Fór úr sínu versta formi yfir í sitt besta

Díana Hrund segir líf sitt hafa breyst til hins betra ...
Díana Hrund segir líf sitt hafa breyst til hins betra eftir að hún byrjaði að æfa undir leiðsögn þjálfara. Ljósmynd/Aðsend

Í byrjun árs var Díana Hrund Gunnarsdóttir í versta formi sem hún segist hafa verið í. Þess vegna ákvað Díana, sem stundar nám í afbrota- og sálfræði í Utah-ríki í Bandaríkjunum, að taka til í sínu lífi. Nú hálfu ári eftir að hún byrjaði í fjarþjálfun er hún jafn þung og þegar hún byrjaði en í mun betra formi andlega og líkamlega. 

Díana segist hafa ákveðið að fara í fjarþjálfun hjá einkaþjálfaranum Valgeiri Gauta eftir að hafa heyrt góðar sögur af honum. Segir hún að sig hafi langað í lífsstílsbreytingu en ekki skyndilausn. Hún segir faglega leiðsögn hafa sparað sér mikinn tíma og hámarkað árangurinn. 

Díana miklaði fyrir sér verkefnið áður en hún hóf loksins lífsstílsbreytinguna. 

„Ég upplifði það klárlega sem óyfirstíganlegt verkefni að koma mér í form aftur og að breyta um lífsstíl. En málið var að ég var að horfa svo langt fram í tímann og fannst eins og ég þyrfti að gera þetta allt á skömmum tíma, en ef hugarfarið er þannig þá virkar allt óyfirstíganlegt.

Það sem virkaði fyrir mig var að brjóta þetta niður í mörg lítil markmið og passa að taka bara einn dag og eitt skref í einu. Ég varð að hætta að bíða eftir að komast á áfangastað og njóta frekar ferlisins. Því alveg sama hvað það er, ef maður er alltaf að bíða eftir að ná þessu eða ná hinu, til dæmis hinu fullkomna formi, þá getur maður beðið endalaust.

Í rauninni er maður aldrei kominn á áfangastað þegar kemur að heilsu, þetta er ferli sem er alltaf í gangi, og um leið og maður skilur það og sættir sig við það þá fara hlutirnir að breytast. Þessi hugarfarsbreyting breytti öllu fyrir mér, því í stað þess að einblína á útkomuna þá fór ég að njóta ferðalagsins,“ segir Díana. 

Margt getur gerst á hálfu ári eins og þessar myndir ...
Margt getur gerst á hálfu ári eins og þessar myndir af Díönu sýna. Ljósmynd/Aðsend

Langaði þig aldrei að gefast upp og hætta þessu öllu?

„Það hafa komið dagar þar sem mig langaði að gefast upp og hætta þessu bara, og það koma ennþá svoleiðis dagar inn á milli. En þá er lykilatriði fyrir mig að muna að taka bara einn dag í einu, og þá hugsa ég til dæmis bara í dag: ætla ég að halda áfram og halda mig við mataræðið og klára æfinguna mína. Á svoleiðis dögum finnst mér líka gott að minna sjálfa mig á hvað ég er komin langt, hvað mér líður betur andlega og líkamlega núna heldur en áður.“

Hvaða árangri náðir þú líkamlega?

„Frá því ég byrjaði í þjálfun hjá Valgeiri Gauta fyrir sex mánuðum hef ég náð um 10% af fitu af mér, en ég fór frá því að vera tæp með 19% í fitu niður í 10%. Einnig hef ég bætt á mig 3,5 kg af vöðvamassa. En það sem mér finnst svo skemmtilegt er að talan á vigtinni hefur nánast staðið í stað, en það segir mér að vigtin er ekki góður mælikvarði á árangur og ef ég myndi mæla árangurinn þannig, þá væri ég líklega löngu búin að gefast upp. Svo er ótrúlegur munur á úthaldi og styrk hjá mér, vöðvaúthald er mun meira og líkamlegur styrkur er miklu meiri. Auk þess hafa verkir í líkamanum snarminnkað, en ég er með brotinn hryggjarlið frá unglingsárum sem hefur valdið mér miklum bakverkjum gegnum árin, en eftir að ég fór að æfa reglulega og styrkja bakið þá hefur það ekki háð mér lengur.“

Var ávinningurinn líka andlegur, ekki bara líkamlegur?

„Já algjörlega. Ég þurfti að setja andlegu heilsuna í forgang, en mín skoðun er sú að hún komi alltaf á undan. Ef maður hlúir ekki að andlegu hliðinni og vinnur í henni fyrst, þá gerist ekkert. Eins og örugglega flestir kannast við, þá átti ég það til að rífa sjálfa mig niður og var alltaf að bíða eftir að verða svona og hinsegin og bíða eftir því að verða sátt við sjálfa mig. En um leið og ég tók sjálfa mig í sátt og ákvað að vera ánægð með mig eins og ég var á hverjum tíma, þá fóru hlutirnir að gerast. Það er svo magnað hvað líkamleg og andleg heilsa haldast í hendur, ef maður sinnir annarri af alúð, þá fylgir hin yfirleitt á eftir.“

Díana Hrund.
Díana Hrund. Ljósmynd/Aðsend

Hvernig breyttust dagarnir þínir?

„Dagarnir mínir breyttust þannig að ég fór að fylgja matarplani og æfingaprógrammi, svo ég er að borða mjög reglulega eða á tveggja til þriggja tíma fresti yfir daginn, og æfi fimm sinnum í viku. Ég fæ mun meiri næringu því ég borða oftar og hreinni fæðu heldur en áður. Fyrst um sinn fannst mér erfitt að halda mig við nýtt mataræði en um leið og líkaminn fær að venjast því að fá hreina fæðu, þá er eins og hann vilji ekkert annað, svo erfiðleikar við að halda sig við hreint mataræði eru bara tímabundnir sem betur fer.“

Nú ert þú komin á góðan stað, hvert stefnir þú?

„Ég er á mjög góðum stað í dag en eins og ég nefndi áðan þá er þetta ekki spurning um að komast á áfangastað heldur er þetta ferli sem er alltaf í gangi, en á þessum sex mánuðum í þjálfun hef ég farið frá því að vera í mínu versta formi yfir í besta form lífs míns, og það er mögnuð tilfinning. Næst á dagskrá hjá mér er að keppa á Iceland Open fitness-móti sem haldið verður á Íslandi 15. desember, en það er í fyrsta skipti sem mót af þeirri stærðargráðu verður haldið á Íslandi svo það er mjög spennandi.

Ég klára lokapróf hérna úti í skólanum nokkrum dögum fyrir mótið og flýg svo beint til Íslands að keppa. En eftir það er planið bara að halda áfram þessari rútínu sem ég hef myndað mér í mataræði og æfingum, og halda áfram að taka einn dag í einu og muna að vera sátt við mig eins og ég er á hverjum tíma.“ 

mbl.is

Getur verið að tengdó sé spilafíkill?

11:00 Ég hef staðið manninn minn að því að vera lána föður sínum peninga og oftar en ekki skila þessir peningar sér ekki. Ég hef reynt að ræða þetta við hann og alltaf segist hann sammála mér og hann ætli að hætta þessu en svo næsta sem ég veit að þá er hann búinn að lána honum meira. Meira »

Thelma hannaði töfraheim fyrir fjölskyldu

05:00 Thelma Björk Friðriksdóttir innanhússarkitekt hannaði ákaflega heillandi heimili utan um fjögurra manna fjölskyldu.  Meira »

Geggjaður retró-stíll í 101

Í gær, 21:00 Við Framnesveg í Reykjavík stendur 103 fm raðhús sem byggt var 1922. Búið er að endurnýja húsið mikið og er stíllinn svolítið eins og að fólk gangi inn í tímavél. Meira »

Páska skraut á skandinavíska vísu

Í gær, 20:00 Skandinavísk hönnun er vinsæl víða. Páskaskraut á skandinavíska vísu er vinsælt um þessar mundir, sér í lagi á meðal þeirra sem aðhyllast minimalískan lífsstíl. Það er ódýrt og fallegt að setja saman það sem til er á heimilinu og skreyta þannig fyrir páskana. Meira »

Svona heldur þú heilsusamlega páska

Í gær, 17:00 Þegar fólk breytir um lífsstíl og mataræði á það stundum erfitt með að takast á við hátíðir eins og páskana, því þá vill það sogast inn í gamlar hefðir og vana. Meira »

Svona býrðu til „Power Spot“

í gær Japanski tiltektarsnillingurinn Marie Kondo fer eins og stormur um heiminn með heimspeki sína sem fjallar í stuttu máli um að einfalda lífsstílinn og halda einungis í það sem veitir ánægju. Meira »

Kærastinn spilar rassinn úr buxunum

í gær „Þannig er að kærastinn minn er að eyða nánast öllum peningunum sínum í alls konar veðmál á netinu. Hann segir að þetta séu alls konar íþróttaleikir en vill ekki sýna mér nákvæmlega hvað þetta er og kannski skiptir ekki máli. Aðaláhyggjurnar mínar eru að síðustu mánuði hef ég verið að borga alla reikninga þar sem hann er búinn að eyða sínum og hann afsakar þetta með hinu og þessu.“ Meira »

10 gul dress sem minna ekki á páskaunga

í fyrradag Tískulöggur hafa gefið grænt ljós á gult frá toppi til táar en það er þó hægara sagt en gert ef þú vilt ekki líta út eins og fugl ofan á páskaeggi. Meira »

Fór á svakalegan megrunarkúr

í fyrradag „Ég er svöng,“ segir Beyoncé í nýrri heimildarmynd þar sem hún segist hafa hætt að borða brauð, sykur, kolvetni, mjólkurvörur, fisk og kjöt til þess að komast í form eftir barnsburð. Meira »

Buxurnar sem eru að gera allt brjálað

í fyrradag Diane Keaton fær Hollywood-stjörnur til að slefa yfir buxum sem einhver myndi segja að væru löngu dottnar úr tísku.   Meira »

Inga Lind í Kokkaflakks-teiti

í fyrradag Inga Lind Karlsdóttir framleiðandi hjá Skot lét sig ekki vanta í frumsýningarteiti Kokkaflakks en þættirnir eru í umsjón Ólafs Arnar. Meira »

Við erum greinilega að gera eitthvað rétt

17.4. Kolbrún Kristjánsdóttir segir að það sé furðuleg upplifun að aðrir stæli stofuna þeirra Portið sem opnaði nýlega.   Meira »

Fasteignamarkaðurinn er að lifna við

17.4. Dregið hefur úr óvissu í atvinnulífinu og því hægt að reikna með meiri umsvifum á fasteignamarkaði. Velja þarf fasteign sem hentar bæði þörfum og fjárhag fjölskyldunnar. Meira »

Sjúkur í aðrar konur en á kærustu

16.4. „Ég átti það til að eyða allt að einum og hálfum tíma á dag í að stara á konur á nærfötum á Instagram og horfa á klámmyndbönd á netinu til þess að örva mig.“ Meira »

5 góð ráð fyrir meltinguna

16.4. „Þessi ráð nýtast auðvitað allt árið, en um páskana eru margir frídagar og mikið um hátíðamat, sem leggur aukaálag á meltingarkerfið. Því er um að gera að vera undirbúinn undir það álag, svo það taki sem minnstan toll af heilsunni og geri frídagana ánægjulegri,“ segir Guðrún Bergmann í sínum nýjasta pistli á Smartlandi: Meira »

Björg lokar Spaksmannsspjörum í 101

16.4. Björg Ingadóttir eigandi Spaksmannsspjara hefur ákveðið að loka verslun sinni í Bankastræti og opna hönnunarstúdíó. Þetta gerir hún af margvíslegum ástæðum. Meira »

Eitursvalt einbýli í Akrahverfinu

16.4. Við Skeiðakur í Garðabæ stendur ákaflega vandað og fallegt einbýlishús sem byggt var 2009. Húsið er 332 fm að stærð og er á pöllum. Hátt er til lofts og vítt til veggja. Húsið sjálft er teiknað af Einari Ólafssyni arkitekt en Rut Káradóttir hannaði innréttingar sem allar voru sérsmíðaðar í Axis og blöndunartæki frá Vola. Meira »

Línan sem beðið hefur verið eftir

16.4. Sænska móðurskipið IKEA er komið með nýja tímabundna línu sem heitir ÖVERALLT. Línan endurspeglar forvitni IKEA á heiminum. Í þeim anda tók húsbúnaðarfyrirtækið höndum saman við Design Indaba fyrir nokkrum árum til að fræðast um hönnunarsenu nútímans í Afríku. Það varð upphafið að einstöku samstarfi hönnuða frá fimm Afríkulöndum. Meira »

Ekki segja þetta við einhleypa

16.4. Er æðsta markmið þitt í lífinu að koma einu einhleypu vinkonu þinni á fast. Ekki reyna að telja henni í trú um að hún sé of vandlát. Meira »

Í venjulegum almúgafötum í fríinu

15.4. Katrín hertogaynja klæðir sokkana yfir gallabuxurnar og Vilhjálmur Bretaprins er í gömlum strigaskóm.   Meira »

Nennti ekki lengur að vera feit og pirruð

15.4. Ásdís Ósk Valsdóttir fasteignasali var orðin þreytt á sjálfri sér og ákvað að nú væri nóg komið.  Meira »