Æfingar Önnu Eiríks koma þér í form fyrir Alpana

Anna Eiríksdóttir.
Anna Eiríksdóttir. mbl.is/Saga Sig

Skíðavertíðin er byrjuð og fólk þarf að vera vel undirbúið hvort sem það er á leið í Alpana eða í Bláfjöll. Anna Ei­ríks­dótt­ir, deild­ar­stjóri í Hreyf­ingu og eig­andi www.anna­eiriks.is, deilir hér nokkrum einföldum æfingum til að styrkja skíðavöðvana. 

„Skíðagarpurinn þarf heldur betur að styrkja rass- og lærvöðva, kjarnavöðva líkamans og þjálfa þolið. Þessi stutta en áhrifaríka æfing vinnur með alla þessa þætti. Hver æfing er unnin í 60 sekúndur og frábært er að gera 3-4 umferðir fyrir hörkugóða æfingu sem ekki bara skíðagarpurinn hefur gott af heldur allir sem vilja huga að heilsu sinni,“ segir Anna Eiríks. 

Finna má fleiri góðar æfingahugmyndir á Instagram-síðu Önnu. 

View this post on Instagram

Love it⛷ #blafjoll #ski #sun #fun #lovely #skiing #instaski #iceland #perfectweather #somuchfun #annaeiriks #skifun

A post shared by Anna Eiriks (@aeiriks) on Jan 26, 2019 at 8:01am PST

mbl.is