Ljóstrar upp heilsuleyndarmálinu

Rachel Brosnahan er afar hraust.
Rachel Brosnahan er afar hraust. mbl.is/AFP

Leikkonan Rachel Brosnahan skaust upp á stjörnuhimininn í gamanþáttunum Marvelous Mrs. Maisel. Brosnahan sem hefur hlotið tvenn Golden Globe-verðlaun fyrir hlutverk sitt þarf að vera í tökum í allt að 15 klukkutíma á dag en í viðtali við Shape þakkar hún beinaseyði heilsuna. 

Brosnahan byrjaði að taka inn beinaseyði við tökur á fyrstu þáttaröðinni vegna þreytu auk þess sem henni fannst hún vera að léttast óeðlilega mikið sökum þess hversu hraða brennslu hún er með. Hún segir beinaseyðið vera fullt af kollageni, fitu og alls konar vítamínum og steinefnum. „Ég held virkilega að það hafi hjálpað mér. Ég var sú eina sem varð ekki veik við tökur á þáttaröðinni. Ég verð að þakka beinaseyðinu.“

Að öðru leyti hugar hún að heilsunni með því að fá sér annaðhvort grænan þeyting eða glútenlaust ristað brauð með eggi og avakadó í morgunmat. Í hádeginu borðar hún svo salat eða samloku með laxi, kjúklingi eða kínóa og mikið af grænmeti. Henni finnst svo gott að fá sér eldað rótargrænmeti og fisk í kvöldmat.

Þegar kemur að hreyfingu er Brosnahan frekar löt. Hún reynir þó að skrá sig í spinningtíma, jóga eða pilates þar sem hún er hverju sinni en henni finnst erfitt að æfa ein heima. Segir hún það freista meira að sofa klukkutíma lengur en að gera æfingar á hótelherberginu. 

Sú æfing sem hún gerir oftast er hreinlega að fara út að ganga með hundana og ganga fimm hæðir upp í íbúðina sína.  

Rachel Brosnahan.
Rachel Brosnahan. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál