Hvenær er best að taka bætiefnin inn?

Guðrún Bergmann.
Guðrún Bergmann. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég fæ oft þessa spurningu frá þátttakendum á HREINT MATARÆÐI námskeiðunum mínum. Í raun er ekki til nein regla um hvenær best er að taka þau, svo ég ráðlegg fólki yfirleitt að taka þau á morgnana og svo aftur með kvöldmatnum. Sé hins vegar verið að taka inn mikið af bætiefnum er gott að dreifa þeim yfir daginn og taka þá einn skammt í hádeginu líka,“ segir Guðrún Bergmann í sínum nýjasta pistli: 

Þumalputtareglan er að taka bætiefnin með eða strax eftir mat, þar sem sum bætiefni geta valdið brjóstsviða ef þau eru tekin á fastandi maga. Ef morgunverðurinn er ekki staðgóður er ekki ráðlegt að taka mikið af bætiefnum með honum. Þá er betra að taka þau með hádegis- eða kvöldmat.

Á FASTANDI MAGA

Yfirleitt eru leiðbeiningar á umbúðum sem gefa upp hvenær best er að taka bætiefnin. Hér kemur listi yfir helstu bætiefni sem ráðlagt er að taka á fastandi maga:

1-Glutathione, sem er sérlega öflugt andoxunarefni.

2-Góðgerla, eins og Probiotic 10 góðgerlana frá NOW eða Women’s Probiotic, sem eru gerlar sem stuðla að réttri örveruflóru í leggöngum kvenna. 

3-L-Glutamine sem er amínósýra sem er aðalorkugjafi frumna ónæmiskerfisins og meltingarvegarins. Stuðlar að endurnýjun og uppbyggingu þarmaveggjanna.

4-B-vítamín eins og Ultra B-12 frá NOW, sem er í vökvaformi, en B-12 vítamín er sérlega mikilvægt fyrir heila og taugakerfið. Að auki er það nauðsynlegt til framleiðslu á rauðum blóðfrumum og viðhalds á heilbrigðum meltingarvegi.

5-Rhodiola, sem er enska heitið á burnirót er einnig gott að taka á fastandi maga. Rhodiola eykur súrefnisupptöku og er styrkjandi fyrir ónæmiskerfið, einkum yfir vetrartímann, auk þess sem það hefur góð áhrif á geðheilsuna.

6-Bætiefni fyrir liði, ef það er ráðlagt á umbúðunum. Sum er ráðlagt að taka með mat, svo fylgið leiðbeiningunum.

7-Meltingarensím ætti að taka fyrir máltíðir, til að þau virki sem best.

MEÐ MAT FYRRI HLUTA DAGS

Eftirfarandi bætiefni er gott að taka með mat fyrri hluta dags:

1-Fjölvítamínblöndur eins og EVE fyrir konur og ADAM fyrir karla. Þær eru frá NOW.

2-Psyllium Husk-trefjar, sem fela ekki í sér neina næringu fyrir líkamann, en eru næring fyrir örveruflóruna í þörmum. Trefjarnar draga líka í sig vökva og efni sem eru á leið í gegnum ristilinn og þétta því hægðir.

3-C-vítamín, sem er vatnsuppleysanlegt. Það þýðir að ef líkaminn notar það ekki skolast það úr honum í gegnum þvag. Gott er að taka stærri skammta af því undir miklu álagi eða ef verið er í mjög menguðu umhverfi.

4-Gott er að taka D-3 og K-2 bætiefnið fyrri hluta dags, svo og sink.

5-Omega-3 í hylkjum eða í fljótandi formi, eins og AstaLýsi, sem er blandað með astaxanthin sem er öflugt andoxunarefni.

6-Best er að taka MSM (Methylsulfonylmethane), túrmerik og Chlorella fyrri hluta dags.

7-E-vítamín er fituuppleysanlegt efni, svo það þarf að taka það með máltíð sem inniheldur fitur. Því gæti verið gott að taka það með hádegis- eða kvöldmat.

8-Seleníum er steinefni með andoxandi eiginleikum. Selenium og E-vítamín styðja upptöku hvort annars, svo það er gott að taka þessi bætiefni saman. Bandaríski læknirinn og rithöfundurinn dr. Andrew Weil segist taka þau með hádegis- eða kvöldmat.

MEÐ MAT SÍÐARI HLUTA DAGS

1-Oft er ráðlagt að taka magnesíum inn síðari hluta dags eða jafnvel eftir kvöldmat, þar sem það hefur slakandi áhrif og bætir líkur á góðum nætursvefni. Ég tek hins vegar Magnesium & Calcium reverse ratio frá NOW oft inn bæði á morgnana og kvöldin. Skammturinn er 3 töflur en ef ég deili honum niður á tvær inntökur, tek ég 2 og 2 í hvort skipti.

2-Gott er að taka Q-10 inn síðari hluta dags, en það virkar vel með bæði E-vítamíni og seleníum, svo ef það er tekið tvisvar á dag má taka það bæði með hádegis- og kvöldmat.

3-Silymarin, sem er virka efnið í mjólkurþistli, svo og önnur bætiefni sem styrkja lifrina, er best að taka með kvöldmatnum. Samkvæmt kínverskri læknisfræði (sá greinina: Líkamsklukkan) er tími lifrarinnar rétt eftir miðnætti og því er gott að styrkja hana með mjólkurþistli áður en að mesta úrvinnslutíma hennar kemur. 

4-Kelp eða þaratöflur er gott að taka með kvöldmatnum, en í þeim er að finna A-, B-1, B-2, C-, D- og E-vítamín, auk steinefna eins og sinks, joðs, magnesíums, járns, kalíums, kopars og kalks. Þaratöflur eru sérlega blóðaukandi.

EFTIR KVÖLDMAT

Í grein á vefsíðu sinni ráðleggur dr. Mercola að eftirfarandi bætiefni séu tekin á kvöldin, þ.e. eftir kvöldmat.

Collagen, sem styrkir húðina. Magnesíum, sem ég fjallaði um hér að framan. Resveratrol, sem er andoxunarefni. Eplaedik, sem er sérlega hreinsandi og jafnar Ph-gildi líkamans. Og hann ráðleggur einnig að öll bætiefni sem tekin eru fyrir augun og innihalda efni eins og Lutein og Zeaxanthin séu tekin á þessum tíma dags.

HVENÆR OG HVERSU LENGI

Hvenær sem bætiefnin eru tekin er alltaf mikilvægt að drekka mikið vatn með þeim. Gott er fyrir þá sem eru viðkvæmir í nýrum að sjóða fyrst allt vatn sem þeir drekka og kæla það svo niður fyrir neyslu eða drekka það við stofuhita.

Ég fylgi alltaf ráðum Hallgríms heitins Magnússonar læknis, en hann sagði mér að taka daglega bætiefni sem ég ætlaði til að styrkja líkamann í minnst 3-4 mánuði. Hans mat var að þau skiluðu ekki viðvarandi árangri á styttri tíma.

Heimildir: www.mercola.com og www.drweil.com

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frikki Weiss best klæddi maðurinn?

12:34 Íslendingar þekkja Friðrik Weisshappel, þúsundþjalasmið og athafnamann. Nú eru Danirnir að fatta að þessi meistari er ekkert blávatn. Meira »

Pabbinn keyrður heim í löggubíl

09:06 „Eiginlega datt botninn úr þessu síðast þegar löggan kom með hann heim í annarlegu ástandi. Hann varð mjög blúsaður eftir þetta, sagðist ætla að hætta en svo fór hann í veiðiferð með félögum sínum og datt í það eins og ekkert væri sjálfsagðara.“ Meira »

0,73 prósent í „stórum stærðum“

06:09 Stærstu tískuhús í Evrópu stóðu sig herfilega í að sýna fjölbreytilegar líkamsgerðir þegar þau sýndu vor- og sumarlínu sína fyrir árið 2019. Meira »

Níu merki um framhjáhald

Í gær, 23:54 Er makinn að halda fram hjá? Komdu auga á hegðunarmynstur þeirra sem halda fram hjá.   Meira »

Hvenær hætta börn að vera viku og viku?

Í gær, 21:00 „Ég hef verið að velta fyrir mér með unglinga sem eiga fráskilda foreldra og búa til skiptis á báðum heimilum. Hvenær eru þeir orðnir það gamlir að það er betra fyrir þá að eiga eitt heimili og hætta að flakka á milli?“ Meira »

Beckham-hjónin skoða íbúð á Hafnartorgi

Í gær, 18:00 Beckham-hjónin hafa heimsótt Ísland nokkrum sinnum síðustu ár í gegnum kunningskap við hjónin. Björgólf Thor Björgólfsson og Kristínu Ólafsdóttur. Meira »

Megrun skilar aldrei neinu

Í gær, 15:44 Anna Eiríksdóttir, deildarstjóri í Hreyfingu, hefur áratugareynslu af því að hjálpa fólki að komast í betra líkamlegt form. Hún segir að megrun skili aldrei neinum árangri. Meira »

Leið eins ég væri að kveðja Bjössa minn

í gær Hafdís Jónsdóttir eða Dísa í World Class eins og hún er jafnan kölluð fer með lítið hlutverk í myndinni Undir halastjörnu.   Meira »

Inga Bryndís í Magnolia selur húsið

í gær Inga Bryndís Jónsdóttir eigandi Magnolia og eiginmaður hennar hafa sett sitt fallega einbýli við Bergsstaðastræti á sölu.   Meira »

Þetta er alveg skothelt eftir ræktina

í gær Nýlega tók ég upp þann sið að mæta í ræktina þótt það fari eftir dögum hvort ég taki æfingu á hlaupabrettinu eða í heita pottinum. Ferill minn í líkamsrækt er jafnskrautlegur og á stefnumótamarkaðnum en líklega finnst mér skemmtilegra að velja hvað eigi að vera í íþróttatöskunni heldur en að svitna. Meira »

Himneskt kvölds og morgna

í fyrradag Alveg síðan Weleda var stofnað árið 1921 hefur fyrirtækið framleitt náttúrulegar húð- og líkamsvörur sem byggjast á sömu heildarsýn og antrosopísk lyf. Vörurnar styðja við góða heilsu og hafa fyrirbyggjandi eiginleika. Meira »

Notalegt heimili ofurfyrirsætu

í fyrradag Victoria's Secret-fyrirsætan Alessandra Ambrosio á dásamlegt heimili í Kaliforníu þar sem afslappaður stíll ræður ríkjum.   Meira »

Lykillinn að skornum maga Pinkett Smith

í fyrradag Jada Pinkett Smith er þekkt fyrir vöðvastæltan líkama en magaæfingarnar getur hún gert án þess að vera í ræktinni.   Meira »

Fegurðarleyndarmál Madonnu afhjúpað

í fyrradag Madonna hefur þróað nýtt nuddtæki sem viðheldur unglegu útliti, minnkar þrota og bólgur í andliti og líkama. Nú getur þú litið út eins og drottningin. Meira »

Snyrtivaran sem Meghan notar aldrei

14.10. Meghan hertogaynja sér um að farða sig sjálf. Daniel Martin farðaði hana á brúðkaupsdag hennar og veit hann hvað Meghan vill og vill ekki. Meira »

Uppáhaldskolvetni englanna

14.10. Victoria's Secret-fyrirsæturnar Josephine Skriver og Jasmine Tookes borða kolvetni á hverjum degi en stundum er fólki ráðlagt að skera niður kolvetnisát sitt. Meira »

Best að sleppa sígarettunum

14.10. Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica segir að fólk leiti yfirleitt til hennar í kringum fertugt til þess að fara í fyllingarefni eða bótox. Andlitslyfting er hins vegar yfirleitt framkvæmd síðar hjá fólki. Meira »

Silkimjúk og mött lína

13.10. Ef þú vilt fá örlítið nýtt yfirbragð og gera þig upp þá er nýr varalitur alltaf góður kostur. Ný varalitalína frá YSL breytir stemningunni. Meira »

Kremið sem stjörnurnar elska

13.10. Rihanna, Adele, Victoria Beckham og Julia Roberts nota allar sama kremið en stjörnurnar eru þekktar fyrir að hugsa vel um útlit sitt. Meira »

Þetta eyðir gylltum tónum í hárinu

13.10. Fjólublá sjampó hafa lengi verið bestu vinir ljóshærða fólksins en þau eru misjöfn eins og þau eru mörg. Nú er komið talsvert fjölbreyttara úrval af hárvörum með fjólubláum litarefnum til þess að viðhalda ljósa hárlitnum. Meira »

Finnst best að byrja daginn á hreyfingu

13.10. Bosu-boltar eru í uppáhaldi hjá Helgu Diljá Gunnarsdóttur en hún notar boltana til þess að gera maga- og jafnvægisæfingar.   Meira »