við manninn minn. Ég hef aldrei lent í þessu áður en ég dagdreymi endalaust um kynlíf við hina og þessa, jafnvel samstarfsmenn.“ Meira »

Louis Vuitton hættir með Jackson-línuna

15.3. Franska tískuhúsið Louis Vuitton hefur ákveðið að hætta framleiðslu á línu sem er innblásin af arfleið tónlistarmannsins Michael Jackson. Meira »