„Þú getur ekki æft af þér lélegt mataræði“

Anna Lovísa Þorláksdóttir hefur sett sér það markmið fyrir árið ...
Anna Lovísa Þorláksdóttir hefur sett sér það markmið fyrir árið 2019 að vinna upp þol á styrk sem hún missti niður á meðgöngu. Árni Sæberg

Anna Lovísa Þorláksdóttir, verkefnastjóri og hóptímakennari í Sporthúsinu, er búin að strengja áramótaheit fyrir árið 2019. Hún segir algengt að fólk fari of geyst af stað en sjálf hefur hún reynslu af því að setja sér markmið og ná þeim. Þegar Anna Lovísa var 19 ára var hún 104 kíló og með hné sem voru að bugast undan álagi.

„Árið 2009 var ég 19 ára og 104 kíló. Ég er um 165 cm á hæð. Ég var með áreynsluastma og hné sem voru að bugast undan álagi. Mér leið ekki vel í eigin líkama og ákvað að núna væri þetta orðið gott. Það sem ég gerði þá var að byrja að breyta matarræðinu. Einfalt, minnkaði brauð, tók út nammi og sætindi nema leyfði mér um helgar. Hætti að drekka sykrað gos og ávaxtasafa, að drekka hitaeiningar getur verið stór ástæða þyngdaraukningar. Eftir fimm til sex vikur var ég tíu kílóum léttari. Þá hafði ég þor í að skrá mig í ræktina og eftir það var ekki aftur snúið. Byrjaði í hóptímum og að lokum var ég komin með einkaþjálfara í fjarþjálfun. Ég gerði fullt af mistökum á leiðinni, borðaði of mikið eða leyfði mér aðeins út fyrir rammann sem ég setti mér. Ég nennti stundum ekki á æfingu, það er eðlilegt,“ segir Anna Lovísa sem gafst ekki upp og segir það lykilinn að árangrinum. Á árunum 2009 til 2010 létti hún sig um 43 kíló og keppti í fitness árin 2011 og 2013.

Anna Lovísa breytti um lífstíl og grenntist töluvert á árunum ...
Anna Lovísa breytti um lífstíl og grenntist töluvert á árunum 2009 og 2010. Ljósmynd/Aðsend

Anna Lovísa segist hafa sett sér misgáfuleg áramótaheit í gegnum tíðina en í ár ætlar hún að bæta þol og styrk, sem hún missti niður á meðgöngunni sem hún er að jafna sig á, hreyfa sig dags daglega fyrir utan æfingar, rækta vinasambönd og elska sjálfa sig þrátt fyrir galla og takmörk.

„Algengustu mistökin sem fólk gerir þegar kemur að áramótaheitum er að fara of geyst af stað og ætla sér of mikið og þá jafnvel á stuttum tíma. Ef þú hefur ekki hreyft þig af viti í langan tíma þá er engum greiði gerður að ætla að taka janúar með trompi og mæta á æfingu sex til átta sinnum í viku í einn til tvo tíma í senn. Það er ávísun á að þú endist ekki mikið meira en tvær til þrjár vikur. Ekki ákveða að fara að hreyfa þig til þess að verða grönn eða grannur heldur farðu að hreyfa þig því það er gott fyrir þig og þína heilsu og heilbrigði. Tvisvar til þrisvar sinnum í viku í tvær til þrjár vikur er nóg fyrir byrjendur og eftir fyrstu vikurnar getur fólk farið að auka við,“ segir Anna Lovísa sem er bæði með B.A. í tómstunda- og félagsmálafræði og diplóma í heilbrigðis- og heilsuuppeldi frá HÍ.

Hvaða máli skiptir mataræðið? Föstur og ketó eru líklega vinsælustu heilsutrendin í dag, hvaða skoðun hefur þú á því? Er eitthvað sem fólk þarf að varast?

„Mataræðið er 80% af árangrinum. Þú getur ekki æft af þér lélegt mataræði. Ef þú ert með mataræðið yfir daginn/vikuna á hreinu upp á 75-85% þá hefurðu smá svigrúm til þess að njóta einhvers sem þú kannski færð þér ekki á hverjum degi.“

Anna Lovísa Þorláksdóttir.
Anna Lovísa Þorláksdóttir. Árni Sæberg

„Varðandi ketó og föstur þá hef ég prófað bæði, og mín skoðun er sú að fólk velur sér það sem hentar þvi best. Ketó er lágkolvetnamataræði með mikilli fituinntöku og prótein en lítið af kolvetnum og margir hverjir elska það og vegnar vel á slíku og er það bara frábært og að mínu mati ekkert verra en hvað annað. Fösturnar aftur á móti eru meira mín deild, það hentar mér mjög vel 16:8 eða 17:7 konseptið. Mér finnst oft erfitt að borða á morgnana og nota oftast gluggann 11/12 – 19/20. En föstur eru alls ekki einhver „megrunarleið“ heldur býr það bara til „fæðuglugga“, þessir 7-8 klukkutímar sem þú notar til að borða hitaeiningafjölda þinn yfir daginn í stað þess að borða yfir lengri tíma og þar af leiðandi auðveldara að hafa stjórn á hitaeiningainntökunni. Sem hentar mér mjög vel og hefur reynst fjölda fólks vel við fitutap og þyngdaraukningu/vöðvauppbyggingu ef út í það er farið.“

Anna Lovísa er virk á Snapchat undir notendanafninu Lovisa11 og notar appið til þess að hvetja sig og fylgjendur sína með sér. 

mbl.is

Þorramatur er alls engin óhollusta

17:00 Lukka Pálsdóttir, eigandi Happs, segir að vegna góðgerla í súrsuðum mat sem borinn er fram á þorrablótum sé hann alls ekki óhollur. Meira »

Fyrrverandi kona makans alltaf að trufla

13:30 „Ég er svo döpur. Fyrrverandi kona kærasta míns er alltaf að senda honum skilaboð og trufla okkur. Alltaf bregst hann við og svarar þeim. Við erum kannski uppi í sófa að kyssast þegar síminn hans byrjar að pípa og þá bregst hann alltaf við.“ Meira »

Smekklegt heimili Snædísar arkitekts

09:32 Snædís Bjarnadóttir arkitekt hefur sett sitt sjarmerandi heimili á Seltjarnarnesi á sölu. Uppröðun á húsgögnum er einstök!   Meira »

Hálfdán vakti í 42 tíma, hvað gerist?

05:00 Hálfdán Steinþórsson vakti í 42 klukkutíma til að athuga hvað myndi gerast í líkamanum. Hann sagði að honum liði svolítið eins og hann væri þunnur og var lengur að velja orð eftir alla vökuna. Meira »

Kúa-mynstur nýjasta tískan?

Í gær, 22:15 Samfélagsmiðlastjarnan Kylie Jenner spókaði sig á snekkju í glæsilegum sundbol með kúa-mynstri. Ætli kúa-mynstur verði í tísku í sumar? Meira »

Karl Lagerfeld fjarverandi í fyrsta skipti

Í gær, 19:00 Tilkynning kom frá tískuhúsinu eftir sýninguna um að listræni stjórnandinn hafi verið of þreyttur til að koma á sýninguna. Fyrir hans hönd mætti Virginie Viard, yfirmaður listrænnar deildar Chanel. Meira »

Guðrún Bergmann: Besta heilsuráð ársins

í gær „Þótt margir vilji temja sér heilsusamlegan lífsstíl, vita þeir oft ekki hvar á að byrja, né hvaða tískutrendi þeir eiga að fylgja þegar kemur að mataræði. Mörgum finnst erfiðara að ákveða hvað skal borða en að fylla út skattaskýrsluna. Næringarfræðin getur stundum verið flókið mál, en ef þú vilt einfalda hlutina og gera valið sérlega einfalt.“ Meira »

Ljótustu gallabuxurnar í dag?

í gær Fyrirsætan í umdeildum gallabuxum lítur út fyrir að hafa klætt sig í myrkri enda líta buxurnar út fyrir að vera á röngunni.   Meira »

Hví er símnotkun fyrir svefninn hættuleg?

í gær Læknirinn Rangan Chatterjee segir að símanotkun fyrir háttinn sé mjög hættuleg því tæki sem gefi frá sér bláa birtu tempri hormónið melatónín. Meira »

Hannes og Halla keyptu hús í Fossvogi

í gær Hannes Þór Halldórsson landsliðsmaður í fótbolta og Halla Jónsdóttir festu kaup á raðhúsi í Ljósalandi í Reykjavík.   Meira »

Pör sem eru líklegri til að skilja

í fyrradag Ákveðin vandamál hjálpa ekki þegar reyna fer á sambönd. Betra er að takast á við hlutina strax en að sópa þeim undir teppið. Meira »

Ofurparið selur sex herbergja útsýnisíbúð

í fyrradag Ofurparið Karitas María Lárusdóttir og Gylfi Einarsson hafa sett sína huggulegu 180 fm íbúð í Kópavogi á sölu.   Meira »

Getur fólk á ketó farið á þorrablót?

21.1. Er þorramatur hollur? Geta þeir sem eru á ketó gúffað í sig mat á þorrablótum? Gunnar Már Sigfússon, einkaþjálfari og höfundur bókarinnar Ketó hormónalausnin, segir að þeir sem eru á ketó geti fundið mat við sitt hæfi. Meira »

Íslensk fyrirsæta átti sviðið hjá Kenzo

21.1. Kristín Lilja Sigurðardóttir gekk tískupallinn fyrir franska tískuhúsið Kenzo ásamt ofurfyrirsætunni Winnie Harlow.   Meira »

Heimili Sölva er eins og leikvöllur

21.1. Sölvi Tryggvason á töluvert öðruvísi heimili en fólk almennt. Hann leggur mikið upp úr því að hann geti hreyft sig á heimilinu. Meira »

Hvað felst í norræna kúrnum?

21.1. Föstur, ketó, Miðjarðarhafsmataræðið, steinaldarmataræðið og hvað það nú heitir, listinn er endalaus. Norræna mataræðið komst í fréttir á síðasta ári og gott að kynna sér hvað felst í því nú þegar allir ætla að verða besta útgáfan af sjálfum sér. Meira »

Svona æfir frú Bieber

20.1. Hailey Baldwin sýndi hvernig hún æfir en það er víst ekki nóg fyrir fyrirsætur að vera háar og grannar þær þurfa líka að vera með vöðva. Meira »

Hvenær verður fólk fullorðið?

20.1. Fólk verður fullorðið 18 ára samkvæmt lögum en fæstum líður þó þannig, nema ef barn er í spilunum.   Meira »

Þunnar sokkabuxur aftur í móð

20.1. Ef marka má nýjustu herferð tískumerkisins Saint Laurent verða þunnar sokkabuxur í anda áttunda áratugarins vinsælar í sumar. Meira »

Er alltaf allt í drasli hjá þér?

20.1. Ertu búin/n að gefast upp á öllu draslinu og nærðu ekki utan um tiltektina? Ef svo er þá er þetta það sem vantar í líf þitt! Meira »

Mætir klukkan 04:30 í ræktina

20.1. Mel B ætlar að vera í góðu formi á tónleikum Kryddpíanna í sumar. Hún vaknar um miðja nótt til þess að mæta æfingu ef það er það sem þarf til. Meira »