Olga svelti sig heilu dagana

Olga Helgadóttir segir margt hafa breyst eftir að hún fékk ...
Olga Helgadóttir segir margt hafa breyst eftir að hún fékk hjálp frá næringafræðingi. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Ljós­mynd­ar­inn Olga Helga­dótt­ir var orðin 152 kíló þegar hún fór í maga­ermaraðgerð fyr­ir tæp­um tveim­ur árum. Hún seg­ir aðgerðina hafa hjálpað sér en líður þó mun bet­ur eft­ir að hún fékk hjálp frá nær­ing­ar­fræðingi. Hún áttaði sig á því hversu óheil­brigt sam­band henn­ar við mat var og seg­ist hafa svelt sig heilu dag­ana.

„Ég var orðin 152 kg þegar ég ákvað að fara í maga­ermaraðgerðina. Ég var búin að hugsa þetta í nokk­ur ár, en hafði aldrei þorað að nefna það við neinn. Ég var búin að ganga í gegn­um mikla erfiðleika á þess­um tíma og hafði fitnað mikið í kjöl­farið, ég fann að ég vildi breyta til, ég ræddi það við vin­konu mína sem studdi mig í gegn­um ákv­arðana­tök­una og ég ákvað að fara í aðgerð eft­ir að hafa reynt ár­ang­urs­laust að grenn­ast á eig­in spýt­ur. Ég kynnti mér all­ar þær offituaðgerðir sem í boði voru og taldi erm­ina vera þá aðgerð sem hentaði mér best,“ seg­ir Olga um hvað varð til þess að hún ákvað að fara í aðgerðina.

Í mjög slæmu ástandi fyr­ir aðgerðina

Áður en Olga fór í aðgerðina var hún í mjög slæmu ástandi, bæði lík­am­lega og and­lega. Hún bjó í kjall­ara­her­bergi en veigraði sér fyr­ir að fara upp og niður tröpp­ur. Hún seg­ist líka hafa skamm­ast sín fyr­ir hver hún var. „Svo voru alls kon­ar hugs­an­ir líka sem maður seg­ir ekki frá. Ótt­inn við að brjóta stóla sem maður sest í og þess hátt­ar. Að vera í svona mik­illi yf­ir­vi­gt tak­mark­ar mann mikið, en maður vill ekki endi­lega viður­kenna það.“

Olga sér ekki eft­ir því að fara í maga­ermaraðgerðina þar sem það hjálpaði henni að létt­ast hratt og jók trúna á því að hún gæti lækkað töl­una á vigt­inni. Ef hún væri að fara í gegn­um ferlið í dag myndi hún þó lík­lega gera ým­is­legt öðru­vísi.

Svona leit Olga út áður en hún fór í aðgerðina ...
Svona leit Olga út áður en hún fór í aðgerðina og fékk hjálp frá næringarfræðingi. Ljósmynd/Aðsend

„Mér var ráðlagt að missa fimm kíló fyr­ir aðgerðina og ég fékk send­ar leiðbein­ing­ar og upp­lýs­ing­ar. Ég ræddi líka við starfs­fólk í aðgerðarteyminu. Ég var hins veg­ar frek­ar löt og stóð mig alls ekki nógu vel þar. Ég var ekki dug­leg að sækj­ast eft­ir frek­ari upp­lýs­ing­um og hélt ég gæti þetta al­veg sjálf. Ég hefði að sjálf­sögðu átt að leita mér meiri fag­hjálp­ar áður,“ seg­ir Olga og á þá bæði við sál­fræðihjálp og nær­ing­ar­fræðslu.

Nær­ing­ar­fræðing­ur­inn Elísa­bet Reyn­is­dótt­ir, Beta Reynis, hef­ur hjálpað Olgu mikið að unda­förnu og með henn­ar hjálp hef­ur Olga öðlast dýpri skiln­ing á vanda­mál­um sín­um. Hún hafði til að mynda lengi átt í óheil­brigðu sam­bandi við mat.

Offitu­sjúk­ling­ur með nær­ing­ar­skort

Olga seg­ir það geta verið erfitt að átta sig á því að það sé hægt að vera offitu­sjúk­ling­ur með nær­ing­ar­skort en þannig var það í henn­ar til­viki. Olga hafði svelt sig lengi, hún vandi sig af því að borða morg­un­mat í kring­um ferm­ing­ar­ald­ur­inn og fljót­lega fór hún að mynda ótta í kring­um mat.

„Ég hef eig­in­lega aldrei borðað í kring­um fólk og veisl­ur og hlaðborð hefur verið minn versti óvin­ur vegna mat­ar­ins, þó ég sé aðeins að skána með þetta núna. Þar af leiðandi stundaði ég það að borða ekk­ert all­an dag­inn, vaknaði kannski klukk­an níu á morgn­ana en fékk mér ekk­ert að borða fyrr en um ell­efu­leytið á kvöld­in. Þá var ég hins veg­ar orðin svo svaka­lega svöng að ég kláraði 12 tommu pizzu, brauðstang­ir og gos og fékk svo jafn­vel sæl­gæti í desert. Þetta er mik­ill mat­ur sem ég var að inn­byrða en ekki mik­il nær­ing, þar af leiðandi var lík­ami minn ekki að fá nema brota­brot af þeirri nær­ingu sem hann þurfti á að halda, en rosa­lega mikið af sykri og kol­vetn­um. Ég tók líka tíma­bil þar sem ég borðaði ekki mat i í tvo til þrjá daga, en passaði að eiga gos og ávaxta­tögg­ur, sem þá voru til, þannig gat ég skotið upp ork­unni og haldið mér gang­andi. Á því tíma­bili þorði ég ekki út í búð að kaupa mat af ótta við að aðrir dæmdu mig fyr­ir að vera offitu­sjúk­ling­ur og borða. Því má segja að ég hafi alltaf átt mjög óheil­brigt sam­band við mat og aldrei borðað nær­ing­ar­ríka og góða fæðu sem pass­ar upp á að ég fái þau nær­ing­ar­efni sem ég þarf á að halda.“

Olga Helgadóttir er búin að léttast um 65 kíló á ...
Olga Helgadóttir er búin að léttast um 65 kíló á tæpum tveimur árum. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Í dag pass­ar Olga eft­ir bestu getu að borða nær­ing­ar­rík­an mat. Hún seg­ir ekk­ert heita full­kom­inn dag­ur en út­skýr­ir þó fyr­ir blaðamanni hvað hún borðar á góðum degi. Í morg­un­mat borðar húnchia-graut. Hún borðar heit­an mat í há­deg­inu, prótein­rík­an og kol­vetn­is­snauðan. Á milli mála fær hún sér harðfisk með smjöri, hrökkk­ex með smurosti, ban­ana eða Hleðslu. Á kvöld­in fær hún sér stund­um heita máltíð en finnst líka gott að búa sér til hveitikímsklatta og setja á hann smurost, skinku, alls kon­ar græn­meti, lárperu og jafn­vel egg. „Ég verð oft svöng á kvöld­in og epli með hnetu­smjöri er þá eitt­hvað sem ég sæk­ist mikið í,“ seg­ir Olga.

Vanda­mál­in hverfa ekki eins og kíló­in

„Betra mataræði hef­ur breytt rosa­lega miklu fyr­ir mig. Það gef­ur mér aukna orku og meira út­hald, það gef­ur mér meiri gleði og ég er ham­ingju­sam­ari, mér líður bet­ur. Ég fæ ekki jafn mik­inn kvíða og áður og hugs­un­in mín verður rök­rétt­ari. Ég finn það um leið og ég hætti að næra mig vel og hugsa út í það hvað ég er að borða, þá fer and­lega hliðin í rugl líka. Ef ég næ að halda mér nokk­urn veg­inn á beinni braut, þá líður mér miklu bet­ur. Auðvitað fer ég stund­um út af spor­inu og eins og Beta segir „lífið ger­ist“ en grund­vall­ar­hugs­un­in mín er að halda aðal­máltíðunum holl­um og nær­ing­ar­rík­um og þá hef­ur það minni áhrif á mig þó svo að eitt­hvað óhollt laum­ist með í milli­máli. En góð nær­ing er lyk­ill­inn að góðri and­legri heilsu, alla­vega er það þannig í mínu til­felli.“

Nú ert þú búin að létt­ast um 65 kíló, hvaða mun finn­ur þú helst á þér?

„Lík­am­lega er ég létt­ari á mér, ég er byrjuð að geta hlaupið smá­veg­is og finnst allt auðveld­ara sem ég geri. Það vex mér ekki leng­ur í aug­um að ganga upp tröpp­ur og ég get tekið virk­ari þátt í sam­fé­lag­inu.

And­lega er ég ekki eins óör­ugg með mig, ég skamm­ast mín ekki leng­ur fyr­ir það hver ég er. Mér finnst ég ekki þurfa að fela mig. Ég er far­in að hugsa bet­ur um mig, ég hugsa um húðina mína og fer í rækt­ina, ég borða holl­ari og nær­ing­ar­rík­ari mat sem ger­ir það að verk­um að and­leg heilsa er tölu­vert mikið betri en hún hef­ur verið fram að þessu.“

Góð næring hjálpar andlegu hliðinni.
Góð næring hjálpar andlegu hliðinni. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Fólk kenn­ir auka­kíló­um um hin og þessi vanda­mál. Hverfa þau bara þegar maður létt­ist eða fylg­ir hug­ur­inn ekk­ert endi­lega lík­am­an­um?

„Þau hverfa alls ekki. Það er hell­ings vinna. Ég hef verið að hitta sál­fræðing sam­hliða þessu og það er fyr­ir mig mjög mik­ill þátt­ur af ferl­inu. Ég hef alla tíð bar­ist við kvíða og þung­lyndi af ein­hverj­um toga og skurðlækn­ir­inn tek­ur það ekki með mag­an­um í aðgerðinni. Að vera offitu­sjúk­ling­ur hjálpaði að sjálf­sögðu ekki til og hef­ur litað mig að mjög mörgu leiti og ég hef oft skil­greint mig sem slík­an og er enn að venj­ast því að gera það ekki. Haus­inn fylg­ir líka ekki lík­am­an­um eft­ir að því leit­inu til að ég er enn „feit í hausn­um“ eins og ég kalla það. Ég sé sjálfa mig stund­um enn sem 152 kg og lík­am­inn minn beit­ir sér enn sem slík­ur. Það er mik­il vinna sem fylg­ir því að láta þetta allt tala sam­an. En það er alls ekki bara ofþyngd­in sem hrjáði mig, held­ur alls kon­ar áföll, sjálfs­hat­ur og annað slíkt sem einnig þarf að tak­ast á við, sem ekki er lagað með skurðaðgerð. Svo að sjálfsögðu það að nærast ekki rétt jók alla vanlíðan. Samhliða aðgerðinni hef ég einnig unnið að ljósmyndaverkefni um þetta ferli mitt, sem ég kalla Changes. Ég stefni á að það fari í birtingu í lok desember.“

Að lok­um mæl­ir Olga með því að fólk fái sér nær­ing­ar­fræðing, sama hversu þungt það er. Ef fólk er í mik­illi yf­ir­vi­gt og kýs að fara í aðgerð ráðlegg­ur Olga fólki að ana ekki út í neitt og hafa gott stuðningsnet í kring­um sig. „Að fara í aðgerð er stór ákvörðun sem ekki verður tek­in til baka,“ seg­ir Olga.

mbl.is

Brýtur reglu númer eitt

09:52 Kim Kardashian er fyrirmynd þegar kemur að förðun en hún er þó enginn engill þegar kemur að húðumhirðu.   Meira »

Þegar þú ert í átaki og jólin banka upp á

05:25 „Jólin eru oft erfiður tími fyrir þá sem vilja taka sig á í mataræðinu eða hreyfa sig meira. Ég þekki þetta alveg sjálf. Það flæðir allt í eplaskífum, jólakökum, jólakonfekti, laufabrauði, jólaglöggi og svo má lengi telja.“ Meira »

10 ástæður fyrir gráti í kynlífi

Í gær, 22:43 Það er bæði algengt og eðlilegt að fara að gráta í kynlífi. Oftast er það ekki alvarlegt enda hægt að líta á grátinn sem tilfinningasvita. Meira »

Heiða og Guðmundur selja Öldugötu

Í gær, 19:00 Hjónin Heiða Kristín Helgadóttir framkvæmdastjóri Niceland og Guðmundur Kristján Jónsson hafa sett íbúð sína við Öldugötu á sölu. Meira »

6 ástæður til að forðast sykur

Í gær, 16:30 „Jólin er sá tími árs þegar að sykurátið tekur völdin og því er gott að passa enn betur upp á mataræðið, hvíldina og næringuna. Jólaboð og hittingar eru margir, tíminn hverfur frá okkur og við grípum í það sem hendi er næst til að nærast.“ Meira »

Svona finnurðu rétta andlitsmaskann

Í gær, 13:30 Þegar ég stend ráðalaus fyrir framan spegilinn er oft lítið annað í stöðunni en að maka á mig andlitsmaska og vona það besta. Útkoman er yfirleitt sléttari, þéttari og ljómameiri húð en ávinningurinn getur einnig falist í andlegri vellíðan. Meira »

Jóna saumaði jólakjólinn sjálf

í gær Jóna Kristín Birgisdóttir saumaði hátíðlegan ullarkjól í Hússtjórnarskólanum. Hún segir ekki nauðsynlegt að eiga allt það nýjasta og dýrasta eins og stundum lítur út á samfélagsmiðlum. Meira »

Hvað segir jólamyndin um þig?

í gær Að „feika“ það þangað til maður „meikar“ það er gamalt orðatiltæki sem á svo sannarlega ekki við í ljósi nýlegrar umfjöllunar Vintage everyday. 43 ljósmyndir frá því á sjötta áratug síðustu aldar gefa vísbendingu um að glöggir mannþekkjarar og komandi kynslóðir munu geta lesið í allt sem við erum með í gangi um þessar mundir. Meira »

Þarf að grátbiðja konuna um kynlíf

í fyrradag „Eiginkona mín sýnir enga ástúð, ég er enn með mikla kynhvöt og þarf að grátbiðja hana um kynlíf. Við stundum bara kynlíf nokkrum sinnum á ári.“ Meira »

5 ástæður þess að hunsa vigtina yfir jólin

í fyrradag Það er freistandi að stíga reglulega á vigtina yfir jólin. Það nýtur þó enginn jólanna til botns ef hann ætlar að refsa sér fyrir að borða aðeins of mikið konfekt. Meira »

Er makinn að halda fram hjá fjárhagslega?

í fyrradag Fólk heldur ekki bara fram hjá með því að hoppa upp í rúm með einhverjum öðrum en maka sínum. Margir eiga það til að halda fram hjá fjárhagslega. Meira »

Misstu 105 kíló á ketó

16.12. Það er auðveldara að grennast ef makinn er með manni í liði. Hjón sem byrjuðu á ketó-mataræðinu fyrir ári hafa misst yfir 100 kíló samanlagt. Meira »

Litur ársins 2019 afhjúpaður

16.12. Ertu ekki til í að mála stofuna bleikrauða? Litur ársins 2019 er bæði skemmtilegur og hlýr og ákveðið svar við þeim tækniheimi sem við lifum í. Meira »

Gáfnafar skiptir öllu í samböndum

15.12. Ef um styttri sambönd eru að ræða kjósa karlmenn heimskari karlmenn ef þær eru fallegar. Til lengri tíma litið vilja bæði konur og karla jafngáfaða maka eða gáfaðri, þó ekki mun gáfaðri. Meira »

Ógnarstór limurinn til vandræða

15.12. „Ég er með ótrúlega stórt typpi,“ skrifar maður með óvenjulega stórt typpi og segir það ekkert til að gorta sig af.   Meira »

10 atriði sem gera það auðveldara að vakna

15.12. Hættu að ýta á blunda eða skríða aftur upp í rúm eftir fyrstu klósettferð dagsins. Ef fólk vill virkilega vakna þá tapar það ekki á að fara eftir nokkrum skotheldum ráðum. Meira »

Glóðu eins og demantur um jólin

15.12. Náttúruleg, bronsuð förðun með áherslu á fallega og ljómandi húð sem hentar fullkomlega fyrir öll jólaboð í ár. Natalie Kristín Hamzehpour förðunarmeistari gefur góð ráð. Meira »

Google getur ekki lagað hjónabandið

15.12. „Google á ekki maka eða barn svo ekki er hægt að ganga að traustum upplýsingum þar. Það er mjög gefandi að deila með körlum hvað rannsóknir sýna skýrt hve miklu máli þeir skipta fyrir parsambandið og fyrir barnauppeldi. Það sem karlar vilja vita eru vísindalega sönnuð leyndarmál um samskipti kynjanna sérstaklega sett fram fyrir karlmenn,“ segir Ólafur Grétar. Meira »

Frábærar gjafir fyrir níska Jóakima

15.12. Það þekkja allir einn Jóakim, einstakling sem elskar að spara, safna peningum og jafnframt erfitt að gera til geðs. Vanda þarf því gjafavalið sérstaklega. Meira »

Fjölmenntu á Jacobsen Loftið

14.12. Nýrri skartgripalínu Orrifinn var fagnað á Jacobsen Loftinu í gær. Fólkið á bak við Orrifinn eru þau Helga Guðrún Friðriksdóttir og Orri Finnbogason. Halla Þórðardóttir mætti í boðið og framdi gjörning við tónverk eftir Daníel Ágúst Haraldsson. Meira »

Tapaði ég peningunum á Karolina Fund?

14.12. „Vorið 2017 „keypti ég“ tvær bækur á hópfjármögnun á Karolina Fund eða rúmlega 14.000 krónur og var lofað plakati með, penna og boð í útgáfuhóf. Bókin átti að koma út um haustið en hefur ekki ennþá komið út. Hvernig virkar svona, er hægt að fá endurgreitt eða eru þetta bara tapaðir peningar?“ Meira »