10 mínútna æfing til að fá stinnari rass

Anna Eiríksdóttir.
Anna Eiríksdóttir. Ljósmynd/Saga Sig

Anna Eiríksdóttir deildarstjóri í Hreyfingu og eigandi www.annaeiriks.is lumar á einföldum æfingum fyrir afturendann sem styrkir hann og lyftir. Æfingarnar er hægt að gera í vinnunni eða heima. 

„Þetta 10 mínútna myndband einblínir á að styrkja og móta rass- og lærvöðva. Gott er að gera það 3x í viku eftir t.d. góðan göngutúr, hlaup, sund eða skokk. Þú getur sett það í gang og fylgt mér allan tímann þar sem ég útskýri hverja æfingu með tali og geri hana með þér allan tímann. Engin áhöld notuð og því hægt að gera æfingarnar hvar sem er. Prófaðu að æfa með mér strax í dag,“ segir Anna Eiríks. 

mbl.is