Olga svelti sig heilu dagana

Olga Helgadóttir segir margt hafa breyst eftir að hún fékk ...
Olga Helgadóttir segir margt hafa breyst eftir að hún fékk hjálp frá næringafræðingi. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Ljós­mynd­ar­inn Olga Helga­dótt­ir var orðin 152 kíló þegar hún fór í maga­ermaraðgerð fyr­ir tæp­um tveim­ur árum. Hún seg­ir aðgerðina hafa hjálpað sér en líður þó mun bet­ur eft­ir að hún fékk hjálp frá nær­ing­ar­fræðingi. Hún áttaði sig á því hversu óheil­brigt sam­band henn­ar við mat var og seg­ist hafa svelt sig heilu dag­ana.

„Ég var orðin 152 kg þegar ég ákvað að fara í maga­ermaraðgerðina. Ég var búin að hugsa þetta í nokk­ur ár, en hafði aldrei þorað að nefna það við neinn. Ég var búin að ganga í gegn­um mikla erfiðleika á þess­um tíma og hafði fitnað mikið í kjöl­farið, ég fann að ég vildi breyta til, ég ræddi það við vin­konu mína sem studdi mig í gegn­um ákv­arðana­tök­una og ég ákvað að fara í aðgerð eft­ir að hafa reynt ár­ang­urs­laust að grenn­ast á eig­in spýt­ur. Ég kynnti mér all­ar þær offituaðgerðir sem í boði voru og taldi erm­ina vera þá aðgerð sem hentaði mér best,“ seg­ir Olga um hvað varð til þess að hún ákvað að fara í aðgerðina.

Í mjög slæmu ástandi fyr­ir aðgerðina

Áður en Olga fór í aðgerðina var hún í mjög slæmu ástandi, bæði lík­am­lega og and­lega. Hún bjó í kjall­ara­her­bergi en veigraði sér fyr­ir að fara upp og niður tröpp­ur. Hún seg­ist líka hafa skamm­ast sín fyr­ir hver hún var. „Svo voru alls kon­ar hugs­an­ir líka sem maður seg­ir ekki frá. Ótt­inn við að brjóta stóla sem maður sest í og þess hátt­ar. Að vera í svona mik­illi yf­ir­vi­gt tak­mark­ar mann mikið, en maður vill ekki endi­lega viður­kenna það.“

Olga sér ekki eft­ir því að fara í maga­ermaraðgerðina þar sem það hjálpaði henni að létt­ast hratt og jók trúna á því að hún gæti lækkað töl­una á vigt­inni. Ef hún væri að fara í gegn­um ferlið í dag myndi hún þó lík­lega gera ým­is­legt öðru­vísi.

Svona leit Olga út áður en hún fór í aðgerðina ...
Svona leit Olga út áður en hún fór í aðgerðina og fékk hjálp frá næringarfræðingi. Ljósmynd/Aðsend

„Mér var ráðlagt að missa fimm kíló fyr­ir aðgerðina og ég fékk send­ar leiðbein­ing­ar og upp­lýs­ing­ar. Ég ræddi líka við starfs­fólk í aðgerðarteyminu. Ég var hins veg­ar frek­ar löt og stóð mig alls ekki nógu vel þar. Ég var ekki dug­leg að sækj­ast eft­ir frek­ari upp­lýs­ing­um og hélt ég gæti þetta al­veg sjálf. Ég hefði að sjálf­sögðu átt að leita mér meiri fag­hjálp­ar áður,“ seg­ir Olga og á þá bæði við sál­fræðihjálp og nær­ing­ar­fræðslu.

Nær­ing­ar­fræðing­ur­inn Elísa­bet Reyn­is­dótt­ir, Beta Reynis, hef­ur hjálpað Olgu mikið að unda­förnu og með henn­ar hjálp hef­ur Olga öðlast dýpri skiln­ing á vanda­mál­um sín­um. Hún hafði til að mynda lengi átt í óheil­brigðu sam­bandi við mat.

Offitu­sjúk­ling­ur með nær­ing­ar­skort

Olga seg­ir það geta verið erfitt að átta sig á því að það sé hægt að vera offitu­sjúk­ling­ur með nær­ing­ar­skort en þannig var það í henn­ar til­viki. Olga hafði svelt sig lengi, hún vandi sig af því að borða morg­un­mat í kring­um ferm­ing­ar­ald­ur­inn og fljót­lega fór hún að mynda ótta í kring­um mat.

„Ég hef eig­in­lega aldrei borðað í kring­um fólk og veisl­ur og hlaðborð hefur verið minn versti óvin­ur vegna mat­ar­ins, þó ég sé aðeins að skána með þetta núna. Þar af leiðandi stundaði ég það að borða ekk­ert all­an dag­inn, vaknaði kannski klukk­an níu á morgn­ana en fékk mér ekk­ert að borða fyrr en um ell­efu­leytið á kvöld­in. Þá var ég hins veg­ar orðin svo svaka­lega svöng að ég kláraði 12 tommu pizzu, brauðstang­ir og gos og fékk svo jafn­vel sæl­gæti í desert. Þetta er mik­ill mat­ur sem ég var að inn­byrða en ekki mik­il nær­ing, þar af leiðandi var lík­ami minn ekki að fá nema brota­brot af þeirri nær­ingu sem hann þurfti á að halda, en rosa­lega mikið af sykri og kol­vetn­um. Ég tók líka tíma­bil þar sem ég borðaði ekki mat i í tvo til þrjá daga, en passaði að eiga gos og ávaxta­tögg­ur, sem þá voru til, þannig gat ég skotið upp ork­unni og haldið mér gang­andi. Á því tíma­bili þorði ég ekki út í búð að kaupa mat af ótta við að aðrir dæmdu mig fyr­ir að vera offitu­sjúk­ling­ur og borða. Því má segja að ég hafi alltaf átt mjög óheil­brigt sam­band við mat og aldrei borðað nær­ing­ar­ríka og góða fæðu sem pass­ar upp á að ég fái þau nær­ing­ar­efni sem ég þarf á að halda.“

Olga Helgadóttir er búin að léttast um 65 kíló á ...
Olga Helgadóttir er búin að léttast um 65 kíló á tæpum tveimur árum. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Í dag pass­ar Olga eft­ir bestu getu að borða nær­ing­ar­rík­an mat. Hún seg­ir ekk­ert heita full­kom­inn dag­ur en út­skýr­ir þó fyr­ir blaðamanni hvað hún borðar á góðum degi. Í morg­un­mat borðar húnchia-graut. Hún borðar heit­an mat í há­deg­inu, prótein­rík­an og kol­vetn­is­snauðan. Á milli mála fær hún sér harðfisk með smjöri, hrökkk­ex með smurosti, ban­ana eða Hleðslu. Á kvöld­in fær hún sér stund­um heita máltíð en finnst líka gott að búa sér til hveitikímsklatta og setja á hann smurost, skinku, alls kon­ar græn­meti, lárperu og jafn­vel egg. „Ég verð oft svöng á kvöld­in og epli með hnetu­smjöri er þá eitt­hvað sem ég sæk­ist mikið í,“ seg­ir Olga.

Vanda­mál­in hverfa ekki eins og kíló­in

„Betra mataræði hef­ur breytt rosa­lega miklu fyr­ir mig. Það gef­ur mér aukna orku og meira út­hald, það gef­ur mér meiri gleði og ég er ham­ingju­sam­ari, mér líður bet­ur. Ég fæ ekki jafn mik­inn kvíða og áður og hugs­un­in mín verður rök­rétt­ari. Ég finn það um leið og ég hætti að næra mig vel og hugsa út í það hvað ég er að borða, þá fer and­lega hliðin í rugl líka. Ef ég næ að halda mér nokk­urn veg­inn á beinni braut, þá líður mér miklu bet­ur. Auðvitað fer ég stund­um út af spor­inu og eins og Beta segir „lífið ger­ist“ en grund­vall­ar­hugs­un­in mín er að halda aðal­máltíðunum holl­um og nær­ing­ar­rík­um og þá hef­ur það minni áhrif á mig þó svo að eitt­hvað óhollt laum­ist með í milli­máli. En góð nær­ing er lyk­ill­inn að góðri and­legri heilsu, alla­vega er það þannig í mínu til­felli.“

Nú ert þú búin að létt­ast um 65 kíló, hvaða mun finn­ur þú helst á þér?

„Lík­am­lega er ég létt­ari á mér, ég er byrjuð að geta hlaupið smá­veg­is og finnst allt auðveld­ara sem ég geri. Það vex mér ekki leng­ur í aug­um að ganga upp tröpp­ur og ég get tekið virk­ari þátt í sam­fé­lag­inu.

And­lega er ég ekki eins óör­ugg með mig, ég skamm­ast mín ekki leng­ur fyr­ir það hver ég er. Mér finnst ég ekki þurfa að fela mig. Ég er far­in að hugsa bet­ur um mig, ég hugsa um húðina mína og fer í rækt­ina, ég borða holl­ari og nær­ing­ar­rík­ari mat sem ger­ir það að verk­um að and­leg heilsa er tölu­vert mikið betri en hún hef­ur verið fram að þessu.“

Góð næring hjálpar andlegu hliðinni.
Góð næring hjálpar andlegu hliðinni. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Fólk kenn­ir auka­kíló­um um hin og þessi vanda­mál. Hverfa þau bara þegar maður létt­ist eða fylg­ir hug­ur­inn ekk­ert endi­lega lík­am­an­um?

„Þau hverfa alls ekki. Það er hell­ings vinna. Ég hef verið að hitta sál­fræðing sam­hliða þessu og það er fyr­ir mig mjög mik­ill þátt­ur af ferl­inu. Ég hef alla tíð bar­ist við kvíða og þung­lyndi af ein­hverj­um toga og skurðlækn­ir­inn tek­ur það ekki með mag­an­um í aðgerðinni. Að vera offitu­sjúk­ling­ur hjálpaði að sjálf­sögðu ekki til og hef­ur litað mig að mjög mörgu leiti og ég hef oft skil­greint mig sem slík­an og er enn að venj­ast því að gera það ekki. Haus­inn fylg­ir líka ekki lík­am­an­um eft­ir að því leit­inu til að ég er enn „feit í hausn­um“ eins og ég kalla það. Ég sé sjálfa mig stund­um enn sem 152 kg og lík­am­inn minn beit­ir sér enn sem slík­ur. Það er mik­il vinna sem fylg­ir því að láta þetta allt tala sam­an. En það er alls ekki bara ofþyngd­in sem hrjáði mig, held­ur alls kon­ar áföll, sjálfs­hat­ur og annað slíkt sem einnig þarf að tak­ast á við, sem ekki er lagað með skurðaðgerð. Svo að sjálfsögðu það að nærast ekki rétt jók alla vanlíðan. Samhliða aðgerðinni hef ég einnig unnið að ljósmyndaverkefni um þetta ferli mitt, sem ég kalla Changes. Ég stefni á að það fari í birtingu í lok desember.“

Að lok­um mæl­ir Olga með því að fólk fái sér nær­ing­ar­fræðing, sama hversu þungt það er. Ef fólk er í mik­illi yf­ir­vi­gt og kýs að fara í aðgerð ráðlegg­ur Olga fólki að ana ekki út í neitt og hafa gott stuðningsnet í kring­um sig. „Að fara í aðgerð er stór ákvörðun sem ekki verður tek­in til baka,“ seg­ir Olga.

mbl.is

Þetta ljúga konur um í kynlífi

18:00 Fæstir eru 100 prósent heiðarlegir við bólfélaga sína. Konur ljúga ekki endilega til um kynferðislega ánægju.  Meira »

Arnar Gauti mætti á nýja staðinn í Mosó

15:31 Blackbox opnaði nýjan stað í Mosfellsbæ og áður en staðurinn var formlega opnaður mættu Arnar Gauti, Ásgeir Kolbeins, Jóhannes Ásbjörnsson, Hulda Rós Hákonardóttir, Skúli á Subway og fleiri til að smakka. Meira »

Þetta er hollasta fitan sem þú getur borðað

12:00 Krabbamein er algeng dánarorsök sem einkennist af stjórnlausum vexti fruma í líkamanum. Rannsóknir hafa sýnt að fólk í Miðjarðarhafslöndum er í hlutfallslega minni hættu á að fá krabbamein og sumir hafa getið sér þess til að ólífuolía hafi eitthvað með þetta að gera. Meira »

Klæddu þig upp á í kjól um páskana

11:00 Ljósir rómantískir kjólar eru í tísku þessa páskana. Gulur er að sjálfsögðu vinsæll litur á þessum árstíma. En fleiri litir koma til greina. Meira »

Andlega erfitt að grisja og flytja

05:00 Listakonan Anna Kristín Þorsteinsdóttir hefur enga tölu á því hversu oft hún hefur flutt um ævina en síðustu tíu árin hefur henni þó tekist að skjóta rótum á sama stað. Meira »

Hilmar hætti að drekka og fékk nýtt líf

Í gær, 20:00 Hilmar Sigurðsson sneri lífi sínu við eftir að hafa farið í meðferð í Hlaðgerðarkoti. Hann segir alkóhólismann vera sjálfhverfan sjúkdóm og ein besta leiðin til að sigrast á honum sé að hjálpa öðrum. Meira »

Ætlar að nýta páskana í að mála

Í gær, 19:00 Elsa Nielsen, grafískur hönnuður og eigandi Nielsen hönnunarstofu, býr á Seltjarnarnesi ásamt eiginmanni og þremur börnum.  Meira »

Maja heldur kolvetnalausa páska

í gær Anna María Benediktsdóttir eða Maja eins og hún er vanalega kölluð skreytir fallega hjá sér fyrir páskana. Hér gefur hún nokkur góð ráð, meðal annars hvernig upplifa má góða sykurlausa páska. Meira »

Getur verið að tengdó sé spilafíkill?

í gær Ég hef staðið manninn minn að því að vera lána föður sínum peninga og oftar en ekki skila þessir peningar sér ekki. Ég hef reynt að ræða þetta við hann og alltaf segist hann sammála mér og hann ætli að hætta þessu en svo næsta sem ég veit að þá er hann búinn að lána honum meira. Meira »

Thelma hannaði töfraheim fyrir fjölskyldu

í gær Thelma Björk Friðriksdóttir innanhússarkitekt hannaði ákaflega heillandi heimili utan um fjögurra manna fjölskyldu.  Meira »

Geggjaður retró-stíll í 101

í fyrradag Við Framnesveg í Reykjavík stendur 103 fm raðhús sem byggt var 1922. Búið er að endurnýja húsið mikið og er stíllinn svolítið eins og að fólk gangi inn í tímavél. Meira »

Páska skraut á skandinavíska vísu

í fyrradag Skandinavísk hönnun er vinsæl víða. Páskaskraut á skandinavíska vísu er vinsælt um þessar mundir, sér í lagi á meðal þeirra sem aðhyllast minimalískan lífsstíl. Það er ódýrt og fallegt að setja saman það sem til er á heimilinu og skreyta þannig fyrir páskana. Meira »

Svona heldur þú heilsusamlega páska

18.4. Þegar fólk breytir um lífsstíl og mataræði á það stundum erfitt með að takast á við hátíðir eins og páskana, því þá vill það sogast inn í gamlar hefðir og vana. Meira »

Svona býrðu til „Power Spot“

18.4. Japanski tiltektarsnillingurinn Marie Kondo fer eins og stormur um heiminn með heimspeki sína sem fjallar í stuttu máli um að einfalda lífsstílinn og halda einungis í það sem veitir ánægju. Meira »

Kærastinn spilar rassinn úr buxunum

18.4. „Þannig er að kærastinn minn er að eyða nánast öllum peningunum sínum í alls konar veðmál á netinu. Hann segir að þetta séu alls konar íþróttaleikir en vill ekki sýna mér nákvæmlega hvað þetta er og kannski skiptir ekki máli. Aðaláhyggjurnar mínar eru að síðustu mánuði hef ég verið að borga alla reikninga þar sem hann er búinn að eyða sínum og hann afsakar þetta með hinu og þessu.“ Meira »

10 gul dress sem minna ekki á páskaunga

17.4. Tískulöggur hafa gefið grænt ljós á gult frá toppi til táar en það er þó hægara sagt en gert ef þú vilt ekki líta út eins og fugl ofan á páskaeggi. Meira »

Fór á svakalegan megrunarkúr

17.4. „Ég er svöng,“ segir Beyoncé í nýrri heimildarmynd þar sem hún segist hafa hætt að borða brauð, sykur, kolvetni, mjólkurvörur, fisk og kjöt til þess að komast í form eftir barnsburð. Meira »

Buxurnar sem eru að gera allt brjálað

17.4. Diane Keaton fær Hollywood-stjörnur til að slefa yfir buxum sem einhver myndi segja að væru löngu dottnar úr tísku.   Meira »

Inga Lind í Kokkaflakks-teiti

17.4. Inga Lind Karlsdóttir framleiðandi hjá Skot lét sig ekki vanta í frumsýningarteiti Kokkaflakks en þættirnir eru í umsjón Ólafs Arnar. Meira »

Við erum greinilega að gera eitthvað rétt

17.4. Kolbrún Kristjánsdóttir segir að það sé furðuleg upplifun að aðrir stæli stofuna þeirra Portið sem opnaði nýlega.   Meira »

Fasteignamarkaðurinn er að lifna við

17.4. Dregið hefur úr óvissu í atvinnulífinu og því hægt að reikna með meiri umsvifum á fasteignamarkaði. Velja þarf fasteign sem hentar bæði þörfum og fjárhag fjölskyldunnar. Meira »