Varð 114 ára - fjölskyldan er með kenningu

Lessie Brown varð ekki aðeins 100 ára heldur 114 ára.
Lessie Brown varð ekki aðeins 100 ára heldur 114 ára. mbl.is/Thinkstockpotos

Elsta kona Bandaríkjanna lést í vikunni 114 ára gömul. Lessie Brown sem varð 114 ára í september í fyrra þakkaði guði langlífið en sagði í viðtali í tilefni 109 ára afmælis síns að fjölskylda sín væri með aðra kenningu. 

Brown borðaði sætar kartöflur á næstum því hverjum degi í yfir 100 ár eins og fram kemur í frétt USA Today um lát Brown.  

„Mörg þeirra segja að það sé vegna þess að ég borðaði mikið af sætum kartöflum, en ég veit ekki hvort það sé það,“ sagði Brown á sínum tíma en var ekki jafn sannfærð um ágæti kartöfluátsins og fjölskylda hennar. Sagði hún langlífið vera vilja guðs.

Brown fæddist árið 1904 en þegar hin 114 ára gamla Delphine Gibson dó í maí tók Brown við titlinum. „Það er gott,“ á Brown að hafa sagt þegar hún fékk fréttirnar. 

Ekki er ljóst hver er elsta núlifandi manneskja í Bandaríkjunum nú en talið er að hin 116 ára gamla Kane Tanaka frá Japan sé elsta manneskja í heimi. Spurning hvað hún borðar á hverjum degi?

Konan borðaði mikið af sætum kartöflum.
Konan borðaði mikið af sætum kartöflum. Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál