Fór til Noregs eftir hrun en kennir nú jóga

Bríet Birgisdóttir starfaði í 10 ár á gjörgæslu í Noregi ...
Bríet Birgisdóttir starfaði í 10 ár á gjörgæslu í Noregi og á Íslandi. mbl.is/Valgarður Gíslason

Bríet Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur sérhæfir sig í námskeiðum í jóga og svefni hjá Heilsu og Spa. Reynsla hennar spannar allt frá gjörgæsludeild spítalanna yfir í lýðheilsuverkefni í samstarfi við norska hamingjusérfræðinga. Hér er skyggnst á bakvið tjöldin hjá þessari áhugaverðu konu. 

Bríet er með meistaragráðu í lýðheilsu. Jóga hefur hinsvegar orðið mikilvægur hluti af lífi hennar undanfarin ár. Bríet er margt til lista lagt og brennur fyrir því sem bætir heilsu og eykur lífshamingju fólks.

Forvarnir mikilvægar

Hún starfaði í 10 ár á gjörgæslu í Noregi og Íslandi. „Á gjörgæslu dvelja sjúklingar sem margir hverjir eru með lífið á bláþræði. Það var oft erfitt að sjá ungt og frískt fólk örkumlast eða deyja vegna slysa eða sjúkdóma, sérstaklega þegar maður veit að í mörgum tilfellum hefði verið hægt að koma í veg fyrir áföllin, segir Bríet og heldur áfram. „Þetta starf varð kveikjan að framhaldsnámi mínu í lýðheilsu. Það eru ótal úrræði bæði sem einstaklingar og samfélagið geta nýtt sér til þess að sporna við ótímabærum sjúkdómum og slysum. Sumir eiga auðvelt með að tileinka sér það sem eflir og bætir lífsgæðin á meðan að aðrir þurfa smá hjálp til að halda sér réttu megin við línuna.“

Bríet hefur búið samtals 13 ár í Noregi, en flutti heim haustið 2017. Síðustu árin í Noregi starfaði hún sem „Frisklivskoordinator“ sem mætti þýða sem heilsu- og forvarnafulltrúi.

„Norðmenn eru komnir langt á veg með frábært forvarnastarf sem hefur hjálpað mjög mörgum á vegferð sinni að bættri heilsu,“ segir Bríet. Starfsemin á „Frisklivssentral“ eða Heilsueflingarstöð er mjög margþætt og endurspeglar samfélagið sem nýtir sér aðstöðuna. „Starfsemin spannar allt frá hlaupahópum og námskeiðum um mataræði til svefnnámskeiða.“

Lærði jóga hjá YogaWorks

„Í kjölfar kreppunnar 2009 fluttum við fjölskyldan til Noregs á nýjan leik eftir að hafa búið á Íslandi í 6 ár. Það var fyrir okkur eins og marga aðra erfiður tími sem reyndi mjög á andlegu hliðina. Ég hafði alltaf verið dugleg að hreyfa mig, hljóp mörg hálfmaraþon og styttri hlaup. En það var ekki fyrr en ég byrjaði í jóga að ég áttaði mig á hversu öflug bæði andlegu og líkamlegu áhrifn af jóga væru.

Ég var svo lánsöm að hitta fyrir tilviljun á kennara sem hafði jógakennararéttindi frá YogaWorks, hans tímar voru mun betri en hjá öðrum kennurum að mínu mati og mér leið alltaf vel í líkamanum þegar tímanum lauk. Þegar ég svo ákvað að ná mér í jógakennara-menntun var það bara YogaWorks sem kom til greina.“

Bríet segir jógað hafa alltaf tekið meira og meira pláss í hennar lífi. „Í byrjun ætlaði ég bara að nota kennararéttindin til þess að kenna á „Frisklivssentralen“ en áður en ég vissi af var ég komin af stað með mína eigin litlu jógastöð í Noregi, komin með 500 tíma af kennsluréttindum auk réttinda til að kenna meðgöngujóga. Ég varði meiri og meiri tíma í að kenna jóga, læra jóga og fór á ótal vinnustofur og jóganámskeið. Maður verður aldrei útlærður í jóga, ég verð alltaf nemandi í jóga,“ segir hún.

Bríet hefur aldrei verið í betra formi en einmitt núna.
Bríet hefur aldrei verið í betra formi en einmitt núna. mbl.is/Valgarður Gíslason

Jógað gefur mest tilbaka

Bríet hefur ákveðið að setja krafta sína í það sem gefur henni mest til baka í lífinu. Hún samtvinnar þessari vinnu verkefni sem á uppruna í Noregi og tengist hamingju.

Í Noregi fékk Bríet styrk til að koma af stað námskeiði um hamingju. „Hugmyndin kom upp vegna þess að mig langaði að hanna námskeið sem væri upplyftandi og ekki miðað að einhverjum sjúkdómi. Mig langaði að bjóða fólki til þess að vinna með bjargráð í stað þess að tala um vandamálin sem það var að glíma við. Ég nýtti mér verkefni sem er upprunnið í Englandi og kallast „Five ways of wellbeing“ og er byggt á fjölda rannsókna um lífshamingju.

Í sínu allra besta formi

Þetta hamingjunámskeið tók svo stóran vaxtarkipp þegar ég hafði samband við „Rådet for psykisk helse“, samtök í Noregi sem sérhæfa sig í rannsóknum og útgáfu á efni sem tengist andlegri heilsu. Þeim leist vel á Hamingjunámskeiðið sem var í samræmi við önnur verkefni þeirra og vildu setja allt í gang til þess að koma þessu námskeiði til sem flestra í Noregi. Þannig fengum við til liðs við okkur fremstu sérfræðinga á sviði hamingjurannsókna og jákvæðrar sálfræði. Stefnt er að því að hefja formlega hamingjunámskeiðin í byrjun árs 2019.

Hamingjujógað er byggt á þessum námskeiðum þar sem ég flétta inn í jóganámskeiðin því sem sýnt hefur verið fram á að gefi okkur aukna lífshamingju.“

Bríet er 47 ára og í sínu allra besta formi. Hún segir andlegt sem og líkamlegt form sitt í jafnvægi. „Jóga sameinar huga og líkama, þar finn ég róna og hamingjuna. Streita og stanslaus eltingaleikur við ytra umhverfi okkar er lykillinn að ójafnvægi á líkama og sál.“

Svefnnámskeið vinsæl

Námskeiðin sem Bríet heldur eru vinsæl. Hún mun nú bjóða upp á meðgöngujóga, svefnnámskeið sem og hamingjujóga í vetur.

Hvað getur þú sagt mér um svefnnámskeiðið?

„Ég nýti mér reynslu mína af svefnnámskeiðum sem ég hélt í Noregi en bæti við góðum og áhrifaríkum jógastöðum sem þykja góðar fyrir svefninn. Svefnleysi er vandamál fyrir mjög marga en fræðsla og upplýsingar um hvað eykur gæði svefnsins hefur hjálpað mörgum til þess að ná tökum á góðum svefni. Þannig mun ég byggja námskeiðin upp á fræðslu og góðum jógaæfingum sem styðja við góðan svefn. Margir eru stressaðir yfir því að sofa ekki nóg, en það er mjög misjafnt hversu mikinn svefn hver og einn þarf. Af þessum ástæðum notum við sem dæmi svefndagbók til að rýna í svefnmynstur hvers og eins,“ segir hún að lokum.

Bríet nýtir sér reynsluna af svefnnámskeiðum sem hún hélt í ...
Bríet nýtir sér reynsluna af svefnnámskeiðum sem hún hélt í Noregi, en bæti við góðum og áhrifaríkum jógastöðum sem þykja góðar fyrir svefninn. ValgardurGislason,Valgarður Gíslason

Síðan hrundi þegar hún birtist í kjólnum

12:15 Heimasíða ástralska tískumerkisins Karen Glee hrundi eftir að Meghan hertogaynja birtist í 150 þúsund króna kjól frá merkinu í heimsókn sinni í Sydney. Meira »

Allt á útopnu í höllinni

09:14 Gleðin var allsráðandi hjá starfsfólki upplýsingatæknifyrirtækisins Origo þegar það hélt sitt árlega haustmót, sem að þessu sinni var í Origo-höllinni að Hlíðarenda. Starfsfólk fyrirtækisins stillti saman strengi eftir sumarfrí fyrir komandi vetur. Meira »

Hætti að hræðast kolvetni

06:00 Riverdale-leikkonan Camila Mendes hætti að vera í sífelli megrun og refsa sér fyrir að borða eitthvað sem hún átti til ef hún borðaði yfir sig af kolvetnum eða nammi. Meira »

Elskhuginn lét sig hverfa

Í gær, 23:59 Því ég held að mörg okkar myndu ekki segja já við spurningunni: Er í lagi að ég komi fram við þig eins og ég hafi áhuga á þér en svo mun ég láta mig hverfa? Meira »

Rándýr trefill minnti á allt annað

Í gær, 21:00 Stundum minnir sköpun fólks helst á kvensköp. Ítalska tískuhúsið Fendi komst á dögunum í fréttir fyrir rándýran trefil sem þótti minna á píku. Meira »

Steinþór Helgi og Glódís stækka við sig

Í gær, 18:13 Steinþór Helgi Arnsteinsson og Glódís Guðgeirsdóttir hafa sett sína huggulegu íbúð á sölu en hún stendur við Grandaveg í Reykjavík. Meira »

Hvernig verður lífið betra?

Í gær, 16:00 „Hversu oft er það ekki þannig að við finnum einhvern ófrið innra með okkur en veljum að hunsa þá líðan en komumst síðan að því að við höfðum rétt fyrir okkur, varnarkerfi hjartna okkar hafði varað okkur við en við treystum ekki á það.“ Meira »

Frikki Weiss best klæddi maðurinn?

í gær Íslendingar þekkja Friðrik Weisshappel, þúsundþjalasmið og athafnamann. Nú eru Danirnir að fatta að þessi meistari er ekkert blávatn. Meira »

Pabbinn keyrður heim í löggubíl

í gær „Eiginlega datt botninn úr þessu síðast þegar löggan kom með hann heim í annarlegu ástandi. Hann varð mjög blúsaður eftir þetta, sagðist ætla að hætta en svo fór hann í veiðiferð með félögum sínum og datt í það eins og ekkert væri sjálfsagðara.“ Meira »

0,73 prósent í „stórum stærðum“

í gær Stærstu tískuhús í Evrópu stóðu sig herfilega í að sýna fjölbreytilegar líkamsgerðir þegar þau sýndu vor- og sumarlínu sína fyrir árið 2019. Meira »

Níu merki um framhjáhald

í fyrradag Er makinn að halda fram hjá? Komdu auga á hegðunarmynstur þeirra sem halda fram hjá.   Meira »

Hvenær hætta börn að vera viku og viku?

í fyrradag „Ég hef verið að velta fyrir mér með unglinga sem eiga fráskilda foreldra og búa til skiptis á báðum heimilum. Hvenær eru þeir orðnir það gamlir að það er betra fyrir þá að eiga eitt heimili og hætta að flakka á milli?“ Meira »

Megrun skilar aldrei neinu

í fyrradag Anna Eiríksdóttir, deildarstjóri í Hreyfingu, hefur áratugareynslu af því að hjálpa fólki að komast í betra líkamlegt form. Hún segir að megrun skili aldrei neinum árangri. Meira »

Leið eins ég væri að kveðja Bjössa minn

15.10. Hafdís Jónsdóttir eða Dísa í World Class eins og hún er jafnan kölluð fer með lítið hlutverk í myndinni Undir halastjörnu.   Meira »

Inga Bryndís í Magnolia selur húsið

15.10. Inga Bryndís Jónsdóttir eigandi Magnolia og eiginmaður hennar hafa sett sitt fallega einbýli við Bergsstaðastræti á sölu.   Meira »

Þetta er alveg skothelt eftir ræktina

15.10. Nýlega tók ég upp þann sið að mæta í ræktina þótt það fari eftir dögum hvort ég taki æfingu á hlaupabrettinu eða í heita pottinum. Ferill minn í líkamsrækt er jafnskrautlegur og á stefnumótamarkaðnum en líklega finnst mér skemmtilegra að velja hvað eigi að vera í íþróttatöskunni heldur en að svitna. Meira »

Himneskt kvölds og morgna

14.10. Alveg síðan Weleda var stofnað árið 1921 hefur fyrirtækið framleitt náttúrulegar húð- og líkamsvörur sem byggjast á sömu heildarsýn og antrosopísk lyf. Vörurnar styðja við góða heilsu og hafa fyrirbyggjandi eiginleika. Meira »

Notalegt heimili ofurfyrirsætu

14.10. Victoria's Secret-fyrirsætan Alessandra Ambrosio á dásamlegt heimili í Kaliforníu þar sem afslappaður stíll ræður ríkjum.   Meira »

Lykillinn að skornum maga Pinkett Smith

14.10. Jada Pinkett Smith er þekkt fyrir vöðvastæltan líkama en magaæfingarnar getur hún gert án þess að vera í ræktinni.   Meira »

Fegurðarleyndarmál Madonnu afhjúpað

14.10. Madonna hefur þróað nýtt nuddtæki sem viðheldur unglegu útliti, minnkar þrota og bólgur í andliti og líkama. Nú getur þú litið út eins og drottningin. Meira »

Snyrtivaran sem Meghan notar aldrei

14.10. Meghan hertogaynja sér um að farða sig sjálf. Daniel Martin farðaði hana á brúðkaupsdag hennar og veit hann hvað Meghan vill og vill ekki. Meira »