Svona ætlar Longoria að skafa af sér

Eva Longoria er byrjuð að rífa í lóðin.
Eva Longoria er byrjuð að rífa í lóðin. AFP

Leikkonan Eva Longoria er byrjuð að reyna að koma sér í form aftur eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn í júní 43 ára. Stjarnan úr Aðþrengdu eiginkonunum elskar að gera jóga og pilates en ætlar að breyta til til þess að ná af sér meðgöngukílóunum. 

Longoria sagði í viðtali við Us Weekly að hún væri ánægð með að hafa gefið líkama sínum tíma eftir fæðinguna en nú sé kominn tími til þess að koma sér af stað. „Veistu hvað, hann var að eiga barn,“ sagði stjarnan um líkama sinn. „Hann skapaði líf svo ég ég var ekki að stressa mig of mikið á því að komast aftur í form.“

Hún segist vera byrjuð að hreyfa sig meira en áður og passa hvað hún borðar. Í stað þess að gera bara jóga er hún byrjuð að lyfta og virðast lyftingar vera leið hennar að gamla líkamanum. „Æfingarnar mínar eru meira lyftingaæfingar,“ sagði Longoria. „Mjög alvarlegar lyftingaæfingar.“

Eva Longoria.
Eva Longoria. AFP
mbl.is