Var á ketó-mataræði fyrir 19 árum

Gunnar Már Sigfússon einkaþjálfari og höfundur bókarinnar Hormónalausnin Keto.
Gunnar Már Sigfússon einkaþjálfari og höfundur bókarinnar Hormónalausnin Keto. mbl.is/aðsend

Gunnar Már Sigfússon heilsubókahöfundur og ketó-sérfræðingur hefur gefið frá sér bókina Hormónalausnin ketó. Lesendur Smartlands þekkja Gunnar Má vel en hann var lesendum innan handar í Sykurlausum september og hefur miðlað reynslu sinni í heilsugeiranum. Í dag virðist annar hver maður kominn á ketó en Gunnar Már segir frá því þegar kann kynntist því fyrir 19 árum eða þegar hann komst á verðlaunapall í fitness.

„Í ketó er næringarefnunum raðað upp á sérstakan hátt sem auðveldar líkamanum að ganga á eigin fituforða og nota hann sem orkugjafa. Þetta gerist nánast sjálfkrafa þegar dregið er úr neyslu vissra kolvetna og fitan aukin í mataræðinu og árangurinn getur orðið stórkostlegur. Það sem er líka spennandi við ketó er maturinn sjálfur, en í grunninn er þetta afar bragðgott, heiðarlegt og hreint mataræði með góðum hráefnum sem fást í öllum helstu stórmörkuðum. Ég set mataræðið eða matseðlana upp þannig að það séu sem fæst hráefni í hverri uppskrift, oft í kringum 5 og eldunartíminn er frá 10 mínútum og nánast enginn réttur í bókinni fer yfir 20 mínúturnar sem ég veit að margir kunna vel að meta,“ segir Gunnar Már. 


Geta allir fundið sig í þessu?

„Það er líklega engin ein leið sem hentar öllum en eins og ég set þetta upp þá býður bókin upp á nokkra valkosti fyrir fólk. Þetta eru í raun þrjár ólíkar leiðir sem fólk getur valið um og það eykur líkurnar á að þetta henti sem flestum. Það er til dæmis val um það hvort fólk borði morgunverð eða ekki. Það hentar hreinlega ekki öllum að borða á morgnana og ég fer yfir það nákvæmlega hvað gerist ef þú borðar ekki morgunmat. Ef vissum hlutum er fullnægt í öðrum máltíðum dagsins er það kannski ekki svo galið að sleppa morgunverði öðru hverju og fasta í staðinn, það gæti jafnvel verið þjóðráð ef fólk er að hugsa um að bæta heilsuna og léttast. Í bókinni fer ég einnig yfir nánast allt sem getur komið upp á og gef svörin við algengustu spurningum varðandi ketó svo flestir ættu að geta fundið sína eigin leið á ketó.“ 

Í bókinni ertu líka töluvert að tala um föstur. Hvers vegna mælir þú með þeim?

„Föstur fara svakalega vel með ketó mataræði því markmiðið með þeim er í raun það sama og ketó gengur út á. Föstur eru í raun bara eins og flýtileið að markmiðunum í ketó, svona eins og að stíga í 7 mílna skóna öðru hverju. Ég mæli með því í bókinni að nota föstur með ketó. Það eru margar tegundir til af föstum og ég fer yfir þær helstu og fólk getur síðan ákveðið hvort það henti og síðan þá hvaða tegund af föstu það kýs. Ég vill þó taka það fram að föstur eru val hvers og eins, í bókinni er að finna fullt af morgunverðarhugmyndum fyrir þá sem kjósa að borða morgunverð. Snilldin við fösturnar er að þær flýta fyrir árangrinum og eru í grunninn frekar léttar fyrir flesta ef þær eru framkvæmdar rétt. Svo er þetta líka bara hreinn og beinn sparnaður, við þurfum nefnilega ekki alltaf að vera að borða. Árið 2016 fékk japanskur læknir Nóbelsverðlaunin í læknisfræði fyrir rannsóknir sínar á föstum og heilsufarslegum ávinningi af þeim svo föstur eru eitthvað sem að mínu mati allir ættu að skoða burtséð hvort fólk er á ketó eða ekki.“

Hvað er það sem gerist í líkamanum þegar fólk er 100% á ketó?

„Það sem gerist er að fólk nær stjórninni aftur. Stjórninni á matarlöngun, matarlystinni og sykurlönguninni. Græðgi og endalaus sykurlöngun eru ekki karaktereinkenni eins og fólk stimplar sjálft sig sem nammigrísi heldur er þetta sjálfskapað ástand sem líkaminn lendir í þegar kolvetnaríkrar og rangrar fæðu er neytt. Þegar fólk sleppir sykri, brauði, pasta, grjónum og kartöflum skapast jafnvægi á blóðsykrinum og þetta er eitthvað sem allir eru sammála um og ekki hægt að horfa fram hjá. Jafnvægi á honum þýðir að orkan hjá okkur er jafnari, okkur langar síður í sykur og skyndibitamat og við upplifum að við höfum raunverulegt val á því hvaða mat okkur langar í og magninu sem við borðum af honum sem er frábær tilfinning að hafa og er nauðsynlegt ef vel á að ganga. Ef við köfum aðeins dýpra þá opnar þetta jafnvægi á blóðsykrinum líka fyrir þann möguleika að likaminn sé að ganga á sinn eigin fituforða sem orkugjafa. Það ástand getur eingöngu orðið ef blóðsykur er í jafnvægi og það er í grunninn það sem ketó og föstur ganga út á.“


Hvernig þarf fólk að setja saman matinn? Eru viss mörg % fita, prótein og allt það?

„Í ketó er skipting næringarefnanna þessi. Fita ætti að vera um 75% af heildarkaloríum sem fólk borðar yfir daginn. Prótein ættu að vera um 20% sem er á pari við almennar ráðleggingar ríkisins um næringarinntöku og kolvetni eru um 5% af heildarorkunni sem við neytum. Það er mikilvægt að þetta séu kolvetni sem innihalda ekki sykur og séu næringarrík. Þess vegna heldur ketó mataræði eingöngu í þau kolvetni sem innihalda mest magn næringarefna frá náttúrunnar hendi, eru trefjarík og hafa ekki áhrif á blóðsykurinn. Þetta er í raun val sem allir ættu að tileinka sér. Minna rusl og aukaefni, minni áhrif á orkuna og sykurlöngunina og mest magn næringarefna. Það má segja að ketó velji aðeins það besta eins og gamla Sævars Karls auglýsingin sagði. Ástæðan fyrir þessu mikla magni af fitu er að líkaminn þarf orkugjafa. Likaminn okkar, frumurnar okkar geta gengið á tvenns konar orkugjöfum. Annars vegar kolvetnum sem brotna niður í sykur og hins vegar á fitu eða fitusýrum. Ketó skiptir í raun um orkugjafa sem er umhverfisvænni (ef umhverfið er frumur líkamans) á allan hátt og hefur stórkostlega góð áhrif á líðan og líkama.“

Ertu búinn að vera lengi á ketó?

„Ég keppti í fyrsta sinn í fitness 1999. Þá fékk ég leiðbeiningar með köttið frá margföldum Svíþjóðarmeistara í vaxtarrækt og það sem hann ráðlagði mér var í raun bara hardcore ketó mataræði. Ég endaði á að vinna tvo Íslandsmeistaratitla í fitness og hef verið á einhverri útgáfu af ketó eða lágkolvetnafæði síðan, svo þetta eru orðin 19 ár. Ég er þó langt frá því að vera heilagur í mataræðinu allan ársins hring. Ég tek rispur eins og við flest þar sem ég er harðari við sjáfan mig en slaka á þess á milli, en þó alltaf á einhverri útgáfu af lágkolvetnafæði og reyni að forðast sykur eins og ég mögulega get. Ég finn það líka þegar maður eldist en ég er 45 ára að líkaminn og hreinlega geðið þolir verr sykur og hveiti. Ég finn það á maganum og vökvabúskapnum á neikvæðan hátt og þetta hjálpar manni í raun að halda sig við efnið. Mín markmið fyrir árið eru að komast í mitt besta form síðan ég keppti síðast og planið er að gera það á 5 mánuðum.“

mbl.is

Sex barna móðir fer á þorrablót

10:00 Kolbrún Kvaran, betur þekkt sem Kolla Kvaran, er sex barna móðir og söngkona sem býr í Noregi. Hún er varaformaður Íslendingafélagsins í suðurhluta landsins. Þorrablót Íslendinga eru haldin úti um allan heim. Meira »

Stígur fyrstu skrefin eftir 30 ár í neyslu

07:00 Eftir tæpa þrjá áratugi í neyslu fíkniefna með öllu því sem henni fylgir eru það stór skref að stíga aftur inn í samfélagið. Atli Heiðar Gunnlaugsson hafði misst allan lífsneista þegar hann fór í níu mánaða meðferð í Hlaðgerðarkoti. Hann hefur með aðstoð Samhjálpar snúið við blaðinu og hafið nýtt líf með tveggja ára dóttur sinni, Kristbjörgu. Meira »

María Rut og Guðmundur selja slotið

Í gær, 23:06 „Það er lítill hellir í bakgarðinum og okkur dreymdi alltaf um að búa til heitan pott alveg upp við hellinn og lýsa hellinn upp. Í bakgarðinum vaxa líka villtir burknar út um allt í hrauninu. Útsýnið úr eldhúsinu er því ægifagurt og litirnir ótrúlega fallegir.“ Meira »

Þarftu hagfræðing í ástarmálin?

Í gær, 20:00 „Tinder er frábært fyrir fólk sem hefur áhuga á vinum og skyndikynnum. Ég veit að ég er að undirselja Tinder, en ef þú vilt vera vinsæll á Tinder þá viltu fá marga til að líka við þig.“ Meira »

Þorramatur er alls engin óhollusta

Í gær, 17:00 Lukka Pálsdóttir, eigandi Happs, segir að vegna góðgerla í súrsuðum mat sem borinn er fram á þorrablótum sé hann alls ekki óhollur. Meira »

Fyrrverandi kona makans alltaf að trufla

Í gær, 13:30 „Ég er svo döpur. Fyrrverandi kona kærasta míns er alltaf að senda honum skilaboð og trufla okkur. Alltaf bregst hann við og svarar þeim. Við erum kannski uppi í sófa að kyssast þegar síminn hans byrjar að pípa og þá bregst hann alltaf við.“ Meira »

Smekklegt heimili Snædísar arkitekts

í gær Snædís Bjarnadóttir arkitekt hefur sett sitt sjarmerandi heimili á Seltjarnarnesi á sölu. Uppröðun á húsgögnum er einstök!   Meira »

Hálfdán vakti í 42 tíma, hvað gerist?

í gær Hálfdán Steinþórsson vakti í 42 klukkutíma til að athuga hvað myndi gerast í líkamanum. Hann sagði að honum liði svolítið eins og hann væri þunnur og var lengur að velja orð eftir alla vökuna. Meira »

Kúa-mynstur nýjasta tískan?

í fyrradag Samfélagsmiðlastjarnan Kylie Jenner spókaði sig á snekkju í glæsilegum sundbol með kúa-mynstri. Ætli kúa-mynstur verði í tísku í sumar? Meira »

Karl Lagerfeld fjarverandi í fyrsta skipti

í fyrradag Tilkynning kom frá tískuhúsinu eftir sýninguna um að listræni stjórnandinn hafi verið of þreyttur til að koma á sýninguna. Fyrir hans hönd mætti Virginie Viard, yfirmaður listrænnar deildar Chanel. Meira »

Guðrún Bergmann: Besta heilsuráð ársins

í fyrradag „Þótt margir vilji temja sér heilsusamlegan lífsstíl, vita þeir oft ekki hvar á að byrja, né hvaða tískutrendi þeir eiga að fylgja þegar kemur að mataræði. Mörgum finnst erfiðara að ákveða hvað skal borða en að fylla út skattaskýrsluna. Næringarfræðin getur stundum verið flókið mál, en ef þú vilt einfalda hlutina og gera valið sérlega einfalt.“ Meira »

Ljótustu gallabuxurnar í dag?

í fyrradag Fyrirsætan í umdeildum gallabuxum lítur út fyrir að hafa klætt sig í myrkri enda líta buxurnar út fyrir að vera á röngunni.   Meira »

Hví er símnotkun fyrir svefninn hættuleg?

22.1. Læknirinn Rangan Chatterjee segir að símanotkun fyrir háttinn sé mjög hættuleg því tæki sem gefi frá sér bláa birtu tempri hormónið melatónín. Meira »

Hannes og Halla keyptu hús í Fossvogi

22.1. Hannes Þór Halldórsson landsliðsmaður í fótbolta og Halla Jónsdóttir festu kaup á raðhúsi í Ljósalandi í Reykjavík.   Meira »

Pör sem eru líklegri til að skilja

21.1. Ákveðin vandamál hjálpa ekki þegar reyna fer á sambönd. Betra er að takast á við hlutina strax en að sópa þeim undir teppið. Meira »

Ofurparið selur sex herbergja útsýnisíbúð

21.1. Ofurparið Karitas María Lárusdóttir og Gylfi Einarsson hafa sett sína huggulegu 180 fm íbúð í Kópavogi á sölu.   Meira »

Getur fólk á ketó farið á þorrablót?

21.1. Er þorramatur hollur? Geta þeir sem eru á ketó gúffað í sig mat á þorrablótum? Gunnar Már Sigfússon, einkaþjálfari og höfundur bókarinnar Ketó hormónalausnin, segir að þeir sem eru á ketó geti fundið mat við sitt hæfi. Meira »

Íslensk fyrirsæta átti sviðið hjá Kenzo

21.1. Kristín Lilja Sigurðardóttir gekk tískupallinn fyrir franska tískuhúsið Kenzo ásamt ofurfyrirsætunni Winnie Harlow.   Meira »

Heimili Sölva er eins og leikvöllur

21.1. Sölvi Tryggvason á töluvert öðruvísi heimili en fólk almennt. Hann leggur mikið upp úr því að hann geti hreyft sig á heimilinu. Meira »

Hvað felst í norræna kúrnum?

21.1. Föstur, ketó, Miðjarðarhafsmataræðið, steinaldarmataræðið og hvað það nú heitir, listinn er endalaus. Norræna mataræðið komst í fréttir á síðasta ári og gott að kynna sér hvað felst í því nú þegar allir ætla að verða besta útgáfan af sjálfum sér. Meira »

Svona æfir frú Bieber

20.1. Hailey Baldwin sýndi hvernig hún æfir en það er víst ekki nóg fyrir fyrirsætur að vera háar og grannar þær þurfa líka að vera með vöðva. Meira »