Anna Sóley æfir rassinn vel

Anna Sóley er dugleg að æfa allan ársins hring.
Anna Sóley er dugleg að æfa allan ársins hring. Ljósmynd/Aðsend

Anna Sóley Birgisdóttir, eigandi snyrti- og nuddstofunnar 101 Spa, er dugleg að hugsa um heilsuna. Hún segist byrja daginn á góðri æfingu og leggur nokkrum sinnum í viku sérstaka áherslu á rassvöðvana enda oft erfitt fyrir konur að viðhalda flottum og sterkum rassvöðvum. 

Anna Sóley er líka annar eigandi Emory þar sem hún hannar eigin íþróttaföt og lætur framleiða fyrir sig. „Ég æfi sjálf mikið og er mikið í íþróttafötum. Ég var orðin þreytt á háu verðlagi og litlu úrvali hér á landi. Ég ákvað því að hanna mína eigin línu og bjóða fötin á betra verði,“ segir Anna Sóley.  

Breytist eitthvað hvernig þú hreyfir þig þegar fer að hausta?

„Ég æfi jafnt yfir allt árið svo það breytist ekkert hjá mér á haustin. Eina sem breytist er að ég hleyp ekki úti því það er orðið of kalt,“ segir Anna Sóley. 

Hvernig finnst þér best að skipuleggja þig þegar kemur að því að koma hreyfingu fyrir í deginum?

„Eina sem virkar fyrir mig er að byrja daginn á æfingu. Ég skutla krökkunum í leikskóla og skóla og fer svo beint í ræktina. Annars kem ég mér í fullt af verkefnum yfir daginn og áður en ég veit af er hann búinn.“

Anna Sóley byrjar daginn á góðri æfingu.
Anna Sóley byrjar daginn á góðri æfingu. Ljósmynd/Aðsend

Hver er uppáhaldsæfingin þín?

„Ég á enga eina uppáhaldsæfingu. Rassæfingar með teygjum eru þó í miklu uppáhaldi því þær taka vel í og einangra rassvöðvana vel. Ef ég þyrfti að velja þá væri það örugglega „glute bridge“ eða „hip thrust“ með teygju. 

Ég reyni að æfa rassinn tvisvar til þrisvar í viku þar sem þetta er flottasti líkamsparturinn og sá erfiðasti fyrir okkur konurnar að viðhalda.“

Anna Sóley er dugleg að gera „glute bridge“ eða brú …
Anna Sóley er dugleg að gera „glute bridge“ eða brú til þess að æfa rassvöðvana. Hún notar teygju til þess að gera æfinguna erfiðari. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál