Hætti að hræðast kolvetni

Leikkonan Camila Mendes er hætt í megrun.
Leikkonan Camila Mendes er hætt í megrun. AFP

Riverdale-leikkonan Camila Mendes glímdi lengi við átröskun og var sífellt í megrun. Stjarnan, sem talar opinskátt um glímu sína í nóvember-útgáfu Shape, greindi frá því fyrr á þessu ári að hún væri hætt í megrun. 

„Ég var svo hrædd við kolvetni að ég leyfði mér aldrei að borða brauð eða hrísgrjón,“ segir Mendes sem sleppti því kannski að borða kolvetni í heila viku en borðaði síðan ótrúlega mikið og losaði sig við þau. Hún segist alltaf hafa verið að refsa sér fyrir það þegar hún borðaði. Ef hún borðaði til dæmis nammi hét hún sér að borða ekkert í kannski fjóra eða fimm klukkutíma. 

Fyrir ári leitaði hún sér hjálpar. Næringarfræðingur ráðlagði henni að borða meira af hollum kolvetnum, að fá sér kannski brauð í morgunmat og kínóa með hádegismatnum. Með því að borða kolvetni oft og í litlum skömmtum myndi hún ekki fá þessa miklu þörf fyrir borða yfir sig seinna. 

Camila Mendes.
Camila Mendes. AFP

Mendes er ánægð með þá jákvæðu líkamsímyndunarvakningu sem hefur átt sér stað að undaförnu. Segir hún að söngkonan Rihanna hafi hvatt hana áfram en fyrirsætan Ashley Graham átti auk þess stóran þátt í því að hún hætti að hafa áhyggjur af því hvort hún væri nógu grönn. 

Fyrirsætan Ashley Graham er fyrirmynd margra kvenna.
Fyrirsætan Ashley Graham er fyrirmynd margra kvenna. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál