Ásdís Rán vill að karlinn splæsi

Ásdís Rán Gunnarsdóttir er gamaldags þegar kemur að samskiptum kynjanna.
Ásdís Rán Gunnarsdóttir er gamaldags þegar kemur að samskiptum kynjanna.

Ásdís Rán Gunnarsdóttir, hin eina sanna Ísdrottning, elskar konudaginn sem er á morgun. Hún segist vera gamaldags þegar kemur að samskiptum kynjanna. Hún vill að karlinn borgi brúsann og beri makann á höndum sér. 

Hvernig viltu láta tríta þig á konudaginn?

„Ég mundi segja að drottningartrítið væri kaffi og súkkulaði í rúmmið þegar ég vakna og fyrst þetta er sunnudagur þá væri geggjað að fara í góðan brunch með smá kampavíni. Eftir brunsinn væri ég til í eitthvað smá dekur eins og nudd, sem maður tímir ekki að splæsa á sig venjulega og svo væri frábært að fá óvænta gjöf eða glaðning,“ segir Ásdís Rán. 

Svörtu rósirnar njóta vinsælda.
Svörtu rósirnar njóta vinsælda.

Hún mælir sérstaklega með svörtum rósum sem lifa án vatns í hálft ár og ilma einstaklega vel frá Metanoadelarose sem hún flytur inn sjálf ásamt svörtum demöntum og ilmvatni. 

„Svo væri næs að enda daginn á kókó kvöldi heima þar sem karlinn dekrar sérstaklega við mig. Hann gæti boðið upp á fallegan ostabakka, gott rauðvín eða rómantískan kvöldverð með extra kryddi sem endar svo með nautnafullu dekri í svefnherberginu,“ segir hún. 

Hvers vegna skiptir konudagurinn máli?

„Mér finnst þetta svo skemmtilegt til að brjóta upp þetta daglega munstur og sýna konunni þinni hvers virði hún er fyrir þér á extra rómatískan hátt. Það er auðvitað alltaf gaman að vera góð við hvort annað en þarna er dagurinn til að fara aðeins yfir strikið í rómatíkinni, koma á óvart, njóta, gleðja, gefa og elska allan daginn nema kannski meðan leikurinn fer fram milli 2 og 4. Mér finnst ekki heillandi að heyra „þetta er bara auglýsinga trikk, ég kem bara á óvart þegar ég vil en læt ekki einhvern dag ráða því blablabla.“ Ég yrði mjög sár ef maðurinn minn myndi ekki gera neitt fyrir mig á konudaginn.“ 

Ertu gamaldags þegar kemur að samskiptum kynjanna?

„Já já ætli það kallist ekki gamaldags að vilja hafa manninn ráðandi og láta hann borga,“ segir hún og hlær og bætir við: „Ég elska bara svona karlmennsku og herramenn út í gegn - en ég er náttúrulega crazy,“ segir hún og hlær meira. 

Nú ert þú á lausu, hvaða væntingar ertu með fyrir konudaginn? 

„Úff ég veit ekki hvort ég fái nokkuð þetta árið, en mér finnst rosalega gaman að vera heima eins og á Valentínusardaginn og taka á móti öllum þessum ástföngnu mönnum sem eru að kaupa rósir, gjafir og svarta demanta hjá mér og ég skrifa svo ótrúlega fallegar kveðjur í kortin fyrir þá. Sumir með ljóð aðrir falleg orð um árin saman eða ástarjátningar. Ég set þetta í falleg kort sem ég innsigla svo með vaxi eins og í gamla daga.

Það er svo ótrúlega gefandi að fá að upplifa ástina svona í gegnum aðra og sjá hvað karlmenn geta verið ótrúlega góðir og einlægir við elskurnar sínar. Ég er oft bara með tárin í augunum að skrifa falleg kort,“ segir hún. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál