Hvað felst í norræna kúrnum?

Hollur hádegismatur og hreyfing gerir góðan dag betri.
Hollur hádegismatur og hreyfing gerir góðan dag betri. mbl.is/Thinkstockphotos

Föstur, ketó, Miðjarðarhafsmataræðið, steinaldarmataræðið og hvað það nú heitir, listinn er endalaus. Norræna mataræðið komst í fréttir á síðasta ári og gott að kynna sér hvað felst í því nú þegar allir ætla að verða besta útgáfan af sjálfum sér. 

Sumir vilja meina að norræni kúrinn sé sá hollasti í heimi en hann er sagður líkur mataræðinu sem kennt er við Miðjarðarhafið. Samkvæmt Health er lögð áhersla á gróft korn, hnetur og fræ. Í stað kjöts er lögð áhersla á sjávarfang. Heimalagaðar máltíðir eru einnig hluti af mataræðinu þar sem lítið er um sykur og unninn mat. 

Sérfræðingur Health telur að norræni kúrinn sé heilsusamlegri en Miðjarðarhafsmataræðið vegna þess hversu mikil áhersla er lögð á gæði hráefnis. Sérstaklega er tekið fram að norrænar þjóðir eru þekktar fyrir heilbrigðan lífstíl og hamingjusömustu þjóðirnar jafnan valdar í könnunum.

Þrátt fyrir þetta allt er líklegt að mataræðið eigi ættir að rekja til frændur okkar í Skandinavíu þar sem hugtök eins og „hygge“ og „lagom“ eru nefnd. Skiptir máli á mataræðinu að temja sér hóf og njóta þess sem er á borðum en í litlu magni. 

Sem sagt ef ákveðið er að fara eftir norræna mataræðinu árið 2019 er grænmeti sem er ræktað á Íslandi, ávextir, ber, olíur og gróft korn á matseðlinum. Minna er um pizzur, samlokur og hamborgara. Fiskur ætti að vera á borðum. Kjöt má borða en passa þarf að það sé af góðum gæðum og nýta á matarafganga vel. 

Avókadó, lax og hnetur eru á norræna matseðlinum.
Avókadó, lax og hnetur eru á norræna matseðlinum. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is