„Þú getur ekki æft af þér lélegt mataræði“

Anna Lovísa Þorláksdóttir hefur sett sér það markmið fyrir árið ...
Anna Lovísa Þorláksdóttir hefur sett sér það markmið fyrir árið 2019 að vinna upp þol á styrk sem hún missti niður á meðgöngu. Árni Sæberg

Anna Lovísa Þorláksdóttir, verkefnastjóri og hóptímakennari í Sporthúsinu, er búin að strengja áramótaheit fyrir árið 2019. Hún segir algengt að fólk fari of geyst af stað en sjálf hefur hún reynslu af því að setja sér markmið og ná þeim. Þegar Anna Lovísa var 19 ára var hún 104 kíló og með hné sem voru að bugast undan álagi.

„Árið 2009 var ég 19 ára og 104 kíló. Ég er um 165 cm á hæð. Ég var með áreynsluastma og hné sem voru að bugast undan álagi. Mér leið ekki vel í eigin líkama og ákvað að núna væri þetta orðið gott. Það sem ég gerði þá var að byrja að breyta matarræðinu. Einfalt, minnkaði brauð, tók út nammi og sætindi nema leyfði mér um helgar. Hætti að drekka sykrað gos og ávaxtasafa, að drekka hitaeiningar getur verið stór ástæða þyngdaraukningar. Eftir fimm til sex vikur var ég tíu kílóum léttari. Þá hafði ég þor í að skrá mig í ræktina og eftir það var ekki aftur snúið. Byrjaði í hóptímum og að lokum var ég komin með einkaþjálfara í fjarþjálfun. Ég gerði fullt af mistökum á leiðinni, borðaði of mikið eða leyfði mér aðeins út fyrir rammann sem ég setti mér. Ég nennti stundum ekki á æfingu, það er eðlilegt,“ segir Anna Lovísa sem gafst ekki upp og segir það lykilinn að árangrinum. Á árunum 2009 til 2010 létti hún sig um 43 kíló og keppti í fitness árin 2011 og 2013.

Anna Lovísa breytti um lífstíl og grenntist töluvert á árunum ...
Anna Lovísa breytti um lífstíl og grenntist töluvert á árunum 2009 og 2010. Ljósmynd/Aðsend

Anna Lovísa segist hafa sett sér misgáfuleg áramótaheit í gegnum tíðina en í ár ætlar hún að bæta þol og styrk, sem hún missti niður á meðgöngunni sem hún er að jafna sig á, hreyfa sig dags daglega fyrir utan æfingar, rækta vinasambönd og elska sjálfa sig þrátt fyrir galla og takmörk.

„Algengustu mistökin sem fólk gerir þegar kemur að áramótaheitum er að fara of geyst af stað og ætla sér of mikið og þá jafnvel á stuttum tíma. Ef þú hefur ekki hreyft þig af viti í langan tíma þá er engum greiði gerður að ætla að taka janúar með trompi og mæta á æfingu sex til átta sinnum í viku í einn til tvo tíma í senn. Það er ávísun á að þú endist ekki mikið meira en tvær til þrjár vikur. Ekki ákveða að fara að hreyfa þig til þess að verða grönn eða grannur heldur farðu að hreyfa þig því það er gott fyrir þig og þína heilsu og heilbrigði. Tvisvar til þrisvar sinnum í viku í tvær til þrjár vikur er nóg fyrir byrjendur og eftir fyrstu vikurnar getur fólk farið að auka við,“ segir Anna Lovísa sem er bæði með B.A. í tómstunda- og félagsmálafræði og diplóma í heilbrigðis- og heilsuuppeldi frá HÍ.

Hvaða máli skiptir mataræðið? Föstur og ketó eru líklega vinsælustu heilsutrendin í dag, hvaða skoðun hefur þú á því? Er eitthvað sem fólk þarf að varast?

„Mataræðið er 80% af árangrinum. Þú getur ekki æft af þér lélegt mataræði. Ef þú ert með mataræðið yfir daginn/vikuna á hreinu upp á 75-85% þá hefurðu smá svigrúm til þess að njóta einhvers sem þú kannski færð þér ekki á hverjum degi.“

Anna Lovísa Þorláksdóttir.
Anna Lovísa Þorláksdóttir. Árni Sæberg

„Varðandi ketó og föstur þá hef ég prófað bæði, og mín skoðun er sú að fólk velur sér það sem hentar þvi best. Ketó er lágkolvetnamataræði með mikilli fituinntöku og prótein en lítið af kolvetnum og margir hverjir elska það og vegnar vel á slíku og er það bara frábært og að mínu mati ekkert verra en hvað annað. Fösturnar aftur á móti eru meira mín deild, það hentar mér mjög vel 16:8 eða 17:7 konseptið. Mér finnst oft erfitt að borða á morgnana og nota oftast gluggann 11/12 – 19/20. En föstur eru alls ekki einhver „megrunarleið“ heldur býr það bara til „fæðuglugga“, þessir 7-8 klukkutímar sem þú notar til að borða hitaeiningafjölda þinn yfir daginn í stað þess að borða yfir lengri tíma og þar af leiðandi auðveldara að hafa stjórn á hitaeiningainntökunni. Sem hentar mér mjög vel og hefur reynst fjölda fólks vel við fitutap og þyngdaraukningu/vöðvauppbyggingu ef út í það er farið.“

Anna Lovísa er virk á Snapchat undir notendanafninu Lovisa11 og notar appið til þess að hvetja sig og fylgjendur sína með sér. 

mbl.is

Flogið með þessa út til að skemmta

05:00 Flogið var með landsþekkta skemmtikrafta til Ítalíu til að halda uppi stuðinu í brúðkaupi Alexöndru Helgu Ívarsdóttur og Gylfa Þórs Sigurðssonar. Meira »

Sjáðu brúðarkjól Alexöndru Helgu

Í gær, 22:08 Alexandra Helga Ívarsdóttir gekk að eiga Gylfa Þór Sigurðsson við Como-vatn á Ítalíu fyrr í kvöld. Hún klæddist glæsilegum hvítum kjól. Meira »

Kjólarnir í brúðkaupi Gylfa og Alexöndru

Í gær, 21:41 Óhætt er að segja að brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur sé brúðkaup ársins, allavega það sem af er ári. Þau giftu sig fyrr í kvöld við Como-vatn á Ítalíu. Meira »

Mikið af áhugaverðu húsnæði í pípunum

Í gær, 18:00 Reikna má með að þykja muni mjög eftirsóknarvert að búa í þeim hverfum og byggingarreitum sem eru á teikniborðinu eða jafnvel komin á framkvæmdastig. Gunnar Sverrir Harðarson segir að þar verði að finna húsnæði við allra hæfi. Meira »

Hvað get ég gert til að fá sléttari húð?

Í gær, 14:00 „Ég er 35 ára og hugsa mjög vel um húðina mína. Langar þó að fá hana aðeins sléttari og líflegri. Hef skoðað á netinu og þar er oft minnst á Dermapen. Hvað er það? Myndi það henta mér?“ Meira »

Svona æfir ungfrú heimur

Í gær, 11:00 Olivia Culpo sem var valin ungfrú heimur árið 2012 er í svakalegu formi. Hún sýnir nokkrar æfingar sem hjálpa henni með formið. Meira »

Mariam og Heiðar Helguson trúlofuð

í gær Íslenski fótboltamaðurinn Heiðar Helguson og Mariam Sif Vahabzadeh eru trúlofuð. Hann bað hennar í Tyrklandi og verður brúðkaup þeirra næsta sumar. Meira »

Gróðurhúsið besta fjárfestingin

í fyrradag Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri í Hveragerði hefur unun af því að bæta samfélagið í kringum sig. Hún er mikill garðunandi og segir að lífsgæðin hafi aukist mikið þegar hún fékk gróðurhús í garðinn. Meira »

Eliza Reid er umhverfisvæn og smart

í fyrradag Forsetafrú Íslands, Eliza Reid, leggur upp úr því að vera fallega klædd en líka hagsýn og umhverfisvæn. Hún klæddist glæsilegum bleikum kjól þegar hún og eiginmaður hennar, Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands tóku á móti Frank-Walter Steinmeier, forseta Þýskalands, og frú Elke Büdenbender á Bessastöðum. Áður en boðið var til Hátíðakvöldverðar á Kolbrautinn í Hörpu buðu forsetahjónin gestunum á Bessastaði þar sem Víkingur Heiðar Ólafsson lék fyrir gesti. Meira »

Útsýnishús við Háuhlíð komið á sölu

í fyrradag Háahlíð í Reykjavík er eitt fallegasta hús landsins. Um er að ræða fasteignina Háuhlíð 16 sem er 555 fm að stærð. Húsið var byggt 1955. Meira »

Forstjóri COS ánægð með Ísland

í fyrradag Fyrsta COS-verslunin á Íslandi var opnuð í síðustu viku en hún er við hið nýja Hafnartorg í miðbæ Reykjavíkur.  Meira »

Heiðrún Lind selur sína smekklegu íbúð

í fyrradag Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, hefur sett sína fögru íbúð á sölu.   Meira »

Vaknaðir þú öll bitin í morgun?

14.6. Landsmenn kvarta töluvert yfir bitum lúsmýs þessa dagana. Hvað er til ráða? Hvað getum við gert til að fyrirbyggja bit og hvað getum við gert þegar við vöknum útbitin? Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni segir að það sé mikilvægt að gera þetta. Meira »

Af hverju ákvað Oprah að léttast?

13.6. Spjallþáttastjórnandinn Oprah Winfrey ákvað að skrá sig í Weight Watchers eftir að læknar hennar sögðu henni að hún ætti á hættu að greinast með sykursýki eftir nokkur ár. Meira »

Þetta gerir Svali til að minnka sólarexemið

13.6. Svali fann leið til þess að meðhöndla sólarexemið sem hann er með en hann er búsettur á Tenerife.   Meira »

Hatarinn Matthías Tryggvi mætti á Grímuna

13.6. Matthías Tryggvi Haraldsson einn af fjöllistahópnum Hatara lét sig ekki vanta á Grímuna sem fram fór í gærkvöldi.   Meira »

Þetta lærði Linda af krabbameininu

13.6. „Eitur og ljót hegðun stöðvast víst ekki þrátt fyrir að fólk sé að ganga í gegnum eitthvað í líkingu við það sem síðasta hálfa ár er búið að vera hjá okkur. Nei, síðustu vikur hafa nefnilega því miður boðið upp á framkomu sem taka alla orku frá veikum manneskjum og maka. Orku sem á bara að fara í það að hlúa að sér og sigra veikindin.“ Meira »

Íslensk Playboy-drottning selur húsið sitt

13.6. Arna Bára Karlsdóttir fyrirsæta og Playboy-kanína hefur sett hús sitt á sölu. Húsið er staðsett í Kristianstad í Svíþjóð og er 249 fm að stærð. Meira »

Svefnherbergið er minn uppáhaldsstaður

13.6. Jóna Vestfjörð Hannesdóttir lögfræðingur býr á tveimur stöðum í heiminum ásamt eiginmanni sínum, Hólmari Erni Eyjólfssyni.   Meira »

Gleðifréttir fyrir lífræna fólkið

12.6. Skin Food frá Weleda sló í gegn þegar það kom á markað 1926. Nú var að bætast í fjölskylduna sem er mikið gleðiefni.   Meira »

Af hverju fá stelpurnar meiri viðbrögð?

12.6. Óvíst er um framtíð áhrifavalda á samfélagsmiðlum. Eru hlutirnir eins þegar strákar stilla sér upp eins og stelpurnar? Af hverju ekki? Meira »