Fór úr sínu versta formi yfir í sitt besta

Díana Hrund segir líf sitt hafa breyst til hins betra ...
Díana Hrund segir líf sitt hafa breyst til hins betra eftir að hún byrjaði að æfa undir leiðsögn þjálfara. Ljósmynd/Aðsend

Í byrjun árs var Díana Hrund Gunnarsdóttir í versta formi sem hún segist hafa verið í. Þess vegna ákvað Díana, sem stundar nám í afbrota- og sálfræði í Utah-ríki í Bandaríkjunum, að taka til í sínu lífi. Nú hálfu ári eftir að hún byrjaði í fjarþjálfun er hún jafn þung og þegar hún byrjaði en í mun betra formi andlega og líkamlega. 

Díana segist hafa ákveðið að fara í fjarþjálfun hjá einkaþjálfaranum Valgeiri Gauta eftir að hafa heyrt góðar sögur af honum. Segir hún að sig hafi langað í lífsstílsbreytingu en ekki skyndilausn. Hún segir faglega leiðsögn hafa sparað sér mikinn tíma og hámarkað árangurinn. 

Díana miklaði fyrir sér verkefnið áður en hún hóf loksins lífsstílsbreytinguna. 

„Ég upplifði það klárlega sem óyfirstíganlegt verkefni að koma mér í form aftur og að breyta um lífsstíl. En málið var að ég var að horfa svo langt fram í tímann og fannst eins og ég þyrfti að gera þetta allt á skömmum tíma, en ef hugarfarið er þannig þá virkar allt óyfirstíganlegt.

Það sem virkaði fyrir mig var að brjóta þetta niður í mörg lítil markmið og passa að taka bara einn dag og eitt skref í einu. Ég varð að hætta að bíða eftir að komast á áfangastað og njóta frekar ferlisins. Því alveg sama hvað það er, ef maður er alltaf að bíða eftir að ná þessu eða ná hinu, til dæmis hinu fullkomna formi, þá getur maður beðið endalaust.

Í rauninni er maður aldrei kominn á áfangastað þegar kemur að heilsu, þetta er ferli sem er alltaf í gangi, og um leið og maður skilur það og sættir sig við það þá fara hlutirnir að breytast. Þessi hugarfarsbreyting breytti öllu fyrir mér, því í stað þess að einblína á útkomuna þá fór ég að njóta ferðalagsins,“ segir Díana. 

Margt getur gerst á hálfu ári eins og þessar myndir ...
Margt getur gerst á hálfu ári eins og þessar myndir af Díönu sýna. Ljósmynd/Aðsend

Langaði þig aldrei að gefast upp og hætta þessu öllu?

„Það hafa komið dagar þar sem mig langaði að gefast upp og hætta þessu bara, og það koma ennþá svoleiðis dagar inn á milli. En þá er lykilatriði fyrir mig að muna að taka bara einn dag í einu, og þá hugsa ég til dæmis bara í dag: ætla ég að halda áfram og halda mig við mataræðið og klára æfinguna mína. Á svoleiðis dögum finnst mér líka gott að minna sjálfa mig á hvað ég er komin langt, hvað mér líður betur andlega og líkamlega núna heldur en áður.“

Hvaða árangri náðir þú líkamlega?

„Frá því ég byrjaði í þjálfun hjá Valgeiri Gauta fyrir sex mánuðum hef ég náð um 10% af fitu af mér, en ég fór frá því að vera tæp með 19% í fitu niður í 10%. Einnig hef ég bætt á mig 3,5 kg af vöðvamassa. En það sem mér finnst svo skemmtilegt er að talan á vigtinni hefur nánast staðið í stað, en það segir mér að vigtin er ekki góður mælikvarði á árangur og ef ég myndi mæla árangurinn þannig, þá væri ég líklega löngu búin að gefast upp. Svo er ótrúlegur munur á úthaldi og styrk hjá mér, vöðvaúthald er mun meira og líkamlegur styrkur er miklu meiri. Auk þess hafa verkir í líkamanum snarminnkað, en ég er með brotinn hryggjarlið frá unglingsárum sem hefur valdið mér miklum bakverkjum gegnum árin, en eftir að ég fór að æfa reglulega og styrkja bakið þá hefur það ekki háð mér lengur.“

Var ávinningurinn líka andlegur, ekki bara líkamlegur?

„Já algjörlega. Ég þurfti að setja andlegu heilsuna í forgang, en mín skoðun er sú að hún komi alltaf á undan. Ef maður hlúir ekki að andlegu hliðinni og vinnur í henni fyrst, þá gerist ekkert. Eins og örugglega flestir kannast við, þá átti ég það til að rífa sjálfa mig niður og var alltaf að bíða eftir að verða svona og hinsegin og bíða eftir því að verða sátt við sjálfa mig. En um leið og ég tók sjálfa mig í sátt og ákvað að vera ánægð með mig eins og ég var á hverjum tíma, þá fóru hlutirnir að gerast. Það er svo magnað hvað líkamleg og andleg heilsa haldast í hendur, ef maður sinnir annarri af alúð, þá fylgir hin yfirleitt á eftir.“

Díana Hrund.
Díana Hrund. Ljósmynd/Aðsend

Hvernig breyttust dagarnir þínir?

„Dagarnir mínir breyttust þannig að ég fór að fylgja matarplani og æfingaprógrammi, svo ég er að borða mjög reglulega eða á tveggja til þriggja tíma fresti yfir daginn, og æfi fimm sinnum í viku. Ég fæ mun meiri næringu því ég borða oftar og hreinni fæðu heldur en áður. Fyrst um sinn fannst mér erfitt að halda mig við nýtt mataræði en um leið og líkaminn fær að venjast því að fá hreina fæðu, þá er eins og hann vilji ekkert annað, svo erfiðleikar við að halda sig við hreint mataræði eru bara tímabundnir sem betur fer.“

Nú ert þú komin á góðan stað, hvert stefnir þú?

„Ég er á mjög góðum stað í dag en eins og ég nefndi áðan þá er þetta ekki spurning um að komast á áfangastað heldur er þetta ferli sem er alltaf í gangi, en á þessum sex mánuðum í þjálfun hef ég farið frá því að vera í mínu versta formi yfir í besta form lífs míns, og það er mögnuð tilfinning. Næst á dagskrá hjá mér er að keppa á Iceland Open fitness-móti sem haldið verður á Íslandi 15. desember, en það er í fyrsta skipti sem mót af þeirri stærðargráðu verður haldið á Íslandi svo það er mjög spennandi.

Ég klára lokapróf hérna úti í skólanum nokkrum dögum fyrir mótið og flýg svo beint til Íslands að keppa. En eftir það er planið bara að halda áfram þessari rútínu sem ég hef myndað mér í mataræði og æfingum, og halda áfram að taka einn dag í einu og muna að vera sátt við mig eins og ég er á hverjum tíma.“ 

mbl.is

Meghan glerfín í jólakjól

13:24 Hertogaynjan leyfði sístækkandi óléttukúlu sinni að njóta sín í jólalegum kjól þegar hún sinnti opinberum störfum sínum á þriðjudag. Meira »

Mest lesnu fasteignafréttir ársins

10:24 Fasteignafréttir voru áberandi á Smartlandi 2018. Eiður Smári seldi sumarhúsið, 18 ára drengur keypti íbúð og gerði hana fokhelda og Liv keypti sögufrægt hús í Arnarnesi. Meira »

2007 heimilið lifir enn góðu lífi

05:00 Björg Ingadóttir í Spaksmannsspjörum er skapandi skipulagsdrottning. Íbúðina keypti hún 2007 og mokaði út eins og fólk gerði þá. Meira »

Nær ekki endum saman en er í bata

Í gær, 22:30 „Í upphafi batans sagði ég að ef ég yrði betri manneskja að lokum yrði það sársaukans virði úr ofsakvíða- og óttaköstum. Þau voru hræðileg! Hef ekki breytt um markmið. Verða betri manneskja þýðir að verða betri í öllu í lífinu. Það er eftirsóknarvert.“ Meira »

Keypti hús Eiðs Smára og Ragnhildar

Í gær, 18:32 Sumarhús Eiðs Smára Guðjohnsen og Ragnhildar Sveinsdóttur komst í fréttir á árinu þegar þau settu það á sölu. Bílaumboðið BL ehf. keypti sumarhúsið. Meira »

Góðar jólagjafir undir 2.000 kr.

Í gær, 17:00 Það þarf ekki að kosta mann annan handlegginn að gefa gjöf sem gleður. Stundum geta ódýrar vel til fundnar gjafir skipt miklu máli. Meira »

Fiskbúð breytt í hárgreiðslustofu

í gær Sigga Heimis iðnhönnuður hannaði hárgreiðslustofuna Greiðuna sem flutti í húsnæði þar sem fiskbúð var áður til húsa á Háaleitisbraut. Meira »

Brýtur reglu númer eitt

í gær Kim Kardashian er fyrirmynd þegar kemur að förðun en hún er þó enginn engill þegar kemur að húðumhirðu.   Meira »

Þegar þú ert í átaki og jólin banka upp á

í gær „Jólin eru oft erfiður tími fyrir þá sem vilja taka sig á í mataræðinu eða hreyfa sig meira. Ég þekki þetta alveg sjálf. Það flæðir allt í eplaskífum, jólakökum, jólakonfekti, laufabrauði, jólaglöggi og svo má lengi telja.“ Meira »

10 ástæður fyrir gráti í kynlífi

í fyrradag Það er bæði algengt og eðlilegt að fara að gráta í kynlífi. Oftast er það ekki alvarlegt enda hægt að líta á grátinn sem tilfinningasvita. Meira »

Heiða og Guðmundur selja Öldugötu

í fyrradag Hjónin Heiða Kristín Helgadóttir framkvæmdastjóri Niceland og Guðmundur Kristján Jónsson hafa sett íbúð sína við Öldugötu á sölu. Meira »

6 ástæður til að forðast sykur

í fyrradag „Jólin er sá tími árs þegar að sykurátið tekur völdin og því er gott að passa enn betur upp á mataræðið, hvíldina og næringuna. Jólaboð og hittingar eru margir, tíminn hverfur frá okkur og við grípum í það sem hendi er næst til að nærast.“ Meira »

Svona finnurðu rétta andlitsmaskann

17.12. Þegar ég stend ráðalaus fyrir framan spegilinn er oft lítið annað í stöðunni en að maka á mig andlitsmaska og vona það besta. Útkoman er yfirleitt sléttari, þéttari og ljómameiri húð en ávinningurinn getur einnig falist í andlegri vellíðan. Meira »

Jóna saumaði jólakjólinn sjálf

17.12. Jóna Kristín Birgisdóttir saumaði hátíðlegan ullarkjól í Hússtjórnarskólanum. Hún segir ekki nauðsynlegt að eiga allt það nýjasta og dýrasta eins og stundum lítur út á samfélagsmiðlum. Meira »

Hvað segir jólamyndin um þig?

17.12. Að „feika“ það þangað til maður „meikar“ það er gamalt orðatiltæki sem á svo sannarlega ekki við í ljósi nýlegrar umfjöllunar Vintage everyday. 43 ljósmyndir frá því á sjötta áratug síðustu aldar gefa vísbendingu um að glöggir mannþekkjarar og komandi kynslóðir munu geta lesið í allt sem við erum með í gangi um þessar mundir. Meira »

Þarf að grátbiðja konuna um kynlíf

16.12. „Eiginkona mín sýnir enga ástúð, ég er enn með mikla kynhvöt og þarf að grátbiðja hana um kynlíf. Við stundum bara kynlíf nokkrum sinnum á ári.“ Meira »

5 ástæður þess að hunsa vigtina yfir jólin

16.12. Það er freistandi að stíga reglulega á vigtina yfir jólin. Það nýtur þó enginn jólanna til botns ef hann ætlar að refsa sér fyrir að borða aðeins of mikið konfekt. Meira »

Er makinn að halda fram hjá fjárhagslega?

16.12. Fólk heldur ekki bara fram hjá með því að hoppa upp í rúm með einhverjum öðrum en maka sínum. Margir eiga það til að halda fram hjá fjárhagslega. Meira »

Misstu 105 kíló á ketó

16.12. Það er auðveldara að grennast ef makinn er með manni í liði. Hjón sem byrjuðu á ketó-mataræðinu fyrir ári hafa misst yfir 100 kíló samanlagt. Meira »

Litur ársins 2019 afhjúpaður

16.12. Ertu ekki til í að mála stofuna bleikrauða? Litur ársins 2019 er bæði skemmtilegur og hlýr og ákveðið svar við þeim tækniheimi sem við lifum í. Meira »

Gáfnafar skiptir öllu í samböndum

15.12. Ef um styttri sambönd eru að ræða kjósa karlmenn heimskari karlmenn ef þær eru fallegar. Til lengri tíma litið vilja bæði konur og karla jafngáfaða maka eða gáfaðri, þó ekki mun gáfaðri. Meira »