Notkun þunglyndislyfja 30% meiri hér

Íslendingar nota 30% meira af þunglyndislyfjum en frændur okkar á Norðurlöndunum . Þetta kemur fram í Lifum lengur í umsjón Helgu Arnardóttur í Sjónvarpi Símans Premium. Í þætti kvöldsins verður rætt við sérfræðinga um þunglyndislyf og andlega heilsu. 

„Þetta kom mér ótrúlega á óvart að sjá hvað við notum mikið af kvíða- þunglyndislyfjum og ástæðan er beinlínis sú að það eru svo fá úrræði fyrir fólk sem glímir við þetta. Það segja sérfræðingar  bæði hjá Embætti landlæknis og víðar að Íslendingar erum ekki þunglyndari en aðrar þjóðir og rannsóknir eigi víst að sýna það en úrræðin séu mun færri hér á landi en í nágrannalöndum,“ segir Helga og bætir við: 

„Íslenskur læknir sem starfar í Árósum segir í þáttunum Lifum lengur um andlega heilsu, nánast aldrei hafa byrjað þunglyndismeðferð hjá sjúklingum sínum þar í landi en hún sé gáttuð á því hvað hún gerði það oft sem starfandi heilsugæslulæknir hér á landi.  Helsta skýringin á því er að í Danmörku eru sálfræðingar niðurgreiddir, að minnsta kosti fyrstu 10-15 tímarnir  og fólk nýtir sér það frekar en að taka lyf.  Þetta þarf að breytast hér á landi, sem betur fer eru þeir komnir inn á heilsugæsluna í einhverjum mæli og svo liggur fyrir frumvarp frá Viðreisn um það að sálfræðiþjónusta skuli niðurgreidd af ríkinu. Þessi mikla lyfjanotkun snýst bara um úrræðaleysi og það segja langflestir sérfræðingar sem ég hef rætt við.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál