Bergþór Pálsson fyrir og eftir 15 kíló

Bergþór Pálsson söngvari fyrir og eftir.
Bergþór Pálsson söngvari fyrir og eftir.

Þjóðargersemin Bergþór Pálsson er búinn að léttast um 15 kíló og bæta á sig tveimur kílóum af vöðvum með því að breyta lífsháttum sínum. Þetta byrjaði allt þegar hann tók þátt í sjónvarpsþættinum, Allir geta dansað, á Stöð 2. 

„Fljótlega eftir að ég fór að grennast í Allir geta dansað, fór ég að minnka hvítt hveiti og sykur og nú er sjaldan keypt brauð hér. Þetta kemur eiginlega af sjálfu sér þegar maður finnur að þetta er farið að ganga. Maður vill meira! Smám saman breyttist mataræðið og ég lifi oft á grænum „smúðí“ úr Blendtec græjunni fram eftir degi og borða svo staðgóðan kvöldmat. Græni drykkurinn er úr spínati, sellerí, engiferbita, epli, mangó, próteindufti og 1 l af haframjólk. Svo svindla ég þegar mér sýnist, en vinn það af mér í ræktinni daginn eftir. Hins vegar er ég ennþá súkkulaðifíkill og veit að ég má ekki byrja á að fá mér „smá“. Það hreinlega halda mér engin bönd eftir það, svo að oftast hef ég sálarstyrk til að byrja ekki,“ segir Bergþór sem játar að það er allt annað líf að vera svona léttur á sér og hraustur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál