Var á ketó-mataræði fyrir 19 árum

Gunnar Már Sigfússon einkaþjálfari og höfundur bókarinnar Hormónalausnin Keto.
Gunnar Már Sigfússon einkaþjálfari og höfundur bókarinnar Hormónalausnin Keto. mbl.is/aðsend

Gunnar Már Sigfússon heilsubókahöfundur og ketó-sérfræðingur hefur gefið frá sér bókina Hormónalausnin ketó. Lesendur Smartlands þekkja Gunnar Má vel en hann var lesendum innan handar í Sykurlausum september og hefur miðlað reynslu sinni í heilsugeiranum. Í dag virðist annar hver maður kominn á ketó en Gunnar Már segir frá því þegar kann kynntist því fyrir 19 árum eða þegar hann komst á verðlaunapall í fitness.

„Í ketó er næringarefnunum raðað upp á sérstakan hátt sem auðveldar líkamanum að ganga á eigin fituforða og nota hann sem orkugjafa. Þetta gerist nánast sjálfkrafa þegar dregið er úr neyslu vissra kolvetna og fitan aukin í mataræðinu og árangurinn getur orðið stórkostlegur. Það sem er líka spennandi við ketó er maturinn sjálfur, en í grunninn er þetta afar bragðgott, heiðarlegt og hreint mataræði með góðum hráefnum sem fást í öllum helstu stórmörkuðum. Ég set mataræðið eða matseðlana upp þannig að það séu sem fæst hráefni í hverri uppskrift, oft í kringum 5 og eldunartíminn er frá 10 mínútum og nánast enginn réttur í bókinni fer yfir 20 mínúturnar sem ég veit að margir kunna vel að meta,“ segir Gunnar Már. 


Geta allir fundið sig í þessu?

„Það er líklega engin ein leið sem hentar öllum en eins og ég set þetta upp þá býður bókin upp á nokkra valkosti fyrir fólk. Þetta eru í raun þrjár ólíkar leiðir sem fólk getur valið um og það eykur líkurnar á að þetta henti sem flestum. Það er til dæmis val um það hvort fólk borði morgunverð eða ekki. Það hentar hreinlega ekki öllum að borða á morgnana og ég fer yfir það nákvæmlega hvað gerist ef þú borðar ekki morgunmat. Ef vissum hlutum er fullnægt í öðrum máltíðum dagsins er það kannski ekki svo galið að sleppa morgunverði öðru hverju og fasta í staðinn, það gæti jafnvel verið þjóðráð ef fólk er að hugsa um að bæta heilsuna og léttast. Í bókinni fer ég einnig yfir nánast allt sem getur komið upp á og gef svörin við algengustu spurningum varðandi ketó svo flestir ættu að geta fundið sína eigin leið á ketó.“ 

Í bókinni ertu líka töluvert að tala um föstur. Hvers vegna mælir þú með þeim?

„Föstur fara svakalega vel með ketó mataræði því markmiðið með þeim er í raun það sama og ketó gengur út á. Föstur eru í raun bara eins og flýtileið að markmiðunum í ketó, svona eins og að stíga í 7 mílna skóna öðru hverju. Ég mæli með því í bókinni að nota föstur með ketó. Það eru margar tegundir til af föstum og ég fer yfir þær helstu og fólk getur síðan ákveðið hvort það henti og síðan þá hvaða tegund af föstu það kýs. Ég vill þó taka það fram að föstur eru val hvers og eins, í bókinni er að finna fullt af morgunverðarhugmyndum fyrir þá sem kjósa að borða morgunverð. Snilldin við fösturnar er að þær flýta fyrir árangrinum og eru í grunninn frekar léttar fyrir flesta ef þær eru framkvæmdar rétt. Svo er þetta líka bara hreinn og beinn sparnaður, við þurfum nefnilega ekki alltaf að vera að borða. Árið 2016 fékk japanskur læknir Nóbelsverðlaunin í læknisfræði fyrir rannsóknir sínar á föstum og heilsufarslegum ávinningi af þeim svo föstur eru eitthvað sem að mínu mati allir ættu að skoða burtséð hvort fólk er á ketó eða ekki.“

Hvað er það sem gerist í líkamanum þegar fólk er 100% á ketó?

„Það sem gerist er að fólk nær stjórninni aftur. Stjórninni á matarlöngun, matarlystinni og sykurlönguninni. Græðgi og endalaus sykurlöngun eru ekki karaktereinkenni eins og fólk stimplar sjálft sig sem nammigrísi heldur er þetta sjálfskapað ástand sem líkaminn lendir í þegar kolvetnaríkrar og rangrar fæðu er neytt. Þegar fólk sleppir sykri, brauði, pasta, grjónum og kartöflum skapast jafnvægi á blóðsykrinum og þetta er eitthvað sem allir eru sammála um og ekki hægt að horfa fram hjá. Jafnvægi á honum þýðir að orkan hjá okkur er jafnari, okkur langar síður í sykur og skyndibitamat og við upplifum að við höfum raunverulegt val á því hvaða mat okkur langar í og magninu sem við borðum af honum sem er frábær tilfinning að hafa og er nauðsynlegt ef vel á að ganga. Ef við köfum aðeins dýpra þá opnar þetta jafnvægi á blóðsykrinum líka fyrir þann möguleika að likaminn sé að ganga á sinn eigin fituforða sem orkugjafa. Það ástand getur eingöngu orðið ef blóðsykur er í jafnvægi og það er í grunninn það sem ketó og föstur ganga út á.“


Hvernig þarf fólk að setja saman matinn? Eru viss mörg % fita, prótein og allt það?

„Í ketó er skipting næringarefnanna þessi. Fita ætti að vera um 75% af heildarkaloríum sem fólk borðar yfir daginn. Prótein ættu að vera um 20% sem er á pari við almennar ráðleggingar ríkisins um næringarinntöku og kolvetni eru um 5% af heildarorkunni sem við neytum. Það er mikilvægt að þetta séu kolvetni sem innihalda ekki sykur og séu næringarrík. Þess vegna heldur ketó mataræði eingöngu í þau kolvetni sem innihalda mest magn næringarefna frá náttúrunnar hendi, eru trefjarík og hafa ekki áhrif á blóðsykurinn. Þetta er í raun val sem allir ættu að tileinka sér. Minna rusl og aukaefni, minni áhrif á orkuna og sykurlöngunina og mest magn næringarefna. Það má segja að ketó velji aðeins það besta eins og gamla Sævars Karls auglýsingin sagði. Ástæðan fyrir þessu mikla magni af fitu er að líkaminn þarf orkugjafa. Likaminn okkar, frumurnar okkar geta gengið á tvenns konar orkugjöfum. Annars vegar kolvetnum sem brotna niður í sykur og hins vegar á fitu eða fitusýrum. Ketó skiptir í raun um orkugjafa sem er umhverfisvænni (ef umhverfið er frumur líkamans) á allan hátt og hefur stórkostlega góð áhrif á líðan og líkama.“

Ertu búinn að vera lengi á ketó?

„Ég keppti í fyrsta sinn í fitness 1999. Þá fékk ég leiðbeiningar með köttið frá margföldum Svíþjóðarmeistara í vaxtarrækt og það sem hann ráðlagði mér var í raun bara hardcore ketó mataræði. Ég endaði á að vinna tvo Íslandsmeistaratitla í fitness og hef verið á einhverri útgáfu af ketó eða lágkolvetnafæði síðan, svo þetta eru orðin 19 ár. Ég er þó langt frá því að vera heilagur í mataræðinu allan ársins hring. Ég tek rispur eins og við flest þar sem ég er harðari við sjáfan mig en slaka á þess á milli, en þó alltaf á einhverri útgáfu af lágkolvetnafæði og reyni að forðast sykur eins og ég mögulega get. Ég finn það líka þegar maður eldist en ég er 45 ára að líkaminn og hreinlega geðið þolir verr sykur og hveiti. Ég finn það á maganum og vökvabúskapnum á neikvæðan hátt og þetta hjálpar manni í raun að halda sig við efnið. Mín markmið fyrir árið eru að komast í mitt besta form síðan ég keppti síðast og planið er að gera það á 5 mánuðum.“

mbl.is

Dragdrottningar stálu senunni á MTV-verðlaunahátíðinni

Í gær, 20:00 Dragdrottningarnar Trixie Mattel, Katya Zamolodchikova og Alyssa Edwards sköruðu fram úr á rauða dreglinum.  Meira »

Sjáðu Gylfa og Alexöndru á brúðkaupsdaginn

Í gær, 15:33 Gylfi Þór Sigurðsson og Alexandra Helga Ívarsdóttir birtu loksins myndir af stóra deginum.  Meira »

Kolbrún fær útrás í að fegra í kringum sig

Í gær, 14:00 Kolbrún Kristleifsdóttir kennari býr ásamt fjölskyldu sinni í 105 Reykjavík. Hún hefur unun af því að hugsa vel um garðinn sinn. Meira »

Vigdís Hauks og Garðar Kjartans í sveitinni

Í gær, 10:00 Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins og Garðar Kjartansson fasteignasali nutu veðurblíðunnar saman um helgina.   Meira »

Alexandra og Birgitta Líf með eins töskur

Í gær, 05:00 Mittistöskur eru móðins þessa dagana. Þegar Alexandra Helga Ívarsdóttir og Birgitta Líf Björnsdóttir fóru saman til Flórída var sú fyrrnefnda með mittistösku frá Prada en í brúðkaupinu var Birgitta Líf með nákvæmlega eins tösku. Meira »

Aron Einar og Kristbjörg mættu í stíl

í fyrradag Aron Einar Gunnarsson landsliðsmaður og Kristbjörg Jónasdóttir mættu í stíl í brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur. Meira »

Erna Hrönn og Jörundur loksins hjón

í fyrradag Erna Hrönn útvarpsstjarna á K100 giftist unnusta sínum, Jörundi Kristinssyni, sem starfar hjá Origo. Brúðkaupið var ekki bara ástarhátíð heldur tónlistarveisla. Meira »

Viltu vera umvafin silki?

í fyrradag Absolute Silk Micro Mousse-meðferð frá Sensai er það nýjasta í þessari japönsku snyrtivörufjölskyldu. Um er að ræða einstaka efnasamsetningu sem skartar efnum sem eru unnin úr Koishimaru Silk Ryoal. Meira »

Langar þig í hádegisverð með Clooney?

í fyrradag Nú er uppboð á netinu þar sem þú getur unnið hádegisverð með Amal og George Clooney í villu þeirra hjóna við Como-vatnið á Ítalíu. Meira »

Kynntust á trúnó og ætla sér stóra hluti

í fyrradag Agnes Kristjónsdóttir og Rebekka Austmann hafa sameinað krafta sína á ævintýralegan hátt en leiðir þeirra lágu saman á athyglisverðan hátt. Meira »

Þjálfari Kim K um hnébeygjur

í fyrradag Einkaþjálfarinn hennar Kim Kardashian veit hvað hún syngur þegar kemur að hnébeygju með lyftingastöng. Hún tekur saman sjö atriði sem hafa ber í huga. Meira »

Gómaði kærastann í framhjáhaldi

16.6. Ung kona í Bretlandi komst að því í gegnum Facebook að kærastinn hennar var að halda fram hjá henni.  Meira »

Gestirnir farnir heim úr brúðkaupinu

16.6. Gylfi Þór Sigurðsson og Alexandra Helga Ívarsdóttir buðu nánustu fjölskyldu í brunch í hádeginu en annars eru gestirnir að tínast til síns heima. Meira »

Þetta segir Rut Kára um unglingaherbergið

16.6. Regluleg grisjun, úthugsað litaval og notaleg lýsing geta, að sögn Rutar Káradóttur, hjálpað til við að halda vistarverum unglingsins á heimilinu fallegum. Meira »

Hundurinn Koby ekki skilinn út undan

16.6. Alexandra Helga Ívarsdóttir og Gylfi Þór Sigurðsson hafa átt hundinn Koby síðan 2012. Koby leikur stórt hlutverk í lífi þeirra og er með sitt eigið #kobygram Meira »

Íslenskur matur hjá Gylfa og Alexöndru

16.6. Brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur fór fram við Como-vatn á Ítalíu í gær. Íslenskir kokkar sáu um matinn. Meira »

Þórunn Antonía flutt í Hveragerði

16.6. Söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir er flutt í Hveragerði eftir að hafa verið búsett í 101 Reykjavík um langa hríð.   Meira »

Flogið með þessa út til að skemmta

16.6. Flogið var með landsþekkta skemmtikrafta til Ítalíu til að halda uppi stuðinu í brúðkaupi Alexöndru Helgu Ívarsdóttur og Gylfa Þórs Sigurðssonar. Meira »

Sjáðu brúðarkjól Alexöndru Helgu

15.6. Alexandra Helga Ívarsdóttir gekk að eiga Gylfa Þór Sigurðsson við Como-vatn á Ítalíu fyrr í kvöld. Hún klæddist glæsilegum hvítum kjól. Meira »

Kjólarnir í brúðkaupi Gylfa og Alexöndru

15.6. Óhætt er að segja að brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur sé brúðkaup ársins, allavega það sem af er ári. Þau giftu sig fyrr í kvöld við Como-vatn á Ítalíu. Meira »

Mikið af áhugaverðu húsnæði í pípunum

15.6. Reikna má með að þykja muni mjög eftirsóknarvert að búa í þeim hverfum og byggingarreitum sem eru á teikniborðinu eða jafnvel komin á framkvæmdastig. Gunnar Sverrir Harðarson segir að þar verði að finna húsnæði við allra hæfi. Meira »