Hálfdán vakti í 42 tíma, hvað gerist?

Hálfdán Steinþórsson vakti í 42 klukkutíma.
Hálfdán Steinþórsson vakti í 42 klukkutíma.

Hálfdán Steinþórsson vakti í 40 klukkutíma til að athuga hvað myndi gerast í líkamanum. Hann sagði að honum liði svolítið eins og hann væri þunnur og var lengur að velja orð eftir alla vökuna. Þetta kemur fram í þætti Helgu Arnardóttur, Lifum lengur, sem sýndur er í Sjónvarpi Símans Premium. 

Að taka vökunótt á aldrei að vera talinn sjálfsagður hlutur því ein slík getur valdið bólgu- og hormónabreytingum í líkamanum. Hálfdan Steinþórsson, eiginmaður Erlu Björnsdóttur, eins af helstu svefnsérfræðingum landsins, tók þátt í vökutilraun fyrir þáttinn Lifum lengur undir handleiðslu eiginkonu sinnar og vakti samtals í 42 klst. 

mbl.is