Fór úr sínu versta formi yfir í sitt besta

Díana Hrund segir líf sitt hafa breyst til hins betra ...
Díana Hrund segir líf sitt hafa breyst til hins betra eftir að hún byrjaði að æfa undir leiðsögn þjálfara. Ljósmynd/Aðsend

Í byrjun árs var Díana Hrund Gunnarsdóttir í versta formi sem hún segist hafa verið í. Þess vegna ákvað Díana, sem stundar nám í afbrota- og sálfræði í Utah-ríki í Bandaríkjunum, að taka til í sínu lífi. Nú hálfu ári eftir að hún byrjaði í fjarþjálfun er hún jafn þung og þegar hún byrjaði en í mun betra formi andlega og líkamlega. 

Díana segist hafa ákveðið að fara í fjarþjálfun hjá einkaþjálfaranum Valgeiri Gauta eftir að hafa heyrt góðar sögur af honum. Segir hún að sig hafi langað í lífsstílsbreytingu en ekki skyndilausn. Hún segir faglega leiðsögn hafa sparað sér mikinn tíma og hámarkað árangurinn. 

Díana miklaði fyrir sér verkefnið áður en hún hóf loksins lífsstílsbreytinguna. 

„Ég upplifði það klárlega sem óyfirstíganlegt verkefni að koma mér í form aftur og að breyta um lífsstíl. En málið var að ég var að horfa svo langt fram í tímann og fannst eins og ég þyrfti að gera þetta allt á skömmum tíma, en ef hugarfarið er þannig þá virkar allt óyfirstíganlegt.

Það sem virkaði fyrir mig var að brjóta þetta niður í mörg lítil markmið og passa að taka bara einn dag og eitt skref í einu. Ég varð að hætta að bíða eftir að komast á áfangastað og njóta frekar ferlisins. Því alveg sama hvað það er, ef maður er alltaf að bíða eftir að ná þessu eða ná hinu, til dæmis hinu fullkomna formi, þá getur maður beðið endalaust.

Í rauninni er maður aldrei kominn á áfangastað þegar kemur að heilsu, þetta er ferli sem er alltaf í gangi, og um leið og maður skilur það og sættir sig við það þá fara hlutirnir að breytast. Þessi hugarfarsbreyting breytti öllu fyrir mér, því í stað þess að einblína á útkomuna þá fór ég að njóta ferðalagsins,“ segir Díana. 

Margt getur gerst á hálfu ári eins og þessar myndir ...
Margt getur gerst á hálfu ári eins og þessar myndir af Díönu sýna. Ljósmynd/Aðsend

Langaði þig aldrei að gefast upp og hætta þessu öllu?

„Það hafa komið dagar þar sem mig langaði að gefast upp og hætta þessu bara, og það koma ennþá svoleiðis dagar inn á milli. En þá er lykilatriði fyrir mig að muna að taka bara einn dag í einu, og þá hugsa ég til dæmis bara í dag: ætla ég að halda áfram og halda mig við mataræðið og klára æfinguna mína. Á svoleiðis dögum finnst mér líka gott að minna sjálfa mig á hvað ég er komin langt, hvað mér líður betur andlega og líkamlega núna heldur en áður.“

Hvaða árangri náðir þú líkamlega?

„Frá því ég byrjaði í þjálfun hjá Valgeiri Gauta fyrir sex mánuðum hef ég náð um 10% af fitu af mér, en ég fór frá því að vera tæp með 19% í fitu niður í 10%. Einnig hef ég bætt á mig 3,5 kg af vöðvamassa. En það sem mér finnst svo skemmtilegt er að talan á vigtinni hefur nánast staðið í stað, en það segir mér að vigtin er ekki góður mælikvarði á árangur og ef ég myndi mæla árangurinn þannig, þá væri ég líklega löngu búin að gefast upp. Svo er ótrúlegur munur á úthaldi og styrk hjá mér, vöðvaúthald er mun meira og líkamlegur styrkur er miklu meiri. Auk þess hafa verkir í líkamanum snarminnkað, en ég er með brotinn hryggjarlið frá unglingsárum sem hefur valdið mér miklum bakverkjum gegnum árin, en eftir að ég fór að æfa reglulega og styrkja bakið þá hefur það ekki háð mér lengur.“

Var ávinningurinn líka andlegur, ekki bara líkamlegur?

„Já algjörlega. Ég þurfti að setja andlegu heilsuna í forgang, en mín skoðun er sú að hún komi alltaf á undan. Ef maður hlúir ekki að andlegu hliðinni og vinnur í henni fyrst, þá gerist ekkert. Eins og örugglega flestir kannast við, þá átti ég það til að rífa sjálfa mig niður og var alltaf að bíða eftir að verða svona og hinsegin og bíða eftir því að verða sátt við sjálfa mig. En um leið og ég tók sjálfa mig í sátt og ákvað að vera ánægð með mig eins og ég var á hverjum tíma, þá fóru hlutirnir að gerast. Það er svo magnað hvað líkamleg og andleg heilsa haldast í hendur, ef maður sinnir annarri af alúð, þá fylgir hin yfirleitt á eftir.“

Díana Hrund.
Díana Hrund. Ljósmynd/Aðsend

Hvernig breyttust dagarnir þínir?

„Dagarnir mínir breyttust þannig að ég fór að fylgja matarplani og æfingaprógrammi, svo ég er að borða mjög reglulega eða á tveggja til þriggja tíma fresti yfir daginn, og æfi fimm sinnum í viku. Ég fæ mun meiri næringu því ég borða oftar og hreinni fæðu heldur en áður. Fyrst um sinn fannst mér erfitt að halda mig við nýtt mataræði en um leið og líkaminn fær að venjast því að fá hreina fæðu, þá er eins og hann vilji ekkert annað, svo erfiðleikar við að halda sig við hreint mataræði eru bara tímabundnir sem betur fer.“

Nú ert þú komin á góðan stað, hvert stefnir þú?

„Ég er á mjög góðum stað í dag en eins og ég nefndi áðan þá er þetta ekki spurning um að komast á áfangastað heldur er þetta ferli sem er alltaf í gangi, en á þessum sex mánuðum í þjálfun hef ég farið frá því að vera í mínu versta formi yfir í besta form lífs míns, og það er mögnuð tilfinning. Næst á dagskrá hjá mér er að keppa á Iceland Open fitness-móti sem haldið verður á Íslandi 15. desember, en það er í fyrsta skipti sem mót af þeirri stærðargráðu verður haldið á Íslandi svo það er mjög spennandi.

Ég klára lokapróf hérna úti í skólanum nokkrum dögum fyrir mótið og flýg svo beint til Íslands að keppa. En eftir það er planið bara að halda áfram þessari rútínu sem ég hef myndað mér í mataræði og æfingum, og halda áfram að taka einn dag í einu og muna að vera sátt við mig eins og ég er á hverjum tíma.“ 

mbl.is

Svona fer Chris Pratt að því að grennast

15:00 „Virkar frekar vel og ég hef misst nokur kíló nú þegar,“ sagði leikarinn Chris Pratt um föstuna sem hann er á en hann hvetur fólk til þess að kynna sér málið enn frekar. Meira »

Svona bjuggu Katrín og Pippa

10:30 Áður en Katrín gekk að eiga Vilhjálm Bretaprins bjó hún með systur sinni í notalegri íbúð í eigu foreldra þeirra í Chelsea-hverfinu í London. Meira »

Algeng hönnunarmistök í svefnherberginu

05:52 Þó að fólk geri fátt annað en að sofa í svefnherberginu ætti herbergið ekki að bíða afgangs. Listaverk og fjölbreytt lýsing er meðal þess sem ætti að fá að njóta sín í svefnherberginu líkt og í stofunni. Meira »

Æskan hefur áhrif á hjónalíf fullorðinsára

Í gær, 22:00 Linda Baldvinsdóttir segir að tengsl okkar við foreldra í æsku hafi miklu meiri áhrif á tengsl okkar á fullorðinsárum en við gerum okkur grein fyrir. Meira »

Í gömlum kjól af mömmu 23 árum seinna

Í gær, 19:00 Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar mætti í 23 ára gömlum kjól af móður sinni þegar Nóbelsverðlaunahöfum ársins 2018 var fangað í Stokkhólmi. Meira »

Snákurinn sem táknar óendanleikann

Í gær, 16:30 „Við erum söm við okkur að því leyti að heimur táknanna er okkur endalaus innblástur. Að þessu sinni er það Ouroboros, snákurinn sem hringar sig og bítur í skottið á sér, hann byrjar hvorki né endar. Þannig minnir Ouroboros okkur á eilífa hringrás lífs og dauða.“ Meira »

Meghan Markle mætti óvænt og sló í gegn

í gær Meghan Markle mætti öllum að óvörum á bresku tískuverðlaunin þar sem hún veitti Claire Waight Keller verðlaun. Keller hannaði brúðarkjól hertogaynjunnar fyrr á þessu ári. Meira »

Hjónarúmið í aðalhlutverki í stofunni

í gær Við Njálsgötu í Reykjavík hefur fjölskylda búið sér fallegt heimili. Hjónaherbergið er inni í stofunni og býr til heillandi heildarmynd. Meira »

Jólagjafir fyrir hana sem munu slá í gegn

í gær Þegar kemur að því að velja jólagjöfina hennar er úr miklu að moða í verslunum borgarinnar um þessar mundir. Jólagjafir hafa alls konar merkingu í huga fólks. Sumir kaupa einungis lúxus um jólin en aðrir vilja vera praktískir. Meira »

Fólk ætti að vakna ekki seinna en sex

í fyrradag Það hljómar eins og hræðileg hugmynd að vakna klukkan sex á morgnana en rannsókn sýnir þó að fólk sem vaknar snemma er hamingjusamara. Meira »

Styrkja Kristínu Sif á erfiðum tímum

í fyrradag Maður Kristínar Sifjar útvarpskonu á K100 féll fyrir eigin hendi fyrr í þessum mánuði. Siggi Gunnars, dagskrárstjóri K100 og spinning-kennari, ætlar að leggja sitt af mörkum ásamt Hafdísi Björgu. Meira »

Pattra mætti með Atlas Aron

10.12. Pattra Sriyanonge bloggari og eiginkona Theódórs Elmars Bjarnasonar fótboltamanns lét sig ekki vanta þegar HAF Store bauð í teiti á dögunum til að fagna nýju ilmkerti, VETUR, og úrum. Hún mætti með soninn Atlas Aron sem er alveg að verða tveggja ára. Meira »

Allt að gerast á pósunámskeiði fyrir fitness

10.12. Um næstu helgi fer fram mótið Iceland Open og er stór hópur frá Íslandi að fara að taka þátt. Spennan var í hámarki á pósunámskeiði sem fram fór um helgina. Meira »

Hvíta jólatréð lifir enn góðu lífi

10.12. Hödd Vilhjálmsdóttir lögfræðingur og almannatengill á afmæli 21. desember og því eru jólin svolítið hennar tími þótt hún vilji ekki kannast við það að vera mesta jólabarn í heimi. Meira »

Friðrik Ómar býr í piparsveinahöll í 101

10.12. Söngvarinn Friðrik Ómar Hjörleifsson skildi fyrr á þessu ári eftir langa sambúð. Hann flutti í hjarta 101 og hefur komið sér vel fyrir. Meira »

Ógeðslega flottir búningar!

9.12. Kvikmyndin Suspiria er fagurfræðilega ein áhugaverðasta kvikmynd síns tíma. Efni þessarar greinar eru búningar kvikmyndarinnar sem munu án efa hafa mikil áhrif á tískuna á komandi misserum. Meira »

Stalst í snyrtivörur Victoriu

9.12. David Beckham viðurkennir í nýju viðtali að hann hafi lengi notað snyrtivörur eiginkonu sinnar. Nú notar hann skrúbba, maska og hinar ýmsu vörur og segir það ekki femnismál meðal karla lengur. Meira »

Mjúk jólateppi eru fullkomin jólagjöf

9.12. Þeir sem eru að leita að mjúkum hlýjum gjöfum fyrir jólin ættu að skoða ullarteppin í Rammagerðinni. Þau eru hönnuð af Védísi Jónsdóttur fyrir Rammagerðina í samstarfi við Ístex. Meira »

Ástæða unglegs útlits Söndru Bullock

9.12. Sandra Bullock virðist ekki eldast eins og aðrar konur. Bullock segir það vitleysu en hún eyðir mörgum klukkutímum á dag í förðunarstólnum til þess að líta vel út. Meira »

Þetta gerir sambúð ekki heillandi

9.12. Það er eitt að vera ástfangin og annað að búa með sínum heittelskaða. Hvað er það sem fær konur og menn til að hætta að pæla í sambúð? Meira »

Jólagjafir fyrir sérvitringinn

9.12. Öll þekkjum við einhvern sem er svolítið sér á parti. Þessa manneskju sem á allt eða hefur smekk fyrir öðruvísi hlutum. Það þarf ekki að vera svo erfitt að finna skemmtilegar gjafir fyrir þennan einstakling, enda er gríðarlegt úrval af skemmtilega öðruvísi hlutum hér á landi. Meira »