Fór í aðgerð og uppgötvaði nýja leið

Harpa Hauksdóttir.
Harpa Hauksdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Harpa Hauksdóttir hefur óþrjótandi áhuga á heilsu og góðum lífsstíl. Eftir að hafa þurft að fara í aðgerð á fæti og fengið skjótan bata með LPG-tækinu ákvað hún að kaupa Líkamslögun sem sérhæfir sig í húðmeðferðum með tækinu. 

„Fyrir nokkrum árum þurfti ég að fara í smá aðgerð vegna æðaþrengsla á fæti. Læknirinn minn mælti með því að ég færi í LPG-tækið eftir aðgerðina til þess að fá meira líf í sogæðakerfið. Eftir nokkra tíma spurði sú sem var með mig í meðferðinni hvort ég sæi ekki mikinn mun. Mér fannst þetta skringilega orðuð spurning og sagði við hana að mér liði miklu betur, bólgurnar væru farnar og ég væri ekki með jafn mikinn bjúg. Þá sagði hún, en sérðu ekki muninn á húðinni? Þá fór ég að skoða hana og sá að húðin leit miklu betur út. Appelsínuhúðin var nánast horfin og húðin orðin miklu þéttari og fallegri. Þetta kom mér mikið á óvart því ég fór bara í LPG-tækið vegna þess að læknirinn vísaði mér þangað eftir aðgerðina,“ segir Harpa. Eftir þetta vaknaði forvitni og vildi hún vita meira um þetta tæki sem hafði hjálpað henni svo mikið. Það leiddi til þess að hún keypti fyrirtækið Líkamslögun sem er nuddstofa sem sérhæfir sig í sogæðanuddi. LPG-tækið er notað í húðmeðferðum, bæði fyrir andlit og fyrir líkama. 

„Ég er búin að fara tvisvar til Frakklands og læra og verð alltaf meira og meira heilluð af þessari tækni, hún hreinlega virkar. Ég var að taka inn eitt tæki í viðbót og er nú með þrjú tæki. Það er magnað hvað eitt tæki getur haft stór áhrif á líkamann og meðfram annarri hreyfingu hreinlega skipt sköpum í líðan,“ segir hún. 

Áður en Harpa festi kaup á Líkamslögun rak hún meðal annars Grand Spa á Grand hóteli og þekkir hún því vel til í líkamsræktarheiminum. Hún reynir að hugsa vel um sig og vill líka muna að það þarf ekki að æfa marga tíma á dag til þess að ná árangri. 

„Ég hef alltaf æft og í raun prófað allt mögulegt þegar kemur að heilsu og líkamsrækt. Ég hef fundið út að þessi hálftími á dag ef ekki er meiri tími gerir heilmikið og að halda sér við efnið er áhrifaríkara en að æfa daglega eins og fara eigi í maraþon í fyrramálið. Þá nefnilega er maraþonið minna mál. Og eftir þessu ætla ég að fara nú þegar ég hef gefið út að taka þátt á næsta ári,“ segir hún. 

Ljósmynd/Hulda Margrét Óladóttir

Þegar Harpa er spurð að því hvort íslenskar konur séu uppteknar af útliti sínu segir hún að þær séu bara mátulega uppteknar. 

„Ég er í hópnum sem bætir auðveldlega á sig og þarf að hreyfa mig mikið til þess passa í litlu buxurnar mínar,“ segir hún og hlær og segist sífellt vera að ala sjálfa sig upp og vera ekki of upptekin af því. Hún segir að kynsystur hennar séu miklu meira uppteknar af því að vera heilsuhraustar. 

„Það er gaman að sjá hvað öll umfjöllun um heilbrigði og nýjar leiðir til heilbrigðis vekja mikla athygli. Vellíðan og heilbrigði skila sér svo sem auka bónus fallegu útliti og sjálfstrausti. Þær sem hugsa vel um húðina og mataræði sitt hafa betra sjálfstraust og líður betur.“

Hvað gerir þú sjálf til að vera heilsuhraustari?

„Ég reyni að vera meðvituð frá degi til dags og reyni að hreyfa mig 2 - 4 sinnum í viku. Fyrir nokkrum árum fór ég að stunda sjósund sem er frábært. Ég er ekki í hópi þeirra sem synda sem lengst en ég syndi eitthvað og nýt þess að hafa þennan aðgang að ströndinni. Segi samt eins og allir hinir sem eru að busla þarna, vá hvað það væri gaman að hafa lengri opnunartíma. Ég fer svo auðvitað líka reglulega í LPG-tækið bæði með líkama og andlit,“ segir hún. 

Þegar hún er spurð út í mataræði sitt segist hún gæta þess vel að borða sjaldan unnar matvörur og meira lífrænt. Hún er þó ekki heilög og borðar súkkulaði stöku sinnum.  

„Skilaboðin um hvað við eigum og eigum ekki að borða eru oft ansi misvísandi. Ég held að það sem henti einum henti ekki öðrum. Ég er smám saman að finna út hvað fer best í mig enda ekki seinna vænna komin vel yfir tvítugt,“ segir hún og hlær. 

Hvernig heldur þú þér í formi?

„Ég æfi eins og áður segir nokkuð reglulega og finn þegar æfingin dettur út hvað hún hefur mikið að segja. Ég á þann draum að hlaupa hálfmaraþon og ætli það sé ekki bara best að gera það að markmiði hér og nú að hlaupa eitt svoleiðis á næsta ári á menningarnótt,“ segir hún. 

Harpa segist drekka tvö glös af sítrónuvatni á hverjum morgni. 

„Ég er alltaf með sítrónuvatn í könnu inni í ísskáp með lífrænni sítrónu. Ég geng svo nánast sofandi að ísskápnum og drekk þessi tvö glös, svo geri ég boost sem samanstendur af, engifer og helling af honum, þeim berjum sem ég á til í frysti, próteini, möndlum og rauðrófudufti. Ég geri yfirleitt nóg til þess að eiga í 2 - 3 daga og fæ mér glas daglega.“

Hver er mesta bylting í bjútíheiminum á síðustu árum?

„Er það ekki þessi tækni sem gerir svo mikið fyrir okkur? Og þar kemur LPG sterkt inn,  þegar meðferðin er alveg náttúruleg eins og hún er með LPG þá er um að gera að nota hana og taka tímann sem þarf fyrir sjálfa sig til þess að nýta nýjungar móralslaust,“ segir hún. 

Ljósmynd/Hulda Margrét Óladóttir
mbl.is

Svona æfir frú Bieber

Í gær, 21:00 Hailey Baldwin sýndi hvernig hún æfir en það er víst ekki nóg fyrir fyrirsætur að vera háar og grannar þær þurfa líka að vera með vöðva. Meira »

Hvenær verður fólk fullorðið?

Í gær, 18:00 Fólk verður fullorðið 18 ára samkvæmt lögum en fæstum líður þó þannig, nema ef barn er í spilunum.   Meira »

Þunnar sokkabuxur aftur í móð

Í gær, 16:00 Ef marka má nýjustu herferð tískumerkisins Saint Laurent verða þunnar sokkabuxur í anda áttunda áratugarins vinsælar í sumar. Meira »

Er alltaf allt í drasli hjá þér?

Í gær, 13:00 Ertu búin/n að gefast upp á öllu draslinu og nærðu ekki utan um tiltektina? Ef svo er þá er þetta það sem vantar í líf þitt! Meira »

Mætir klukkan 04:30 í ræktina

Í gær, 10:00 Mel B ætlar að vera í góðu formi á tónleikum Kryddpíanna í sumar. Hún vaknar um miðja nótt til þess að mæta æfingu ef það er það sem þarf til. Meira »

Þór lærði tantra hjá jógamunkum

Í gær, 05:00 Þór Jóhannesson er einn vinsælasti jógakennarinn um þessar mundir. Hann er að fara af stað með námskeið í World Class á nýju ári þar sem hann kennir fólki að ná jafnvægi á hvolfi. Meira »

Ástæður þess að fólk hendir ekki drasli

í fyrradag Það er fátt vinsælla núna en að endurskipuleggja líf sitt eftir aðferðum Marie Kondo. Það getur þó reynst erfitt að einfalda lífið þegar heimilið er fullt af óþarfa hlutum sem enginn tímir að henda. Meira »

Karlmenn lýsa ótrúlegum fullnægingum

í fyrradag Einn maður fékk svo rosalega fullnægingu að hann var ófær um gang næstu 20 mínúturnar. Var kannski besta fullnægingin þín fyrir 20 árum? Meira »

Toppurinn sem tryllir allt

í fyrradag Gífurlegur aukinn áhugi á stuttum öðruvísi toppklippingum gefur í skyn að toppatískan verði í anda Berglind Festival í ár.   Meira »

Þvoði ekki hárið í mörg ár

í fyrradag „Það var ógeðslegt,“ sagði GOT-stjarnan Sophie Turner um það þegar hún mátti ekki þvo á sér hárið.   Meira »

Fröken Fix endurhannaði Rekstrarvörur

í fyrradag Fyrirtækið Rekstrarvörur er eins og nýtt eftir að Sesselja Thorberg sem rekur fyrirtækið Fröken Fix endurhannaði húsnæði fyrirtækisins. Mesta áskorunin var að laga hljóðvistina og var það gert með risastórum sérhönnuðum loftljósum. Meira »

Léttist um 37 kg og langar í stærri brjóst

í fyrradag „Ég er búin að missa um 37 kg að verða á einu ári og er komin í kjörþyngd. Brjóstin á mér eru orðin mjög slöpp og eiginlega eins og tómir pokar. Hvað er best að gera?“ Meira »

Fitnessdrottningin Sigga Ómars flytur

18.1. Fitnessdrottningin Sigríður Ómarsdóttir, eða Sigga Ómars eins og hún er kölluð, hyggst flytja en hún hefur sett íbúð sína í Kópavogi á sölu. Íbúðin er 114 fm. Meira »

Langar í kærasta og upplifir höfnun

18.1. „Ég hitti mann á djamminu, fórum heim saman og kannski vöknuðum saman og svo heyrði ég ekkert í honum. Þá fór ég að vera óörugg og fór að hafa samband sem ég veit að er mjög „desperate“. Hvað geri ég til að eignast kærasta? Meira »

Samtalsmeðferð er ekki skyndilausn

18.1. „Rannsóknir sýna að samtalsmeðferð er sú aðferð sem best hefur nýst fagaðilum til að hjálpa einstaklingum að vinna úr ýmis konar áföllum, hvort heldur sem er í parsamböndum sínum, æsku eða í raun og veru hvar sem er á lífsleið viðkomandi. Samtalsmeðferð er hins vegar ekki skyndilausn og snýst ekki um 1-2 viðtöl.“ Meira »

Benedikt mætti með dæturnar

18.1. Það var líf og fjör þegar einleikur Charlottu Böving, Ég dey, var frumsýndur í Borgarleikhúsinu. Benedikt Erlingsson eiginmaður Charlottu lét sig ekki vanta. Meira »

Fyrrverandi hættur að borga meðlag

18.1. „Sá sem greiðir auka meðlag hættir því án þess að láta neinn vita og án þess að sækja um niðurfellingu. Meðlagsþegi beitir innheimtuaðgerðum þar sem greiðslur berast ekki án árangurs og líða meira en tvö ár á þess að greiðslur berist. Hvað er til ráða?“ Meira »

Stjörnurnar stunda kynlíf í háloftunum

18.1. Stjörnurnar eru duglegar að stunda kynlíf í háloftunum og ekki endilega inni á klósetti eða í einkaflugvélum.   Meira »

Allt önnur 27 kílóum léttari

17.1. Óskarsverðlaunaleikkonan Kathy Bates grenntist með því að beita núvitund við matarborðið. Hún forðast líka skyndibita og óskar þess að hafa tekið sig mun fyrr á. Meira »

Koparljós og svört húsgögn setja svip

17.1. Svartar vandaðar innréttingar, falleg húsgögn og vel skipulagt rými einkenna þetta huggulega einbýli í Njarðvík.   Meira »

Fáir með öll svör við sjálfsvígum

17.1. Linda Baldvinsdóttir segir að það sé ekki gott að ráðast á Öldu Karen því fáir hafi svör við sjálfsvígum.   Meira »