Svona kom prinsessan sér í form

Jack Brooksbank og Eugenie prinsessa ganga í hjónaband 12. október.
Jack Brooksbank og Eugenie prinsessa ganga í hjónaband 12. október. AFP

Það vilja allir líta sem best út á brúðkaupsdaginn sinn og í sumum tilfellum þýðir það megrun. Eugenie prinssa af Jórvík er að fara gifta sig og samkvæmt heimildum Daily Mail fékk hún hjálp frá sama megrunargúrúinu og hjálpaði Harry Bretaprins fyrir brúðkaup hans í maí. 

Eugenie hefur áður átt erfitt með þyngdina en hún er nú sögð njóta hjálpar næringarfræðingsins Gabrielu Peacock. Peacock er þekkt fyrir megrunarvítamín sín sem heita nöfnum á borð við Slim Me, Clean Me, Protein me og Energise Me. Kostar hver tegund 100 pund á mánuði eða um 15 þúsund krónur. Vinsælasta taflan er Slim Me en hún er sögð hjálpa að koma í veg fyrir hungur, koma jafnvægi á blóðsykurinn og hraða á brennslunni. 

Harry grenntist fyrir brúðkaup sitt í maí.
Harry grenntist fyrir brúðkaup sitt í maí. AFP

Harry er talinn hafa misst rúm þrjú kíló með hjálp Peacock áður en hann kvæntist Meghan í maí. Meghan er einnig sögð hafa jákvæð áhrif á mataræði Harrys. 

Eugenie tekur þó ekki bara megrunartöflur heldur æfir líka af kappi. Hún fer á klukkutímalanga erfiða æfingu klukkan sjö á morgnana. 

Eugenie ásamt systur sinni Beatrice.
Eugenie ásamt systur sinni Beatrice. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál