Hví er símnotkun fyrir svefninn hættuleg?

Helga Arnardóttir er umsjónarmaður þáttanna Lifum lengur sem sýndir eru …
Helga Arnardóttir er umsjónarmaður þáttanna Lifum lengur sem sýndir eru í Sjónvarpi Símans Premium.

Rangan Chatterjee er breskur heimilislæknir starfandi í Manchester sem skrifaði bókina Four Pillars of Health. Hann leggur mikið upp úr því að við gætum að fjórum lykilstoðunum í lífi okkar til að sporna gegn alvarlegum lífsstílssjúkdómum. Þær eru næring, hreyfing, svefn og andleg heilsa. Dr. Chatterjee segir brýnt bæði fyrir fullorðna og börn að vera ekki í símanum á kvöldin fyrir háttinn því snjallsímar og tæki gefi frá sér bláa birtu sem tempri hormónið melatónín sem hjálpar okkur að sofa á nóttunni. Langvarandi svefnleysi geti orsakað Alzheimers, hjartaáföll og heilablóðföll svo eitthvað sé nefnt.   

Dr. Chatterjee er einn af viðmælendum Helgu Arnardóttur í þáttunum Lifum lengur sem sýndir eru í Sjónvarpi Símans Premium. Allir þættirnir koma inn í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál