Finnst best að byrja daginn á hreyfingu

Helga Diljá er dugleg að breyta til og prófa nýjar …
Helga Diljá er dugleg að breyta til og prófa nýjar æfingar. Ljósmynd/Aðsend

Helga Diljá Gunnarsdóttir, meistaranemi í lögfræði og markaðsfræði, er dugleg að hreyfa sig. Henni finnst gott að breyta reglulega til og undanfarið hefur hún verið að nota smáforritið Sweat frá Kaylu Itsines á æfingum. 

„Þegar kemur að ræktinni finnst mér gott að breyta reglulega til hvernig ég æfi. Þær breytingar eiga það stundum til að fylgja árstíðunum með breyttu veðurfari. Á sumrin er ég til dæmis yfirleitt duglegri við að fara í fjallgöngur og út í stigahlaup. Núna í sumar var ég líka með sumarkort í Granda101 sem var mjög skemmtilegt og öðruvísi en öll hreyfing sem ég hef áður verið að stunda. Undanfarið er ég búin að breyta aðeins aftur til og er að nota appið Sweat frá Kaylu Itsines ásamt því að fara í hóptíma,“ segir Helga Diljá spurð að því hvort hún hreyfi sig öðruvísi nú þegar farið er að hausta. 

Hvernig finnst þér best að skipuleggja þig þegar kemur að því að koma hreyfingu fyrir?

„Mér finnst best að byrja daginn á því að hreyfa mig og fara í ræktina. Kem endurnærð til baka, góð tilfinning að klára ræktina áður en ég fer inn í daginn. Það eru líka færri á ferðinni sem er plús en hot yoga-tímana geymi ég fyrir seinnipartinn.“

Helgu Diljá finnst gott að byrja daginn í ræktinni.
Helgu Diljá finnst gott að byrja daginn í ræktinni. Ljósmynd/Aðsend

Hver er uppáhaldsæfingin þín?

„Það er erfitt að velja eina ákveðna æfingu en mér finnst alltaf mjög skemmtilegt að brjóta upp æfingar með því að nota bolta eða Bosu-bolta í ræktinni og þá sérstaklega í maga- og jafnvægisæfingum.

Það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt og það besta við jafnvægisæfingar er að þær takast ekki alltaf í fyrstu tilraun og þá er komið markmið fyrir næstu skipti í ræktinni. Það er góð tilfinning að ná að gera eitthvað sem maður gat ekki áður. Jafnvægisæfingar eiga það flestar sameiginlegt að vera „core“-æfingar,“ segir Helga Diljá. 

Hér sést kona gera jafnvægisæfingu með Bosu-bolta.
Hér sést kona gera jafnvægisæfingu með Bosu-bolta. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál