Er þetta ástæðan fyrir aukakílóunum?

mbl.is/Thinkstockphotos

Fólk fitnar ekki bara af því það kaupir alltaf kvöldmat í lúgusjoppu. Það má einnig kenna hormónaójafnvægi um það að fólk bæti á sig þrátt fyrir að það hámi í sig ávexti og hamist í ræktinni eins og næringarfræðingur benti á í viðtali við MyDomaine

Stress

Stress veldur þyngdaraukningu og ekki bara vegna þess að fólk borðar óhollara og drekkur jafnvel meira. Hátt gildi stresshormóna sem eru alltaf til staðar er um að kenna en fólk meltir ekki jafn vel og brennslan minnkar. Í slíkum tilvikum er gott að byrja á að hætta að innbyrða koffín auk þess sem fólk er hvatt til þess að gera eitthvað sem fær það til að slaka á, hvort sem það er að fara í ræktina eða fara í bað. 

Fæði með miklum sykri

Þrátt fyrir að fólk sé ekki alltaf að borða nammi getur það verið að borða mikinn sykur enda leynist sykur í hinum ýmsu matvörum. Það getur verið ástæðan fyrir að fólk fitni vegna hormónaójafnvægis. 

Ólífrænar dýraafurðir

Næringarfræðingurinn bendir á að kjöt sé eitt af því sem auki estrógen í líkama kvenna og karla. Þegar það er of mikið af estrógeni og of lítið af prógesteróni í líkamanum er auðvelt að bæta á sig nokkrum aukakílóum. Segir hann betra að neyta lífrænna dýrafurða í stað hefðbundinna þar sem sem dýrum er oft gefið hormón til þess að stækka. 

Það þýðir lítið að passa upp á að borða hollt …
Það þýðir lítið að passa upp á að borða hollt þegar stressið er of mikið. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál