„Þú getur ekki æft af þér lélegt mataræði“

Anna Lovísa Þorláksdóttir hefur sett sér það markmið fyrir árið ...
Anna Lovísa Þorláksdóttir hefur sett sér það markmið fyrir árið 2019 að vinna upp þol á styrk sem hún missti niður á meðgöngu. Árni Sæberg

Anna Lovísa Þorláksdóttir, verkefnastjóri og hóptímakennari í Sporthúsinu, er búin að strengja áramótaheit fyrir árið 2019. Hún segir algengt að fólk fari of geyst af stað en sjálf hefur hún reynslu af því að setja sér markmið og ná þeim. Þegar Anna Lovísa var 19 ára var hún 104 kíló og með hné sem voru að bugast undan álagi.

„Árið 2009 var ég 19 ára og 104 kíló. Ég er um 165 cm á hæð. Ég var með áreynsluastma og hné sem voru að bugast undan álagi. Mér leið ekki vel í eigin líkama og ákvað að núna væri þetta orðið gott. Það sem ég gerði þá var að byrja að breyta matarræðinu. Einfalt, minnkaði brauð, tók út nammi og sætindi nema leyfði mér um helgar. Hætti að drekka sykrað gos og ávaxtasafa, að drekka hitaeiningar getur verið stór ástæða þyngdaraukningar. Eftir fimm til sex vikur var ég tíu kílóum léttari. Þá hafði ég þor í að skrá mig í ræktina og eftir það var ekki aftur snúið. Byrjaði í hóptímum og að lokum var ég komin með einkaþjálfara í fjarþjálfun. Ég gerði fullt af mistökum á leiðinni, borðaði of mikið eða leyfði mér aðeins út fyrir rammann sem ég setti mér. Ég nennti stundum ekki á æfingu, það er eðlilegt,“ segir Anna Lovísa sem gafst ekki upp og segir það lykilinn að árangrinum. Á árunum 2009 til 2010 létti hún sig um 43 kíló og keppti í fitness árin 2011 og 2013.

Anna Lovísa breytti um lífstíl og grenntist töluvert á árunum ...
Anna Lovísa breytti um lífstíl og grenntist töluvert á árunum 2009 og 2010. Ljósmynd/Aðsend

Anna Lovísa segist hafa sett sér misgáfuleg áramótaheit í gegnum tíðina en í ár ætlar hún að bæta þol og styrk, sem hún missti niður á meðgöngunni sem hún er að jafna sig á, hreyfa sig dags daglega fyrir utan æfingar, rækta vinasambönd og elska sjálfa sig þrátt fyrir galla og takmörk.

„Algengustu mistökin sem fólk gerir þegar kemur að áramótaheitum er að fara of geyst af stað og ætla sér of mikið og þá jafnvel á stuttum tíma. Ef þú hefur ekki hreyft þig af viti í langan tíma þá er engum greiði gerður að ætla að taka janúar með trompi og mæta á æfingu sex til átta sinnum í viku í einn til tvo tíma í senn. Það er ávísun á að þú endist ekki mikið meira en tvær til þrjár vikur. Ekki ákveða að fara að hreyfa þig til þess að verða grönn eða grannur heldur farðu að hreyfa þig því það er gott fyrir þig og þína heilsu og heilbrigði. Tvisvar til þrisvar sinnum í viku í tvær til þrjár vikur er nóg fyrir byrjendur og eftir fyrstu vikurnar getur fólk farið að auka við,“ segir Anna Lovísa sem er bæði með B.A. í tómstunda- og félagsmálafræði og diplóma í heilbrigðis- og heilsuuppeldi frá HÍ.

Hvaða máli skiptir mataræðið? Föstur og ketó eru líklega vinsælustu heilsutrendin í dag, hvaða skoðun hefur þú á því? Er eitthvað sem fólk þarf að varast?

„Mataræðið er 80% af árangrinum. Þú getur ekki æft af þér lélegt mataræði. Ef þú ert með mataræðið yfir daginn/vikuna á hreinu upp á 75-85% þá hefurðu smá svigrúm til þess að njóta einhvers sem þú kannski færð þér ekki á hverjum degi.“

Anna Lovísa Þorláksdóttir.
Anna Lovísa Þorláksdóttir. Árni Sæberg

„Varðandi ketó og föstur þá hef ég prófað bæði, og mín skoðun er sú að fólk velur sér það sem hentar þvi best. Ketó er lágkolvetnamataræði með mikilli fituinntöku og prótein en lítið af kolvetnum og margir hverjir elska það og vegnar vel á slíku og er það bara frábært og að mínu mati ekkert verra en hvað annað. Fösturnar aftur á móti eru meira mín deild, það hentar mér mjög vel 16:8 eða 17:7 konseptið. Mér finnst oft erfitt að borða á morgnana og nota oftast gluggann 11/12 – 19/20. En föstur eru alls ekki einhver „megrunarleið“ heldur býr það bara til „fæðuglugga“, þessir 7-8 klukkutímar sem þú notar til að borða hitaeiningafjölda þinn yfir daginn í stað þess að borða yfir lengri tíma og þar af leiðandi auðveldara að hafa stjórn á hitaeiningainntökunni. Sem hentar mér mjög vel og hefur reynst fjölda fólks vel við fitutap og þyngdaraukningu/vöðvauppbyggingu ef út í það er farið.“

Anna Lovísa er virk á Snapchat undir notendanafninu Lovisa11 og notar appið til þess að hvetja sig og fylgjendur sína með sér. 

mbl.is

Fitnessdrottningin Sigga Ómars flytur

23:00 Fitnessdrottningin Sigríður Ómarsdóttir, eða Sigga Ómars eins og hún er kölluð, hyggst flytja en hún hefur sett íbúð sína í Kópavogi á sölu. Íbúðin er 114 fm. Meira »

Langar í kærasta og upplifir höfnun

19:00 „Ég hitti mann á djamminu, fórum heim saman og kannski vöknuðum saman og svo heyrði ég ekkert í honum. Þá fór ég að vera óörugg og fór að hafa samband sem ég veit að er mjög „desperate“. Hvað geri ég til að eignast kærasta? Meira »

Samtalsmeðferð er ekki skyndilausn

16:00 „Rannsóknir sýna að samtalsmeðferð er sú aðferð sem best hefur nýst fagaðilum til að hjálpa einstaklingum að vinna úr ýmis konar áföllum, hvort heldur sem er í parsamböndum sínum, æsku eða í raun og veru hvar sem er á lífsleið viðkomandi. Samtalsmeðferð er hins vegar ekki skyndilausn og snýst ekki um 1-2 viðtöl.“ Meira »

Benedikt mætti með dæturnar

13:15 Það var líf og fjör þegar einleikur Charlottu Böving, Ég dey, var frumsýndur í Borgarleikhúsinu. Benedikt Erlingsson eiginmaður Charlottu lét sig ekki vanta. Meira »

Fyrrverandi hættur að borga meðlag

10:23 „Sá sem greiðir auka meðlag hættir því án þess að láta neinn vita og án þess að sækja um niðurfellingu. Meðlagsþegi beitir innheimtuaðgerðum þar sem greiðslur berast ekki án árangurs og líða meira en tvö ár á þess að greiðslur berist. Hvað er til ráða?“ Meira »

Stjörnurnar stunda kynlíf í háloftunum

05:15 Stjörnurnar eru duglegar að stunda kynlíf í háloftunum og ekki endilega inni á klósetti eða í einkaflugvélum.   Meira »

Allt önnur 27 kílóum léttari

í gær Óskarsverðlaunaleikkonan Kathy Bates grenntist með því að beita núvitund við matarborðið. Hún forðast líka skyndibita og óskar þess að hafa tekið sig mun fyrr á. Meira »

Koparljós og svört húsgögn setja svip

í gær Svartar vandaðar innréttingar, falleg húsgögn og vel skipulagt rými einkenna þetta huggulega einbýli í Njarðvík.   Meira »

Fáir með öll svör við sjálfsvígum

í gær Linda Baldvinsdóttir segir að það sé ekki gott að ráðast á Öldu Karen því fáir hafi svör við sjálfsvígum.   Meira »

Heiða Rún og Meghan mættu glerfínar

í gær Harry og Meghan sem og Heiða Rún Sigurðardóttir létu sig ekki vanta á frumsýningu Cirque du Soleil í Royal Albert Hall.   Meira »

6 snilldarrassæfingar Önnu Eiríks

í gær „Í þessu myndbandi sýni ég þér 6 snilldarrassæfingar sem gott er að gera með ökklalóðum (ef þú átt) til að styrkja og móta rassvöðva. Hver æfing er gerð í 60 sekúndur.“ Meira »

Ekki vera goslaus 2019

í gær Janúar er ekki bara mánuður tiltektar og leikfimisiðkunar og ekki heldur mánuður fagurra fyrirheita og loforða um að nú verðir þú loksins upp á tíu á öllum sviðum lífsins. Janúar er mánuðurinn þar sem þú tekur til í fataskápnum og ákveður að hleypa einhverju nýju inn. Það er nefnilega bannað að vera goslaus 2019. Meira »

4 ástæður fyrir þurrki í svefnherberginu

16.1. Það getur haft þveröfug áhrif að leita nýrra leiða til þess að krydda kynlífið og gera það betra. Snjalltækjabann í svefnherberginu getur þó haft góð áhrif. Meira »

Fólkið sem tekur flesta veikindadaga

16.1. Margir hafa haldið sig við plöntufæði í janúar en ætli fleiri hafi hringt sig inn veika líka? Fólk sem aðhyllist vegan lífstílinn fór oftar til læknis samkvæmt breskri könnun. Meira »

Þessi andstyggilegi ótti við höfnun!

16.1. „Ég vissi ekki er ég tók að mér verkefni í vinnu sem voru oft meira krefjandi en ég átti að ráða við og að stoppa aldrei, væri óeðlileg hegðun. Er ekki að ýkja. Ég gat ekki verið kyrr og lagði mikið á lífið og sálina að ljúka verkefnum sem ég tók að mér í vinnu.“ Meira »

Lykillinn að elda heima og leyfa sér smá

16.1. Fimm auðveld ráð næringarfræðings gera fólki kleift að ná heilsumarkmiðum sínum án þess að fara í andlegt þrot.   Meira »

Milljarðamæringar eiga þetta sameiginlegt

16.1. Að kyssa peninga sagði einhver. Chris Hogan er þó með aðrar kenningar um það sem ríkt fólk gerir en hann rannsakaði tíu þúsund milljarðamæringa. Meira »

„Við megum ekki beita hana ofbeldi“

16.1. Jóna Hrönn Bolladóttir prestur kemur Öldu Karen til varnar á samfélagsmiðlum og bendir á að rangt sé að þagga hana, beita hana ofbeldi, taka hana niður eða horfa á hana með vanþóknun/vandlætingu af því að hún þekkir engar sálfræðilegar rannsóknir. Meira »

Svona ætti ekki að bjóða í brúðkaup

16.1. „Svo ef þú vilt mæta byrjaðu að spara núna!“ stendur á umdeildu boðskortinu. Fólki er bent á að taka sér tveggja vikna frí ef það ætlar sér að mæta í brúðkaupið. Meira »

Stjörnumerkin um kynlífsárið 2019

15.1. Hrútar ættu að taka meiri áhættu á árinu og meyjur eiga eftir að stunda mikið kynlíf árið 2019. Hvað segir stjörnumerkið um þig? Meira »

Konur í hárugum janúar

15.1. Konur víða um heim hafa birt myndir af líkamshárum sínum á Instagram undir myllumerkinu Januhairy, ætlast er til af samfélaginu að konur fjarlægi líkamshár sín. Meira »
Meira píla