Ertu að gera hnébeygjur vitlaust?

Það er mikilvægt að gera hnébeygjur rétt.
Það er mikilvægt að gera hnébeygjur rétt. mbl.is/Thinkstockphotos

Oft eru þær æfingar sem líta út fyrir að vera hve einfaldastar þær flóknustu og erfiðustu. Þetta á að minnsta kosti við um hnébeygjur. Það er margt sem þarf að hafa í huga á meðan æfingin er framkvæmd og gott að hafa í huga að allir líkamar eru mismunandi. 

Beint bak, ekki vera hokinn, spenna vel og hné ekki fram fyrir hæla er eitthvað sem heyrist stundum þegar talað er um hnébeygjureglur. Þessi síðasta fullyrðing hefur þó verið dregin til baka þó að ástæðan fyrir henni hafi verið rannsökuð vísindalega eins og kemur fram á vef Women's Health

Í rannsókn frá árinu 1978 er það sannað að það minnki álagið á hnén að halda sköflungum þráðbeinum upp í loft í hnébeygjum. Í rannsókn frá 2003 var þetta enn og aftur sannað og kom í ljós að álag á hnén eykst um 28 prósent þegar þau fara fram fyrir tær. 

Vegna þess hversu ólíkir líkamar eru er fólki þó frekar bent á að hugsa um hæla fasta við gólf í stað þess að hugsa um að sköflungarnir megi ekki færast aðeins fram á við. 

mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is