Einfaldar leiðir í átt að meiri sjálfsást

Það að hreyfa sig við góða tónlist á hverjum degi …
Það að hreyfa sig við góða tónlist á hverjum degi getur breytt miklu. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Greinin fjallar um 45 lítil atriði sem hægt er að setja inn í lífið til að upplifa meiri vellíðan. Þetta eru atriði sem hafa áhrif á huga, líkama og sál. 

Það getur verið auðvelt að festast í viðjum vanans og gleyma að setja inn í dagskrá dagsins einföld atriði sem auka vellíðan okkar og skýrleika.

Allt of margir eru að upplifa kulnun í starfi. Þar sem þeir hafa gleymt að setja mörk og hafa slökkt á allri skynjun um hversu vel þeim líður andlega sem og líkamlega.

Það að hugsa vel um okkur sjálf er ekki eitthvað eitt sem við gerum á fyrsta degi á nýju ári. Heldur fullt af litlum atriðum sem við setjum inn í dagskrána okkar jafn og þétt.

Ef við stöndum okkur betur í að hugsa um okkur, 1% betur í dag en í gær, getum við orðið 365% betri útgáfa af okkur að ári.

Eftirfarandi hugmyndir byggjast á grein á Tiny Buddah.

Fyrir hugann

1 Skrifaðu niður alla kostina þína.

2 Taktu út af verkefnalistanum þínum það sem þú munt aldrei gera.

3 Taktu öðruvísi ákvörðun í dag. Ef þú ert vön/vanur að taka ákvarðanir út frá hjartanu, taktu þá ákvörðun út frá rökhugsun í dag eða öfugt.

4 Skoðaðu skýin í dag. Leggstu á bakið undir berum himni.

5 Farðu aðra leið í vinnuna en þú ert vön/vanur. Þegar við gerum eitthvað nýtt búum við til nýjar tengingar í huganum.

6 Veittu því athygli sem þú ert farin/farinn að gera sjálfkrafa. Sem dæmi hvernig þú keyrir eða burstar í þér tennurnar.

7 Leiktu þér. Settu inn í dagskrána nokkrum sinnum á dag að leika þér.

8 Settu inn í daglega rútínu þína eitthvað sem hefur ekki verið þar áður. Svo sem að nota tannþráð alltaf áður en þú burstar tennurnar.

9 Lagaðu það sem þú hefur ekki lagað heima. Svo sem skipta um ljósaperuna sem sprakk á dögunum eða laga aðra ókláraða hluti.

10 Settu litlar hugleiðslustundir inn í daginn. Núvitundarhugleiðingar eða bæn sem friðar hugann.

11 Settu sjálfa/an þig í fyrsta sætið. Gerðu eitthvað í dag bara af því að það gerir þig hamingjusama/hamingjusaman.

12 Losaðu þig við það sem þú notar ekki í fataskápnum. Að taka þrjá hluti reglulega úr fataskápnum sem þú ekki notar býr til pláss fyrir það sem þig langar í.

13 Settu öll raftækin þín á flugham í klukkustund í dag.

14 Farðu út fyrir þægindarammann. Talaðu við ókunnuga eða breyttu frá vananum í dag.

15 Losaðu þig við alla sem eru neikvæðir á samfélagsmiðlum.

Fyrir líkamann

1 Gefðu líkamanum 10 mínútna athygli í dag. Hvernig líður þér í hverjum líkamshluta í dag?

2 Dragðu andann djúpt þrisvar.

3 Hreyfðu þig við uppáhaldstónlistina þína.

4 Teygðu úr þér.

5 Hlauptu eða labbaðu í nokkrar mínútur.

6 Einfaldaðu allar máltíðir í þessari viku. Veldu úr tveimur réttum í hverri máltíð og borðaðu það alla vikuna.

7 Knúsaðu þig sjálfa/sjálfan. Berðu á þig krem þannig að þú gefir þér þá líkamlega snertingu sem þú þarft á að halda.

8 Reyndu að kynnast þér náið. Horfðu á þig sjálfa/sjálfan nakta/nakinn og ekki dæma það sem þú sérð. Þetta ert þú! Lærðu að elska þig.

9 Gerðu eina litla breytingu á mataræði þínu þessa vikuna. Drekktu aukaglas af vatni daglega, eða settu meira grænmeti á diskinn þinn.

10 Veldu eitthvað til að vera í úr fataskápnum sem er þægilegt nálægt húðinni.

11 Vertu í kyrrstöðu í nokkrar mínútur einhvers staðar þar sem er gott að vera.

12 Reyndu að vera undir berum himni í sól í 10 mínútur. Kannski þú getir fundið sól bak við skýin í sundi?

13 Andaðu að þér ilmkjarna. Prófaðu piparmyntu-ilmkjarnaolíu, það minnkar löngun í mat og eflir það hvernig þér líður.

14 Æfðu þig í að hlæja. Lestu brandara, horfðu á eitthvað fyndið, farðu í hláturjóga.

15 Leggðu þig. Tíu til tuttugu mínútur á dag í léttum blundi getur gert heilmikið fyrir þig.

Fyrir sálina

1 Ímyndaðu þér að þú sért þinn besti vinur. Ef þú værir þinn besti vinur hvað myndir þú segja þér akkúrat núna? Líttu í spegilinn og segðu þér það.

2 Finndu fimm hluti sem eru fallegir á leiðinni í vinnuna.

3 Hjálpaðu einhverjum sem á bágt. Haltu dyrunum opnum, laumaðu peningum í umslag, vertu til staðar fyrir aðra.

4 Veittu því athygli hvernig þér líður. Sittu í kyrrstöðu og finndu út hvernig þér líður.

5 Skrifaðu niður hvernig þér líður. Notaðu fimmtán mínútur til að skrifa frá þér eitthvað sem þú vilt losna við. Slepptu því síðan frá þér og brenndu blaðið.

6 Veldu vel þá sem þú ætlar að vera með í dag. Vertu með einhverjum sem er jákvæður og tekur ekki frá þér orku.

7 Vertu í kringum gæludýr. Ef þú átt ekki gæludýr fáðu lánað gæludýr eða farðu á heimili þar sem er dýr og knúsaðu það.

8 Fáðu hrós frá þremur bestu vinum þínum. Biddu þá að segja þér þrennt sem þeir kunna að meta við þig.

9 Myndaðu ný tengsl. Þú getur gert það með því að kynnast nágranna þínum betur eða tala við einhvern í búðinni eða í sundi.

10 Kauptu þér eitthvað nýtt.

11 Farðu á stefnumót með þér og gerðu eitthvað sem þú elskar að gera. Farðu á listasýningu eða gerðu eitthvað annað sem þér þykir gaman að gera.

12 Æfðu þig í að gera það sem þú ert góð/ur í. Hugsaðu um hverju þú ert góð/ur í og finndu leið til að gera það í dag.

13 Farðu í heima-spa. Farðu í langt bað eða sturtu, taktu það rólega í náttsloppnum, lestu góða bók eða blað.

14 Biddu einhvern um aðstoð, hvort heldur sem er stórt eða smátt.

15 Skipuleggðu tveggja daga frí á næstunni. Slökktu á símanum, segðu fólki að þú verðir ekki við og gerðu eitthvað nýtt nálægt heimaslóðum.

Þegar við ástundum eitthvað af því sem er nefnt hér að ofan kemur meiri skýrleiki yfir okkur. Að finna gleðina í litlu atriðunum, að tengjast sér og öðrum er uppskriftin að betra lífi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál